Faktorý lokar Þórhildur Þorkelsdóttir skrifar 20. júní 2013 13:38 Haraldur Leví segir lokun Faktorý vera mikinn missi fyrir íslenskt tónlistarlíf. „Þetta er bara alveg glatað. Ég tala bæði sem tónlistarútgefandi og tónleikahaldari og þetta er mikill missir fyrir íslenskt tónlistarlíf. Við erum mjög leiðir yfir þessu, ekki síst vegna þess að staðurinn hefur alltaf staðið vel undir sér og verið rekinn af miklum metnaði,” segir Haraldur Leví Gunnarsson, viðburðastjóri og tónleikabókari á Faktorý, en staðurinn mun loka 11. ágúst næstkomandi. Faktorý hefur verið starfræktur síðan um mitt sumar 2010, en lengi hefur legið í loftinu að hann þurfi að víkja fyrir hótelbyggingu í nýju deiliskipulagi. Nú er svo komið að staðurinn neyðist til að loka. Haraldur segir þetta vera mikinn missi fyrir íslenskt tónlistarlíf. „Það má vel líkja þessu saman við brotthvarf Nasa. Það eru margir sem hafa byrjað sinn feril á þessum stöðum, til dæmis Retro Stefson og Of Monsters and Men. Það er engin tilviljum að Of Monsters héldu tónleikaröð hér í janúar til að þakka fyrir sig. Þetta eru þeirra rætur og maður spyr sig hvar þessar hljómsveitir væru í dag ef ekki væri fyrir Faktorý og Nasa,” segir Haraldur. Haraldur segir ekki standa til að mótmæla niðurrifinu. „Það þýðir ekkert. Það er búið að vera niðurrifsleyfi á þessu húsi í nokkur ár og þeir byrja bara strax eftir að við lokum.” Haraldur og félagar ætla sér þó að kveðja staðinn með stæl og fjölbreytt dagskrá verður þar alla daga fram að lokun. Nánari upplýsingar er að finna á Faktory.is. Mest lesið Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Ógnaði fólki með barefli í bænum Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Fleiri fréttir Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Sjá meira
„Þetta er bara alveg glatað. Ég tala bæði sem tónlistarútgefandi og tónleikahaldari og þetta er mikill missir fyrir íslenskt tónlistarlíf. Við erum mjög leiðir yfir þessu, ekki síst vegna þess að staðurinn hefur alltaf staðið vel undir sér og verið rekinn af miklum metnaði,” segir Haraldur Leví Gunnarsson, viðburðastjóri og tónleikabókari á Faktorý, en staðurinn mun loka 11. ágúst næstkomandi. Faktorý hefur verið starfræktur síðan um mitt sumar 2010, en lengi hefur legið í loftinu að hann þurfi að víkja fyrir hótelbyggingu í nýju deiliskipulagi. Nú er svo komið að staðurinn neyðist til að loka. Haraldur segir þetta vera mikinn missi fyrir íslenskt tónlistarlíf. „Það má vel líkja þessu saman við brotthvarf Nasa. Það eru margir sem hafa byrjað sinn feril á þessum stöðum, til dæmis Retro Stefson og Of Monsters and Men. Það er engin tilviljum að Of Monsters héldu tónleikaröð hér í janúar til að þakka fyrir sig. Þetta eru þeirra rætur og maður spyr sig hvar þessar hljómsveitir væru í dag ef ekki væri fyrir Faktorý og Nasa,” segir Haraldur. Haraldur segir ekki standa til að mótmæla niðurrifinu. „Það þýðir ekkert. Það er búið að vera niðurrifsleyfi á þessu húsi í nokkur ár og þeir byrja bara strax eftir að við lokum.” Haraldur og félagar ætla sér þó að kveðja staðinn með stæl og fjölbreytt dagskrá verður þar alla daga fram að lokun. Nánari upplýsingar er að finna á Faktory.is.
Mest lesið Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Ógnaði fólki með barefli í bænum Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Fleiri fréttir Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Sjá meira