Fleiri frambjóðendur dæmdir - meðal annars fyrir líkamsárás Helga Arnardóttir og Brynja Dögg Friðriksdóttir skrifar 14. apríl 2013 19:33 Fjórir á framboðslista Framsóknarflokksins hafa hlotið dóma á síðustu árum þar af einn sem sló annan mann hnefahöggi í andlitið. Tveir á framboðslistum Lýðræðisvaktarinnar hafa hlotið dóma fyrir meiðyrði á netinu og líkamsárás. Fréttastofa hefur kannað bakgrunn frambjóðenda hjá nokkrum flokkum sem bjóða fram til Alþingis í dómasafni héraðsdómstóla sem nær eingöngu aftur til ársins 2006. Á framboðslistum Framsóknar hafa fimm hlotið dóma. Karl Garðarsson, framkvæmdarstjóri og fyrrv. fréttastjóri sem skipar 2.sæti í Reykjavík Suður var dæmdur 2007 til að greiða eina milljón í sekt fyrir að hafa sem ritstjóri Blaðsins auglýst áfengi í blaðinu í fjórgang, sem braut gegn áfengislögum. Sigurjón Fannar Ragnarsson sem skipar 10.sæti í suðurkjördæmi var dæmdur til að greiða 175.000 króna sekt og var sviptur ökuréttindum í tvö ár vegna ölvunaraksturs. Eiríkur Hans Sigurðsson sem skipar 14.sæti í Reykjavík Norður var dæmdur 2006 til að greiða 300.000 króna sekt, ásamt tveimur öðrum fyrir að hafa ekki staðið skil á staðgreiðslu opinberra gjalda vegna gjaldþrota fyrirtækis sem hann var framkvæmdastjóri hjá. Sveinbjörn Árni Lund sem skipar 16.sæti í Norðaustur kjördæmi var dæmdur 2008 til að greiða 80.000 krónur í sekt fyrir að hafa slegið annan mann hnefahöggi í andlitið. Ekki þótti þó sannað að hann hefði veitt honum þá áverka sem maðurinn hlaut þar sem annar hefði ráðist á hann fyrr um kvöldið. Hjá Lýðræðisvaktinni hafa tveir frambjóðendur hlotið dóma. Andrés Helgi Valgarðsson sem skipar 15.sæti í suðvesturkjördæmi var dæmdur 2010 til að greiða 300.000 krónur í bætur til stefnanda fyrir að hafa skrifað meiðandi ummæli á bloggsíðu sinni og facebook síðu vegna Aratúnsmálsins svokallaða. Auk þess var hann dæmdur til að greiða málskostnað. Hinn frambjóðandi Lýðræðisvaktarinnar sem skipar 15. sætið í suðurkjördæmi heitir Hjörtur Howser. Hann var dæmdur í 30 daga skilorðsbundið fangelsi fyrir líkamsárás, þar sem hann kýldi annan mann í bringuna, hrinti honum til í nokkur skipti með þeim afleiðingum að hann hlaut yfirborðsáverka á hálsi og brjóstkassa. Einn dómur um útburð vegna vanefnda á kaupsamningi gekk í máli Guðmundar Inga Kristinssonar 2008 en hann skipar 5.sæti í Reykjavík norður fyrir Alþýðufylkinguna. Eftir því sem komist er næst reyndist enginn frambjóðenda hafa hlotið dóm í Samfylkingu, Vinstri Grænum, Bjartri Framtíð, Landsbyggðarflokknum og Húmanistaflokknum. Árni Johnsen virðist sá eini á framboðslistum Sjálfstæðisflokks sem er með dóm en hann skipar 20.sæti í suðurkjördæmi. Hann var dæmdur eins og kunnugt er í tveggja ára fangelsi í Hæstarétti árið 2002 fyrir fjárdrátt, umboðssvik, brot í opinberu starfi og fleira. Bakgrunnur frambjóðenda hjá Sturlu Jónssyni-K lista hefur ekki verið kannaður þar sem framboðið bíður eftir úrskurði kjörstjórnar í Reykjavík suður. Fréttir af frambjóðendum Flokks heimilanna, Regnbogans, Dögunar og Hægri grænna verða fluttar á næstu dögum. Kosningar 2013 Tengdar fréttir Tveir frambjóðendur hlotið dóma fyrir líkamsárás og fíkniefnalagabrot Tveir frambjóðendur Pírata, sem skipa fjórtánda sæti í Suðvestur og Norðausturkjördæmi, hafa hlotið dóma fyrir líkamsárás og vörslu fíkniefna. Annar þeirra hefur frá 1990 hlotið sautján refsidóma fyrir auðgunar- og umferðarlagabrot. 13. apríl 2013 18:46 Mest lesið Sigurði Inga heitt í hamsi þegar hann flutti eldræðu um útlendinga Innlent Alþjóðastarf þingmanna álitið sem „fyllerís- og fríferðir“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Skorinn með hníf á skemmtistað í miðbænum Innlent „Staðan er bara sú að það verður slys hérna“ Innlent Tíu mánaða strákur fær byltingarkennt lyf fyrstur Íslendinga Innlent Kallar eftir umboði þjóðarinnar til breytinga Innlent Amma lýsir blóðugum niðurgangi og örvæntingu foreldra Innlent Telur „verulegar líkur“ á að sýknu Alberts verði snúið Innlent Enginn í steininn fyrir heiðursofbeldi Innlent Fleiri fréttir Kallar eftir umboði þjóðarinnar til breytinga Skorinn með hníf á skemmtistað í miðbænum Alþjóðastarf þingmanna álitið sem „fyllerís- og fríferðir“ Sigurði Inga heitt í hamsi þegar hann flutti eldræðu um útlendinga „Staðan er bara sú að það verður slys hérna“ Afstaða ríkisins hleypi illu blóði og hörku í viðræðurnar Framboðslisti Ábyrgrar framtíðar í Reykjavík norður Fagnar 400 nýjum störfum við Hvammsvirkjun Tíu mánaða strákur fær byltingarkennt lyf fyrstur Íslendinga Þau verða fulltrúar Íslands á COP29 í Aserbaídsjan Veröldin hrundi þegar sonurinn greindist Enginn í steininn fyrir heiðursofbeldi Amma lýsir blóðugum niðurgangi og örvæntingu foreldra Verkfall í MR samþykkt í annarri tilraun Mörg börn sem beita ofbeldi hafa orðið fyrir því sjálf Ríkið telur ólöglega boðað til verkfalls lækna Þverárfjallsvegur lokaður vegna eldsvoða í bíl Telur „verulegar líkur“ á að sýknu Alberts verði snúið Íslendingar þurfa ekki vegabréfsáritun til Kína næsta árið Steinþór hafi verið að berjast fyrir lífi sínu Dómi í máli Alberts áfrýjað „Sjáum fram á að geta rekið sveitarfélagið eitthvað fram eftir næsta ári“ Borgin lúffar fyrir aðdáendum áramótabrenna Rétt meðhöndlun hakksins hefði komið í veg fyrir veikindi Áfram í gæsluvarðhaldi vegna rannsóknar á andláti móður hans Hörður Ellert lætur reyna á dóm fyrir að nauðga stjúpdóttur sinni Grindavík á barmi gjaldþrots og læknar á leið í verkfall Vill vita hvort RÚV hafi einhvern tíma beðist afsökunar Segist aldrei geta litið Sigurð Inga sömu augum Þrjú framboð fengu aðfinnslur frá kjörstjórn Sjá meira
Fjórir á framboðslista Framsóknarflokksins hafa hlotið dóma á síðustu árum þar af einn sem sló annan mann hnefahöggi í andlitið. Tveir á framboðslistum Lýðræðisvaktarinnar hafa hlotið dóma fyrir meiðyrði á netinu og líkamsárás. Fréttastofa hefur kannað bakgrunn frambjóðenda hjá nokkrum flokkum sem bjóða fram til Alþingis í dómasafni héraðsdómstóla sem nær eingöngu aftur til ársins 2006. Á framboðslistum Framsóknar hafa fimm hlotið dóma. Karl Garðarsson, framkvæmdarstjóri og fyrrv. fréttastjóri sem skipar 2.sæti í Reykjavík Suður var dæmdur 2007 til að greiða eina milljón í sekt fyrir að hafa sem ritstjóri Blaðsins auglýst áfengi í blaðinu í fjórgang, sem braut gegn áfengislögum. Sigurjón Fannar Ragnarsson sem skipar 10.sæti í suðurkjördæmi var dæmdur til að greiða 175.000 króna sekt og var sviptur ökuréttindum í tvö ár vegna ölvunaraksturs. Eiríkur Hans Sigurðsson sem skipar 14.sæti í Reykjavík Norður var dæmdur 2006 til að greiða 300.000 króna sekt, ásamt tveimur öðrum fyrir að hafa ekki staðið skil á staðgreiðslu opinberra gjalda vegna gjaldþrota fyrirtækis sem hann var framkvæmdastjóri hjá. Sveinbjörn Árni Lund sem skipar 16.sæti í Norðaustur kjördæmi var dæmdur 2008 til að greiða 80.000 krónur í sekt fyrir að hafa slegið annan mann hnefahöggi í andlitið. Ekki þótti þó sannað að hann hefði veitt honum þá áverka sem maðurinn hlaut þar sem annar hefði ráðist á hann fyrr um kvöldið. Hjá Lýðræðisvaktinni hafa tveir frambjóðendur hlotið dóma. Andrés Helgi Valgarðsson sem skipar 15.sæti í suðvesturkjördæmi var dæmdur 2010 til að greiða 300.000 krónur í bætur til stefnanda fyrir að hafa skrifað meiðandi ummæli á bloggsíðu sinni og facebook síðu vegna Aratúnsmálsins svokallaða. Auk þess var hann dæmdur til að greiða málskostnað. Hinn frambjóðandi Lýðræðisvaktarinnar sem skipar 15. sætið í suðurkjördæmi heitir Hjörtur Howser. Hann var dæmdur í 30 daga skilorðsbundið fangelsi fyrir líkamsárás, þar sem hann kýldi annan mann í bringuna, hrinti honum til í nokkur skipti með þeim afleiðingum að hann hlaut yfirborðsáverka á hálsi og brjóstkassa. Einn dómur um útburð vegna vanefnda á kaupsamningi gekk í máli Guðmundar Inga Kristinssonar 2008 en hann skipar 5.sæti í Reykjavík norður fyrir Alþýðufylkinguna. Eftir því sem komist er næst reyndist enginn frambjóðenda hafa hlotið dóm í Samfylkingu, Vinstri Grænum, Bjartri Framtíð, Landsbyggðarflokknum og Húmanistaflokknum. Árni Johnsen virðist sá eini á framboðslistum Sjálfstæðisflokks sem er með dóm en hann skipar 20.sæti í suðurkjördæmi. Hann var dæmdur eins og kunnugt er í tveggja ára fangelsi í Hæstarétti árið 2002 fyrir fjárdrátt, umboðssvik, brot í opinberu starfi og fleira. Bakgrunnur frambjóðenda hjá Sturlu Jónssyni-K lista hefur ekki verið kannaður þar sem framboðið bíður eftir úrskurði kjörstjórnar í Reykjavík suður. Fréttir af frambjóðendum Flokks heimilanna, Regnbogans, Dögunar og Hægri grænna verða fluttar á næstu dögum.
Kosningar 2013 Tengdar fréttir Tveir frambjóðendur hlotið dóma fyrir líkamsárás og fíkniefnalagabrot Tveir frambjóðendur Pírata, sem skipa fjórtánda sæti í Suðvestur og Norðausturkjördæmi, hafa hlotið dóma fyrir líkamsárás og vörslu fíkniefna. Annar þeirra hefur frá 1990 hlotið sautján refsidóma fyrir auðgunar- og umferðarlagabrot. 13. apríl 2013 18:46 Mest lesið Sigurði Inga heitt í hamsi þegar hann flutti eldræðu um útlendinga Innlent Alþjóðastarf þingmanna álitið sem „fyllerís- og fríferðir“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Skorinn með hníf á skemmtistað í miðbænum Innlent „Staðan er bara sú að það verður slys hérna“ Innlent Tíu mánaða strákur fær byltingarkennt lyf fyrstur Íslendinga Innlent Kallar eftir umboði þjóðarinnar til breytinga Innlent Amma lýsir blóðugum niðurgangi og örvæntingu foreldra Innlent Telur „verulegar líkur“ á að sýknu Alberts verði snúið Innlent Enginn í steininn fyrir heiðursofbeldi Innlent Fleiri fréttir Kallar eftir umboði þjóðarinnar til breytinga Skorinn með hníf á skemmtistað í miðbænum Alþjóðastarf þingmanna álitið sem „fyllerís- og fríferðir“ Sigurði Inga heitt í hamsi þegar hann flutti eldræðu um útlendinga „Staðan er bara sú að það verður slys hérna“ Afstaða ríkisins hleypi illu blóði og hörku í viðræðurnar Framboðslisti Ábyrgrar framtíðar í Reykjavík norður Fagnar 400 nýjum störfum við Hvammsvirkjun Tíu mánaða strákur fær byltingarkennt lyf fyrstur Íslendinga Þau verða fulltrúar Íslands á COP29 í Aserbaídsjan Veröldin hrundi þegar sonurinn greindist Enginn í steininn fyrir heiðursofbeldi Amma lýsir blóðugum niðurgangi og örvæntingu foreldra Verkfall í MR samþykkt í annarri tilraun Mörg börn sem beita ofbeldi hafa orðið fyrir því sjálf Ríkið telur ólöglega boðað til verkfalls lækna Þverárfjallsvegur lokaður vegna eldsvoða í bíl Telur „verulegar líkur“ á að sýknu Alberts verði snúið Íslendingar þurfa ekki vegabréfsáritun til Kína næsta árið Steinþór hafi verið að berjast fyrir lífi sínu Dómi í máli Alberts áfrýjað „Sjáum fram á að geta rekið sveitarfélagið eitthvað fram eftir næsta ári“ Borgin lúffar fyrir aðdáendum áramótabrenna Rétt meðhöndlun hakksins hefði komið í veg fyrir veikindi Áfram í gæsluvarðhaldi vegna rannsóknar á andláti móður hans Hörður Ellert lætur reyna á dóm fyrir að nauðga stjúpdóttur sinni Grindavík á barmi gjaldþrots og læknar á leið í verkfall Vill vita hvort RÚV hafi einhvern tíma beðist afsökunar Segist aldrei geta litið Sigurð Inga sömu augum Þrjú framboð fengu aðfinnslur frá kjörstjórn Sjá meira
Tveir frambjóðendur hlotið dóma fyrir líkamsárás og fíkniefnalagabrot Tveir frambjóðendur Pírata, sem skipa fjórtánda sæti í Suðvestur og Norðausturkjördæmi, hafa hlotið dóma fyrir líkamsárás og vörslu fíkniefna. Annar þeirra hefur frá 1990 hlotið sautján refsidóma fyrir auðgunar- og umferðarlagabrot. 13. apríl 2013 18:46