Sport

Murray meistari í Miami

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Andy Murray.
Andy Murray. Mynd/Nordic Photos/Getty
Andy Murray vann Sony Open tennismótið í Miami í gærkvöldi þegar hann vann Spánverjann David Ferrer í æsispennandi úrslitaleik. Sigurinn ætti að duga Skotanum til að taka annað sætið á heimslistanum af Roger Federer þegar nýr listi verður tilkynntur í næstu viku.

David Ferrer vann fyrsta settið í úrslitaleiknum 2-6 en Andy Murray svaraði með því að vinna næstu tvær 6-4 og 7-6 og tryggja sér sigur. „Þetta var virkilega erfiður leikur og hefði getað dottið báðum megin," sagði Andy Murray eftir að sigurinn var í höfn.

Þetta var í annað skiptið á ferlinum sem Andy Murray vinnur þetta mót en árið 2009 vann hann Serbann Novak Djokovic í úrslitaleik. Murray hefur alls unnið 26 AFP-mót en hann var þarna að taka þátt í sínum 40. úrslitaleik.

Novak Djokovic var með hæstu röðun inn í mótið en datt óvænt út í 4. umferð á móti Þjóðverjanum Tommy Haas. Haas datt síðan út á móti David Ferrer í undanúrslitunum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×