Sport

Cowboys kallar á 41 árs kennara

Jon Kitna í leik með Dallas Cowboys árið 2011
Jon Kitna í leik með Dallas Cowboys árið 2011 Mynd/Gettyimages
Eftir meiðsli Tony Romo voru Dallas Cowboys aðeins með einn leikstjórnanda til taks. Stjórnendur liðsins voru fljótir að bregðast við og eftir samningaviðræður tók hinn 41 árs gamli Jon Kitna fram skónna úr hillunni.

Kitna var varamaður Tony Romo í Dallas í tvö ár áður en hann hætti árið 2011. Hann byrjaði í níu leikjum á tveimur árum með Cowboys þar sem hann skilaði sextán snertimörkum og fjórum sigurleikjum.

Kitna hefur sinnt starfi stærðfræðikennara undanfarin ár ásamt því að þjálfa ruðningslið í Lincoln High School. Hann fær stutt frí frá störfum sínum í skólanum til að vera á bekknum hjá Cowboys í lokaleik tímabilsins gegn Philadelphia Eagles.

Það gæti þó gerst að Kitna verði þriðji valkostur Dallas, orðrómur hefur verið að Tony Romo ætli sér að spila í gegnum meiðslin í lokaleik tímabilsins. Romo meiddist í sigri Cowboys gegn Washington Redskins um síðustu helgi.

NFL



Fleiri fréttir

Sjá meira


×