Stefnuyfirlýsing ríkisstjórnarinnar og möguleiki á árangri Ágúst Kristján Steinarsson skrifar 6. ágúst 2013 12:00 Í nýafstöðnum kosningum kynntu stjórnmálaflokkarnir fjölmörg áhersluatriði sem áttu að leiða þjóðina áfram til umbóta. Nú þegar ný ríkisstjórn hefur kynnt stefnuyfirlýsingu sína liggja ákveðin áherslumál fyrir og fólk er farið að bretta upp ermar fyrir næsta áfanga. Undarlegt er að þrátt fyrir skýran vilja til eflingar hefur lítið farið fyrir umræðum um stjórnun og rekstur í ríkisumhverfi, sem margir telja lykil að öllum árangri í ríkisrekstri. Þetta er sérstaklega dregið hér fram þar sem allflestum er fullljóst að margt sem snýr að stjórnun í ríkisumhverfinu er bundið við takmarkanir tengdar lagasetningum, fjárstýringu og faglegum forgangi ráðandi sérfræðinga, ráðherra og alþingismanna. Þessar takmarkanir hafa jafnan áhrif á venjur og menningu hvers ráðuneytis og stofnunar og gera möguleika stjórnenda og starfsmanna til umbóta og framþróunar erfiða. Ljóst er að vilji til umbóta er mikill í ríkisumhverfinu en þegar takmarkanir eru á hverju strái er stóraukin hætta á að framþróun sé hæg, eða jafnvel engin. Áhrif núverandi umhverfis eru víðtæk og geta aukið líkur á því að ákvarðanir stjórnenda og starfsmanna verði litaðar af ráðandi umhverfi, verði skammsýnar, byggðar á röngum forsendum og leiði hugsanlega til sóunar á fjármagni og tíma. Hér á eftir er stiklað á stóru um helstu áhrifaþætti sem mikilvægt er fyrir nýskipaða ráðherra og alþingismenn að beina sjónum sínum að, vilji þeir í raun stuðla að árangri.Árangur og skilvirkni Uppsagnarákvæði starfsmannalaga ríkisstarfsmanna geta stuðlað að því að einstaklingar hreiðri um sig, langi þá það, enda nánast æviráðnir. Þá er hætta á því, meðvitað eða ómeðvitað, að starfsmenn eigi auðveldara með að temja sér takmörkuð störf og sjá jafnvel ekki að þeir séu meira til ama en gagns. Fjárlög ríkisins eru ákveðin ár fyrir ár og verða jafnvel ekki skýr fyrr en frekar seint. Ósjálfrátt eykur það líkur á að ákvarðanir séu teknar til skamms tíma og teknar seint. Sífelldur niðurskurður, ár eftir ár, er síðan saltið í sárin og getur haft afgerandi áhrif á ákvarðanatöku stjórnenda í langan tíma. Rík áhersla á faglega hæfni stjórnenda, sem vissulega er mikilvæg, getur haft þau áhrif að mikilvægi stjórnunarlegrar hæfni sé ekki jafn ríkt. Þannig er vaxandi hætta á því að grundvallarstyrkleikar á sviði leiðtoga-, samskipta- og rekstrarhæfni njóti ekki sama vægis – og séu jafnvel ekki til staðar. Ráðuneytin bera gríðarlega ábyrgð. Bent hefur verið á að þau séu í sílóum, að þau séu einangruð hvert frá öðru þar sem samstarf og samráð er ekki eins gott og ætla mætti. Undir þau heyra um annað hundrað stofnanir og tugir þúsunda ríkisstarfsmanna og hafa þessi síló jafnvel birst milli stofnana og deilda innan þeirra. Einhvern tímann þarf að breyta þessu, og ég spyr – af hverju ekki núna? Nýskipað Alþingi getur endurskoðað starfsmannalög og fjárlög með árangur og framþróun að leiðarljósi. Ríkisstjórnin getur í meira mæli hugað meðvitað að rekstri í áherslum sínum. Stjórnarráðið getur horft inn á við og hámarkað sig sem vinnustað sem hefur áhrif á starfsemi ráðuneyta og stofnana. Þannig gætu stjórnendur fengið þær breytingar í umhverfinu sem þarf til að árangur og skilvirkni verði sjálfsagður hluti í tilveru ríkisumhverfisins og árangur í ríkisrekstri nái nýjum hæðum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Teppaleggjum ekki íslenska náttúru með vindorku Halla Hrund Logadóttir Skoðun Halldór 23.11.2024 Halldór Miskunnsami nýmarxistinn Kári Allansson Skoðun Furðuleg réttlæting á hækkun verðtryggðra vaxta Marinó G. Njálsson Skoðun Kosningaloforðið sem gleymdist? Þorsteinn Siglaugsson Skoðun Vaxtahækkanir og brotið traust - hver ber ábyrgð? Sandra B. Franks Skoðun Raforka er ekki eina orkan! Dagur Helgason Skoðun Sögufölsun í heimildarþætti RÚV — Svör óskast Jóna Benediktsdóttir,Hjörtur Hjartarson,Katrín Oddsdóttir,Kjartan Jónsson,Kristín Erna Arnardóttir,Sigríður Ólafsdóttir,Þórir Baldursson Skoðun Kjósum á næsta kjörtímabili Jón Steindór Valdimarsson Skoðun Óframseljanlegt DAGA-kerfi Kári Jónsson Skoðun Skoðun Skoðun Hefur sálfræðileg meðferð áhrif á líkamlegt heilbrigði? Rúnar Helgi Andrason skrifar Skoðun Vaxtahækkanir og brotið traust - hver ber ábyrgð? Sandra B. Franks skrifar Skoðun Rödd friðar þarf að hljóma skærar Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Af skynsemi Vegagerðarinnar Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Nýja stjórnarskráin — Alþingi rjúfi stöðnunina með stjórnlagaþingi Stjórn Stjórnarskrárfélagsins skrifar Skoðun Nýtt fangelsi – fyrir öruggara samfélag Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir skrifar Skoðun Ærin verkefni næstu ár Ásbjörg Kristinsdóttir skrifar Skoðun Kominn tími á öðruvísi stjórnmál Gísli Rafn Ólafsson skrifar Skoðun Furðuleg réttlæting á hækkun verðtryggðra vaxta Marinó G. Njálsson skrifar Skoðun Raforka er ekki eina orkan! Dagur Helgason skrifar Skoðun Miskunnsami nýmarxistinn Kári Allansson skrifar Skoðun Skapandi skattur og skapandi fólk Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Teppaleggjum ekki íslenska náttúru með vindorku Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Kjósum á næsta kjörtímabili Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Kosningaloforðið sem gleymdist? Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Eru aðventan og jólin kvíða- eða tilhlökkunarefni? Guðlaug Helga Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Óframseljanlegt DAGA-kerfi Kári Jónsson skrifar Skoðun Nýtanleg verðmætasköpun um allt land Jóhann Frímann Arinbjarnarson skrifar Skoðun Geðrænn vandi barna og ungmenna Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Það er kominn verðmiði á fangelsið en hvað má ungmenni í alvarlegum vanda kosta? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Hinn opni tékki samgöngusáttmálans – ljósastýring og Sundabraut Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun Eru sumir heppnari en aðrir? Anna Kristín Jensdóttir skrifar Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Kallað eftir fyrirsjáanleika í opinberum framkvæmdum Þorsteinn Víglundsson ,Jónína Guðmundsdóttir,Karl Andreassen skrifar Skoðun Sjálfstætt fólk Kristín Linda Jónsdóttir skrifar Skoðun Óstjórn í húsnæðismálum Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Arfur stjórnmálanna 2024 Elvar Eyvindsson skrifar Skoðun Kjósum rétt(indi) fyrir fatlað fólk! Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Frelsi er allra, ekki fárra útvaldra Jón Óskar Sólnes skrifar Sjá meira
Í nýafstöðnum kosningum kynntu stjórnmálaflokkarnir fjölmörg áhersluatriði sem áttu að leiða þjóðina áfram til umbóta. Nú þegar ný ríkisstjórn hefur kynnt stefnuyfirlýsingu sína liggja ákveðin áherslumál fyrir og fólk er farið að bretta upp ermar fyrir næsta áfanga. Undarlegt er að þrátt fyrir skýran vilja til eflingar hefur lítið farið fyrir umræðum um stjórnun og rekstur í ríkisumhverfi, sem margir telja lykil að öllum árangri í ríkisrekstri. Þetta er sérstaklega dregið hér fram þar sem allflestum er fullljóst að margt sem snýr að stjórnun í ríkisumhverfinu er bundið við takmarkanir tengdar lagasetningum, fjárstýringu og faglegum forgangi ráðandi sérfræðinga, ráðherra og alþingismanna. Þessar takmarkanir hafa jafnan áhrif á venjur og menningu hvers ráðuneytis og stofnunar og gera möguleika stjórnenda og starfsmanna til umbóta og framþróunar erfiða. Ljóst er að vilji til umbóta er mikill í ríkisumhverfinu en þegar takmarkanir eru á hverju strái er stóraukin hætta á að framþróun sé hæg, eða jafnvel engin. Áhrif núverandi umhverfis eru víðtæk og geta aukið líkur á því að ákvarðanir stjórnenda og starfsmanna verði litaðar af ráðandi umhverfi, verði skammsýnar, byggðar á röngum forsendum og leiði hugsanlega til sóunar á fjármagni og tíma. Hér á eftir er stiklað á stóru um helstu áhrifaþætti sem mikilvægt er fyrir nýskipaða ráðherra og alþingismenn að beina sjónum sínum að, vilji þeir í raun stuðla að árangri.Árangur og skilvirkni Uppsagnarákvæði starfsmannalaga ríkisstarfsmanna geta stuðlað að því að einstaklingar hreiðri um sig, langi þá það, enda nánast æviráðnir. Þá er hætta á því, meðvitað eða ómeðvitað, að starfsmenn eigi auðveldara með að temja sér takmörkuð störf og sjá jafnvel ekki að þeir séu meira til ama en gagns. Fjárlög ríkisins eru ákveðin ár fyrir ár og verða jafnvel ekki skýr fyrr en frekar seint. Ósjálfrátt eykur það líkur á að ákvarðanir séu teknar til skamms tíma og teknar seint. Sífelldur niðurskurður, ár eftir ár, er síðan saltið í sárin og getur haft afgerandi áhrif á ákvarðanatöku stjórnenda í langan tíma. Rík áhersla á faglega hæfni stjórnenda, sem vissulega er mikilvæg, getur haft þau áhrif að mikilvægi stjórnunarlegrar hæfni sé ekki jafn ríkt. Þannig er vaxandi hætta á því að grundvallarstyrkleikar á sviði leiðtoga-, samskipta- og rekstrarhæfni njóti ekki sama vægis – og séu jafnvel ekki til staðar. Ráðuneytin bera gríðarlega ábyrgð. Bent hefur verið á að þau séu í sílóum, að þau séu einangruð hvert frá öðru þar sem samstarf og samráð er ekki eins gott og ætla mætti. Undir þau heyra um annað hundrað stofnanir og tugir þúsunda ríkisstarfsmanna og hafa þessi síló jafnvel birst milli stofnana og deilda innan þeirra. Einhvern tímann þarf að breyta þessu, og ég spyr – af hverju ekki núna? Nýskipað Alþingi getur endurskoðað starfsmannalög og fjárlög með árangur og framþróun að leiðarljósi. Ríkisstjórnin getur í meira mæli hugað meðvitað að rekstri í áherslum sínum. Stjórnarráðið getur horft inn á við og hámarkað sig sem vinnustað sem hefur áhrif á starfsemi ráðuneyta og stofnana. Þannig gætu stjórnendur fengið þær breytingar í umhverfinu sem þarf til að árangur og skilvirkni verði sjálfsagður hluti í tilveru ríkisumhverfisins og árangur í ríkisrekstri nái nýjum hæðum.
Sögufölsun í heimildarþætti RÚV — Svör óskast Jóna Benediktsdóttir,Hjörtur Hjartarson,Katrín Oddsdóttir,Kjartan Jónsson,Kristín Erna Arnardóttir,Sigríður Ólafsdóttir,Þórir Baldursson Skoðun
Skoðun Nýja stjórnarskráin — Alþingi rjúfi stöðnunina með stjórnlagaþingi Stjórn Stjórnarskrárfélagsins skrifar
Skoðun Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir skrifar
Skoðun Það er kominn verðmiði á fangelsið en hvað má ungmenni í alvarlegum vanda kosta? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Hinn opni tékki samgöngusáttmálans – ljósastýring og Sundabraut Eiríkur S. Svavarsson skrifar
Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Kallað eftir fyrirsjáanleika í opinberum framkvæmdum Þorsteinn Víglundsson ,Jónína Guðmundsdóttir,Karl Andreassen skrifar
Sögufölsun í heimildarþætti RÚV — Svör óskast Jóna Benediktsdóttir,Hjörtur Hjartarson,Katrín Oddsdóttir,Kjartan Jónsson,Kristín Erna Arnardóttir,Sigríður Ólafsdóttir,Þórir Baldursson Skoðun