Greta Mjöll hætt í fótbolta Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 12. október 2013 11:24 Greta Mjöll Samúelsdóttir. Mynd/Daníel Greta Mjöll Samúelsdóttir, landsliðskona og fyrirliði bikarmeistara Breiðabliks í kvennafótboltanum, tilkynnti það í dag á fésbókarsíðu sinni að hún sé hætt í fótbolta aðeins 26 ára gömul. „Í dag opinbera ég eina stærstu og erfiðustu ákvörðun lífs míns. Ég hef ákveðið að nú sé fótboltaferli mínum lokið," skrifar Greta Mjöll á fésbókinni. Greta Mjöll Samúelsdóttir skoraði níu mörk í Pepsi-deildinni síðasta sumar og vann sér sæti í fyrsta landsliðshóp Freys Alexanderssonar. Hún hjálpaði Breiðablik síðan að vinna sinn fyrsta titil frá árinu 2005 þegar liðið vann 2-1 sigur á Þór/KA í bikarúrslitaleiknum. „Álag og meiðsli hafa tekið sinn toll og ég hef barist við þetta hné mitt núna í 5 ár. Nú lýt ég í lægra haldi. Sársauki á hverjum degi er afar lýjandi og tekur einnig heilmikið á sálina. Ég kveð stelpurnar í Breiðablik með tár á hvarmi og söknuð í hjarta," segir Greta Mjöll í færslunni sinni. Greta Mjöll Samúelsdóttir lék alls 108 leiki í efstu deild fyrir Breiðablik og skoraði í þeim 57 mörk. Hún vann þrjá stóra titla með félaginu, Íslandsmeistaratitil 2005 og bikarmeistaratitla 2005 og 2013. „Ég gæti ekki verið stoltari af því að hafa fengið að vera fyrirliði þessa frábæra liðs og verða með þeim Bikarmeistari í sumar. Ég vil einnig þakka landsliðunum öllum fyrir dásamlega tíma frá því að ég var bara 14 ára. Svo var það auðvitað bara ómetanlegt að hafa skyndilega fengið að hoppa aftur í bláa liðið núna í haust og taka lokaskrefin með þeim í A-landsliðinu. Takk fyrir allt og Allt! ......nú er bara að leita að glugga. Greta," endar þessi litríki og skemmtilegi leikmaður færslu sína. Þetta er mikið áfall fyrir Breiðabliksliðið enda Greta Mjöll í stóru hlutverki hjá Kópavogsliðinu. Greta Mjöll var fyrirliði liðsins í sumar en eins hún sagði frá hér fyrir ofan þá hefur hún misst mikið úr síðustu árin vegna erfiða hnémeiðsla. Pepsi Max-deild kvenna Mest lesið Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti Umfjöllun: Ísland - Argentína 30-21 | Strákarnir okkar lifa í voninni Handbolti Gengst við því að hafa gert mistök Handbolti Fyrirliðinn leyfir sér ekki að vona: „Ég held að við séum bara búnir“ Handbolti Umfjöllun: Króatía - Ísland 32-26 | Hjálp Slóvenar! Við klúðruðum þessu Handbolti Loforð Slóvena: Ætla að eyðileggja partýið hjá nágrönnum sínum Handbolti Ótrúlegt atvik á HM: Þjálfari Dana hrinti boðflennu sem dreifði rusli Handbolti Eina tapið svíður enn: „Við vorum „outcoachaðir“ á öllum sviðum“ Handbolti Hvernig kemst Ísland áfram? Handbolti Sjáðu markið sem hefði bjargað Íslandi á HM Handbolti Fleiri fréttir Einbeittur brotavilji Víkinga ÍBV fær stóran og sterkan miðvörð Mætti Barcelona í byrjun mánaðar en spilar með Fram í Bestu í sumar Ætlar að taka annað fótboltasumar á „besta staðnum á Íslandi“ Ósáttur afi Sölva skildi ekki hvernig Arnar gat rekið hann í beinni Þróttur fær aðra úr Árbænum Seldu treyjur Orra á uppboði fyrir fjölskyldu Maciej Jónatan Ingi tryggði Val sigur á Fram Víkingar fá mikinn liðsstyrk Valur semur við norskan miðvörð Víkingar með ólöglegan leikmann á móti KR Hin efnilega Arnfríður Auður í raðir Vals Kári segir Atla geta orðið „unplayable“ Atli á leið til Víkings Láki sækir leikmann sem hann þekkir vel Eyþór sóttur í Fylki: „Loksins einhver að koma að leika við þig“ Nýju þjálfararnir byrjuðu á 8-0 sigri á KR Fengu Gumma Ben til að lýsa og stjörnur til að spila í styrktarleik fyrir vin sinn Daninn og Svíinn á skotskónum í sigri Vals Stórsigur hjá KR-ingum Ungir strákar í HK halda styrktarleik fyrir veikan vin sinn Alex Þór aftur í Stjörnuna Yfirgefur æskufélagið og semur við Þrótt „Hann er mjög eftirminnilegur og mér þykir vænt um hann“ „Himinlifandi“ eftir að hafa landað fyrirliða Fylkis KA fær lykilmann úr Eyjum Íslandsmeistarinn Andri Rafn áfram í röðum Breiðabliks Brazell ráðinn til Vals Gísli Gottskálk eftirsóttur í Póllandi Berglind Björg í raðir Breiðabliks Sjá meira
Greta Mjöll Samúelsdóttir, landsliðskona og fyrirliði bikarmeistara Breiðabliks í kvennafótboltanum, tilkynnti það í dag á fésbókarsíðu sinni að hún sé hætt í fótbolta aðeins 26 ára gömul. „Í dag opinbera ég eina stærstu og erfiðustu ákvörðun lífs míns. Ég hef ákveðið að nú sé fótboltaferli mínum lokið," skrifar Greta Mjöll á fésbókinni. Greta Mjöll Samúelsdóttir skoraði níu mörk í Pepsi-deildinni síðasta sumar og vann sér sæti í fyrsta landsliðshóp Freys Alexanderssonar. Hún hjálpaði Breiðablik síðan að vinna sinn fyrsta titil frá árinu 2005 þegar liðið vann 2-1 sigur á Þór/KA í bikarúrslitaleiknum. „Álag og meiðsli hafa tekið sinn toll og ég hef barist við þetta hné mitt núna í 5 ár. Nú lýt ég í lægra haldi. Sársauki á hverjum degi er afar lýjandi og tekur einnig heilmikið á sálina. Ég kveð stelpurnar í Breiðablik með tár á hvarmi og söknuð í hjarta," segir Greta Mjöll í færslunni sinni. Greta Mjöll Samúelsdóttir lék alls 108 leiki í efstu deild fyrir Breiðablik og skoraði í þeim 57 mörk. Hún vann þrjá stóra titla með félaginu, Íslandsmeistaratitil 2005 og bikarmeistaratitla 2005 og 2013. „Ég gæti ekki verið stoltari af því að hafa fengið að vera fyrirliði þessa frábæra liðs og verða með þeim Bikarmeistari í sumar. Ég vil einnig þakka landsliðunum öllum fyrir dásamlega tíma frá því að ég var bara 14 ára. Svo var það auðvitað bara ómetanlegt að hafa skyndilega fengið að hoppa aftur í bláa liðið núna í haust og taka lokaskrefin með þeim í A-landsliðinu. Takk fyrir allt og Allt! ......nú er bara að leita að glugga. Greta," endar þessi litríki og skemmtilegi leikmaður færslu sína. Þetta er mikið áfall fyrir Breiðabliksliðið enda Greta Mjöll í stóru hlutverki hjá Kópavogsliðinu. Greta Mjöll var fyrirliði liðsins í sumar en eins hún sagði frá hér fyrir ofan þá hefur hún misst mikið úr síðustu árin vegna erfiða hnémeiðsla.
Pepsi Max-deild kvenna Mest lesið Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti Umfjöllun: Ísland - Argentína 30-21 | Strákarnir okkar lifa í voninni Handbolti Gengst við því að hafa gert mistök Handbolti Fyrirliðinn leyfir sér ekki að vona: „Ég held að við séum bara búnir“ Handbolti Umfjöllun: Króatía - Ísland 32-26 | Hjálp Slóvenar! Við klúðruðum þessu Handbolti Loforð Slóvena: Ætla að eyðileggja partýið hjá nágrönnum sínum Handbolti Ótrúlegt atvik á HM: Þjálfari Dana hrinti boðflennu sem dreifði rusli Handbolti Eina tapið svíður enn: „Við vorum „outcoachaðir“ á öllum sviðum“ Handbolti Hvernig kemst Ísland áfram? Handbolti Sjáðu markið sem hefði bjargað Íslandi á HM Handbolti Fleiri fréttir Einbeittur brotavilji Víkinga ÍBV fær stóran og sterkan miðvörð Mætti Barcelona í byrjun mánaðar en spilar með Fram í Bestu í sumar Ætlar að taka annað fótboltasumar á „besta staðnum á Íslandi“ Ósáttur afi Sölva skildi ekki hvernig Arnar gat rekið hann í beinni Þróttur fær aðra úr Árbænum Seldu treyjur Orra á uppboði fyrir fjölskyldu Maciej Jónatan Ingi tryggði Val sigur á Fram Víkingar fá mikinn liðsstyrk Valur semur við norskan miðvörð Víkingar með ólöglegan leikmann á móti KR Hin efnilega Arnfríður Auður í raðir Vals Kári segir Atla geta orðið „unplayable“ Atli á leið til Víkings Láki sækir leikmann sem hann þekkir vel Eyþór sóttur í Fylki: „Loksins einhver að koma að leika við þig“ Nýju þjálfararnir byrjuðu á 8-0 sigri á KR Fengu Gumma Ben til að lýsa og stjörnur til að spila í styrktarleik fyrir vin sinn Daninn og Svíinn á skotskónum í sigri Vals Stórsigur hjá KR-ingum Ungir strákar í HK halda styrktarleik fyrir veikan vin sinn Alex Þór aftur í Stjörnuna Yfirgefur æskufélagið og semur við Þrótt „Hann er mjög eftirminnilegur og mér þykir vænt um hann“ „Himinlifandi“ eftir að hafa landað fyrirliða Fylkis KA fær lykilmann úr Eyjum Íslandsmeistarinn Andri Rafn áfram í röðum Breiðabliks Brazell ráðinn til Vals Gísli Gottskálk eftirsóttur í Póllandi Berglind Björg í raðir Breiðabliks Sjá meira
Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti
Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti