Fáðu já vinnur til verðlauna í Tallin 15. mars 2013 23:51 Úr myndinni Fáðu já. Stuttmyndin Fáðu já vann til verðlauna á ráðstefnu þrjátíu Evrópuríkja sem nú stendur yfir í Tallin. Ráðstefnan er liður í samstarfi um netöryggisáætlun Evrópusambandsins en Ísland er meðal þeirra ríkja sem starfa eftir þeirri áætlun. SAFT heldur utan um það starf fyrir hönd íslenskra stjórnvalda. Fáðu já hlaut fyrstu verðlaun í flokknum „Myndbönd og fræðslumyndir" og var gerður góður rómur að henni. Fulltrúi SAFT, Hrefna Sigurjónsdóttir, framkvæmdastjóri Heimilis og skóla, tók við verðlaununum fyrir Íslands hönd. „Við dreifðum myndinni til samstarfsfélaga okkar á ráðstefnunni og vakti hún verulega athygli. Nú þegar er mikill áhugi á Norðurlöndunum fyrir að nýta myndina í fræðslu um kynlíf, klám og Internetið og hafa fleiri Evrópuþjóðir einnig áhuga." Fáðu já er liður í vitundarvakningarátaki stjórnvalda sem fram fer í tengslum við samning Evrópuráðsins um varnir gegn kynferðislegri misnotkun og misneytingu á börnum. Myndin hefur verið sýnd í velflestum grunnskólum og framhaldsskólum og er markmiðið að stuðla að umræðu og fræðslu um mörkin milli kynlífs og ofbeldis.Úr myndinni Fáðu já.„Aldrei of seint að breyta heiminum" „Það er mikill heiður að myndin skuli hafa fengið þessa viðurkenningu á alþjóðavettvangi," segir Halla Gunnarsdóttir, formaður verkefnisstjórnar um vitundarvakninguna. "Það sýnir að við erum á réttri braut hér á landi í viðleitni okkar til að sporna af öllum mætti gegn kynferðislegu ofbeldi gegn börnum, þar með talið því ofbeldi sem á sér stað unglinga í milli." Hugmyndasmiðir myndarinnar, Brynhildur Björnsdóttir, Páll Óskar og Þórdís Elva eru að vonum ánægðir með viðurkenninguna. „Við vonumst til þess að boðskapur Fáðu já breiðist út um veröldina og að önnur lönd sjái hag sinn í því að endurgera myndina, svo hún geti talað beint til fólks á hverjum stað. Það er aldrei of seint að breyta heiminum." Mest lesið Bjarni gefur ekki kost á sér og afsalar sér þingsæti Innlent Bandaríkin ein ástæða þess að Íslendingar eru eftirbátar Norðurlandanna Innlent Peningadeilur Fjólu og Eddu á dagskrá dómstóla Innlent Tugir svekktra barna þurftu að snúa við á Kjalarnesi Innlent Sætta sig ekki við neitt annað en að húsið verði rifið Innlent Sagður hafa þegið töskur fullar fjár frá Gaddafi Erlent Vildi aðstoð lögreglu við að fá vinninginn afhentan Innlent Hver tekur við af Bjarna? Þetta eru nöfnin sem oftast eru nefnd Innlent Þrír ráðuneytisstjórar fluttir til í starfi Innlent Bjarni farsæll en hefur alltaf átt sér óvildarmenn Innlent Fleiri fréttir Má heita Amína en ekki Hó Aldrei verið skráð fleiri manndrápsmál Brýnt að bregðast hratt við vanda í orkumálum Bjarni farsæll en hefur alltaf átt sér óvildarmenn Viðbrögð við ákvörðun Bjarna og þrettándabrennur Hver tekur við af Bjarna? Þetta eru nöfnin sem oftast eru nefnd Eyjólfur réði aðstoðarmenn úr kosningateymi flokksins „Hann treysti mér fyrir stórum verkefnum og tækifærum“ Neitar sök í manndrápsmálinu í Neskaupstað Ekki búinn að taka ákvörðun um formannsframboð Tár féllu þegar Bjarni sagði þingflokknum frá ákvörðun sinni Tekur sætið og útilokar ekki formannsframboð „Helsti valdamaður landsins í meira en áratug“ Peningadeilur Fjólu og Eddu á dagskrá dómstóla Dagurinn eigi að snúast um ákvörðun Bjarna Allir sem hafi íhugað formannsframboð hljóti að gera það í dag Jón Gunnarsson kemur inn við brotthvarf Bjarna Hildur áfram þingflokksformaður Bjarni gefur ekki kost á sér og afsalar sér þingsæti Fjögur mál til landskjörstjórnar vegna alþingiskosninganna Lárus bætist í hóp aðstoðarmanna ráðherra Grái herinn fær áheyrn í Strassborg Veður gæti haft áhrif á brennuhald Vigdís á allra vörum og nýtt námskeið kynnt til sögunnar Tugir svekktra barna þurftu að snúa við á Kjalarnesi Landskjörstjórn ætlar að skila í næstu viku Þrír ráðuneytisstjórar fluttir til í starfi Sætta sig ekki við neitt annað en að húsið verði rifið Ástandið að lagast í Hvítá Kviknaði í eldhúsinnréttingu Sjá meira
Stuttmyndin Fáðu já vann til verðlauna á ráðstefnu þrjátíu Evrópuríkja sem nú stendur yfir í Tallin. Ráðstefnan er liður í samstarfi um netöryggisáætlun Evrópusambandsins en Ísland er meðal þeirra ríkja sem starfa eftir þeirri áætlun. SAFT heldur utan um það starf fyrir hönd íslenskra stjórnvalda. Fáðu já hlaut fyrstu verðlaun í flokknum „Myndbönd og fræðslumyndir" og var gerður góður rómur að henni. Fulltrúi SAFT, Hrefna Sigurjónsdóttir, framkvæmdastjóri Heimilis og skóla, tók við verðlaununum fyrir Íslands hönd. „Við dreifðum myndinni til samstarfsfélaga okkar á ráðstefnunni og vakti hún verulega athygli. Nú þegar er mikill áhugi á Norðurlöndunum fyrir að nýta myndina í fræðslu um kynlíf, klám og Internetið og hafa fleiri Evrópuþjóðir einnig áhuga." Fáðu já er liður í vitundarvakningarátaki stjórnvalda sem fram fer í tengslum við samning Evrópuráðsins um varnir gegn kynferðislegri misnotkun og misneytingu á börnum. Myndin hefur verið sýnd í velflestum grunnskólum og framhaldsskólum og er markmiðið að stuðla að umræðu og fræðslu um mörkin milli kynlífs og ofbeldis.Úr myndinni Fáðu já.„Aldrei of seint að breyta heiminum" „Það er mikill heiður að myndin skuli hafa fengið þessa viðurkenningu á alþjóðavettvangi," segir Halla Gunnarsdóttir, formaður verkefnisstjórnar um vitundarvakninguna. "Það sýnir að við erum á réttri braut hér á landi í viðleitni okkar til að sporna af öllum mætti gegn kynferðislegu ofbeldi gegn börnum, þar með talið því ofbeldi sem á sér stað unglinga í milli." Hugmyndasmiðir myndarinnar, Brynhildur Björnsdóttir, Páll Óskar og Þórdís Elva eru að vonum ánægðir með viðurkenninguna. „Við vonumst til þess að boðskapur Fáðu já breiðist út um veröldina og að önnur lönd sjái hag sinn í því að endurgera myndina, svo hún geti talað beint til fólks á hverjum stað. Það er aldrei of seint að breyta heiminum."
Mest lesið Bjarni gefur ekki kost á sér og afsalar sér þingsæti Innlent Bandaríkin ein ástæða þess að Íslendingar eru eftirbátar Norðurlandanna Innlent Peningadeilur Fjólu og Eddu á dagskrá dómstóla Innlent Tugir svekktra barna þurftu að snúa við á Kjalarnesi Innlent Sætta sig ekki við neitt annað en að húsið verði rifið Innlent Sagður hafa þegið töskur fullar fjár frá Gaddafi Erlent Vildi aðstoð lögreglu við að fá vinninginn afhentan Innlent Hver tekur við af Bjarna? Þetta eru nöfnin sem oftast eru nefnd Innlent Þrír ráðuneytisstjórar fluttir til í starfi Innlent Bjarni farsæll en hefur alltaf átt sér óvildarmenn Innlent Fleiri fréttir Má heita Amína en ekki Hó Aldrei verið skráð fleiri manndrápsmál Brýnt að bregðast hratt við vanda í orkumálum Bjarni farsæll en hefur alltaf átt sér óvildarmenn Viðbrögð við ákvörðun Bjarna og þrettándabrennur Hver tekur við af Bjarna? Þetta eru nöfnin sem oftast eru nefnd Eyjólfur réði aðstoðarmenn úr kosningateymi flokksins „Hann treysti mér fyrir stórum verkefnum og tækifærum“ Neitar sök í manndrápsmálinu í Neskaupstað Ekki búinn að taka ákvörðun um formannsframboð Tár féllu þegar Bjarni sagði þingflokknum frá ákvörðun sinni Tekur sætið og útilokar ekki formannsframboð „Helsti valdamaður landsins í meira en áratug“ Peningadeilur Fjólu og Eddu á dagskrá dómstóla Dagurinn eigi að snúast um ákvörðun Bjarna Allir sem hafi íhugað formannsframboð hljóti að gera það í dag Jón Gunnarsson kemur inn við brotthvarf Bjarna Hildur áfram þingflokksformaður Bjarni gefur ekki kost á sér og afsalar sér þingsæti Fjögur mál til landskjörstjórnar vegna alþingiskosninganna Lárus bætist í hóp aðstoðarmanna ráðherra Grái herinn fær áheyrn í Strassborg Veður gæti haft áhrif á brennuhald Vigdís á allra vörum og nýtt námskeið kynnt til sögunnar Tugir svekktra barna þurftu að snúa við á Kjalarnesi Landskjörstjórn ætlar að skila í næstu viku Þrír ráðuneytisstjórar fluttir til í starfi Sætta sig ekki við neitt annað en að húsið verði rifið Ástandið að lagast í Hvítá Kviknaði í eldhúsinnréttingu Sjá meira