Íslendingar í útlöndum sjöunda kjördæmið Gunnar Reynir Valþórsson skrifar 14. apríl 2013 18:47 Íslendingum á kjörskrá, sem eiga lögheimili erlendis, hefur fjölgað um tæp þrjátíu prósent frá síðustu kosningum. Hópurinn telur tæplega þrettán þúsund manns og búa flestir á Norðurlöndunum. Fjölmargir Íslendingar fluttu af landi brott síðustu eftir að efnahagshrunið reið yfir þótt nokkuð hafi dregið úr síðustu misserin. Við síðustu alþingiskosningar voru íslendingar búsettir erlendis sem þó höfðu kosningarétt 9924 en þeim hefur nú fjölgað um 28,5 prósent, eru nú 12757. Þetta þýðir að Íslendingar erlendis eru 4,4 prósent kjósendatölunnar en alls eru kjósendur fyrir þessar kosningar 237957. Ef þessi tala er sett í samhengi við fjölda kjósenda í einstaka sveitarfélögum má sjá að það eru nokkuð fleiri kjósendur í útlöndum, en búa í Garðabæ svo dæmi sé tekið en þar eru 12274 á kjörskrárstofni. En hvernig dreifast þessi Íslendingar um heiminn? Það kemur ekki á óvart að langflestir eru þeir á Norðurlöndunum eða 9 099. Í tölum frá þjóðskrá má sjá að flestir búa í Noregi eða 3 560 kjósendur. Litlu færri eru í Danmörku, 3 378 og í Svíþjóð búa 2007. Annarsstaðar í Evrópu eru kjósendur 2044 talsins. flestir búa þeir í Bretlandi 596 og í Þýskalandi eru þeir 366. Í Ameríku búa 1074, flestir í Bandaríkjunum, 871 en 161 í Kanada. Í Afríku búa 94 sem eru á kjörskrá, Þar af flestir í Máritaníu þar sem 27 eru staddir en í Suður Afríku búa 16. Í Asíu búa 246, þar af flestir í Sameinuðu arabísku furstadæmunum þar sem 41 Íslendingur á tök á að kjósa. 39 búa í Kína og 38 í Sádi-Arabíu. Og hinum megin á hnettinum, í Eyjaálfu, eru 99 Íslendingar á kjörskrárstofni. Flestir búa þeir í Ástralíu 57 talsins en 42 búa á Nýja Sjálandi. Kosningar 2013 Mest lesið Egill Þór er látinn Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Brást of harkalega við dyraati Innlent Flugferðum aflýst Innlent Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Innlent Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður Hvalveiðilögin barn síns tíma Innlent „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Innlent Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Erlent Fleiri fréttir Segir ríkisstjórnarsáttmálana keimlíka Eitt Egilsstaðaflug en annars öllu aflýst Hvalveiðilögin barn síns tíma Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Sigurður Ingi segir áberandi glufur í sáttmálanum Endurskoða lög um hvalveiðar á kjörtímabilinu Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman „Skítaveður á aðfangadagskvöld og jóladag“ Óveður um jólin og Inga tók lagið á fyrsta fundi ríkisstjórnar Brást of harkalega við dyraati Inga tók jólalag á fyrsta fundi Berglind nýr dómandi við Endurupptökudóm Flugferðum aflýst Vegur að Patreksfirði lokaður vegna snjóflóðs Egill Þór er látinn Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Flæddi inn í hús á Arnarnesi Ný ríkisstjórn fundar í dag „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Sjá meira
Íslendingum á kjörskrá, sem eiga lögheimili erlendis, hefur fjölgað um tæp þrjátíu prósent frá síðustu kosningum. Hópurinn telur tæplega þrettán þúsund manns og búa flestir á Norðurlöndunum. Fjölmargir Íslendingar fluttu af landi brott síðustu eftir að efnahagshrunið reið yfir þótt nokkuð hafi dregið úr síðustu misserin. Við síðustu alþingiskosningar voru íslendingar búsettir erlendis sem þó höfðu kosningarétt 9924 en þeim hefur nú fjölgað um 28,5 prósent, eru nú 12757. Þetta þýðir að Íslendingar erlendis eru 4,4 prósent kjósendatölunnar en alls eru kjósendur fyrir þessar kosningar 237957. Ef þessi tala er sett í samhengi við fjölda kjósenda í einstaka sveitarfélögum má sjá að það eru nokkuð fleiri kjósendur í útlöndum, en búa í Garðabæ svo dæmi sé tekið en þar eru 12274 á kjörskrárstofni. En hvernig dreifast þessi Íslendingar um heiminn? Það kemur ekki á óvart að langflestir eru þeir á Norðurlöndunum eða 9 099. Í tölum frá þjóðskrá má sjá að flestir búa í Noregi eða 3 560 kjósendur. Litlu færri eru í Danmörku, 3 378 og í Svíþjóð búa 2007. Annarsstaðar í Evrópu eru kjósendur 2044 talsins. flestir búa þeir í Bretlandi 596 og í Þýskalandi eru þeir 366. Í Ameríku búa 1074, flestir í Bandaríkjunum, 871 en 161 í Kanada. Í Afríku búa 94 sem eru á kjörskrá, Þar af flestir í Máritaníu þar sem 27 eru staddir en í Suður Afríku búa 16. Í Asíu búa 246, þar af flestir í Sameinuðu arabísku furstadæmunum þar sem 41 Íslendingur á tök á að kjósa. 39 búa í Kína og 38 í Sádi-Arabíu. Og hinum megin á hnettinum, í Eyjaálfu, eru 99 Íslendingar á kjörskrárstofni. Flestir búa þeir í Ástralíu 57 talsins en 42 búa á Nýja Sjálandi.
Kosningar 2013 Mest lesið Egill Þór er látinn Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Brást of harkalega við dyraati Innlent Flugferðum aflýst Innlent Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Innlent Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður Hvalveiðilögin barn síns tíma Innlent „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Innlent Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Erlent Fleiri fréttir Segir ríkisstjórnarsáttmálana keimlíka Eitt Egilsstaðaflug en annars öllu aflýst Hvalveiðilögin barn síns tíma Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Sigurður Ingi segir áberandi glufur í sáttmálanum Endurskoða lög um hvalveiðar á kjörtímabilinu Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman „Skítaveður á aðfangadagskvöld og jóladag“ Óveður um jólin og Inga tók lagið á fyrsta fundi ríkisstjórnar Brást of harkalega við dyraati Inga tók jólalag á fyrsta fundi Berglind nýr dómandi við Endurupptökudóm Flugferðum aflýst Vegur að Patreksfirði lokaður vegna snjóflóðs Egill Þór er látinn Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Flæddi inn í hús á Arnarnesi Ný ríkisstjórn fundar í dag „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Sjá meira