Lífið

Ég er gáfuð

Leikkonan Zooey Deschanel hefur verið gagnrýnd fyrir talanda sinn eftir að hún sló í gegn sem Jess í sjónvarpsþáttaröðinni New Girl. Í viðtali við Marie Claire ver hún þennan umtalaða talanda sinn.

“Ég var vör við það að fólk gagnrýndi talanda minn sem mér finnst skrýtið. Ég tala eins og ég tala og ég er gáfuð manneskja,” segir Zooey. Hún segir fólk ansi hreint fljótt til að dæma út frá útlitinu.

Gáfuð stúlka.
“Allt sem ég geri skiptir allt í einu ekki máli því ég klæddist röngum kjól eða tala á kvenlegan hátt eða er kvenleg. Mér finnst það vera kjaftæði. Og gáfað fólk lætur svona og það kemur mér á óvart. Þetta fólk er kannski gáfað en afar þröngsýnt.”

Í hlutverki Jess.
Dragðu Tarotspil dagsins hér.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.