Lögreglan rannsakar Deildu Lovísa Eiríksdóttir skrifar 9. ágúst 2013 07:30 Baltasar Kormákur segir að niðurhalið muni á endanum eyðileggja íslenska kvikmyndagerð. Auðgunarbrotadeild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu ætlar að setja aukinn kraft í rannsókn sína á vefsíðunni Deildu.net eftir að eigandi hennar ákvað að heimila niðurhal á íslenskum kvikmyndum og þáttum. Notendum síðunnar stendur nú til boða að sækja sér tugi íslenskra kvikmynda og sjónvarpsþátta á netinu og eru nú fimm íslensk efni á topp tíu vinsældarlista síðunnar. Í byrjun árs 2012 var starfsemi síðunnar kærð til lögreglu af Samtökum myndrétthafa á Íslandi (SMÁÍS) en ekkert hefur verið aðhafst í málinu. „Vefsíðan er vistuð erlendis, sem þyngir málið umtalsvert. Kynferðis- og fíkniefnabrotamál eru í forgangi hjá lögreglunni og því hefur rannsókn á auðgunarmálum eins og þessum tafist,“ segir Grímur Grímsson hjá auðgunarbrotadeild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Grímur bendir þó á að málið sé litið alvarlegum augum og að mikilvægt sé að rannsaka starfsemi síðunnar nánar. Hann segir að ákvörðun eigenda Deildu.net muni setja aukinn kraft í rannsókn málsins og að mikilvægt sé að lögregla fari að ákveða til hvaða aðgerða skuli gripið. Kvikmyndin Djúpið er í fyrsta sætinu á vinsældarlistanum á Deildu og í gær voru um 5.000 manns búnir að hala myndinni niður. Baltasar Kormákur, leikstjóri myndarinnar, segist ekki skilja hvernig eigandi vefsíðunnar réttlætir ákvörðun sína. „Ég skil netið að mörgu leyti en ég get ekki skilið af hverju það er allt í einu orðið í lagi að stela eignum annarra.“ Baltasar telur að með þessu sé í raun búið að hafa af sér DVD-markaðinn að miklu leyti, en kvikmyndin á að koma út á DVD á þessu ári. „Ég velti því fyrir mér hvort þessum manni þætti í lagi ef ég myndi leigja út íbúðina hans eða bjóða fólki að vera þar.“ Baltasar bendir á að þó að þessi gjörningur hafi ekki hlutfallslega mikil áhrif á hann persónulega þá hafi þetta gríðarleg áhrif á íslenska kvikmyndagerð almennt. „Flestir sem gera kvikmyndir á Íslandi hafa beinar tekjur af sölu kvikmyndanna,“ segir Baltasar og bætir við að nauðsynlegt sé að finna lausn á málinu. „Þróun sem þessi á eftir að eyðileggja íslenska kvikmyndagerð á endanum.“ Mest lesið Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Innlent Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Innlent Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður Innlent „Faðir minn stakk rýting í bakið á mér“ Innlent Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Innlent „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Innlent Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag Innlent Fleiri fréttir „Faðir minn stakk rýting í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag „Þetta eru mikil vonbrigði fyrir okkur“ Skilur vel reiðina sem blossi upp Útganga kennara kom formanninum í opna skjöldu Gátu ekki lent í þoku í Osló því flugmenn eru enn í þjálfun á Airbus Svona var blaðamannafundur nýs meirihluta í Reykjavík Óljóst með skólahald eftir helgi Trans fólk veigri sér við ferðalögum til Bandaríkjanna Nýr meirihluti muni ekki vaða í stærri deilumál Ósáttir kennarar yfirgefa skólana Jöklar jarðar rýrna mun hraðar en áður vegna aukinnar hlýnunar Niðurstöðu beðið í Karphúsinu Sveitarfélögin höfnuðu tillögunni á elleftu stundu Algengt að rútubílstjórar keyri á túninu Búrfellslundur verður Vaðölduver Uggur í fólki og Hinsegin kórinn hættur við að taka þátt í World Pride í Washington Ætlar að tjalda í Kópavogi þangað til meirihlutinn springur Sjá meira
Auðgunarbrotadeild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu ætlar að setja aukinn kraft í rannsókn sína á vefsíðunni Deildu.net eftir að eigandi hennar ákvað að heimila niðurhal á íslenskum kvikmyndum og þáttum. Notendum síðunnar stendur nú til boða að sækja sér tugi íslenskra kvikmynda og sjónvarpsþátta á netinu og eru nú fimm íslensk efni á topp tíu vinsældarlista síðunnar. Í byrjun árs 2012 var starfsemi síðunnar kærð til lögreglu af Samtökum myndrétthafa á Íslandi (SMÁÍS) en ekkert hefur verið aðhafst í málinu. „Vefsíðan er vistuð erlendis, sem þyngir málið umtalsvert. Kynferðis- og fíkniefnabrotamál eru í forgangi hjá lögreglunni og því hefur rannsókn á auðgunarmálum eins og þessum tafist,“ segir Grímur Grímsson hjá auðgunarbrotadeild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Grímur bendir þó á að málið sé litið alvarlegum augum og að mikilvægt sé að rannsaka starfsemi síðunnar nánar. Hann segir að ákvörðun eigenda Deildu.net muni setja aukinn kraft í rannsókn málsins og að mikilvægt sé að lögregla fari að ákveða til hvaða aðgerða skuli gripið. Kvikmyndin Djúpið er í fyrsta sætinu á vinsældarlistanum á Deildu og í gær voru um 5.000 manns búnir að hala myndinni niður. Baltasar Kormákur, leikstjóri myndarinnar, segist ekki skilja hvernig eigandi vefsíðunnar réttlætir ákvörðun sína. „Ég skil netið að mörgu leyti en ég get ekki skilið af hverju það er allt í einu orðið í lagi að stela eignum annarra.“ Baltasar telur að með þessu sé í raun búið að hafa af sér DVD-markaðinn að miklu leyti, en kvikmyndin á að koma út á DVD á þessu ári. „Ég velti því fyrir mér hvort þessum manni þætti í lagi ef ég myndi leigja út íbúðina hans eða bjóða fólki að vera þar.“ Baltasar bendir á að þó að þessi gjörningur hafi ekki hlutfallslega mikil áhrif á hann persónulega þá hafi þetta gríðarleg áhrif á íslenska kvikmyndagerð almennt. „Flestir sem gera kvikmyndir á Íslandi hafa beinar tekjur af sölu kvikmyndanna,“ segir Baltasar og bætir við að nauðsynlegt sé að finna lausn á málinu. „Þróun sem þessi á eftir að eyðileggja íslenska kvikmyndagerð á endanum.“
Mest lesið Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Innlent Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Innlent Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður Innlent „Faðir minn stakk rýting í bakið á mér“ Innlent Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Innlent „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Innlent Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag Innlent Fleiri fréttir „Faðir minn stakk rýting í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag „Þetta eru mikil vonbrigði fyrir okkur“ Skilur vel reiðina sem blossi upp Útganga kennara kom formanninum í opna skjöldu Gátu ekki lent í þoku í Osló því flugmenn eru enn í þjálfun á Airbus Svona var blaðamannafundur nýs meirihluta í Reykjavík Óljóst með skólahald eftir helgi Trans fólk veigri sér við ferðalögum til Bandaríkjanna Nýr meirihluti muni ekki vaða í stærri deilumál Ósáttir kennarar yfirgefa skólana Jöklar jarðar rýrna mun hraðar en áður vegna aukinnar hlýnunar Niðurstöðu beðið í Karphúsinu Sveitarfélögin höfnuðu tillögunni á elleftu stundu Algengt að rútubílstjórar keyri á túninu Búrfellslundur verður Vaðölduver Uggur í fólki og Hinsegin kórinn hættur við að taka þátt í World Pride í Washington Ætlar að tjalda í Kópavogi þangað til meirihlutinn springur Sjá meira