Adam Scott vann Masters eftir umspil 14. apríl 2013 23:04 Adam Scott vann Masters. Ástralinn Adam Scott varð í kvöld fyrsti Ástralinn sem vinnur Masters-mótið í golfi. Hann tryggði sér sigur á annarri umspilsholu gegn Argentínumanninum Angel Cabrera. Hann setti niður um fjögurra metra pútt fyrir sigri. Pútt Cabrera stoppaði upp við holuna. Þetta er fyrsti risatitill Scott. Þetta er alls ekki fyrst risatitill kylfusveinsins hans, Steve Williams, sem var kylfusveinn Tiger Woods til margra ára. Það var Bubba Watson, sigurvegarinn frá því í fyrra, sem klæddi Scott í hinn fræga græna jakka sem alla kylfinga dreymir um. Flestir héldu að Scott hefði tryggt sér sigur með glæsilegum fugli á 18. holu. Langt pútt sem lak ofan í holuna. Cabrera var fyrir vikið undir mikilli pressu á lokaholunni. Hann stóð undir henni. Átti stórkostlegt innáhögg á 18. holunni og setti svo púttið niður. Mögnuð tilþrif hjá báðum kylfingum og umspil fram undan. Umspilið var magnað. Kylfingarnir hrikalega jafnir en hið stórkostlega pútt hjá Scott tryggði honum sigurinn. Hér að neðan má lesa beina textalýsingu frá umspilinu.Staðan: Adam Scott - 10 Angel Cabrera -9 Jason Day -7 Tiger Woods -5 Marc Leishman -5 Brandt Snedeker -5 Thorbjörn Olesen -4 Sergio Garcia -3 Lee Westwood -3 Matt Kuchar -3Textalýsing frá umspili Masters:23.38: Allt undir hjá Scott. Hann skoðar púttið vel með Steve Williams en það er um 4 metrar. Scott gerir sér lítið fyrir og neglir púttið ofan í. Frábært pútt og hann vinnur Masters-mótið með stæl. Þvílíkt mót.23.36: Cabrera púttar á undan enda fjær. Púttið er fyrir fugli og það stoppar upp við holuna. Grátlegt fyrir Cabrera. Þetta var svo nálægt. Mokar svo ofan í. Scott getur sett niður og unnið.23.34: Scott undir pressu og höggið stórkostlegt. Ofar á flöt og nær holu. Pútt Cabrera þó þægilegra enda nánast alveg upp í móti á meðan Scott er í smá halla. Spennan magnast og það er farið að verða svolítið dimmt. Því er spáð að þeir geti í mesta lagi spilað eina holu í viðbót.23.32: 10. brautin heitir Cammellia og hefur verið afdrifarík í gegnum árin. Cabrera er styttri þó svo höggið með járninu hafi verið langt. Munar líklega ekki nema svona tveim metrum. Það rignir á kylfinga líkt og í allan dag. Rigningin þó meiri en framan af degi. Cabrera blótar högginu sem er furðulegt því það er frábært. Um 4 metrum frá pinna. Setur pressu á Scott.23.28: Scott byrjar aftur á teig. Hann notar þrjú tré. Þetta er par 4 hola. Scott með frábært högg og á besta stað. Cabrera með járn og hann er líka á braut þó svo hann virtist skalla boltann. Magnað.23.26: Cabrera setur sitt stutta pútt auðveldlega niður. Þeir þurfa nú að fara á 10. holu.23.25: Scott setur niður meters pútt.23.24: Scott aðeins of laus en samt í góðri stöðu. Er aðeins lengra frá en á að pútta þessu niður eins og Cabrera.23.23: Þriðja höggið frá Cabrera er stórkostlegt. Sleikir holuna. Millimetrum frá sigri. Púttar auðveldlega næst. Scott verður að vanda sig.23.20: Cabrera er líka of stuttur. Nokkir sentimetrar á milli boltanna. Cabrera þó fjær og slær næst. Hann var mjög ósáttur og blótaði eftir höggið. Þvílík spenna.23.19: Scott er fjær og tekur annað höggið sitt á undan. Höggið er aðeins of stutt. Nær upp á flöt en lekur aftur út af.23.17: Steve Williams, fyrrum kylfusveinn Tiger Woods, er kylfusveinn Scott. Margir aðdáenda Woods halda því ekki með Scott. Þeim er meinilla við Williams eftir að hann lét frá sér vafasöm ummæli eftir að Woods rak hann.23.15. Scott tekur sitt upphafshögg fyrst. Það er mjög gott og endar á besta stað. Cabrera er pollslakur og á líka frábært upphafshögg. Þeir eru nánast hlið við hlið.23.12: Það er aðeins farið að skyggja þannig að umspilið getur ekki staðið yfir endalaust. Kylfingarnir eru komnir út á teig.23.05: Bráðabaninn fer þannig fram að þeir spila 18. holu. Ef úrslit nást ekki þá fara þeir á 10. holu og svo koll af kolli.23.01: Þetta er búið að vera ótrúlegt kvöld. Cabrera sýndi stáltaugar undir ótrúlegri pressu. Hann vann mótið árið 2009. Það er pressa á Scott því Ástrali hefur aldrei áður unnið mótið. Ekki einu sinni Greg Norman tókst það. Golf Tengdar fréttir Cabrera og Snedeker leiða Masters | Tiger á smá von Argentínumaðurinn Angel Cabrera og Bandaríkjamaðurinn Brandt Snedeker eru efstir og jafnir á Masters-mótinu í golfi fyrir lokahringinn. Þeir eru báðir á samtals sjö höggum undir pari. Báðir kylfingar léku á þrem höggum undir pari í dag líkt og Adam Scott sem er í þriðja sæti á sex höggum undir pari. 13. apríl 2013 23:16 Garcia nýtur augnabliksins Spánverjinn Sergio Garcia og Ástralinn Marc Leishman eru efstir og jafnir að loknum fyrsta keppnisdegi á Masters mótinu í golfi. 12. apríl 2013 08:30 Þessir fóru holu í höggi | Myndband Tveir kylfingar fóru holu í höggi í par þrjú keppninni sem fór fram í gær. Þessi glæsilegu högg má sjá í meðfylgjandi myndbandi. 11. apríl 2013 17:11 Jason Day efstur þegar Masters-mótið er hálfnað - svipmyndir frá degi 2 Jason Day, 25 ára gamall Ástrali, er með forystu eftir annan dag á Mastersmótinu í golfi. Tiger Woods er í 7. sæti þremur höggum á eftir Day. 12. apríl 2013 23:42 Strákurinn spilaði of hægt og fékk refsihögg Hinn fjórtán ára gamli Guan Tianlang hefur vakið mikla athygli á Mastersmótinu en hann er yngsti keppandi sögunnar á þessu fornfræga móti. Kínverski táningurinn kláraði annan hringinn á Masters-mótinu á þremur höggum yfir pari og er nú á fjórum höggum yfir eftir 36 holur. 12. apríl 2013 19:17 Tiger slapp með skrekkinn Tiger Woods var ekki vísað úr Masters-mótinu fyrir ólöglegt dropp á hringnum í gær. Hann fær aftur á móti tveggja högga víti frá dómaranefnd mótsins. 13. apríl 2013 13:45 Haldið í hefðirnar á Augusta Fyrsta Masters-mótið fór fram á Augusta National-golfvellinum fyrir 79 árum og mótið hefur síðan alltaf verið eitt af stærstu mótum ársins. 12. apríl 2013 10:00 Bestu tilþrif fyrsta keppnisdags Phil Mickelson, Jamie Donaldson og hinn fjórtán ára Tianlang Guan buðu upp á bestu tilþrifin á fyrsta keppnisdegi á Masters í gær. 12. apríl 2013 08:31 Garcia og Leishman í forystu | Nýja kærasta Tigers fylgdist með Fyrsta keppnisdeginum á Masters-mótinu í golfi lauk í kvöld en Spánverjinn Sergio Garcia og Marc Leishman frá Ástralíu eru í forystu á sex höggum undir pari. Dustin Johnson er svo einu höggi á eftir í þriðja sæti. 11. apríl 2013 23:39 Heppnin ekki með Tiger á fimmtándu Tiger Woods er í 7. sæti og þremur höggum á eftir efsta manni þegar Mastersmótið í golfi er hálfnað. Tiger byrjaði vel á öðrum hring en hafði ekki heppnina með sér á fimmtándu holunni. 12. apríl 2013 23:59 Örlög Tigers ráðast síðar í dag Svo gæti farið að Tiger Woods verði rekinn úr Masters-mótinu. Því er haldið fram að hann hafi tekið ólöglegt högg á 15. brautinni í gær. 13. apríl 2013 11:52 Tiger sættir sig við refsinguna Tiger Woods slapp við frávísun af Masters-mótinu fyrr í dag. Honum var þó refsað en hann fékk tveggja högga refsingu fyrir ólöglegt dropp sem þó var ekki viljandi. 13. apríl 2013 19:24 Mest lesið Misreiknaði sig á mjög mikilvægum tímapunkti Sport Manchester United skoðar Malasíuferð strax eftir tímabilið Enski boltinn Tækifæri að opnast fyrir Benóný hjá Stockport Enski boltinn Eftirmaður Amorim strax á útleið Fótbolti Landaði forstjórastarfi hjá Forest eftir að Rómverjar ruddu henni burt Enski boltinn Fótbrotnaði í fyrra, varð fyrir skotárás í vor og var að slíta krossband Sport Stórsigur í toppslag og Melsungen með fjögurra stiga forystu Handbolti Inter þremur stigum frá toppnum og með leik til góða Fótbolti Svekkjandi tap hjá Alberti og félögum eftir að hafa komist yfir Fótbolti Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka Enski boltinn Fleiri fréttir Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Verða að hafa fæðst sem konur til að fá að keppa á LPGA Vill verðlaunafé á Ryder Cup til að styrkja góð málefni Meiddur Tiger segist enn hafa eldmóðinn Fór holu í höggi yfir húsið sitt Vann hæsta verðlaunafé sem golfkona hefur fengið McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Sjá meira
Ástralinn Adam Scott varð í kvöld fyrsti Ástralinn sem vinnur Masters-mótið í golfi. Hann tryggði sér sigur á annarri umspilsholu gegn Argentínumanninum Angel Cabrera. Hann setti niður um fjögurra metra pútt fyrir sigri. Pútt Cabrera stoppaði upp við holuna. Þetta er fyrsti risatitill Scott. Þetta er alls ekki fyrst risatitill kylfusveinsins hans, Steve Williams, sem var kylfusveinn Tiger Woods til margra ára. Það var Bubba Watson, sigurvegarinn frá því í fyrra, sem klæddi Scott í hinn fræga græna jakka sem alla kylfinga dreymir um. Flestir héldu að Scott hefði tryggt sér sigur með glæsilegum fugli á 18. holu. Langt pútt sem lak ofan í holuna. Cabrera var fyrir vikið undir mikilli pressu á lokaholunni. Hann stóð undir henni. Átti stórkostlegt innáhögg á 18. holunni og setti svo púttið niður. Mögnuð tilþrif hjá báðum kylfingum og umspil fram undan. Umspilið var magnað. Kylfingarnir hrikalega jafnir en hið stórkostlega pútt hjá Scott tryggði honum sigurinn. Hér að neðan má lesa beina textalýsingu frá umspilinu.Staðan: Adam Scott - 10 Angel Cabrera -9 Jason Day -7 Tiger Woods -5 Marc Leishman -5 Brandt Snedeker -5 Thorbjörn Olesen -4 Sergio Garcia -3 Lee Westwood -3 Matt Kuchar -3Textalýsing frá umspili Masters:23.38: Allt undir hjá Scott. Hann skoðar púttið vel með Steve Williams en það er um 4 metrar. Scott gerir sér lítið fyrir og neglir púttið ofan í. Frábært pútt og hann vinnur Masters-mótið með stæl. Þvílíkt mót.23.36: Cabrera púttar á undan enda fjær. Púttið er fyrir fugli og það stoppar upp við holuna. Grátlegt fyrir Cabrera. Þetta var svo nálægt. Mokar svo ofan í. Scott getur sett niður og unnið.23.34: Scott undir pressu og höggið stórkostlegt. Ofar á flöt og nær holu. Pútt Cabrera þó þægilegra enda nánast alveg upp í móti á meðan Scott er í smá halla. Spennan magnast og það er farið að verða svolítið dimmt. Því er spáð að þeir geti í mesta lagi spilað eina holu í viðbót.23.32: 10. brautin heitir Cammellia og hefur verið afdrifarík í gegnum árin. Cabrera er styttri þó svo höggið með járninu hafi verið langt. Munar líklega ekki nema svona tveim metrum. Það rignir á kylfinga líkt og í allan dag. Rigningin þó meiri en framan af degi. Cabrera blótar högginu sem er furðulegt því það er frábært. Um 4 metrum frá pinna. Setur pressu á Scott.23.28: Scott byrjar aftur á teig. Hann notar þrjú tré. Þetta er par 4 hola. Scott með frábært högg og á besta stað. Cabrera með járn og hann er líka á braut þó svo hann virtist skalla boltann. Magnað.23.26: Cabrera setur sitt stutta pútt auðveldlega niður. Þeir þurfa nú að fara á 10. holu.23.25: Scott setur niður meters pútt.23.24: Scott aðeins of laus en samt í góðri stöðu. Er aðeins lengra frá en á að pútta þessu niður eins og Cabrera.23.23: Þriðja höggið frá Cabrera er stórkostlegt. Sleikir holuna. Millimetrum frá sigri. Púttar auðveldlega næst. Scott verður að vanda sig.23.20: Cabrera er líka of stuttur. Nokkir sentimetrar á milli boltanna. Cabrera þó fjær og slær næst. Hann var mjög ósáttur og blótaði eftir höggið. Þvílík spenna.23.19: Scott er fjær og tekur annað höggið sitt á undan. Höggið er aðeins of stutt. Nær upp á flöt en lekur aftur út af.23.17: Steve Williams, fyrrum kylfusveinn Tiger Woods, er kylfusveinn Scott. Margir aðdáenda Woods halda því ekki með Scott. Þeim er meinilla við Williams eftir að hann lét frá sér vafasöm ummæli eftir að Woods rak hann.23.15. Scott tekur sitt upphafshögg fyrst. Það er mjög gott og endar á besta stað. Cabrera er pollslakur og á líka frábært upphafshögg. Þeir eru nánast hlið við hlið.23.12: Það er aðeins farið að skyggja þannig að umspilið getur ekki staðið yfir endalaust. Kylfingarnir eru komnir út á teig.23.05: Bráðabaninn fer þannig fram að þeir spila 18. holu. Ef úrslit nást ekki þá fara þeir á 10. holu og svo koll af kolli.23.01: Þetta er búið að vera ótrúlegt kvöld. Cabrera sýndi stáltaugar undir ótrúlegri pressu. Hann vann mótið árið 2009. Það er pressa á Scott því Ástrali hefur aldrei áður unnið mótið. Ekki einu sinni Greg Norman tókst það.
Golf Tengdar fréttir Cabrera og Snedeker leiða Masters | Tiger á smá von Argentínumaðurinn Angel Cabrera og Bandaríkjamaðurinn Brandt Snedeker eru efstir og jafnir á Masters-mótinu í golfi fyrir lokahringinn. Þeir eru báðir á samtals sjö höggum undir pari. Báðir kylfingar léku á þrem höggum undir pari í dag líkt og Adam Scott sem er í þriðja sæti á sex höggum undir pari. 13. apríl 2013 23:16 Garcia nýtur augnabliksins Spánverjinn Sergio Garcia og Ástralinn Marc Leishman eru efstir og jafnir að loknum fyrsta keppnisdegi á Masters mótinu í golfi. 12. apríl 2013 08:30 Þessir fóru holu í höggi | Myndband Tveir kylfingar fóru holu í höggi í par þrjú keppninni sem fór fram í gær. Þessi glæsilegu högg má sjá í meðfylgjandi myndbandi. 11. apríl 2013 17:11 Jason Day efstur þegar Masters-mótið er hálfnað - svipmyndir frá degi 2 Jason Day, 25 ára gamall Ástrali, er með forystu eftir annan dag á Mastersmótinu í golfi. Tiger Woods er í 7. sæti þremur höggum á eftir Day. 12. apríl 2013 23:42 Strákurinn spilaði of hægt og fékk refsihögg Hinn fjórtán ára gamli Guan Tianlang hefur vakið mikla athygli á Mastersmótinu en hann er yngsti keppandi sögunnar á þessu fornfræga móti. Kínverski táningurinn kláraði annan hringinn á Masters-mótinu á þremur höggum yfir pari og er nú á fjórum höggum yfir eftir 36 holur. 12. apríl 2013 19:17 Tiger slapp með skrekkinn Tiger Woods var ekki vísað úr Masters-mótinu fyrir ólöglegt dropp á hringnum í gær. Hann fær aftur á móti tveggja högga víti frá dómaranefnd mótsins. 13. apríl 2013 13:45 Haldið í hefðirnar á Augusta Fyrsta Masters-mótið fór fram á Augusta National-golfvellinum fyrir 79 árum og mótið hefur síðan alltaf verið eitt af stærstu mótum ársins. 12. apríl 2013 10:00 Bestu tilþrif fyrsta keppnisdags Phil Mickelson, Jamie Donaldson og hinn fjórtán ára Tianlang Guan buðu upp á bestu tilþrifin á fyrsta keppnisdegi á Masters í gær. 12. apríl 2013 08:31 Garcia og Leishman í forystu | Nýja kærasta Tigers fylgdist með Fyrsta keppnisdeginum á Masters-mótinu í golfi lauk í kvöld en Spánverjinn Sergio Garcia og Marc Leishman frá Ástralíu eru í forystu á sex höggum undir pari. Dustin Johnson er svo einu höggi á eftir í þriðja sæti. 11. apríl 2013 23:39 Heppnin ekki með Tiger á fimmtándu Tiger Woods er í 7. sæti og þremur höggum á eftir efsta manni þegar Mastersmótið í golfi er hálfnað. Tiger byrjaði vel á öðrum hring en hafði ekki heppnina með sér á fimmtándu holunni. 12. apríl 2013 23:59 Örlög Tigers ráðast síðar í dag Svo gæti farið að Tiger Woods verði rekinn úr Masters-mótinu. Því er haldið fram að hann hafi tekið ólöglegt högg á 15. brautinni í gær. 13. apríl 2013 11:52 Tiger sættir sig við refsinguna Tiger Woods slapp við frávísun af Masters-mótinu fyrr í dag. Honum var þó refsað en hann fékk tveggja högga refsingu fyrir ólöglegt dropp sem þó var ekki viljandi. 13. apríl 2013 19:24 Mest lesið Misreiknaði sig á mjög mikilvægum tímapunkti Sport Manchester United skoðar Malasíuferð strax eftir tímabilið Enski boltinn Tækifæri að opnast fyrir Benóný hjá Stockport Enski boltinn Eftirmaður Amorim strax á útleið Fótbolti Landaði forstjórastarfi hjá Forest eftir að Rómverjar ruddu henni burt Enski boltinn Fótbrotnaði í fyrra, varð fyrir skotárás í vor og var að slíta krossband Sport Stórsigur í toppslag og Melsungen með fjögurra stiga forystu Handbolti Inter þremur stigum frá toppnum og með leik til góða Fótbolti Svekkjandi tap hjá Alberti og félögum eftir að hafa komist yfir Fótbolti Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka Enski boltinn Fleiri fréttir Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Verða að hafa fæðst sem konur til að fá að keppa á LPGA Vill verðlaunafé á Ryder Cup til að styrkja góð málefni Meiddur Tiger segist enn hafa eldmóðinn Fór holu í höggi yfir húsið sitt Vann hæsta verðlaunafé sem golfkona hefur fengið McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Sjá meira
Cabrera og Snedeker leiða Masters | Tiger á smá von Argentínumaðurinn Angel Cabrera og Bandaríkjamaðurinn Brandt Snedeker eru efstir og jafnir á Masters-mótinu í golfi fyrir lokahringinn. Þeir eru báðir á samtals sjö höggum undir pari. Báðir kylfingar léku á þrem höggum undir pari í dag líkt og Adam Scott sem er í þriðja sæti á sex höggum undir pari. 13. apríl 2013 23:16
Garcia nýtur augnabliksins Spánverjinn Sergio Garcia og Ástralinn Marc Leishman eru efstir og jafnir að loknum fyrsta keppnisdegi á Masters mótinu í golfi. 12. apríl 2013 08:30
Þessir fóru holu í höggi | Myndband Tveir kylfingar fóru holu í höggi í par þrjú keppninni sem fór fram í gær. Þessi glæsilegu högg má sjá í meðfylgjandi myndbandi. 11. apríl 2013 17:11
Jason Day efstur þegar Masters-mótið er hálfnað - svipmyndir frá degi 2 Jason Day, 25 ára gamall Ástrali, er með forystu eftir annan dag á Mastersmótinu í golfi. Tiger Woods er í 7. sæti þremur höggum á eftir Day. 12. apríl 2013 23:42
Strákurinn spilaði of hægt og fékk refsihögg Hinn fjórtán ára gamli Guan Tianlang hefur vakið mikla athygli á Mastersmótinu en hann er yngsti keppandi sögunnar á þessu fornfræga móti. Kínverski táningurinn kláraði annan hringinn á Masters-mótinu á þremur höggum yfir pari og er nú á fjórum höggum yfir eftir 36 holur. 12. apríl 2013 19:17
Tiger slapp með skrekkinn Tiger Woods var ekki vísað úr Masters-mótinu fyrir ólöglegt dropp á hringnum í gær. Hann fær aftur á móti tveggja högga víti frá dómaranefnd mótsins. 13. apríl 2013 13:45
Haldið í hefðirnar á Augusta Fyrsta Masters-mótið fór fram á Augusta National-golfvellinum fyrir 79 árum og mótið hefur síðan alltaf verið eitt af stærstu mótum ársins. 12. apríl 2013 10:00
Bestu tilþrif fyrsta keppnisdags Phil Mickelson, Jamie Donaldson og hinn fjórtán ára Tianlang Guan buðu upp á bestu tilþrifin á fyrsta keppnisdegi á Masters í gær. 12. apríl 2013 08:31
Garcia og Leishman í forystu | Nýja kærasta Tigers fylgdist með Fyrsta keppnisdeginum á Masters-mótinu í golfi lauk í kvöld en Spánverjinn Sergio Garcia og Marc Leishman frá Ástralíu eru í forystu á sex höggum undir pari. Dustin Johnson er svo einu höggi á eftir í þriðja sæti. 11. apríl 2013 23:39
Heppnin ekki með Tiger á fimmtándu Tiger Woods er í 7. sæti og þremur höggum á eftir efsta manni þegar Mastersmótið í golfi er hálfnað. Tiger byrjaði vel á öðrum hring en hafði ekki heppnina með sér á fimmtándu holunni. 12. apríl 2013 23:59
Örlög Tigers ráðast síðar í dag Svo gæti farið að Tiger Woods verði rekinn úr Masters-mótinu. Því er haldið fram að hann hafi tekið ólöglegt högg á 15. brautinni í gær. 13. apríl 2013 11:52
Tiger sættir sig við refsinguna Tiger Woods slapp við frávísun af Masters-mótinu fyrr í dag. Honum var þó refsað en hann fékk tveggja högga refsingu fyrir ólöglegt dropp sem þó var ekki viljandi. 13. apríl 2013 19:24