Billy Graham eyðir stórfé í Hátíð vonar Freyr Bjarnason skrifar 27. september 2013 07:00 Ragnar Gunnarsson er framkvæmdastjóri Hátíðar vonar. Fréttablaðið/Vilhelm „Það liggur í augum uppi að það er ekki ókeypis að leigja Höllina, birta allar þessar auglýsingar og hafa allan þennan tækjabúnað sem til þarf. Markmiðið er að gera þetta vel, þannig að öllum líði vel,“ segir Ragnar Gunnarsson, framkvæmdastjóri Hátíðar vonar. Aðalpredikari trúarhátíðarinnar verður Franklin Graham, sem er þekktur fyrir andstöðu sína gegn sýnileika samkynhneigðra í fjölmiðlum, hjónaböndum samkynhneiðra og islamstrú. Mikil auglýsingaherferð hefur staðið yfir í fjölmiðlum og á strætisvagnaskýlum til að kynna hátíðina, sem verður haldin í Laugardalshöll á morgun og sunnudag. Aðspurður hver borgar brúsann segir Ragnar að peningarnir komi úr ýmsum áttum. „Hluti af þessu er greiddur af kirkjum og einstaklingum hér innanlands og hluti af samtökum Billys Graham [hins heimsfræga sjónvarpspredikara og föður Franklins Graham]. Ég veit ekki endanlega fjárhagáætlun. Fjármálin verða lögð á borðið þegar þetta er allt búið og uppgert,“ segir hann en reiknar með að kristniboðssamtök Billy Graham greiði meira en helming kostnaðarins. Telja má líklegt að heildarkostnaður nemi tugum milljóna króna. Auk leigu Laugardalshallar, tækjabúnaðar og greiðslu fyrir auglýsingar kemur hingað tólf manna hljómsveit frá Bandaríkjunum með Franklin Graham. Ókeypis er inn á hátíðina og verða þrjú þúsund sæti í boði í Höllinni. „Þetta er kristinleg samkoma og þær eru yfirleitt ókeypis. Við viljum ekki að fjármagn standi í vegi fyrir neinum að koma og njóta þess sem er í boði,“ segir Ragnar.Samtökin '78 halda einnig hátíð Samtökin ´78 ætla að halda eigin mannréttindahátíð í Þróttarheimilinu, rétt hjá Laugardalshöll, milli klukkan 17 og 18 á laugardaginn. Hátíðin heitir Glæstar vonir. Séra Sigríður Guðmarsdóttir, prestur í Guðríðarkirkju, og Sigurður Hólm Gunnarsson frá Siðmennt stíga í pontu, auk þess sem tónlistaratriði verða í boði. „Hátíðin er haldin til að leggja áherslu á að mannréttindi, jafnfrétti og mannleg reisn hverrar manneskju sé ofan á í okkar samfélagi. Við gerum þetta á okkar eigin forsendum en tímasetningin er engin tilviljun,“ segir Anna Pála Sverrisdóttir, formaður samtakanna. „Ég hvet fólk eindregið til að mæta og sýna að í okkar samfélagi sé jafnrétti og sömu mannréttindi fyrir allt fólk efst á dagskrá.“ Friðsamleg mótmæli hafa einnig verið skipulögð fyrir utan Laugardalshöll vegna þátttöku Franklins Graham í Hátíð vonar. Samtökin ´78 standa ekki fyrir þeim. Mest lesið Vaktin: Svartsengislína dottin út og rafmagnslaust í Grindavík Innlent Kort af staðsetningu gossprungunnar Innlent Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Erlent Barnabarnið hélt að gosið væri grín þegar afi reyndi að koma honum á lappir Innlent Hraun rann yfir Grindavíkurveg Innlent Hafnar því að honum hafi verið vísað út Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Hraun náð Njarðvíkuræð Innlent Stukku út í glugga og biðu eftir eldgosinu Innlent Áttu ekki von á eldgosi í nóvember Innlent Fleiri fréttir Hraun náð Njarðvíkuræð Verði að koma í ljós hvort fergjun Njarðvíkuræðar heldur Hraun rann yfir Grindavíkurveg Miðlarnir úti í heimi ekki eins áhugasamir og fyrir ári Barnabarnið hélt að gosið væri grín þegar afi reyndi að koma honum á lappir Kort af staðsetningu gossprungunnar Áttu ekki von á eldgosi í nóvember Rýming í Bláa lóninu og Grindavík gengur vel Stukku út í glugga og biðu eftir eldgosinu Vaktin: Svartsengislína dottin út og rafmagnslaust í Grindavík Tæp tíu þúsund hafa kosið utan kjörfundar Vilja samræmdar reglur um símafrí í skólum Um 150 manns munu fá vinnu við smíði nýrrar Ölfusárbrúar Fyrrverandi forseti furðar sig á taktík kennara Hafnar því að honum hafi verið vísað út Bankinn steli til baka hluta af ávinningi af vaxtalækkuninni Ríkið þarf ekki að greiða borginni milljarðana Funda þriðja daginn í röð á morgun Fyrsta flug þotu sem markar þáttaskil í sögu Icelandair Stefna á að verk hefjist við Fossvogsbrú snemma á næsta ári Sigmundi vísað úr VMA eftir að hann krotaði á varning annarra flokka Ný gögn í Geirfinnsmáli eigi að fara til lögreglu á Suðurnesjum Varar við launahækkunum umfram núverandi kjarasamninga Vaxtalækkun, símabann og mandarínuskortur Kallaði kynferðisbrot gegn stjúpdóttur djók og leik Ein sleppur en mæðgurnar skulda tugi milljóna Fyrsta skóflustungan að nýrri Ölfusárbrú „Ég ætla ekki að vera föst á þessum Klausturbar“ Bíll fór á hliðina á Suðurlandsvegi Bann við dvöl í bústað og aðgerðir sem bitnuðu á börnum ósanngjarnastar Sjá meira
„Það liggur í augum uppi að það er ekki ókeypis að leigja Höllina, birta allar þessar auglýsingar og hafa allan þennan tækjabúnað sem til þarf. Markmiðið er að gera þetta vel, þannig að öllum líði vel,“ segir Ragnar Gunnarsson, framkvæmdastjóri Hátíðar vonar. Aðalpredikari trúarhátíðarinnar verður Franklin Graham, sem er þekktur fyrir andstöðu sína gegn sýnileika samkynhneigðra í fjölmiðlum, hjónaböndum samkynhneiðra og islamstrú. Mikil auglýsingaherferð hefur staðið yfir í fjölmiðlum og á strætisvagnaskýlum til að kynna hátíðina, sem verður haldin í Laugardalshöll á morgun og sunnudag. Aðspurður hver borgar brúsann segir Ragnar að peningarnir komi úr ýmsum áttum. „Hluti af þessu er greiddur af kirkjum og einstaklingum hér innanlands og hluti af samtökum Billys Graham [hins heimsfræga sjónvarpspredikara og föður Franklins Graham]. Ég veit ekki endanlega fjárhagáætlun. Fjármálin verða lögð á borðið þegar þetta er allt búið og uppgert,“ segir hann en reiknar með að kristniboðssamtök Billy Graham greiði meira en helming kostnaðarins. Telja má líklegt að heildarkostnaður nemi tugum milljóna króna. Auk leigu Laugardalshallar, tækjabúnaðar og greiðslu fyrir auglýsingar kemur hingað tólf manna hljómsveit frá Bandaríkjunum með Franklin Graham. Ókeypis er inn á hátíðina og verða þrjú þúsund sæti í boði í Höllinni. „Þetta er kristinleg samkoma og þær eru yfirleitt ókeypis. Við viljum ekki að fjármagn standi í vegi fyrir neinum að koma og njóta þess sem er í boði,“ segir Ragnar.Samtökin '78 halda einnig hátíð Samtökin ´78 ætla að halda eigin mannréttindahátíð í Þróttarheimilinu, rétt hjá Laugardalshöll, milli klukkan 17 og 18 á laugardaginn. Hátíðin heitir Glæstar vonir. Séra Sigríður Guðmarsdóttir, prestur í Guðríðarkirkju, og Sigurður Hólm Gunnarsson frá Siðmennt stíga í pontu, auk þess sem tónlistaratriði verða í boði. „Hátíðin er haldin til að leggja áherslu á að mannréttindi, jafnfrétti og mannleg reisn hverrar manneskju sé ofan á í okkar samfélagi. Við gerum þetta á okkar eigin forsendum en tímasetningin er engin tilviljun,“ segir Anna Pála Sverrisdóttir, formaður samtakanna. „Ég hvet fólk eindregið til að mæta og sýna að í okkar samfélagi sé jafnrétti og sömu mannréttindi fyrir allt fólk efst á dagskrá.“ Friðsamleg mótmæli hafa einnig verið skipulögð fyrir utan Laugardalshöll vegna þátttöku Franklins Graham í Hátíð vonar. Samtökin ´78 standa ekki fyrir þeim.
Mest lesið Vaktin: Svartsengislína dottin út og rafmagnslaust í Grindavík Innlent Kort af staðsetningu gossprungunnar Innlent Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Erlent Barnabarnið hélt að gosið væri grín þegar afi reyndi að koma honum á lappir Innlent Hraun rann yfir Grindavíkurveg Innlent Hafnar því að honum hafi verið vísað út Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Hraun náð Njarðvíkuræð Innlent Stukku út í glugga og biðu eftir eldgosinu Innlent Áttu ekki von á eldgosi í nóvember Innlent Fleiri fréttir Hraun náð Njarðvíkuræð Verði að koma í ljós hvort fergjun Njarðvíkuræðar heldur Hraun rann yfir Grindavíkurveg Miðlarnir úti í heimi ekki eins áhugasamir og fyrir ári Barnabarnið hélt að gosið væri grín þegar afi reyndi að koma honum á lappir Kort af staðsetningu gossprungunnar Áttu ekki von á eldgosi í nóvember Rýming í Bláa lóninu og Grindavík gengur vel Stukku út í glugga og biðu eftir eldgosinu Vaktin: Svartsengislína dottin út og rafmagnslaust í Grindavík Tæp tíu þúsund hafa kosið utan kjörfundar Vilja samræmdar reglur um símafrí í skólum Um 150 manns munu fá vinnu við smíði nýrrar Ölfusárbrúar Fyrrverandi forseti furðar sig á taktík kennara Hafnar því að honum hafi verið vísað út Bankinn steli til baka hluta af ávinningi af vaxtalækkuninni Ríkið þarf ekki að greiða borginni milljarðana Funda þriðja daginn í röð á morgun Fyrsta flug þotu sem markar þáttaskil í sögu Icelandair Stefna á að verk hefjist við Fossvogsbrú snemma á næsta ári Sigmundi vísað úr VMA eftir að hann krotaði á varning annarra flokka Ný gögn í Geirfinnsmáli eigi að fara til lögreglu á Suðurnesjum Varar við launahækkunum umfram núverandi kjarasamninga Vaxtalækkun, símabann og mandarínuskortur Kallaði kynferðisbrot gegn stjúpdóttur djók og leik Ein sleppur en mæðgurnar skulda tugi milljóna Fyrsta skóflustungan að nýrri Ölfusárbrú „Ég ætla ekki að vera föst á þessum Klausturbar“ Bíll fór á hliðina á Suðurlandsvegi Bann við dvöl í bústað og aðgerðir sem bitnuðu á börnum ósanngjarnastar Sjá meira