Um málefni líðandi stundar Eiður Ragnarsson skrifar 20. apríl 2013 06:00 Ég hef verið þungt hugsi yfir ýmsu undanfarna daga og vikur. Gott gengi Framsóknarmanna er eitt og sýnist mér að það kalli fram hin ólíklegustu viðbrögð hinna ýmsu einstaklinga eða það er s.s. ekkert nýtt, það hefur löngum verið í tísku að tala niður til Framsóknarmanna. En ég hafði ekki ætlað að tjá mig um Framsóknarflokkinn sérstaklega heldur annað sem tengist inn í hina pólitísku umræðu þessa dagana. Það er ein spurning sem ég þarf að kasta fram til glöggvunar á því hvert ég er að fara, en hún er: Hvað er stjórnmálaflokkur? Já, hvað er nú það? Stjórnmálaflokkur, sama hvaða nafni hann nefnist, er ekkert annað en fólkið sem í honum er. Hann er ekki verri eða betri eftir því hversu gamall hann er eða hvaða nafn hann ber, heldur stjórnast hans tilvist og veruleiki einvörðungu af því fólki sem gefur af sínum tíma, langflest í sjálfboðavinnu, til að móta stefnur og strauma og stefna þá leið sem það telur vera heillavænlegasta fyrir land og þjóð. Flestir eru þarna af einskærum áhuga á málefninu og eru tilbúnir til að gefa sína vinnu til að fylgja hugsjón, sameiginlegu markmiði og eru sammála um leiðina að því markmiði. Um þetta fólk (og rétt er að taka fram að ég er einn af þeim) ættu menn að tala af virðingu þó svo að ekki séu menn sammála áherslum, það ætti sérstaklega að tala af virðingu um fótgönguliða „flokksins“ hvort sem hann er glænýr eða eldgamall, hvort sem hann er stór eða lítill, hvort sem hann er vinstri eða hægri. Það er nefnilega einu sinni svo að það er þetta fólk sem mótar stefnuna, það er þetta fólk sem þingmennirnir eru að vinna í umboði fyrir og þeir eiga að framfylgja stefnu sem sett er á landsþingum og öðrum samkomum flokkanna af þessu fólki. Það að halda því fram að það sé nóg að flokkurinn sé nýr til að um hann blási ferskir vindar er auðvitað óttalegur misskilningur, því að mig grunar að það séu nú frekar fáir eftir af upprunalegum stofnfélögum elstu flokkanna, sennilega líka hjá þeim yngri, nema kannski hjá framboðum sem stofnuð eru á síðustu metrum kjörtímabilsins. Sú bábilja að nefna endalaust fjórflokkinn sem eitthvert skrímsli með horn og hala, sjálfstæðan vilja og illa tilveru, er ekki fólki, sem vill málefnalega upplýsta og uppbyggandi umræðu, til framdráttar og það að halda þessu sífellt á lofti sýnir einungis að viðkomandi einstaklingar eru ekki tilbúnir í málefnalega umræðu. Það mætti rétt eins tala um öll nýju framboðin af sömu fyrirlitningu og segja að þau séu öll full af tækifærissinnum, með ekkert bakland og þeirra eina hugsun sé að skara eld að eigin köku. En það myndi einmitt sýna sömu málefnaþurrð og vera umræðunni lítið til framdráttar. Við getum nefnilega haft áhrif í hvaða flokki sem við viljum, algjörlega án tillits til þess hvað hann heitir, bara ef við nennum að leggja tíma okkar og vinnu í það og hér á það sama við og í öllu öðru, það verður engu komið í verk nema menn vilji leggja á sig vinnu og séu tilbúnir til að fylgja henni eftir. Langstærsta vandamálið í íslenskri pólitík er nefnilega almennt áhuga- og þátttökuleysi almennings. Það hefur reyndar komið fyrir að sterkir leiðtogar taka völdin og grasrótin hefur lítið um það að segja hvað gert er og sú hætta er alltaf til staðar þar sem hópur velur sér forystu, sama hvort það eru pólitísk samtök eða golfklúbbur. En til þess að lágmarka hættuna á því eru til lög og reglur, settar af viðkomandi félagi og samfélaginu, sem okkur ber að fara eftir og þess vegna er forystan valin með reglulegu millibili. Einnig sýnir það okkur að við eigum að vera gagnrýnin á verk forystu og best er að rýna til gagns innan frá, það er enginn þrýstingur að gagnrýna utan frá, þá er maður „andstæðingur“ en ekki „samherji“ og við eigum það nú víst til að taka því fálega sem kemur frá andstæðingum okkar, ekki satt? En það sem ég er að reyna að segja er einungis eitt. Reynum að hefja okkur yfir þann skotgrafahernað sem tíðkast hefur mikið undanfarin misseri þegar kemur að pólitík (reyndar ekki bara undanfarin misseri). Hvetjum til fordómalausrar og málefnalegrar umræðu því annars náum við engum árangri. Ég held að allir ættu að geta verið sammála um það að gagnkvæm virðing fyrir málefnum og áherslum framboða er nauðsynleg til að endurvekja það traust sem sýnilega hefur skort á stjórnvöldum og Alþingi. Að málefnaleg umræða um sömu áherslur og málefni er það eina sem getur rétt kúrsinn og komið okkur á þann stað sem við viljum vera. Góðar stundir. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kosningar 2013 Skoðun Mest lesið Sjálfstæðismenn boða víst skattalækkanir á þá efnamestu Haukur V. Alfreðsson Skoðun Almageddon? Eyþór Kristleifsson Skoðun Viltu borga 200 þús á mánuði eða 600 þús á mánuði af íbúðinni? Hildur Þórðardóttir Skoðun Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson Skoðun Það sem ekki má fjalla um fyrir kosningar til Alþingis Árni Jensson Skoðun ESB kærir sig ekkert um Ísland í jólagjöf Ole Anton Bieltvedt Skoðun Betri Strætó 2025 og (svo) Borgarlína Dagur B. Eggertsson Skoðun Vímuefnið VONÍUM Haraldur Ingi Haraldsson Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Skoðun Skoðun Það er kominn verðmiði á fangelsið en hvað má ungmenni í alvarlegum vanda kosta? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Hinn opni tékki samgöngusáttmálans – ljósastýring og Sundabraut Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun Eru sumir heppnari en aðrir? Anna Kristín Jensdóttir skrifar Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Kallað eftir fyrirsjáanleika í opinberum framkvæmdum Þorsteinn Víglundsson ,Jónína Guðmundsdóttir,Karl Andreassen skrifar Skoðun Sjálfstætt fólk Kristín Linda Jónsdóttir skrifar Skoðun Óstjórn í húsnæðismálum Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Arfur stjórnmálanna 2024 Elvar Eyvindsson skrifar Skoðun Kjósum rétt(indi) fyrir fatlað fólk! Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Frelsi er allra, ekki fárra útvaldra Jón Óskar Sólnes skrifar Skoðun Menntun og tækifæri: Hvað veljum við fyrir Ísland? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Eyðimerkurganga kosningabaráttunnar? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Kjóstu meiri árangur Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hvaða hlekkur ert þú í keðjunni? Ellý Tómasdóttir skrifar Skoðun Laxeldið verður ekki stöðvað Kristinn H. Gunnarsson skrifar Skoðun Þroskamerki þjóðar Tómas Torfason skrifar Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Var stytting náms til stúdentsprófs í þágu ungmenna? Sigurður E. Sigurjónsson skrifar Skoðun Það sem ekki má fjalla um fyrir kosningar til Alþingis Árni Jensson skrifar Skoðun Launafólk sýndi ábyrgð – Hvað með bankana og fjármagnseigendur? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Sjálfstæðar konur? Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Fullveldinu er fórnað með aðild að Evrópusambandinu Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Endurhugsum dæmið, endurnýtum textíl Guðbjörg Rut Pálmadóttir skrifar Skoðun Betri Strætó 2025 og (svo) Borgarlína Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Um kosningar, gulrætur og verðbólgu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar Skoðun Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson skrifar Skoðun Sjálfstæðismenn boða víst skattalækkanir á þá efnamestu Haukur V. Alfreðsson skrifar Skoðun Vímuefnið VONÍUM Haraldur Ingi Haraldsson skrifar Sjá meira
Ég hef verið þungt hugsi yfir ýmsu undanfarna daga og vikur. Gott gengi Framsóknarmanna er eitt og sýnist mér að það kalli fram hin ólíklegustu viðbrögð hinna ýmsu einstaklinga eða það er s.s. ekkert nýtt, það hefur löngum verið í tísku að tala niður til Framsóknarmanna. En ég hafði ekki ætlað að tjá mig um Framsóknarflokkinn sérstaklega heldur annað sem tengist inn í hina pólitísku umræðu þessa dagana. Það er ein spurning sem ég þarf að kasta fram til glöggvunar á því hvert ég er að fara, en hún er: Hvað er stjórnmálaflokkur? Já, hvað er nú það? Stjórnmálaflokkur, sama hvaða nafni hann nefnist, er ekkert annað en fólkið sem í honum er. Hann er ekki verri eða betri eftir því hversu gamall hann er eða hvaða nafn hann ber, heldur stjórnast hans tilvist og veruleiki einvörðungu af því fólki sem gefur af sínum tíma, langflest í sjálfboðavinnu, til að móta stefnur og strauma og stefna þá leið sem það telur vera heillavænlegasta fyrir land og þjóð. Flestir eru þarna af einskærum áhuga á málefninu og eru tilbúnir til að gefa sína vinnu til að fylgja hugsjón, sameiginlegu markmiði og eru sammála um leiðina að því markmiði. Um þetta fólk (og rétt er að taka fram að ég er einn af þeim) ættu menn að tala af virðingu þó svo að ekki séu menn sammála áherslum, það ætti sérstaklega að tala af virðingu um fótgönguliða „flokksins“ hvort sem hann er glænýr eða eldgamall, hvort sem hann er stór eða lítill, hvort sem hann er vinstri eða hægri. Það er nefnilega einu sinni svo að það er þetta fólk sem mótar stefnuna, það er þetta fólk sem þingmennirnir eru að vinna í umboði fyrir og þeir eiga að framfylgja stefnu sem sett er á landsþingum og öðrum samkomum flokkanna af þessu fólki. Það að halda því fram að það sé nóg að flokkurinn sé nýr til að um hann blási ferskir vindar er auðvitað óttalegur misskilningur, því að mig grunar að það séu nú frekar fáir eftir af upprunalegum stofnfélögum elstu flokkanna, sennilega líka hjá þeim yngri, nema kannski hjá framboðum sem stofnuð eru á síðustu metrum kjörtímabilsins. Sú bábilja að nefna endalaust fjórflokkinn sem eitthvert skrímsli með horn og hala, sjálfstæðan vilja og illa tilveru, er ekki fólki, sem vill málefnalega upplýsta og uppbyggandi umræðu, til framdráttar og það að halda þessu sífellt á lofti sýnir einungis að viðkomandi einstaklingar eru ekki tilbúnir í málefnalega umræðu. Það mætti rétt eins tala um öll nýju framboðin af sömu fyrirlitningu og segja að þau séu öll full af tækifærissinnum, með ekkert bakland og þeirra eina hugsun sé að skara eld að eigin köku. En það myndi einmitt sýna sömu málefnaþurrð og vera umræðunni lítið til framdráttar. Við getum nefnilega haft áhrif í hvaða flokki sem við viljum, algjörlega án tillits til þess hvað hann heitir, bara ef við nennum að leggja tíma okkar og vinnu í það og hér á það sama við og í öllu öðru, það verður engu komið í verk nema menn vilji leggja á sig vinnu og séu tilbúnir til að fylgja henni eftir. Langstærsta vandamálið í íslenskri pólitík er nefnilega almennt áhuga- og þátttökuleysi almennings. Það hefur reyndar komið fyrir að sterkir leiðtogar taka völdin og grasrótin hefur lítið um það að segja hvað gert er og sú hætta er alltaf til staðar þar sem hópur velur sér forystu, sama hvort það eru pólitísk samtök eða golfklúbbur. En til þess að lágmarka hættuna á því eru til lög og reglur, settar af viðkomandi félagi og samfélaginu, sem okkur ber að fara eftir og þess vegna er forystan valin með reglulegu millibili. Einnig sýnir það okkur að við eigum að vera gagnrýnin á verk forystu og best er að rýna til gagns innan frá, það er enginn þrýstingur að gagnrýna utan frá, þá er maður „andstæðingur“ en ekki „samherji“ og við eigum það nú víst til að taka því fálega sem kemur frá andstæðingum okkar, ekki satt? En það sem ég er að reyna að segja er einungis eitt. Reynum að hefja okkur yfir þann skotgrafahernað sem tíðkast hefur mikið undanfarin misseri þegar kemur að pólitík (reyndar ekki bara undanfarin misseri). Hvetjum til fordómalausrar og málefnalegrar umræðu því annars náum við engum árangri. Ég held að allir ættu að geta verið sammála um það að gagnkvæm virðing fyrir málefnum og áherslum framboða er nauðsynleg til að endurvekja það traust sem sýnilega hefur skort á stjórnvöldum og Alþingi. Að málefnaleg umræða um sömu áherslur og málefni er það eina sem getur rétt kúrsinn og komið okkur á þann stað sem við viljum vera. Góðar stundir.
Skoðun Það er kominn verðmiði á fangelsið en hvað má ungmenni í alvarlegum vanda kosta? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Hinn opni tékki samgöngusáttmálans – ljósastýring og Sundabraut Eiríkur S. Svavarsson skrifar
Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Kallað eftir fyrirsjáanleika í opinberum framkvæmdum Þorsteinn Víglundsson ,Jónína Guðmundsdóttir,Karl Andreassen skrifar
Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Launafólk sýndi ábyrgð – Hvað með bankana og fjármagnseigendur? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar
Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar