Hæstiréttur á Indlandi hefur frestað fyrirtöku í máli sem setti Formúlu 1 kappaksturinn um helgina í hættu.
Skipuleggjendur kappakstursins eru sakaðir um að hafa ekki talið heiðarlega fram til skatts á síðasta ári. Var farið fram á það við Hæstarétt þar í landi að kappakstrinum í ár yrði frestað fyrir vikið.
Hæstiréttur komst að þeirri niðurstöðu í dag að taka málið ekki fyrir fyrr en í næstu viku. Fyrir vikið fer kappaksturinn fram á sunnudaginn. Ljóst er að ekki verður keppt í Indlandi á næsta keppnistímabili. Skipuleggjendur vonast þó til að komast aftur á kortið árið 2015.
Fyrsta æfingin fyrir kappaksturinn fór fram í morgun. Sebastian Vettel á Red Bull var fljótastur og liðsfélagi hans Mark Webber annar.
Niko Rosberg á Mercedes var þriðji en Fernando Alonso lenti í vandræðum með gírskiptingu og náði aðeins tólfta besta tíma.
Tímatakan fer fram í fyrramálið og hefst klukkan 8:30. Kappaksturinn hefst svo klukkan 9 á sunnudagsmorgun. Allt í beinni útsendingu og opinni dagskrá á Stöð 2 Sport.
Kappaksturinn fer fram eftir allt saman
Kolbeinn Tumi Daðason skrifar

Mest lesið




Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram
Íslenski boltinn

„Hugur minn er bara hjá henni“
Íslenski boltinn


Rekinn út af eftir 36 sekúndur
Handbolti

Neymar fór grátandi af velli
Fótbolti

Segir að öllum hafi verið sama um kvennaliðið í KR
Íslenski boltinn

Van Dijk skrifaði undir nýjan samning við Liverpool
Enski boltinn