Flokkarnir vilja lækka tryggingagjaldið sem hefur skilað millljörðum í kassann Lóa Pind Aldísardóttir skrifar 14. apríl 2013 18:56 Tryggingagjaldið, sem skilað hefur tugum milljarða króna í ríkissjóð - verður lækkað eftir kosningar, ef marka má loforð flokkanna. Nær öll framboð vilja lækka gjaldið. Sjálfstæðisflokkur og Hægri grænir eru meðal fárra sem vilja lækka bensínskatta og afnema þrepaskiptan tekjuskatt á launþega. Hægri flokkarnir skera sig úr - þegar kemur að loforðum um skattalækkanir. Vinstri stjórnin sem nú situr, þrepaskipti tekjuskattinum á kjörtímabilinu - þannig að fólk með minna en rúmar 240 þúsund krónur í tekjur á mánuði greiðir rösk 37% í staðgreiðslu - liðlega 40% af launum upp að 740 þúsund - en rúm 46% af tekjum þar yfir. Fréttastofa spurði alla flokka - Vill flokkurinn afnema þrepaskipta tekjuskattinn? Sjálfstæðisflokkur segir já, Sturla Jónsson segir já - Hægri grænir líka og vilja lækka hann í 20% á 4 árum. Allir hinir segja nei - en Píratar vilja fækka í 2 þrep og sumir vilja endurskoða tekjumörk eða persónuafslátt. Ríkið tekur tæpan helming af hverjum bensínlítra. Við spurðum hvort flokkarnir hyggðust lækka skatta á bensín. Sjálfstæðisflokkur, Regnboginn, Hægri grænir og Sturla Jónsson segja JÁ. Flestir segja nei - en Píratar og Framsókn hafa ekki tekið afstöðu til málsins. Margir hafa kallað eftir því að tryggingagjald verði lækkað - það hækkaði hraustlega eftir hrun, fór úr 5,34 prósentum og er nú 7,69%. Við spurðum hvort flokkarnir hyggðust lækka tryggingagjaldið. Framsókn, Alþýðufylking og Píratar svara ýmist óljóst eða hafa ekki tekið afstöðu til þess. Allir aðrir flokkar segja já - Sjálfstæðismenn segja strax, niður í 6,94% - sem myndi þýða um það bil 5 milljarða lækkun. Samfylking segir í haust. Björt framtíð strax. En það er ekki víst að allir átti sig á hvað ríkið fær miklar tekjur af tryggingagjaldi - áætlað er að það skili um 70 milljörðum í kassann fyrir síðasta ár af tæplega 540 milljarða heildartekjum ríkisins - óvíst að Sturla átti sig á því, hann vill afnema þennan skatt. Kosningar 2013 Mest lesið Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Erlent Bandaríkjamenn setja vopnasendingar á bið Erlent Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Innlent Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Innlent Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Innlent Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Innlent Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Innlent Slegin óhug vegna eyðileggingarmáttar náttúruaflanna Innlent Páfinn glímir við mikil öndunarvandræði en þó með meðvitund Erlent Kona féll fram af svölum fjölbýlishúss í Breiðholti Innlent Fleiri fréttir Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Slegin óhug vegna eyðileggingarmáttar náttúruaflanna Fljúga tveimur vikum lengur Enginn uppfyllti skilyrðin í upphafi Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Staðan sé betri í dag en í fyrradag Eyðilegging eftir óveður og bolluóðir landsmenn Samfylkingin eykur fylgið Fékk blóðnasir í pontu Sögðu 23 starfsmönnum sláturhússins upp Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Sérsveitaraðgerð í Kópavogi Helgi Seljan byrjaður að vinna á RÚV Reynir að greiða úr flækjunni standi Guðrún við stóru orðin Vill flýta þjóðaratkvæðagreiðslu um aðild að ESB Kona féll fram af svölum fjölbýlishúss í Breiðholti Gulli hafi loksins unnið formannsslag Vonskuveður víða um land og Anora kom á óvart Telur tjónið nema milljarði: Mölbrotinn flygill og gólfið eins og sjávarbotn Ekki óvanalegt að kennarar fengju meiri hækkanir „Auðvitað hefur þetta áhrif á formannskjörið“ Aldan hrifsaði bíla og fólk út í sjó Svona skimarðu fyrir krabbameini í ristli heima hjá þér Telur að psilocybin og MDMA fái markaðsleyfi á næstu árum Segir reynsluna úr atvinnulífinu hafi skipt sköpum fyrir sigurinn Bein útsending: Daði situr fyrir svörum um styrkjamálið Margrét Dóróthea Sigfúsdóttir er látin Sóttu mann í ógöngum á Hólmatindi Sjá meira
Tryggingagjaldið, sem skilað hefur tugum milljarða króna í ríkissjóð - verður lækkað eftir kosningar, ef marka má loforð flokkanna. Nær öll framboð vilja lækka gjaldið. Sjálfstæðisflokkur og Hægri grænir eru meðal fárra sem vilja lækka bensínskatta og afnema þrepaskiptan tekjuskatt á launþega. Hægri flokkarnir skera sig úr - þegar kemur að loforðum um skattalækkanir. Vinstri stjórnin sem nú situr, þrepaskipti tekjuskattinum á kjörtímabilinu - þannig að fólk með minna en rúmar 240 þúsund krónur í tekjur á mánuði greiðir rösk 37% í staðgreiðslu - liðlega 40% af launum upp að 740 þúsund - en rúm 46% af tekjum þar yfir. Fréttastofa spurði alla flokka - Vill flokkurinn afnema þrepaskipta tekjuskattinn? Sjálfstæðisflokkur segir já, Sturla Jónsson segir já - Hægri grænir líka og vilja lækka hann í 20% á 4 árum. Allir hinir segja nei - en Píratar vilja fækka í 2 þrep og sumir vilja endurskoða tekjumörk eða persónuafslátt. Ríkið tekur tæpan helming af hverjum bensínlítra. Við spurðum hvort flokkarnir hyggðust lækka skatta á bensín. Sjálfstæðisflokkur, Regnboginn, Hægri grænir og Sturla Jónsson segja JÁ. Flestir segja nei - en Píratar og Framsókn hafa ekki tekið afstöðu til málsins. Margir hafa kallað eftir því að tryggingagjald verði lækkað - það hækkaði hraustlega eftir hrun, fór úr 5,34 prósentum og er nú 7,69%. Við spurðum hvort flokkarnir hyggðust lækka tryggingagjaldið. Framsókn, Alþýðufylking og Píratar svara ýmist óljóst eða hafa ekki tekið afstöðu til þess. Allir aðrir flokkar segja já - Sjálfstæðismenn segja strax, niður í 6,94% - sem myndi þýða um það bil 5 milljarða lækkun. Samfylking segir í haust. Björt framtíð strax. En það er ekki víst að allir átti sig á hvað ríkið fær miklar tekjur af tryggingagjaldi - áætlað er að það skili um 70 milljörðum í kassann fyrir síðasta ár af tæplega 540 milljarða heildartekjum ríkisins - óvíst að Sturla átti sig á því, hann vill afnema þennan skatt.
Kosningar 2013 Mest lesið Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Erlent Bandaríkjamenn setja vopnasendingar á bið Erlent Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Innlent Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Innlent Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Innlent Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Innlent Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Innlent Slegin óhug vegna eyðileggingarmáttar náttúruaflanna Innlent Páfinn glímir við mikil öndunarvandræði en þó með meðvitund Erlent Kona féll fram af svölum fjölbýlishúss í Breiðholti Innlent Fleiri fréttir Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Slegin óhug vegna eyðileggingarmáttar náttúruaflanna Fljúga tveimur vikum lengur Enginn uppfyllti skilyrðin í upphafi Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Staðan sé betri í dag en í fyrradag Eyðilegging eftir óveður og bolluóðir landsmenn Samfylkingin eykur fylgið Fékk blóðnasir í pontu Sögðu 23 starfsmönnum sláturhússins upp Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Sérsveitaraðgerð í Kópavogi Helgi Seljan byrjaður að vinna á RÚV Reynir að greiða úr flækjunni standi Guðrún við stóru orðin Vill flýta þjóðaratkvæðagreiðslu um aðild að ESB Kona féll fram af svölum fjölbýlishúss í Breiðholti Gulli hafi loksins unnið formannsslag Vonskuveður víða um land og Anora kom á óvart Telur tjónið nema milljarði: Mölbrotinn flygill og gólfið eins og sjávarbotn Ekki óvanalegt að kennarar fengju meiri hækkanir „Auðvitað hefur þetta áhrif á formannskjörið“ Aldan hrifsaði bíla og fólk út í sjó Svona skimarðu fyrir krabbameini í ristli heima hjá þér Telur að psilocybin og MDMA fái markaðsleyfi á næstu árum Segir reynsluna úr atvinnulífinu hafi skipt sköpum fyrir sigurinn Bein útsending: Daði situr fyrir svörum um styrkjamálið Margrét Dóróthea Sigfúsdóttir er látin Sóttu mann í ógöngum á Hólmatindi Sjá meira