Whitmarsh rólegur þrátt fyrir vandræði McLaren Birgir Þór Harðarson skrifar 1. apríl 2013 06:30 Whitmarsh hefur verið liðstjóri McLaren síðan 2007. nordicphotos/afp Martin Whitmarsh, liðstjóri McLaren-liðsins, er enn rólegur þó byrjun McLaren-liðsins hafi ekki verið upp á marga fiska þetta árið. Liðið hefur aðeins skorað fjögur stig í fyrstu tveimur mótum ársins og er í sjöunda sæti í stigakeppni liða. Þessi vonda byrjun á tímabilinu þýðir að helstu keppinautar McLaren-liðsins eru farnir að síga fram úr þó aðeins tvö mót séu búin. Red Bull er til að mynda með 66 stig í húsi, Lotus og Ferrari með 40 og Mercedes með 37. Þá eru Force India og Sauber með 10 og 4 stig í fimmta og sjötta sæti. McLaren þarf því að spýta í lófana ætli þeir að fá eitthvað út úr þessu tímabili en síðast vann liðið titill árið 2008 þegar Lewis Hamilton vann heimsmeistaratitil ökuþóra. Whitmarsh hefur því verið gagnrýndur harðlega fyrir stjórn sína á liðinu því árangurinn hefur ekki verið að sýna sig. Spurður hvernig hann taki þessari gagnrýni segist hann vera rólegur. "Ég er áhugasamur um það sem ég er að gera og mér finnst ekki í lagi að hlutirnir gangi ekki upp. Við höfum þó mikið verk fyrir höndum og ég ætla ekki að bogna undan álaginu." "Stjórnunarstíll minn er í raun einfaldur; ég hef verið beðinn um að benda á veikleika innan liðsins, á þá sem bera ábyrgð á lélegum úrslitum en það er ekki minn stíll. Þannig vinn ég ekki. Ég trúi að ökumennirnir okkar, vélvirkjarnir og allir liðsmenn séu góðir starfskraftar." "Ef ég færi að taka ákvarðanir fyrir aðra innan liðsins og láta allt gerast þegar ég segi að það eigi að gerast þá mun okkur mistakast," sagði Whitmars við ESPN. McLaren hefur aðeins haft fjóra liðstjóra við stjórnvölinn í Formúlu 1 síðan það var stofnað af Bruce McLaren árið 1966. Bruce stjórnaði liðinu 1966-1970, Bandaríkjamaðurinn Teddy Mayer 1970-1982, Ron Dennis frá 1982-2007 og nú síðast Martin Whitmarsh. Formúla Mest lesið „Önnur eins vitleysa hefur komið frá þessu félagi“ Handbolti Haukar dæmdir úr bikarnum og ÍBV fer áfram Handbolti Dagný gleymd eða afskrifuð?: Hefur ekkert heyrt í landsliðsþjálfaranum Fótbolti Guardiola allur útklóraður eftir leik Fótbolti Metinn á rúmlega 17 milljarða fyrr á árinu en má nú fara á láni Enski boltinn „Gætu gert hrikalega góða hluti með íslenska landsliðið“ Fótbolti Komnar í vinnu við að gagnrýna Þóri Handbolti Laumaði hauskúpu afa síns inn á úrslitaleikinn Fótbolti Segir það sárt að vera ekki velkominn hjá Liverpool Enski boltinn Umboðsmaðurinn sérstaki sem kom með fyrstu Kananna til landsins Körfubolti Fleiri fréttir Fimmtán ára og ætlar að verða fyrsta konan til að vinna Formúlu 1 Segir að Schumacher hafi ekki mætt í brúðkaupið Cadillac á leiðinni í Formúlu 1 Verstappen áfram hjá Red Bull Verstappen heimsmeistari fjórða árið í röð Russell á ráspól í fyrramálið Hamilton vildi hætta eftir Brasilíukappaksturinn Gagnrýnir hómófóbísk ummæli pabbans um Ralf Schumacher „Schumacher lét mér finnast ég vera gagnslaus og hæfileikalaus“ Tryggja framtíð formúlu 1 í Mónakó Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Enginn Finni í formúlu 1 í fyrsta sinn í átján ár Svona verður Verstappen heimsmeistari í borg syndanna Mercedes þvertekur fyrir orðróm um Hamilton Hamilton hraunar yfir bílinn sinn og hótar að hætta strax Úr sautjánda sæti í að geta landað titlinum næst Fimm árekstrar í tímatökunni á rennblautri braut Tímatökunni frestað en keppninni flýtt vegna veðurs Lando Norris vann sprettinn en tímatökunni frestað vegna veðurs Gagnrýnir Verstappen harðlega og líkir honum við illmenni Sagði heimsmeistarann vera hættulegan Sainz kom fyrstur í mark og Norris saxar á forskot meistarans Sainz á pól en heimamaðurinn með öftustu mönnum Leclerc fyrstur í mark í Texas Hamilton úr leik á þriðja hring Annað Schumacher-brúðkaup gæti verið í vændum Schumacher sást meðal fólks í fyrsta sinn í ellefu ár Sjá meira
Martin Whitmarsh, liðstjóri McLaren-liðsins, er enn rólegur þó byrjun McLaren-liðsins hafi ekki verið upp á marga fiska þetta árið. Liðið hefur aðeins skorað fjögur stig í fyrstu tveimur mótum ársins og er í sjöunda sæti í stigakeppni liða. Þessi vonda byrjun á tímabilinu þýðir að helstu keppinautar McLaren-liðsins eru farnir að síga fram úr þó aðeins tvö mót séu búin. Red Bull er til að mynda með 66 stig í húsi, Lotus og Ferrari með 40 og Mercedes með 37. Þá eru Force India og Sauber með 10 og 4 stig í fimmta og sjötta sæti. McLaren þarf því að spýta í lófana ætli þeir að fá eitthvað út úr þessu tímabili en síðast vann liðið titill árið 2008 þegar Lewis Hamilton vann heimsmeistaratitil ökuþóra. Whitmarsh hefur því verið gagnrýndur harðlega fyrir stjórn sína á liðinu því árangurinn hefur ekki verið að sýna sig. Spurður hvernig hann taki þessari gagnrýni segist hann vera rólegur. "Ég er áhugasamur um það sem ég er að gera og mér finnst ekki í lagi að hlutirnir gangi ekki upp. Við höfum þó mikið verk fyrir höndum og ég ætla ekki að bogna undan álaginu." "Stjórnunarstíll minn er í raun einfaldur; ég hef verið beðinn um að benda á veikleika innan liðsins, á þá sem bera ábyrgð á lélegum úrslitum en það er ekki minn stíll. Þannig vinn ég ekki. Ég trúi að ökumennirnir okkar, vélvirkjarnir og allir liðsmenn séu góðir starfskraftar." "Ef ég færi að taka ákvarðanir fyrir aðra innan liðsins og láta allt gerast þegar ég segi að það eigi að gerast þá mun okkur mistakast," sagði Whitmars við ESPN. McLaren hefur aðeins haft fjóra liðstjóra við stjórnvölinn í Formúlu 1 síðan það var stofnað af Bruce McLaren árið 1966. Bruce stjórnaði liðinu 1966-1970, Bandaríkjamaðurinn Teddy Mayer 1970-1982, Ron Dennis frá 1982-2007 og nú síðast Martin Whitmarsh.
Formúla Mest lesið „Önnur eins vitleysa hefur komið frá þessu félagi“ Handbolti Haukar dæmdir úr bikarnum og ÍBV fer áfram Handbolti Dagný gleymd eða afskrifuð?: Hefur ekkert heyrt í landsliðsþjálfaranum Fótbolti Guardiola allur útklóraður eftir leik Fótbolti Metinn á rúmlega 17 milljarða fyrr á árinu en má nú fara á láni Enski boltinn „Gætu gert hrikalega góða hluti með íslenska landsliðið“ Fótbolti Komnar í vinnu við að gagnrýna Þóri Handbolti Laumaði hauskúpu afa síns inn á úrslitaleikinn Fótbolti Segir það sárt að vera ekki velkominn hjá Liverpool Enski boltinn Umboðsmaðurinn sérstaki sem kom með fyrstu Kananna til landsins Körfubolti Fleiri fréttir Fimmtán ára og ætlar að verða fyrsta konan til að vinna Formúlu 1 Segir að Schumacher hafi ekki mætt í brúðkaupið Cadillac á leiðinni í Formúlu 1 Verstappen áfram hjá Red Bull Verstappen heimsmeistari fjórða árið í röð Russell á ráspól í fyrramálið Hamilton vildi hætta eftir Brasilíukappaksturinn Gagnrýnir hómófóbísk ummæli pabbans um Ralf Schumacher „Schumacher lét mér finnast ég vera gagnslaus og hæfileikalaus“ Tryggja framtíð formúlu 1 í Mónakó Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Enginn Finni í formúlu 1 í fyrsta sinn í átján ár Svona verður Verstappen heimsmeistari í borg syndanna Mercedes þvertekur fyrir orðróm um Hamilton Hamilton hraunar yfir bílinn sinn og hótar að hætta strax Úr sautjánda sæti í að geta landað titlinum næst Fimm árekstrar í tímatökunni á rennblautri braut Tímatökunni frestað en keppninni flýtt vegna veðurs Lando Norris vann sprettinn en tímatökunni frestað vegna veðurs Gagnrýnir Verstappen harðlega og líkir honum við illmenni Sagði heimsmeistarann vera hættulegan Sainz kom fyrstur í mark og Norris saxar á forskot meistarans Sainz á pól en heimamaðurinn með öftustu mönnum Leclerc fyrstur í mark í Texas Hamilton úr leik á þriðja hring Annað Schumacher-brúðkaup gæti verið í vændum Schumacher sást meðal fólks í fyrsta sinn í ellefu ár Sjá meira