Hamilton fremstur á heimavelli 29. júní 2013 13:19 Hamilton setti Mercedes-bílinn á ráspól í sólinni í dag. Bretinn Lewis Hamilton verður á ráspól á Silverstone-brautinni á morgun þegar Formúlu 1-kappaksturinn fer þar fram. Hamilton var mun fljótari en liðsfélagi sinn hjá Mercedes, Nico Rosberg, en sá ók heilum 0,4 sekúndum hægar um brautina en Hamilton. Sebastian Vettel leiðir heimsmeistaramótið en hann náði aðeins þriðja besta tíma í Red Bull-bíl sínum. Tímatakan gaf góð merki um að Mercedes gæti átt séns á sigri í breska kappakstrinum á kosnað Red Bull en Pirelli-dekkjaframleiðandinn hefur valið harðari dekkjagerðir en búist var við. Það gæti hjálpað Hamilton og Rosberg. "Það verður tvímælalaust erfitt fyrir okkur að halda Sebastian fyrir aftan okkur," sagði Hamilton. "En við gerum auðvitað okkar besta." Mark Webber, ökuþór Red Bull sem sagði upp á miðvikudaginn, ræsir fjórði á eftir liðsfélaga sínum. Skotinn Paul di Resta sló liðsfélaga sínum við hjá Force India og ræsir fimmti. Adrian Sutil verður sjöundi. Óvænta stjarna dagsins var Daniel Ricciardo hjá Toro Rosso. Hann og liðsfélaginn Jean-Eric Vergne hafa verið í fluggír alla helgina enda verða þeir að sanna sig gagnvart Red Bull-liðinu vilji þeir fá sæti Webbers á næsta ári. Ricciardo ræsir sjötti í kappakstrinum á morgun. Toro Rosso hefur aldrei staðið sig vel á Silverstone áður. Ferrari, Lotus og McLaren voru í vandræðum í tímatökunum og náðu ekki að halda í við Mercedes og Red Bull. Alonso ræsir aðeins tíundi á eftir Kimi Raikkönen í Lotus. Jenson Button þurfti að sætta sig við að komast ekki upp úr annari lotu tímatökunnar og ræsir ellefti á undan Felipe Massa í Ferrari-bílnum. Sergio Perez verður fjórtándi. Williams-liðið tekur þátt í 600. kappakstri sínum um helgina en þrátt fyrir þá ótrúlegu reynslu eru þeir aðeins í sextánda og sautjánda sæti. Formúla Mest lesið „Held að hann sé hundfúll að vera ekki í liðinu“ Handbolti Segja Ronaldo hafa misst af leik til að sleppa við svipuhögg Fótbolti „Þér að kenna ef við vinnum ekki deildina“ Enski boltinn Þriðja meðgangan á fimm árum: Skórnir komnir á hilluna fyrir fullt og allt Handbolti Segir það þjakandi og einmanalegt að vera hjá Man United Enski boltinn Gæti fengið bann sem gildir um allan heim Fótbolti Hafnarfjörður keypti Skessuna fyrir 1.190 milljónir Fótbolti Ofurtölvan setur Liverpool á toppinn og Arsenal ofar Real Madrid Fótbolti „Eins manns dauði er annars brauð“ Handbolti Barn beit dómarann á mjög viðkvæman stað og leik var aflýst Fótbolti Fleiri fréttir Lofaði Hamilton að ræða ekki við Verstappen Lewis Hamilton: Ég verð aldrei gamall maður Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúlu 1 ungstirnið viðurkennir að hafa fallið á ökuprófinu Eiginkona Michael Schumacher í áfalli Dómur fallinn: „Þetta var viðbjóðslegt af mér og ég tek fulla ábyrgð“ Sjá meira
Bretinn Lewis Hamilton verður á ráspól á Silverstone-brautinni á morgun þegar Formúlu 1-kappaksturinn fer þar fram. Hamilton var mun fljótari en liðsfélagi sinn hjá Mercedes, Nico Rosberg, en sá ók heilum 0,4 sekúndum hægar um brautina en Hamilton. Sebastian Vettel leiðir heimsmeistaramótið en hann náði aðeins þriðja besta tíma í Red Bull-bíl sínum. Tímatakan gaf góð merki um að Mercedes gæti átt séns á sigri í breska kappakstrinum á kosnað Red Bull en Pirelli-dekkjaframleiðandinn hefur valið harðari dekkjagerðir en búist var við. Það gæti hjálpað Hamilton og Rosberg. "Það verður tvímælalaust erfitt fyrir okkur að halda Sebastian fyrir aftan okkur," sagði Hamilton. "En við gerum auðvitað okkar besta." Mark Webber, ökuþór Red Bull sem sagði upp á miðvikudaginn, ræsir fjórði á eftir liðsfélaga sínum. Skotinn Paul di Resta sló liðsfélaga sínum við hjá Force India og ræsir fimmti. Adrian Sutil verður sjöundi. Óvænta stjarna dagsins var Daniel Ricciardo hjá Toro Rosso. Hann og liðsfélaginn Jean-Eric Vergne hafa verið í fluggír alla helgina enda verða þeir að sanna sig gagnvart Red Bull-liðinu vilji þeir fá sæti Webbers á næsta ári. Ricciardo ræsir sjötti í kappakstrinum á morgun. Toro Rosso hefur aldrei staðið sig vel á Silverstone áður. Ferrari, Lotus og McLaren voru í vandræðum í tímatökunum og náðu ekki að halda í við Mercedes og Red Bull. Alonso ræsir aðeins tíundi á eftir Kimi Raikkönen í Lotus. Jenson Button þurfti að sætta sig við að komast ekki upp úr annari lotu tímatökunnar og ræsir ellefti á undan Felipe Massa í Ferrari-bílnum. Sergio Perez verður fjórtándi. Williams-liðið tekur þátt í 600. kappakstri sínum um helgina en þrátt fyrir þá ótrúlegu reynslu eru þeir aðeins í sextánda og sautjánda sæti.
Formúla Mest lesið „Held að hann sé hundfúll að vera ekki í liðinu“ Handbolti Segja Ronaldo hafa misst af leik til að sleppa við svipuhögg Fótbolti „Þér að kenna ef við vinnum ekki deildina“ Enski boltinn Þriðja meðgangan á fimm árum: Skórnir komnir á hilluna fyrir fullt og allt Handbolti Segir það þjakandi og einmanalegt að vera hjá Man United Enski boltinn Gæti fengið bann sem gildir um allan heim Fótbolti Hafnarfjörður keypti Skessuna fyrir 1.190 milljónir Fótbolti Ofurtölvan setur Liverpool á toppinn og Arsenal ofar Real Madrid Fótbolti „Eins manns dauði er annars brauð“ Handbolti Barn beit dómarann á mjög viðkvæman stað og leik var aflýst Fótbolti Fleiri fréttir Lofaði Hamilton að ræða ekki við Verstappen Lewis Hamilton: Ég verð aldrei gamall maður Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúlu 1 ungstirnið viðurkennir að hafa fallið á ökuprófinu Eiginkona Michael Schumacher í áfalli Dómur fallinn: „Þetta var viðbjóðslegt af mér og ég tek fulla ábyrgð“ Sjá meira