Þar sem listin og hönnun mætast Marín Manda skrifar 11. október 2013 13:00 Una Stígsdóttir Una Stígsdóttir hannar og vinnur falleg hálsmen úr gleri, tré og leir. Það er alls konar fagurfræði sem fylgir manni frá listinni. Eitthvað sem er bara rótgróið í mér. Ég kem því fram við þetta eins og málverk, sérstaklega hvernig ég blanda saman litunum,“ segir Una Stígsdóttir sem gerir fallegar, litríkar hálsfestar og selur í versluninni Kraumi á Laugaveginum.Hálsfestarnar eru mjög litríkar.Una kemur úr listamannafjölskyldu og byrjaði að læra klæðskerann í Iðnskólanum aðeins 16 ára gömul. Það var því eðlileg þróun að sækja meira nám innan listarinnar en hún útskrifaðist sem myndlistarkona af málarabraut í Suður-Þýskalandi. Una segir málarabrautina ekki hafa einskorðast við pensil og striga heldur hafi hún einnig fengið tækifæri til þess að vinna sjálfstætt með smágerðari hluti eins og leir.„Ég hef alltaf verið á milli þessara tveggja heima. Hönnun og list hafa alltaf togast á hjá mér. Ég valdi hins vegar listina því ég hef unnið mikið við búninga og leikmuni í leikhúsinu sem eru beintengd því að skapa nytjahluti. Mér finnst það vera fullkominn vettvangur þar sem listin og hönnun mætast í einhverju einstöku.“ Hálsfestarnar eru allar handgerðar. Perlurnar eru úr gleri en sumt hráefnið er unnið frá grunni úr leir eða tré sem Una tálgar, málar og lakkar. Mest lesið Sjóræningjar réðust á Íslendinga Lífið Laufey sendir lekamönnum tóninn Lífið Seldu húsið í stað þess að taka á sig hærri vexti og flytja til Asíu Lífið „Þessi krakki mun aldrei hlaupa á eftir bolta“ Lífið Mikilvægt að á Íslandi sé framleitt úr íslenskri ull Lífið Morð og meiri missir: „Ég hélt henni í fanginu og sagði að allt yrði í lagi“ Áskorun „Ef þú ræðst svona aftur á mig þá stíg ég á fótinn þinn“ Lífið Krakkatían: Blæja, birnir og sveppahús Lífið Þetta er ástæðan fyrir því að þú átt aldrei að bjóða óperusöngvara í matarboð Gagnrýni Fullkomið tan og tryllt partý Lífið samstarf Fleiri fréttir Héldu að hún væri rokkstjarna eða gift ríkum gaur Biður drottninguna að blessa heimilið Krotaði á átta milljón krónu tösku móður sinnar Orðin þrítug og nennir ekkert að pæla í áliti annarra Versace stígur til hliðar eftir áratugastarf Hátísku-Laufey á fremsta bekk í París „Bara gaman þegar fólk er í sjokki yfir okkur“ Enginn nakinn á Óskarnum Sjá meira
Una Stígsdóttir hannar og vinnur falleg hálsmen úr gleri, tré og leir. Það er alls konar fagurfræði sem fylgir manni frá listinni. Eitthvað sem er bara rótgróið í mér. Ég kem því fram við þetta eins og málverk, sérstaklega hvernig ég blanda saman litunum,“ segir Una Stígsdóttir sem gerir fallegar, litríkar hálsfestar og selur í versluninni Kraumi á Laugaveginum.Hálsfestarnar eru mjög litríkar.Una kemur úr listamannafjölskyldu og byrjaði að læra klæðskerann í Iðnskólanum aðeins 16 ára gömul. Það var því eðlileg þróun að sækja meira nám innan listarinnar en hún útskrifaðist sem myndlistarkona af málarabraut í Suður-Þýskalandi. Una segir málarabrautina ekki hafa einskorðast við pensil og striga heldur hafi hún einnig fengið tækifæri til þess að vinna sjálfstætt með smágerðari hluti eins og leir.„Ég hef alltaf verið á milli þessara tveggja heima. Hönnun og list hafa alltaf togast á hjá mér. Ég valdi hins vegar listina því ég hef unnið mikið við búninga og leikmuni í leikhúsinu sem eru beintengd því að skapa nytjahluti. Mér finnst það vera fullkominn vettvangur þar sem listin og hönnun mætast í einhverju einstöku.“ Hálsfestarnar eru allar handgerðar. Perlurnar eru úr gleri en sumt hráefnið er unnið frá grunni úr leir eða tré sem Una tálgar, málar og lakkar.
Mest lesið Sjóræningjar réðust á Íslendinga Lífið Laufey sendir lekamönnum tóninn Lífið Seldu húsið í stað þess að taka á sig hærri vexti og flytja til Asíu Lífið „Þessi krakki mun aldrei hlaupa á eftir bolta“ Lífið Mikilvægt að á Íslandi sé framleitt úr íslenskri ull Lífið Morð og meiri missir: „Ég hélt henni í fanginu og sagði að allt yrði í lagi“ Áskorun „Ef þú ræðst svona aftur á mig þá stíg ég á fótinn þinn“ Lífið Krakkatían: Blæja, birnir og sveppahús Lífið Þetta er ástæðan fyrir því að þú átt aldrei að bjóða óperusöngvara í matarboð Gagnrýni Fullkomið tan og tryllt partý Lífið samstarf Fleiri fréttir Héldu að hún væri rokkstjarna eða gift ríkum gaur Biður drottninguna að blessa heimilið Krotaði á átta milljón krónu tösku móður sinnar Orðin þrítug og nennir ekkert að pæla í áliti annarra Versace stígur til hliðar eftir áratugastarf Hátísku-Laufey á fremsta bekk í París „Bara gaman þegar fólk er í sjokki yfir okkur“ Enginn nakinn á Óskarnum Sjá meira