Greg Norman á stóran þátt í titlinum Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 14. apríl 2013 23:59 „Ég veit ekki hvernig þetta gerðist. Margt hefur breyst á tveimur árum,“ sagði Adam Scott. Nýbakaður sigurvegari á Masters átti erfitt með að koma tilfinningum í orð þegar græni jakkinn var í sjónmáli. Scott hefur aldrei áður sigrað á risamóti í golfi en komst skuggalega nálægt því á Opna breska meistaramótinu á síðasta ári. Hann átti frábæran endasprett í kvöld og tryggði sér sigurinn á tíundu holu, þeirri annarri í umspili við Angel Cabrera, með frábæru pútti. „Það er ótrúlegt að vera í þessari stöðu,“ sagði Scott sem viðurkenndi að vera vel meðvitaður um hungur Ástrala eftir sigur á Masters. „Algjörlega. Ég reyni að hugsa ekki um svoleiðis hluti. Ég reyndi bara að spila eitt högg í einu í dag. Ástralar eru stoltir þegar kemur að golfinu. Þetta var eini titillinn sem okkur vantaði. Það er stórkostlegt að það hafi komið í minn hlut að landa titlinum,“ sagði Scott.Bubba Watson klæðir Adam Scott í græna jakkann eftirsótta.Þrátt fyrir að Ástralir hafi átt fjölmarga frábæra kylfinga í gegnum tíðina þá hefur einn haft meiri áhrif en aðrir. „Greg Norman er sá sem við lítum allir upp til. Hann á stóran hluta í þessum titli,“ sagði Scott sem virkaði með stáltaugar á lokaholum hringsins sem og í bráðabananum. „Að setja þessi pútt til að tryggja sér sigur er stórkostleg tilfinning.“ Golf Tengdar fréttir Adam Scott vann Masters eftir umspil Ástralinn Adam Scott varð í kvöld fyrsti Ástralinn sem vinnur Masters-mótið í golfi. Hann tryggði sér sigur á annarri umspilsholu gegn Argentínumanninum Angel Cabrera. Hann setti niður um fjögurra metra pútt fyrir sigri. Pútt Cabrera stoppaði upp við holuna. 14. apríl 2013 23:04 Mest lesið Ökklinn eins og IKEA húsgagn: „Boruðu gat í gegnum tvö bein“ Íslenski boltinn Veðmál á leik á Íslandi vöktu miklar grunsemdir Íslenski boltinn Unglingur myrtur eftir deilu á frjálsíþróttamóti Sport Hvar er Davíð? „Fólk að henda dramatískum sögum í gang um illindi“ Körfubolti Konurnar þurfa að mæta Íslandi á leikvangi sem er ekki nógu góður fyrir karlana Fótbolti Haaland flúði Manchester borg Enski boltinn Húðflúr stuðningsmanns Newcastle gæti orðið algjörlega gagnslaust Enski boltinn „Skandall“ í gær en uppselt í dag Fótbolti „Fínt ef þetta fólk hefði haft samband við mig mánuðum áður“ Körfubolti Fyrsti svarti dómarinn í ensku úrvalsdeildinni lærir að ganga á ný Enski boltinn Fleiri fréttir Tiger hringdi í Trump til að segja honum frá sambandinu McIlroy meiddur í aðdraganda Masters McIlroy annar til að þéna hundrað milljónir á PGA-mótaröðinni Gunnlaugur Árni í hóp fjörutíu bestu í heimi Tiger og Trump staðfesta sambandið Gunnlaugur Árni fagnaði og fer í hóp fimmtíu bestu McIlroy vann einvígið en Spaun fór í vatnið Players endar í einvígi: „Halda allir að hann vinni“ Spaun með naumt forskot á Players en McIlroy á enn möguleika Justin Thomas jafnaði vallarmetið á öðrum degi Players Gjammandi áhorfandinn biður McIlroy afsökunar McIlroy tók síma af gjammandi áhorfanda Tiger Woods sleit hásin Tiger syrgir móður sína og sleppir Players Enn að jafna sig á fráfalli móður sinnar og óviss hvort hann keppir á Players Ryder Cup snýr aftur á Stöð 2 Sport Var í mótorhjólagengi, sat inni en er nú kominn á Opna breska Sjá meira
„Ég veit ekki hvernig þetta gerðist. Margt hefur breyst á tveimur árum,“ sagði Adam Scott. Nýbakaður sigurvegari á Masters átti erfitt með að koma tilfinningum í orð þegar græni jakkinn var í sjónmáli. Scott hefur aldrei áður sigrað á risamóti í golfi en komst skuggalega nálægt því á Opna breska meistaramótinu á síðasta ári. Hann átti frábæran endasprett í kvöld og tryggði sér sigurinn á tíundu holu, þeirri annarri í umspili við Angel Cabrera, með frábæru pútti. „Það er ótrúlegt að vera í þessari stöðu,“ sagði Scott sem viðurkenndi að vera vel meðvitaður um hungur Ástrala eftir sigur á Masters. „Algjörlega. Ég reyni að hugsa ekki um svoleiðis hluti. Ég reyndi bara að spila eitt högg í einu í dag. Ástralar eru stoltir þegar kemur að golfinu. Þetta var eini titillinn sem okkur vantaði. Það er stórkostlegt að það hafi komið í minn hlut að landa titlinum,“ sagði Scott.Bubba Watson klæðir Adam Scott í græna jakkann eftirsótta.Þrátt fyrir að Ástralir hafi átt fjölmarga frábæra kylfinga í gegnum tíðina þá hefur einn haft meiri áhrif en aðrir. „Greg Norman er sá sem við lítum allir upp til. Hann á stóran hluta í þessum titli,“ sagði Scott sem virkaði með stáltaugar á lokaholum hringsins sem og í bráðabananum. „Að setja þessi pútt til að tryggja sér sigur er stórkostleg tilfinning.“
Golf Tengdar fréttir Adam Scott vann Masters eftir umspil Ástralinn Adam Scott varð í kvöld fyrsti Ástralinn sem vinnur Masters-mótið í golfi. Hann tryggði sér sigur á annarri umspilsholu gegn Argentínumanninum Angel Cabrera. Hann setti niður um fjögurra metra pútt fyrir sigri. Pútt Cabrera stoppaði upp við holuna. 14. apríl 2013 23:04 Mest lesið Ökklinn eins og IKEA húsgagn: „Boruðu gat í gegnum tvö bein“ Íslenski boltinn Veðmál á leik á Íslandi vöktu miklar grunsemdir Íslenski boltinn Unglingur myrtur eftir deilu á frjálsíþróttamóti Sport Hvar er Davíð? „Fólk að henda dramatískum sögum í gang um illindi“ Körfubolti Konurnar þurfa að mæta Íslandi á leikvangi sem er ekki nógu góður fyrir karlana Fótbolti Haaland flúði Manchester borg Enski boltinn Húðflúr stuðningsmanns Newcastle gæti orðið algjörlega gagnslaust Enski boltinn „Skandall“ í gær en uppselt í dag Fótbolti „Fínt ef þetta fólk hefði haft samband við mig mánuðum áður“ Körfubolti Fyrsti svarti dómarinn í ensku úrvalsdeildinni lærir að ganga á ný Enski boltinn Fleiri fréttir Tiger hringdi í Trump til að segja honum frá sambandinu McIlroy meiddur í aðdraganda Masters McIlroy annar til að þéna hundrað milljónir á PGA-mótaröðinni Gunnlaugur Árni í hóp fjörutíu bestu í heimi Tiger og Trump staðfesta sambandið Gunnlaugur Árni fagnaði og fer í hóp fimmtíu bestu McIlroy vann einvígið en Spaun fór í vatnið Players endar í einvígi: „Halda allir að hann vinni“ Spaun með naumt forskot á Players en McIlroy á enn möguleika Justin Thomas jafnaði vallarmetið á öðrum degi Players Gjammandi áhorfandinn biður McIlroy afsökunar McIlroy tók síma af gjammandi áhorfanda Tiger Woods sleit hásin Tiger syrgir móður sína og sleppir Players Enn að jafna sig á fráfalli móður sinnar og óviss hvort hann keppir á Players Ryder Cup snýr aftur á Stöð 2 Sport Var í mótorhjólagengi, sat inni en er nú kominn á Opna breska Sjá meira
Adam Scott vann Masters eftir umspil Ástralinn Adam Scott varð í kvöld fyrsti Ástralinn sem vinnur Masters-mótið í golfi. Hann tryggði sér sigur á annarri umspilsholu gegn Argentínumanninum Angel Cabrera. Hann setti niður um fjögurra metra pútt fyrir sigri. Pútt Cabrera stoppaði upp við holuna. 14. apríl 2013 23:04