Sunna Valgerðar fékk verðlaun fyrir umfjöllun ársins 9. mars 2013 16:10 Baldur Hrafnkell Jónsson, kvikmyndatökumaður, Sunna Valgerðardóttir, blaðamaður, Gunnar V. Andrésson ljósmyndari og Egill Aðalsteinsson kvikmyndatökumaður. Sunna Valgerðardóttir blaðakona á Fréttablaðinu hlaut verðlaun fyrir umfjöllun ársins fyrir áhrifamikla, heildstæða og vel unna röð fréttaskýringa um stöðu geðfatlaðra, þegar blaðamannaverðlaunin voru tilkynnt í dag. Egill Aðalsteinsson, kvikmyndatökumaður á fréttastofu Stöðvar 2, fékk verðlaun í flokknum fagmennska fyrir myndskeiðið FOK. Þá fékk Baldur Hrafnkell Jónsson, kvikmyndatökumaður á fréttastofu Stöðvar 2, verðlaun fyrir fréttamyndskeið ársins, sem ber heitið Rúlletta. Ljósmyndarinn Gunnar V. Andrésson á Fréttablaðinu fékk verðlaun fyrir umhverfismynd ársins. Kjartan Þorbjörnsson, Golli, ljósmyndari á Morgunblaðinu átti mynd ársins, íþróttamynd ársins og myndaröð ársins að mati dómnefndar. Eyþór Árnason átti fréttamynd ársins, Haraldur Jónasson fékk verðlaun fyrir portrett ársins, Kristinn Magnússon fyrir tímaritamynd ársins og Ómar Óskarsson, ljósmyndari á Morgunblaðinu fyrir daglegt líf.Freyr Einarsson, ritstjóri fréttastofu Stöðvar 2 og Vísis, Baldur Hrafnkell Jónsson, kvikmyndatökumaður á Stöð 2, Egill Aðalsteinsson, kvikmyndatökumaður á Stöð2 og Kristján Már Unnarsson, fréttastjóri Stöðvar 2.Sigmar Guðmundsson, ritstjóri Kastljóss, fékk verðlaun fyrir viðtal ársins fyrir sérstaklega áhrifaríkt og sterkt viðtal við Eirík Inga Jóhannsson, sjómann sem komast lífs af þegar togarinn Hallgrímur fórst við Noregsstrendur. Þá fékk Jóhann Bjarni Kolbeinssom á fréttastofu RÚV verðlaun fyrir rannsóknarblaðamennsku ársins, fyrir uppljóstrandi og ítarlega umfjöllun um kadmíum í áburði annars vegar og notkun iðnaðarsalts í matvælum hins vegar. Ljósmyndarinn Ragnar Axelsson fékk svo blaðamannaverðlaun ársins fyrir merka umfjöllun og myndir af stórum pollum á Grænlandsjökli sem voru til marks um óvenju mikla bráðnun Grænlandsjökuls. Verðlaunin voru afhent í Gerðarsafni í Kópavogi síðdegis.Tilnefningarnar má sjá hér fyrir neðan:Umfjöllun ársinsEgill Ólafsson, Morgunblaðinu, fyrir vandaðan, skjótan og alhliða fréttaflutning af illviðri og snjókomu í september 2012, þar sem frá upphafi var dregin fram og skilgreind yfirvofandi ógn fyrir fólk og búfénað.Kristjana Guðbrandsdóttir, DV, fyrir viðamikinn og vandaðan greinaflokk um einhverfu, ýmsar birtingarmyndir hennar og vandamál við greiningu, ekki síst hjá stúlkum.Sunna Valgerðardóttir, Fréttablaðinu, fyrir áhrifamikla, heildstæða og vel unna röð fréttaskýringa um stöðu geðfatlaðra.RannsóknarblaðamennskaAndri Ólafsson, Stöð 2, fyrir afhjúpandi fréttir af aðkallandi fjárhagsvanda hjúkrunarheimilisins EIR.Jóhann Bjarni Kolbeinsson, fréttastofu RÚV, fyrir uppljóstrandi og ítarlega umfjöllun um kadmíum í áburði annars vegar og notkun iðnaðarsalts í matvælum hins vegar.Jóhannes Kr. Kristjánsson, Kastljósi, fyrir að draga fram óbirtar og gagnrýnar skýrslur Ríkisendurskoðunar um bókhaldskerfi ríkisins og fyrir að varpa, ásamt Helga Seljan ljósi á umdeild atriði varðandi innleiðingu kerfisins.Viðtal ársinsAnna Brynja Baldursdóttir, Vikunni, fyrir opinskátt viðtal við Agnesi M. Sigurðardóttur, biskup sem tjáði sig þar með einlægum hætti um bæði persónuleg mál sín og atriði sem varða embættið.Sigmar Guðmundsson, Kastljósi, fyrir sérstaklega áhrifaríkt og sterkt viðtal við Eirík Inga Jóhannsson, sjómann sem komst lífs af þegar togarinn Hallgrímur fórst.Skapti Hallgrímsson, Morgunblaðinu, fyrir sérstaklega vel skrifað og lifandi mannlífsviðtal við eistneska tónlistarmanninn Valmar Valjaots.Blaðamannaverðlaun ársinsIngi Freyr Vilhjálmsson, DV, fyrir umfjöllun um fiskveiðar Íslendinga við Afríku og ýmis skrif um viðskipti og uppgjör í kjölfar hrunsins.Ragnar Axelsson, Morgunblaðinu, fyrir merka umfjöllun og myndir af stórum pollum á Grænlandsjökli sem voru til marks um óvenju mikla bráðnun Grænlandsjökuls.Una Sighvatsdóttir, Morgunblaðinu, fyrir greinaflokkinn Váin á vegum, þar sem fjallað var um umferðarslys frá mörgum sjónarmiðum með því að tvinna saman ýmsar fjölmiðlagáttir s.s. prentmiðilinn, netið, gagnvirka grafíska framsetningu og myndskeið. Mest lesið „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Innlent „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Innlent „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Innlent Allt í rugli á Rauðahafi Erlent Von á allhvössum vindi og rigningu Veður Hraðbankinn enn ekki látinn í friði Innlent „Í guðanna bænum höldum vöku okkar við aksturinn" Innlent Carney og Frjálslyndir fóru með sigur af hólmi Erlent Rafmagn að koma aftur á: Íslendingar lýsa mikilli óvissu Erlent Reyndu að brjótast inn í hraðbanka Innlent Fleiri fréttir Vill taka upp stöðvarskyldu tveimur árum eftir að hún var afnumin Ný stjórn Ríkisútvarpsins kjörin Létt í lund þrátt fyrir margra klukkustunda bið eftir Lissabon „Í guðanna bænum höldum vöku okkar við aksturinn" „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Ráðherra skoðar frekari girðingar á strandveiðar Rafmagnið komið í lag og verðbólgan eykst á ný „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Fá ekki áheyrn vegna stympinga kennara og nemanda Hraðbankinn enn ekki látinn í friði Foreldrar eigi að byrja á því að setja sjálfum sér skjátíma „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Reyndu að brjótast inn í hraðbanka Mikilvægt að vera betri í bakgarðinum en óvelkomnir gestir „Við erum mjög háð rafmagninu“ Gyltur gjóta þrettán til sextán grísum í hverju goti Öryggi ógnað og refsingar fyrnist Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Sambandsleysi í suðri og óviðunandi ástand í fangelsum Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Fangelsi oft eina úrræðið Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Björn tekur við af Helga Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í fangelsi síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Sjá meira
Sunna Valgerðardóttir blaðakona á Fréttablaðinu hlaut verðlaun fyrir umfjöllun ársins fyrir áhrifamikla, heildstæða og vel unna röð fréttaskýringa um stöðu geðfatlaðra, þegar blaðamannaverðlaunin voru tilkynnt í dag. Egill Aðalsteinsson, kvikmyndatökumaður á fréttastofu Stöðvar 2, fékk verðlaun í flokknum fagmennska fyrir myndskeiðið FOK. Þá fékk Baldur Hrafnkell Jónsson, kvikmyndatökumaður á fréttastofu Stöðvar 2, verðlaun fyrir fréttamyndskeið ársins, sem ber heitið Rúlletta. Ljósmyndarinn Gunnar V. Andrésson á Fréttablaðinu fékk verðlaun fyrir umhverfismynd ársins. Kjartan Þorbjörnsson, Golli, ljósmyndari á Morgunblaðinu átti mynd ársins, íþróttamynd ársins og myndaröð ársins að mati dómnefndar. Eyþór Árnason átti fréttamynd ársins, Haraldur Jónasson fékk verðlaun fyrir portrett ársins, Kristinn Magnússon fyrir tímaritamynd ársins og Ómar Óskarsson, ljósmyndari á Morgunblaðinu fyrir daglegt líf.Freyr Einarsson, ritstjóri fréttastofu Stöðvar 2 og Vísis, Baldur Hrafnkell Jónsson, kvikmyndatökumaður á Stöð 2, Egill Aðalsteinsson, kvikmyndatökumaður á Stöð2 og Kristján Már Unnarsson, fréttastjóri Stöðvar 2.Sigmar Guðmundsson, ritstjóri Kastljóss, fékk verðlaun fyrir viðtal ársins fyrir sérstaklega áhrifaríkt og sterkt viðtal við Eirík Inga Jóhannsson, sjómann sem komast lífs af þegar togarinn Hallgrímur fórst við Noregsstrendur. Þá fékk Jóhann Bjarni Kolbeinssom á fréttastofu RÚV verðlaun fyrir rannsóknarblaðamennsku ársins, fyrir uppljóstrandi og ítarlega umfjöllun um kadmíum í áburði annars vegar og notkun iðnaðarsalts í matvælum hins vegar. Ljósmyndarinn Ragnar Axelsson fékk svo blaðamannaverðlaun ársins fyrir merka umfjöllun og myndir af stórum pollum á Grænlandsjökli sem voru til marks um óvenju mikla bráðnun Grænlandsjökuls. Verðlaunin voru afhent í Gerðarsafni í Kópavogi síðdegis.Tilnefningarnar má sjá hér fyrir neðan:Umfjöllun ársinsEgill Ólafsson, Morgunblaðinu, fyrir vandaðan, skjótan og alhliða fréttaflutning af illviðri og snjókomu í september 2012, þar sem frá upphafi var dregin fram og skilgreind yfirvofandi ógn fyrir fólk og búfénað.Kristjana Guðbrandsdóttir, DV, fyrir viðamikinn og vandaðan greinaflokk um einhverfu, ýmsar birtingarmyndir hennar og vandamál við greiningu, ekki síst hjá stúlkum.Sunna Valgerðardóttir, Fréttablaðinu, fyrir áhrifamikla, heildstæða og vel unna röð fréttaskýringa um stöðu geðfatlaðra.RannsóknarblaðamennskaAndri Ólafsson, Stöð 2, fyrir afhjúpandi fréttir af aðkallandi fjárhagsvanda hjúkrunarheimilisins EIR.Jóhann Bjarni Kolbeinsson, fréttastofu RÚV, fyrir uppljóstrandi og ítarlega umfjöllun um kadmíum í áburði annars vegar og notkun iðnaðarsalts í matvælum hins vegar.Jóhannes Kr. Kristjánsson, Kastljósi, fyrir að draga fram óbirtar og gagnrýnar skýrslur Ríkisendurskoðunar um bókhaldskerfi ríkisins og fyrir að varpa, ásamt Helga Seljan ljósi á umdeild atriði varðandi innleiðingu kerfisins.Viðtal ársinsAnna Brynja Baldursdóttir, Vikunni, fyrir opinskátt viðtal við Agnesi M. Sigurðardóttur, biskup sem tjáði sig þar með einlægum hætti um bæði persónuleg mál sín og atriði sem varða embættið.Sigmar Guðmundsson, Kastljósi, fyrir sérstaklega áhrifaríkt og sterkt viðtal við Eirík Inga Jóhannsson, sjómann sem komst lífs af þegar togarinn Hallgrímur fórst.Skapti Hallgrímsson, Morgunblaðinu, fyrir sérstaklega vel skrifað og lifandi mannlífsviðtal við eistneska tónlistarmanninn Valmar Valjaots.Blaðamannaverðlaun ársinsIngi Freyr Vilhjálmsson, DV, fyrir umfjöllun um fiskveiðar Íslendinga við Afríku og ýmis skrif um viðskipti og uppgjör í kjölfar hrunsins.Ragnar Axelsson, Morgunblaðinu, fyrir merka umfjöllun og myndir af stórum pollum á Grænlandsjökli sem voru til marks um óvenju mikla bráðnun Grænlandsjökuls.Una Sighvatsdóttir, Morgunblaðinu, fyrir greinaflokkinn Váin á vegum, þar sem fjallað var um umferðarslys frá mörgum sjónarmiðum með því að tvinna saman ýmsar fjölmiðlagáttir s.s. prentmiðilinn, netið, gagnvirka grafíska framsetningu og myndskeið.
Mest lesið „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Innlent „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Innlent „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Innlent Allt í rugli á Rauðahafi Erlent Von á allhvössum vindi og rigningu Veður Hraðbankinn enn ekki látinn í friði Innlent „Í guðanna bænum höldum vöku okkar við aksturinn" Innlent Carney og Frjálslyndir fóru með sigur af hólmi Erlent Rafmagn að koma aftur á: Íslendingar lýsa mikilli óvissu Erlent Reyndu að brjótast inn í hraðbanka Innlent Fleiri fréttir Vill taka upp stöðvarskyldu tveimur árum eftir að hún var afnumin Ný stjórn Ríkisútvarpsins kjörin Létt í lund þrátt fyrir margra klukkustunda bið eftir Lissabon „Í guðanna bænum höldum vöku okkar við aksturinn" „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Ráðherra skoðar frekari girðingar á strandveiðar Rafmagnið komið í lag og verðbólgan eykst á ný „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Fá ekki áheyrn vegna stympinga kennara og nemanda Hraðbankinn enn ekki látinn í friði Foreldrar eigi að byrja á því að setja sjálfum sér skjátíma „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Reyndu að brjótast inn í hraðbanka Mikilvægt að vera betri í bakgarðinum en óvelkomnir gestir „Við erum mjög háð rafmagninu“ Gyltur gjóta þrettán til sextán grísum í hverju goti Öryggi ógnað og refsingar fyrnist Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Sambandsleysi í suðri og óviðunandi ástand í fangelsum Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Fangelsi oft eina úrræðið Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Björn tekur við af Helga Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í fangelsi síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Sjá meira