Menn ekki jafnir fyrir dómi Fanney Birna Jónsdóttir skrifar 6. nóvember 2013 13:16 Jón Steinar segir dómara hafa misst sig og látið áhugamál sín og hugðarefni hafa meiri áhrif á dómsniðurstöðuna heldur en vera ætti. Jón Steinar Gunnlaugsson, fyrrverandi hæstaréttardómari, telur áhyggjuefni hversu mikils misræmis gæti í dómum íslenskra dómsstóla og menn þannig ekki jafnir fyrir lögunum. Nýverið féll sýknudómur í meiðyrðamáli í Héraðsdómi Reykjavíkur. Ingi Kristján Sigurmarsson var sýknaður í máli Egils Einarssonar á hendur honum en Ingi Kristján hafði birt mynd á Instagram af Agli þar sem á stóð: „Aumingi“ og „Fuck you rapist bastard“. Ingibjörg Þorsteinsdóttir héraðsdómari kvað upp þann dóm en áður hafði fallið dómur Hildar Briem dómara í hliðstæðu máli á Héraðsdómi Austurlands þar sem Inga Lilja Hafliðadóttir var dæmd sek um meiðyrði þegar hún kallaði Egil nauðgara með öðrum orðum á Facebook. Egill hyggst áfrýja fyrrnefnda dómnum. Jón Steinar Gunnlaugsson lögmaður segir þetta verulegt áhyggjuefni og að dómarar hafi hreinlega misst sig. Jón Steinar segir að fólki sé kennd lögfræði í fimm til sex ár í háskóla. Sú kennsla á að hafa það meginmarkmið að kenna mönnum hvaða aðferðum megi beita við að komast að niðurstöðu í lögfræðilegum álitaefnum. „Það er nefnilega markmiðið að niðurstaðan verði hin sama, sama hvað dómarinn heitir eða sá sem þarf að taka afstöðu til sakarefnisins. Það eru bara tilteknar aðferðir heimilar; hlutlæg beiting réttarheimilda. Lögfræðingum, eins og öðru fólki, virðist ganga illa oft, við að sortera í sundur aðferðirnar sem það má beita og einhverja huglæga afstöðu sem viðkomandi kann sjálfur að hafa. Og ég held að aðalskýringin á því að dómar ganga á mismundi vegu í sambærilegum málum sé sú að einhver dómari hefur misst sig svolítið. Og gleymt þessu meginmarkmiði og farið að láta áhugamál sín og hugðarefni hafa meiri áhrif á dómsniðurstöðuna heldur en vera ætti.“Þú telur þetta þá, með öðrum orðum, þýða að menn eru ekki jafnir fyrir rétti? „Já já, það getur haft þá afleiðingu,“ segir Jón Steinar. „En, auðvitað er þetta þannig að við erum líka með æðsta dómstólinn sem á að vera það skjól sem menn hafa. Þess vegna skiptir mestu máli hvernig ástatt er þar. En því miður er sá dómsstóll undir allt of miklum áhrifum úr samfélaginu, frá einhverjum atriðum samtímans sem engu máli eiga að skipta þegar menn eru að kveða upp dóma í lögfræðilegum þrætuefnum.“ Mest lesið Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Erlent Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Innlent Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Erlent Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Innlent Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Innlent Mótmæla brottvísun Oscars Innlent Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent Fleiri fréttir Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Sjá meira
Jón Steinar Gunnlaugsson, fyrrverandi hæstaréttardómari, telur áhyggjuefni hversu mikils misræmis gæti í dómum íslenskra dómsstóla og menn þannig ekki jafnir fyrir lögunum. Nýverið féll sýknudómur í meiðyrðamáli í Héraðsdómi Reykjavíkur. Ingi Kristján Sigurmarsson var sýknaður í máli Egils Einarssonar á hendur honum en Ingi Kristján hafði birt mynd á Instagram af Agli þar sem á stóð: „Aumingi“ og „Fuck you rapist bastard“. Ingibjörg Þorsteinsdóttir héraðsdómari kvað upp þann dóm en áður hafði fallið dómur Hildar Briem dómara í hliðstæðu máli á Héraðsdómi Austurlands þar sem Inga Lilja Hafliðadóttir var dæmd sek um meiðyrði þegar hún kallaði Egil nauðgara með öðrum orðum á Facebook. Egill hyggst áfrýja fyrrnefnda dómnum. Jón Steinar Gunnlaugsson lögmaður segir þetta verulegt áhyggjuefni og að dómarar hafi hreinlega misst sig. Jón Steinar segir að fólki sé kennd lögfræði í fimm til sex ár í háskóla. Sú kennsla á að hafa það meginmarkmið að kenna mönnum hvaða aðferðum megi beita við að komast að niðurstöðu í lögfræðilegum álitaefnum. „Það er nefnilega markmiðið að niðurstaðan verði hin sama, sama hvað dómarinn heitir eða sá sem þarf að taka afstöðu til sakarefnisins. Það eru bara tilteknar aðferðir heimilar; hlutlæg beiting réttarheimilda. Lögfræðingum, eins og öðru fólki, virðist ganga illa oft, við að sortera í sundur aðferðirnar sem það má beita og einhverja huglæga afstöðu sem viðkomandi kann sjálfur að hafa. Og ég held að aðalskýringin á því að dómar ganga á mismundi vegu í sambærilegum málum sé sú að einhver dómari hefur misst sig svolítið. Og gleymt þessu meginmarkmiði og farið að láta áhugamál sín og hugðarefni hafa meiri áhrif á dómsniðurstöðuna heldur en vera ætti.“Þú telur þetta þá, með öðrum orðum, þýða að menn eru ekki jafnir fyrir rétti? „Já já, það getur haft þá afleiðingu,“ segir Jón Steinar. „En, auðvitað er þetta þannig að við erum líka með æðsta dómstólinn sem á að vera það skjól sem menn hafa. Þess vegna skiptir mestu máli hvernig ástatt er þar. En því miður er sá dómsstóll undir allt of miklum áhrifum úr samfélaginu, frá einhverjum atriðum samtímans sem engu máli eiga að skipta þegar menn eru að kveða upp dóma í lögfræðilegum þrætuefnum.“
Mest lesið Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Erlent Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Innlent Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Erlent Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Innlent Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Innlent Mótmæla brottvísun Oscars Innlent Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent Fleiri fréttir Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Sjá meira