Tíska og hönnun

Olsen-tvíburunum hrósað fyrir fatalínu

Systurnar stofnuðu The Row árið 2006.
Systurnar stofnuðu The Row árið 2006. Nordicphotos/getty
Systurnar Mary-Kate og Ashley Olsen sýndu vorlínu The Row á tískuvikunni í New York. Systurnar stofnuðu tískumerkið árið 2006 og hefur það notið nokkurra vinsælda í Bandaríkjunum.

Blaðamaður Style.com, Nicole Phelps, lýsir vorlínu The Row sem sambræðingi af ólíkum tískustefnum. Í línunni megi greina áhrif frá Norður-Afríku, Rússlandi og víðar.

„Konan sem klæðist The Row er vel klædd flökkukind sem verður fyrir augljósum áhrifum frá öllum þeim stöðum sem hún hefur heimsótt,“ ritar Phelps.

Hér má sjá alla vorlínu The Row fyrir 2014. Hér má fylgjast með The Row á Instagram.














Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.