Sigur Rós kemur fram í Game of Thrones Jón Júlíus Karlsson skrifar 10. september 2013 10:46 Sigur Rós mun koma fram í nýjustu þáttaröðinni af Game of Thrones. Íslenska hljómsveitin Sigur Rós mun koma fram í fjórðu sjónvarpsþáttaröðinni af Game of Thrones sem hefur notið gífurlegra vinsælda á síðustu árum. Meðlmir sveitarinnar eru samkvæmt heimildum Entertainment Weekley staddir í Króatíu þar sem tökur á fjórðu þáttaröðinni fer fram. Ekki er ljóst hvert hlutverk sveitarinnar verður en þeir Jón Þór Birgisson, Georg Hólm og Orri Páll Dýrason, meðlimir Sigur Rós, eru í tökum um þessar mundir. Líklegast þykir að sveitin flytji lag í þættinum. Framleiðendur þáttanna, David Benoff og Dan Weiss, eru miklir aðdáendur Sigur Rós og munu hafa hlustað mikið á sveitina meðan þeir dvöldu hér á landi við tökur á þáttaröðinni. Sigur Rós er ekki fyrsta sveitin til að koma fram í þáttaröðinni því Coldplay og Snow Patrol hafa einnig farið með lítið hlutverk í þáttunum. The National flutti frumsamið lag í þættinum. Þetta er í annað sinn á stuttum tíma sem Sigur Rós kemur fram í sjónvarpsþætti. Sveitin kom einnig fram í þætti The Simpsons fyrir skömmu. Eins og greint hefur verið frá hér á Vísi fer Hafþór Júlíus Björnsson með veigamikið hlutverk í nýrri þáttaröð. Hann mun leika Gregor Clegane í þáttaröðinni en sá karakter gengur einnig undir gælunafninu The Mountain. Tökur á þáttaröðinni hafa einnig fram fram hér á landi og því er tengin þáttarins við Ísland nokkuð stór og mikil. Fjórða þáttaröðin af Game of Thrones mun hefja göngu sína næsta vor. Bíó og sjónvarp Game of Thrones Mest lesið „Fróunarklefinn“, versti leikstjóri heims og Teslu-skömmin Lífið Vill kynlíf en ekki samband Lífið „Var ekkert búin að reikna saman þessi laun“ Lífið Forsetahjónin, Elísabet Jökuls og Hugleikur létu sig ekki vanta Lífið Jennifer Lawrence orðin tveggja barna móðir Lífið Rekur heimili fyrir unglingsmæður í Kenía fyrir hálfa milljón á mánuði Lífið „Ég held ég sé með niðurgang“ Lífið Vörur sem flugfreyjur kaupa í Bandaríkjunum Lífið Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Menning Bjarni Ben lét sig ekki vanta á Fjallabak Menning Fleiri fréttir Þeir munu túlka Bítlana í myndum Sam Mendes Stjörnum prýdd stikla Black Mirror Nolan sagður stefna á tökur á Íslandi Ljósbrot besta myndin en Snerting með flest verðlaun Happy Gilmore snýr aftur Harpa kvótadrottning aftur á skjáinn Ólafur Darri og félagar framleiða sína fyrstu teiknimynd Anora sigurvegari á Óskarnum Óskarsverðlaunasérfræðingur spáir í Hollywood-spilin: Spennandi óskar í vændum og ekkert meitlað í stein Sjá meira
Íslenska hljómsveitin Sigur Rós mun koma fram í fjórðu sjónvarpsþáttaröðinni af Game of Thrones sem hefur notið gífurlegra vinsælda á síðustu árum. Meðlmir sveitarinnar eru samkvæmt heimildum Entertainment Weekley staddir í Króatíu þar sem tökur á fjórðu þáttaröðinni fer fram. Ekki er ljóst hvert hlutverk sveitarinnar verður en þeir Jón Þór Birgisson, Georg Hólm og Orri Páll Dýrason, meðlimir Sigur Rós, eru í tökum um þessar mundir. Líklegast þykir að sveitin flytji lag í þættinum. Framleiðendur þáttanna, David Benoff og Dan Weiss, eru miklir aðdáendur Sigur Rós og munu hafa hlustað mikið á sveitina meðan þeir dvöldu hér á landi við tökur á þáttaröðinni. Sigur Rós er ekki fyrsta sveitin til að koma fram í þáttaröðinni því Coldplay og Snow Patrol hafa einnig farið með lítið hlutverk í þáttunum. The National flutti frumsamið lag í þættinum. Þetta er í annað sinn á stuttum tíma sem Sigur Rós kemur fram í sjónvarpsþætti. Sveitin kom einnig fram í þætti The Simpsons fyrir skömmu. Eins og greint hefur verið frá hér á Vísi fer Hafþór Júlíus Björnsson með veigamikið hlutverk í nýrri þáttaröð. Hann mun leika Gregor Clegane í þáttaröðinni en sá karakter gengur einnig undir gælunafninu The Mountain. Tökur á þáttaröðinni hafa einnig fram fram hér á landi og því er tengin þáttarins við Ísland nokkuð stór og mikil. Fjórða þáttaröðin af Game of Thrones mun hefja göngu sína næsta vor.
Bíó og sjónvarp Game of Thrones Mest lesið „Fróunarklefinn“, versti leikstjóri heims og Teslu-skömmin Lífið Vill kynlíf en ekki samband Lífið „Var ekkert búin að reikna saman þessi laun“ Lífið Forsetahjónin, Elísabet Jökuls og Hugleikur létu sig ekki vanta Lífið Jennifer Lawrence orðin tveggja barna móðir Lífið Rekur heimili fyrir unglingsmæður í Kenía fyrir hálfa milljón á mánuði Lífið „Ég held ég sé með niðurgang“ Lífið Vörur sem flugfreyjur kaupa í Bandaríkjunum Lífið Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Menning Bjarni Ben lét sig ekki vanta á Fjallabak Menning Fleiri fréttir Þeir munu túlka Bítlana í myndum Sam Mendes Stjörnum prýdd stikla Black Mirror Nolan sagður stefna á tökur á Íslandi Ljósbrot besta myndin en Snerting með flest verðlaun Happy Gilmore snýr aftur Harpa kvótadrottning aftur á skjáinn Ólafur Darri og félagar framleiða sína fyrstu teiknimynd Anora sigurvegari á Óskarnum Óskarsverðlaunasérfræðingur spáir í Hollywood-spilin: Spennandi óskar í vændum og ekkert meitlað í stein Sjá meira
Óskarsverðlaunasérfræðingur spáir í Hollywood-spilin: Spennandi óskar í vændum og ekkert meitlað í stein