Erlent

Reiði vegna grunaðs sprengjumanns á forsíðu Rolling Stone

Haukur Viðar Alfreðsson skrifar
Tölublaðið kemur út 3. ágúst.
Tölublaðið kemur út 3. ágúst.
Dzhokhar Tsarnaev, grunaður sprengjumaður í Boston-maraþoninu, er framan á nýjasta tölublaði tónlistartímaritsins vinsæla, Rolling Stone, sem kemur út þann 3. ágúst.

Þetta útspil tímaritsins er umdeilt og margir reiðir vegna þess, en tímaritið hefur meðal annars verið sakað um að glansvæða hryðjuverk.

Inni í blaðinu má finna grein Janet Reitman um Tsarnaev, en blaðamaðurinn eyddi tveimur mánuðum í viðtöl við æskuvini hans, nágranna, kennara og lögreglumenn í undirbúningsskyni.

„Hvernig dirfist þið að setja fjöldamorðingja á forsíðuna?“, spyr einn lesanda á Facebook-síðu tímaritsins. „Kominn tími til að hætta að kaupa þetta tímarit,“ skrifar annar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×