Þrekvirki fyrir austan: "Það eru engin jól hjá okkur" Hrund Þórsdóttir skrifar 25. desember 2013 19:15 Björgunarsveitin Gerpir á Neskaupsstað var kölluð út um klukkan átta í gærkvöldi til að koma lækni yfir Oddskarð til móts við sjúkrabíl sem var á leið frá Djúpavogi með konu í sjúkraflug frá Egilsstöðum. Veður og færð voru afleit og á Fagradal þurfti að ganga á undan snjóbíl og þurrka af stikum til að finna veginn. „Svo fóru tækin sem voru á leið upp Fagradal að bila eitt af öðru. Snjóbíllinn bilaði og þurfti að snúa við og björgunarsveitabíllinn frá Reyðarfirði líka. Svo brotnuðu rúða og þurrkur í snjómoksturstækinu. Við vorum því staddir þarna með einn björgunarsveitabíl og sjúkrabílinn í eftirdragi,“ segir Pálmi Benediktsson, formaður björgunarsveitarinnar Gerpis á Neskaupsstað. Halda þurfti konunni stöðugri en erfitt var að koma lyfjum og öðru sem til þurfti á staðinn. „Þessir menn sýndu ótrúlega þrautseigju, með því að snúa ekki við á leiðinni.“ Björgunarsveitarmenn unnu þrekvirki og komu síðustu menn ekki í hús fyrr en klukkan sex í morgun. Þyrla Landhelgisgæslunnar gat ekki flogið vegna veðurs en sjúkraflugvél fór með konuna til Reykjavíkur. Henni er haldið sofandi í öndunarvél. Hvernig er að verja jólum í útkalli? „Það er öðruvísi hátíðarstemmning. Það eru engin jól hjá okkur en þetta er erfiðast fyrir þá sem heima sitja,“ segir Pálmi. Hann hefur áður þurft að sinna erfiðum útköllum um jólahátíðina. „Jólafötin eru farin að breytast í ullarnærföt og björgunarsveitagalla svona undanfarin ár. Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Innlent Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Sendi Dönum tóninn Erlent Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það Innlent Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Erlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Erlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Fleiri fréttir Eldrauðar kauphallir og færri hraðahindranir í borginni Björg Ásta nýr framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins Ákærður fyrir að aka stolnum bíl út af skakkur og dauðadrukkinn „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Landris hafið á ný Arndís Bára lögreglustjóri næsta árið Fyrstu samtöl við Rubio lofi góðu Innan við helmingur barna segir frá kynferðisofbeldinu Gefa út ferðaleiðbeiningar fyrir hinsegin fólk Hafi fullan stuðning til að auka útgjöld til varnarmála Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Langflestir telja afsögn Ásthildar rétta ákvörðun Ný könnun um viðhorf til veiðigjalda Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Sjá meira
Björgunarsveitin Gerpir á Neskaupsstað var kölluð út um klukkan átta í gærkvöldi til að koma lækni yfir Oddskarð til móts við sjúkrabíl sem var á leið frá Djúpavogi með konu í sjúkraflug frá Egilsstöðum. Veður og færð voru afleit og á Fagradal þurfti að ganga á undan snjóbíl og þurrka af stikum til að finna veginn. „Svo fóru tækin sem voru á leið upp Fagradal að bila eitt af öðru. Snjóbíllinn bilaði og þurfti að snúa við og björgunarsveitabíllinn frá Reyðarfirði líka. Svo brotnuðu rúða og þurrkur í snjómoksturstækinu. Við vorum því staddir þarna með einn björgunarsveitabíl og sjúkrabílinn í eftirdragi,“ segir Pálmi Benediktsson, formaður björgunarsveitarinnar Gerpis á Neskaupsstað. Halda þurfti konunni stöðugri en erfitt var að koma lyfjum og öðru sem til þurfti á staðinn. „Þessir menn sýndu ótrúlega þrautseigju, með því að snúa ekki við á leiðinni.“ Björgunarsveitarmenn unnu þrekvirki og komu síðustu menn ekki í hús fyrr en klukkan sex í morgun. Þyrla Landhelgisgæslunnar gat ekki flogið vegna veðurs en sjúkraflugvél fór með konuna til Reykjavíkur. Henni er haldið sofandi í öndunarvél. Hvernig er að verja jólum í útkalli? „Það er öðruvísi hátíðarstemmning. Það eru engin jól hjá okkur en þetta er erfiðast fyrir þá sem heima sitja,“ segir Pálmi. Hann hefur áður þurft að sinna erfiðum útköllum um jólahátíðina. „Jólafötin eru farin að breytast í ullarnærföt og björgunarsveitagalla svona undanfarin ár.
Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Innlent Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Sendi Dönum tóninn Erlent Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það Innlent Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Erlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Erlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Fleiri fréttir Eldrauðar kauphallir og færri hraðahindranir í borginni Björg Ásta nýr framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins Ákærður fyrir að aka stolnum bíl út af skakkur og dauðadrukkinn „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Landris hafið á ný Arndís Bára lögreglustjóri næsta árið Fyrstu samtöl við Rubio lofi góðu Innan við helmingur barna segir frá kynferðisofbeldinu Gefa út ferðaleiðbeiningar fyrir hinsegin fólk Hafi fullan stuðning til að auka útgjöld til varnarmála Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Langflestir telja afsögn Ásthildar rétta ákvörðun Ný könnun um viðhorf til veiðigjalda Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Sjá meira