Þétt setið á samstöðufundi RÚV í Háskólabíó Stefán Árni Pálsson skrifar 4. desember 2013 20:24 Salurinn var troðfullur í kvöld. mynd / vilhelm Samstöðufundur um Ríkisútvarpið fór fram í Háskólabíói í kvöld og var aðalsalurinn þétt setinn. Yfirskrift fundarins var „Okkar Ríkisútvarp“ en ástæðan fyrir fundinum var mikill niðurskurður sem RÚV hefur þurft að taka á sig en 39 starfsmönnum var sagt upp störfum í síðustu viku hjá stofnuninni. Uppsagnir gætu síðan orðið fleiri í kjölfarið. Á meðal þeirra sem ávörpuðu fundargesti voru þeir Guðmundur Andri Thorsson, rithöfundur, og Benedikt Erlingsson, leikstjóri. Guðrún Pétursdóttir las upp yfirlýsingu frá Rithöfundasambandinu og Samtóni. Meðfylgjandi er ályktun fundarins sem samþykkt var með dynjandi lófataki í þéttskipuðum sal gesta sem allir risu á fætur.Ályktun fundar til stuðnings Ríkisútvarpinu 4. des. 2013Fundur haldinn í Háskólabíói til stuðnings Ríkisútvarpinu 4. desember 2013 fordæmir harðlega þá atlögu sem gerð hefur verið að starfi Ríkisútvarpsins með niðurskurði fjármuna og fjöldauppsögnum starfsfólks, nú síðast fyrir viku. Þær munu skaða verulega alla dagskrárgerð Ríkisútvarpsins og það merka og brýna starf sem þar er unnið.Ríkisútvarpið hefur þegar tekið á sig mikinn niðurskurð með verulegri fækkun starfsfólks á undanförnum misserum. En sú atlaga sem nú er gerð er svo gróf að hún ógnar tilvist Ríkisútvarpsins sem menningarstofnunar.Fundurinn átelur stjórn Ríkisútvarpsins fyrir aðgerðarleysi og sinnuleysi í aðdraganda þessara uppsagna sem eru í hrópandi ósamræmi við gildandi lög um Ríkisútvarpið og skyldur þess skv. lögum og þjónustusamningi. Það er of seint að ætla að móta stefnuna þegar mörgum reyndustu starfsmönnum stofnunarinnar hefur verið sagt upp.Fundurinn krefst tafarlausra skýringa á því hvernig ákvarðanir um uppsagnir voru teknar með hliðsjón af hlutverki útvarpsins.Þess er krafist að farið verði að lögum um tekjur Ríkisútvarpsins og að Alþingi, ríkisstjórn, stjórn ríkisútvarpsins og útvarpsstjóri standi við þá skyldu sína að verja þessa einstöku upplýsinga- og menningarstofnun sem þeim hefur tímabundið verið falin ábyrgð á. Það er skylda þeirra að skila henni sterkri í hendur þeirra sem á eftir koma. Tengdar fréttir Reiðin vegna RÚV brýst fram Vel á annað þúsund manns hafa boðað komu sína á baráttufund sem haldinn er til stuðnings Ríkisútvarpinu. 4. desember 2013 15:27 Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Erlent Enn skjálftahrina við Trölladyngju Innlent Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Innlent Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Innlent Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Innlent Fleiri fréttir Langflestir telja afsögn Ásthildar rétta ákvörðun Ný könnun um viðhorf til veiðigjalda Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Stuttu eldgosi lokið Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Sjá meira
Samstöðufundur um Ríkisútvarpið fór fram í Háskólabíói í kvöld og var aðalsalurinn þétt setinn. Yfirskrift fundarins var „Okkar Ríkisútvarp“ en ástæðan fyrir fundinum var mikill niðurskurður sem RÚV hefur þurft að taka á sig en 39 starfsmönnum var sagt upp störfum í síðustu viku hjá stofnuninni. Uppsagnir gætu síðan orðið fleiri í kjölfarið. Á meðal þeirra sem ávörpuðu fundargesti voru þeir Guðmundur Andri Thorsson, rithöfundur, og Benedikt Erlingsson, leikstjóri. Guðrún Pétursdóttir las upp yfirlýsingu frá Rithöfundasambandinu og Samtóni. Meðfylgjandi er ályktun fundarins sem samþykkt var með dynjandi lófataki í þéttskipuðum sal gesta sem allir risu á fætur.Ályktun fundar til stuðnings Ríkisútvarpinu 4. des. 2013Fundur haldinn í Háskólabíói til stuðnings Ríkisútvarpinu 4. desember 2013 fordæmir harðlega þá atlögu sem gerð hefur verið að starfi Ríkisútvarpsins með niðurskurði fjármuna og fjöldauppsögnum starfsfólks, nú síðast fyrir viku. Þær munu skaða verulega alla dagskrárgerð Ríkisútvarpsins og það merka og brýna starf sem þar er unnið.Ríkisútvarpið hefur þegar tekið á sig mikinn niðurskurð með verulegri fækkun starfsfólks á undanförnum misserum. En sú atlaga sem nú er gerð er svo gróf að hún ógnar tilvist Ríkisútvarpsins sem menningarstofnunar.Fundurinn átelur stjórn Ríkisútvarpsins fyrir aðgerðarleysi og sinnuleysi í aðdraganda þessara uppsagna sem eru í hrópandi ósamræmi við gildandi lög um Ríkisútvarpið og skyldur þess skv. lögum og þjónustusamningi. Það er of seint að ætla að móta stefnuna þegar mörgum reyndustu starfsmönnum stofnunarinnar hefur verið sagt upp.Fundurinn krefst tafarlausra skýringa á því hvernig ákvarðanir um uppsagnir voru teknar með hliðsjón af hlutverki útvarpsins.Þess er krafist að farið verði að lögum um tekjur Ríkisútvarpsins og að Alþingi, ríkisstjórn, stjórn ríkisútvarpsins og útvarpsstjóri standi við þá skyldu sína að verja þessa einstöku upplýsinga- og menningarstofnun sem þeim hefur tímabundið verið falin ábyrgð á. Það er skylda þeirra að skila henni sterkri í hendur þeirra sem á eftir koma.
Tengdar fréttir Reiðin vegna RÚV brýst fram Vel á annað þúsund manns hafa boðað komu sína á baráttufund sem haldinn er til stuðnings Ríkisútvarpinu. 4. desember 2013 15:27 Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Erlent Enn skjálftahrina við Trölladyngju Innlent Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Innlent Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Innlent Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Innlent Fleiri fréttir Langflestir telja afsögn Ásthildar rétta ákvörðun Ný könnun um viðhorf til veiðigjalda Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Stuttu eldgosi lokið Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Sjá meira
Reiðin vegna RÚV brýst fram Vel á annað þúsund manns hafa boðað komu sína á baráttufund sem haldinn er til stuðnings Ríkisútvarpinu. 4. desember 2013 15:27