Jóhann Jóhannsson: Prisoners hefur vissulega opnað einhverjar dyr Sara McMahon skrifar 25. október 2013 08:00 Jóhann Jóhannsson hefur hlotið góða dóma fyrir tónlistina í Prisoners. Hann skoðar nú ýmis vinnutilboð. „Ég á í viðræðum um nokkur mismunandi verkefni. Velgengni Prisoners hefur vissulega opnað einhverjar dyr og ég hef fengið þó nokkuð af fyrirspurnum í kjölfarið. Ég get ekki sagt núna hvaða myndir þetta eru, en það eru allt frekar stór verkefni,“ segir Jóhann Jóhannsson tónskáld. Hann hefur fengið mjög góða dóma fyrir tónlist sína í myndinni Prisoners. Hann lýsir Prisoners sem draumaverkefni og segir samstarfið við leikstjóra myndarinnar, Denis Villeneuve, hafa verið sérlega gott. „Ég bjóst eiginlega ekki við að þetta yrði svona áreynslulaust enda hefur maður heyrt alls konar hryllingssögur frá fólki sem vinnur í Hollywood-maskínunni.“ Jóhann var viðstaddur frumsýningar Prisoners í Toronto og Los Angeles, þar sem hann hélt einnig tónleika. „Það var áhugavert að upplifa þessa frumsýningarstemmingu með rauða dregilinn, blaðamannafundi og allt það.“ Prisoners hefur verið orðuð við Óskarstilnefningu, þá hefur tónlist Jóhanns einnig fengið mjög góða dóma. Sjálfur telur Jóhann ólíklegt að hann hljóti verðlaun fyrir tónlistina við Prisoners. „Mér finnst það frekar ólíklegt, enda er ég frekar svartsýnn að eðlisfari. Hins vegar er mjög líklegt að myndin fái einhverjar tilnefningar.“ Jóhann vinnur nú að tveimur evrópskum myndum, önnur er framleidd af Lars Von Trier. „Þetta er mjög svört tragikómedía. Kim Basinger og Jordan Prentice sem lék dverginn í "In Bruges" leika aðalhlutverk en þetta er mjög svört tragi-kómedía. Basinger kemur mjög á óvart í þessari mynd og er samleikur hennar og dvergsins er alveg stórkostlegur,“ segir hann að lokum. Mest lesið Dóttir Anítu Briem og Hafþórs komin með nafn Lífið Kynferðislega ófullnægður forstjóri finnur sér ungan graðfola Gagnrýni „Veganismi er hvergi skilgreindur sem fullkomnun eða ekkert“ Lífið Tóku sögufrægt 340 fermetra einbýli við Bergstaðastræti í gegn Lífið Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp Lífið Patrik í hálfrar milljón króna skíðagalla Tíska og hönnun Þjóðin mætt að hreyfa sig og mömmurnar eru ekki skildar eftir út undan Lífið Hefur grátið óteljandi tárum yfir missinum Lífið Gott að sakna en verðum að hugsa í núinu Lífið Þakkar fleiru en Demi Moore fyrir langþráð metár Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Herra Hnetusmjör með stærsta lag ársins Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Live in a fishbowl: Stórvinir X-ins í Brain Police rifu þakið af húsinu Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Hélt tryllt tónlistarteiti og eignaðist svo tvíbura Breyta japönskum dúett í íslenskt jólalag Landslið tónlistarmanna mætti þegar Maggi Eiríks var hylltur Fjölbreyttur hópur tónlistarfólks tilnefndur til Kraumsverðlauna Live in a fishbowl: Spacestation spilaði tónlist fyrir „fallegt fólk“ Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Sjá meira
„Ég á í viðræðum um nokkur mismunandi verkefni. Velgengni Prisoners hefur vissulega opnað einhverjar dyr og ég hef fengið þó nokkuð af fyrirspurnum í kjölfarið. Ég get ekki sagt núna hvaða myndir þetta eru, en það eru allt frekar stór verkefni,“ segir Jóhann Jóhannsson tónskáld. Hann hefur fengið mjög góða dóma fyrir tónlist sína í myndinni Prisoners. Hann lýsir Prisoners sem draumaverkefni og segir samstarfið við leikstjóra myndarinnar, Denis Villeneuve, hafa verið sérlega gott. „Ég bjóst eiginlega ekki við að þetta yrði svona áreynslulaust enda hefur maður heyrt alls konar hryllingssögur frá fólki sem vinnur í Hollywood-maskínunni.“ Jóhann var viðstaddur frumsýningar Prisoners í Toronto og Los Angeles, þar sem hann hélt einnig tónleika. „Það var áhugavert að upplifa þessa frumsýningarstemmingu með rauða dregilinn, blaðamannafundi og allt það.“ Prisoners hefur verið orðuð við Óskarstilnefningu, þá hefur tónlist Jóhanns einnig fengið mjög góða dóma. Sjálfur telur Jóhann ólíklegt að hann hljóti verðlaun fyrir tónlistina við Prisoners. „Mér finnst það frekar ólíklegt, enda er ég frekar svartsýnn að eðlisfari. Hins vegar er mjög líklegt að myndin fái einhverjar tilnefningar.“ Jóhann vinnur nú að tveimur evrópskum myndum, önnur er framleidd af Lars Von Trier. „Þetta er mjög svört tragikómedía. Kim Basinger og Jordan Prentice sem lék dverginn í "In Bruges" leika aðalhlutverk en þetta er mjög svört tragi-kómedía. Basinger kemur mjög á óvart í þessari mynd og er samleikur hennar og dvergsins er alveg stórkostlegur,“ segir hann að lokum.
Mest lesið Dóttir Anítu Briem og Hafþórs komin með nafn Lífið Kynferðislega ófullnægður forstjóri finnur sér ungan graðfola Gagnrýni „Veganismi er hvergi skilgreindur sem fullkomnun eða ekkert“ Lífið Tóku sögufrægt 340 fermetra einbýli við Bergstaðastræti í gegn Lífið Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp Lífið Patrik í hálfrar milljón króna skíðagalla Tíska og hönnun Þjóðin mætt að hreyfa sig og mömmurnar eru ekki skildar eftir út undan Lífið Hefur grátið óteljandi tárum yfir missinum Lífið Gott að sakna en verðum að hugsa í núinu Lífið Þakkar fleiru en Demi Moore fyrir langþráð metár Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Herra Hnetusmjör með stærsta lag ársins Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Live in a fishbowl: Stórvinir X-ins í Brain Police rifu þakið af húsinu Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Hélt tryllt tónlistarteiti og eignaðist svo tvíbura Breyta japönskum dúett í íslenskt jólalag Landslið tónlistarmanna mætti þegar Maggi Eiríks var hylltur Fjölbreyttur hópur tónlistarfólks tilnefndur til Kraumsverðlauna Live in a fishbowl: Spacestation spilaði tónlist fyrir „fallegt fólk“ Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Sjá meira