"Tilfinning ungs fólks fyrir peningum er horfin“ Jóhannes Stefánsson skrifar 20. júní 2013 15:19 Harpa telur að með tilkomu korta geti tilfinningin fyrir peningum minnkað. Fjármálalæsi fólks á Íslandi hefur hrakað samkvæmt rannsókn sem framkvæmd var af Stofnun um fjármálalæsi og sálfræðisviði viðskiptadeildar Háskólans í Reykjavík. Þetta gildir sérstaklega um ungt fólk. Harpa Friðriksdóttir, B.Ed. í kennarafræðum, telur í ljósi þessa að réttast væri að fjármál yrðu kennd strax við sex ára aldur. Hún skrifaði B.Ed. verkefni við Háskólann á Akureyri fyrir skemmstu þar sem hún reifaði helstu sjónarmið að baki þessari skoðun. „Fjármálalæsi fer hrakandi miðað við að það ætti í raun að fara batnandi," segir Harpa. „Ég ákvað að skrifa um þetta út af því að fólk virðist ekki vita meira um fjármál eftir fjármálakreppu. Þeir sem eru í aldurshópnum 20 - 30 ára virðast ekki hafa næga þekkingu á fjármálum almennt. Okkur hefur farið aftur í að halda heimilisbókhald, það gerir það enginn lengur. Það er held ég út af því að nánast allir eru komnir með kort og þannig virðist tilfinningin fyrir því að fólk sé að fara með peninga horfin."Fjármálalæsi ekki síður mikilvægt en önnur þekking Þá segir Harpa: „Fjármálalæsi er ein forsenda þess að fólk geri sér grein fyrir því hvernig samfélagið virkar. Það gera sér ekkert allir grein fyrir því hvers vegna þeir borga skatta og það virðast fáir vita hvað verðbólga í raun er, þó að fólk hafi heyrt orðið verðbólga margoft." Harpa vil að börnum verði kennt að fara með peninga strax í grunnskóla. „Fjármál eiga að vera kennd frá sex ára aldri. Það á til dæmis kenna að börnunum hvað gerist ef þú færð 200 krónur núna og leggur helminginn fyrir. Börnin ættu að fá að sjá peninginn vaxa út af vöxtunum." Harpa segir vitund ungs fólks á peningum ekki upp á marga fiska. „Börn þurfa að átta sig á því snemma að kortið hjá mömmu og pabba er meira en bara eitthvað plastkort, það er meira sem býr að baki." Hún segir sumar af stærstu ákvörðunum í lífi hvers manns teknar í tengslum við fjármál. Því skjóti það skökku við að í skólum landsins séu fjármálum nær enginn gaumur gefinn. "Af hverju er ég að borga skatta? Margir hafa ekki hugmynd um það og vita ekki í hvað peningunum er eytt og með hvaða hætti hann kemur til baka. Hugarfarið er þannig að „þetta reddast allt". Þá eru mjög fáir sem safna sérstaklega fyrir íbúð."Stendur til bóta með vitundarvakningu Harpa bendir á að síðustu ár sé að eiga sér stað vitundarvakning í málaflokknum. Til að mynda hefur verið komið á laggirnar stýrihóp til að meta hvernig kennslu í fjármálum verður best komið fyrir í skólum landsins. Í ritgerð Hörpu segir svo: „Það er því allra hagur að skólayfirvöld, ríkisstofnanir og aðrir hagsmunaaðilar taki höndum saman og vinni á sem áhrifaríkastan hátt að menntun þegna sinna." Mest lesið Enn skjálftahrina við Trölladyngju Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Innlent Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Innlent Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Innlent Lést í umferðarslysi við Álfabakka Innlent Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Innlent Fleiri fréttir Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Sjá meira
Fjármálalæsi fólks á Íslandi hefur hrakað samkvæmt rannsókn sem framkvæmd var af Stofnun um fjármálalæsi og sálfræðisviði viðskiptadeildar Háskólans í Reykjavík. Þetta gildir sérstaklega um ungt fólk. Harpa Friðriksdóttir, B.Ed. í kennarafræðum, telur í ljósi þessa að réttast væri að fjármál yrðu kennd strax við sex ára aldur. Hún skrifaði B.Ed. verkefni við Háskólann á Akureyri fyrir skemmstu þar sem hún reifaði helstu sjónarmið að baki þessari skoðun. „Fjármálalæsi fer hrakandi miðað við að það ætti í raun að fara batnandi," segir Harpa. „Ég ákvað að skrifa um þetta út af því að fólk virðist ekki vita meira um fjármál eftir fjármálakreppu. Þeir sem eru í aldurshópnum 20 - 30 ára virðast ekki hafa næga þekkingu á fjármálum almennt. Okkur hefur farið aftur í að halda heimilisbókhald, það gerir það enginn lengur. Það er held ég út af því að nánast allir eru komnir með kort og þannig virðist tilfinningin fyrir því að fólk sé að fara með peninga horfin."Fjármálalæsi ekki síður mikilvægt en önnur þekking Þá segir Harpa: „Fjármálalæsi er ein forsenda þess að fólk geri sér grein fyrir því hvernig samfélagið virkar. Það gera sér ekkert allir grein fyrir því hvers vegna þeir borga skatta og það virðast fáir vita hvað verðbólga í raun er, þó að fólk hafi heyrt orðið verðbólga margoft." Harpa vil að börnum verði kennt að fara með peninga strax í grunnskóla. „Fjármál eiga að vera kennd frá sex ára aldri. Það á til dæmis kenna að börnunum hvað gerist ef þú færð 200 krónur núna og leggur helminginn fyrir. Börnin ættu að fá að sjá peninginn vaxa út af vöxtunum." Harpa segir vitund ungs fólks á peningum ekki upp á marga fiska. „Börn þurfa að átta sig á því snemma að kortið hjá mömmu og pabba er meira en bara eitthvað plastkort, það er meira sem býr að baki." Hún segir sumar af stærstu ákvörðunum í lífi hvers manns teknar í tengslum við fjármál. Því skjóti það skökku við að í skólum landsins séu fjármálum nær enginn gaumur gefinn. "Af hverju er ég að borga skatta? Margir hafa ekki hugmynd um það og vita ekki í hvað peningunum er eytt og með hvaða hætti hann kemur til baka. Hugarfarið er þannig að „þetta reddast allt". Þá eru mjög fáir sem safna sérstaklega fyrir íbúð."Stendur til bóta með vitundarvakningu Harpa bendir á að síðustu ár sé að eiga sér stað vitundarvakning í málaflokknum. Til að mynda hefur verið komið á laggirnar stýrihóp til að meta hvernig kennslu í fjármálum verður best komið fyrir í skólum landsins. Í ritgerð Hörpu segir svo: „Það er því allra hagur að skólayfirvöld, ríkisstofnanir og aðrir hagsmunaaðilar taki höndum saman og vinni á sem áhrifaríkastan hátt að menntun þegna sinna."
Mest lesið Enn skjálftahrina við Trölladyngju Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Innlent Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Innlent Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Innlent Lést í umferðarslysi við Álfabakka Innlent Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Innlent Fleiri fréttir Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Sjá meira