„Kaupi ekki pasta þar sem hatursáróður fylgir með“ Jón Júlíus Karlsson skrifar 8. október 2013 13:48 Ummæli forstjóra Barilla fyrirtækisins á Ítalíu í garð samkynhneigðra hafa vakið upp sterk viðbrögð. Forstjórinn lét hafa eftir sér að samkynhneigðir ógni gildum fjölskyldunnar og sagði að þeir gætu borðað aðra tegund af pasta ef þeim líkaði ekki orð sín. Í kjölfarið hafa fjölmargir ákveðið að sneiða hjá Barilla pasta víða um heim. Ummæli Guido Barilla hafa svo sannarlega fallið í grýttan jarðveg og hefur hann ítrekað þurft að biðjast afsökunar á ummælum sínum. Sala á Barilla pasta hefur fallið víða um heim og vakti það athygli þegar vörur frá Barilla fóru á 25% afslátt í nokkrum verslunum hér á landi fyrir helgi. Anna Pála Sverrisdóttir, formaður Samtakanna 78, segir að hún og fjölmargir aðrir samkynheigðir á Íslandi sniðgangi nú pasta frá Barilla. „Ef ég tala fyrir sjálfa mig þá hef ég ekki áhuga á að kaupa pasta þar sem hatursáróður fylgir með í kaupunum,“ segir Anna Pála. Hún telur að það sé ekki tilviljun að pasta frá Barilla sé nú á afslætti í mörgum verslunum hér á landi. „Ég veit svo sem ekki hvort það sé innanlands- eða alþjóðlegt átak. Maður veltir því fyrir sér að tímasetningin sé ekki tilviljun. Það hefur verið bylgja á netinu þar sem fólk lýsir því yfir að það hafi ekki löngun til að versla Barilla pasta. Ég held að það sé talsvert um það að fólk sniðgangi Barilla pasta - forstjórinn lagði til mótmælin sjálfur.“Fleiri en samkynhneigðir sniðganga Barilla Það eru ekki bara samkynhneigðir sem mótmæla orðum Guido Barilla með því að sniðganga vörur fyrirtækisins. „Ef að forstjóri Barilla segir að samkynhneigt fólk eigi að borða eitthvað annað pasta þá er það ekki bara samkynhneigt fólk sem bregst við heldur fólk sem er meðvitað um mannréttindabaráttu almennt og það er miklu stærri hópur fólks.“ SS flytur inn Barilla til Íslands. Fyritækið vildi ekki tjá sig um málið þegar eftir því var leitað. Tengdar fréttir „Ekkert haturspasta á mínum borðum takk“ Vörur frá Barilla eru á tilboði víðsvegar í verslunum á Íslandi. Fjölmargir hafa skrifað athugasemdir á facebook-síðu Barilla á Íslandi vegna neikvæðra ummæla stjórnarformanns Barilla og segjast ekki vilja kaupa vörur Barilla. 6. október 2013 13:27 „Samkynhneigðir geta borðað aðra tegund af pasta“ Stjórnarformaður Barilla hefur reitt samkynhneigða á Ítalíu til reiði með undarlegum ummælum. 27. september 2013 15:00 Mest lesið „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ Innlent Borgarstjóra falið að beita sér fyrir því að einkaflug á Reykjavíkurflugvelli fari annað Innlent Val Kilmer er látinn Lífið „Er líf okkar ekki jafn mikils virði og þeirra í Reykjavík?“ Innlent Sjálfstæðisflokkurinn langstærstur Innlent Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Innlent Engin virkni á gossprungunni en glóð logar í hrauninu Innlent Skipað í nýja Grindavíkurnefnd Innlent Gosið í dag bara smá leki úr kvikuganginum Innlent „Haugalygi að ég hafi ógnað einhverjum með byssu“ Innlent Fleiri fréttir Réðust á og hótuðu starfsmönnum verslunar Engin virkni á gossprungunni en glóð logar í hrauninu Skipað í nýja Grindavíkurnefnd Sjálfstæðisflokkurinn langstærstur Borgarstjóra falið að beita sér fyrir því að einkaþotur, þyrlur og kennsluflug á Reykjavíkurflugvelli fari annað Sækja um leyfi fyrir Kvíslatunguvirkjun Annasamur sólarhringur hjá björgunarsveit Patreksfjarðar Gosið í dag bara smá leki úr kvikuganginum „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ „Er líf okkar ekki jafn mikils virði og þeirra í Reykjavík?“ Hafnar ásökunum um byssuat og uppgefnir íbúar undir Steinafjalli „Haugalygi að ég hafi ógnað einhverjum með byssu“ Fordæmir atvikið í Grindavík Fara fram á að Mangione fái dauðarefsinguna Ekið á gangandi vegfaranda Beindi byssunni yfir höfuð björgunarsveitarmanns Neituðu að rýma: „Við viljum fá að vera í friði“ „Þessi staður er ákaflega óheppilegur“ Beita öllum brögðum til að minnka tjón ef hraunið nær bænum Grindvíkingur ógnaði björgunarsveitarfólki með skotvopni „Minni kraftur í þessu samanborið við fyrri gos“ Myndir: Eldgos ógnar Grindavík Snýst allt um að tryggja öryggi fólks Gos við bæjarmörkin: Aukafréttatími í hádeginu Ein af dekkstu sviðsmyndunum að raungerast Björgunarsveitarfólki ógnað við rýmingu Eldgosið séð úr lofti Vonast til að hefja störf í Grindavík strax á morgun Sterkari merki en fyrir síðustu eldgos Bein útsending: Ræða skýrslu fjármálastöðugleikanefndar Sjá meira
Ummæli forstjóra Barilla fyrirtækisins á Ítalíu í garð samkynhneigðra hafa vakið upp sterk viðbrögð. Forstjórinn lét hafa eftir sér að samkynhneigðir ógni gildum fjölskyldunnar og sagði að þeir gætu borðað aðra tegund af pasta ef þeim líkaði ekki orð sín. Í kjölfarið hafa fjölmargir ákveðið að sneiða hjá Barilla pasta víða um heim. Ummæli Guido Barilla hafa svo sannarlega fallið í grýttan jarðveg og hefur hann ítrekað þurft að biðjast afsökunar á ummælum sínum. Sala á Barilla pasta hefur fallið víða um heim og vakti það athygli þegar vörur frá Barilla fóru á 25% afslátt í nokkrum verslunum hér á landi fyrir helgi. Anna Pála Sverrisdóttir, formaður Samtakanna 78, segir að hún og fjölmargir aðrir samkynheigðir á Íslandi sniðgangi nú pasta frá Barilla. „Ef ég tala fyrir sjálfa mig þá hef ég ekki áhuga á að kaupa pasta þar sem hatursáróður fylgir með í kaupunum,“ segir Anna Pála. Hún telur að það sé ekki tilviljun að pasta frá Barilla sé nú á afslætti í mörgum verslunum hér á landi. „Ég veit svo sem ekki hvort það sé innanlands- eða alþjóðlegt átak. Maður veltir því fyrir sér að tímasetningin sé ekki tilviljun. Það hefur verið bylgja á netinu þar sem fólk lýsir því yfir að það hafi ekki löngun til að versla Barilla pasta. Ég held að það sé talsvert um það að fólk sniðgangi Barilla pasta - forstjórinn lagði til mótmælin sjálfur.“Fleiri en samkynhneigðir sniðganga Barilla Það eru ekki bara samkynhneigðir sem mótmæla orðum Guido Barilla með því að sniðganga vörur fyrirtækisins. „Ef að forstjóri Barilla segir að samkynhneigt fólk eigi að borða eitthvað annað pasta þá er það ekki bara samkynhneigt fólk sem bregst við heldur fólk sem er meðvitað um mannréttindabaráttu almennt og það er miklu stærri hópur fólks.“ SS flytur inn Barilla til Íslands. Fyritækið vildi ekki tjá sig um málið þegar eftir því var leitað.
Tengdar fréttir „Ekkert haturspasta á mínum borðum takk“ Vörur frá Barilla eru á tilboði víðsvegar í verslunum á Íslandi. Fjölmargir hafa skrifað athugasemdir á facebook-síðu Barilla á Íslandi vegna neikvæðra ummæla stjórnarformanns Barilla og segjast ekki vilja kaupa vörur Barilla. 6. október 2013 13:27 „Samkynhneigðir geta borðað aðra tegund af pasta“ Stjórnarformaður Barilla hefur reitt samkynhneigða á Ítalíu til reiði með undarlegum ummælum. 27. september 2013 15:00 Mest lesið „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ Innlent Borgarstjóra falið að beita sér fyrir því að einkaflug á Reykjavíkurflugvelli fari annað Innlent Val Kilmer er látinn Lífið „Er líf okkar ekki jafn mikils virði og þeirra í Reykjavík?“ Innlent Sjálfstæðisflokkurinn langstærstur Innlent Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Innlent Engin virkni á gossprungunni en glóð logar í hrauninu Innlent Skipað í nýja Grindavíkurnefnd Innlent Gosið í dag bara smá leki úr kvikuganginum Innlent „Haugalygi að ég hafi ógnað einhverjum með byssu“ Innlent Fleiri fréttir Réðust á og hótuðu starfsmönnum verslunar Engin virkni á gossprungunni en glóð logar í hrauninu Skipað í nýja Grindavíkurnefnd Sjálfstæðisflokkurinn langstærstur Borgarstjóra falið að beita sér fyrir því að einkaþotur, þyrlur og kennsluflug á Reykjavíkurflugvelli fari annað Sækja um leyfi fyrir Kvíslatunguvirkjun Annasamur sólarhringur hjá björgunarsveit Patreksfjarðar Gosið í dag bara smá leki úr kvikuganginum „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ „Er líf okkar ekki jafn mikils virði og þeirra í Reykjavík?“ Hafnar ásökunum um byssuat og uppgefnir íbúar undir Steinafjalli „Haugalygi að ég hafi ógnað einhverjum með byssu“ Fordæmir atvikið í Grindavík Fara fram á að Mangione fái dauðarefsinguna Ekið á gangandi vegfaranda Beindi byssunni yfir höfuð björgunarsveitarmanns Neituðu að rýma: „Við viljum fá að vera í friði“ „Þessi staður er ákaflega óheppilegur“ Beita öllum brögðum til að minnka tjón ef hraunið nær bænum Grindvíkingur ógnaði björgunarsveitarfólki með skotvopni „Minni kraftur í þessu samanborið við fyrri gos“ Myndir: Eldgos ógnar Grindavík Snýst allt um að tryggja öryggi fólks Gos við bæjarmörkin: Aukafréttatími í hádeginu Ein af dekkstu sviðsmyndunum að raungerast Björgunarsveitarfólki ógnað við rýmingu Eldgosið séð úr lofti Vonast til að hefja störf í Grindavík strax á morgun Sterkari merki en fyrir síðustu eldgos Bein útsending: Ræða skýrslu fjármálastöðugleikanefndar Sjá meira
„Ekkert haturspasta á mínum borðum takk“ Vörur frá Barilla eru á tilboði víðsvegar í verslunum á Íslandi. Fjölmargir hafa skrifað athugasemdir á facebook-síðu Barilla á Íslandi vegna neikvæðra ummæla stjórnarformanns Barilla og segjast ekki vilja kaupa vörur Barilla. 6. október 2013 13:27
„Samkynhneigðir geta borðað aðra tegund af pasta“ Stjórnarformaður Barilla hefur reitt samkynhneigða á Ítalíu til reiði með undarlegum ummælum. 27. september 2013 15:00
Borgarstjóra falið að beita sér fyrir því að einkaflug á Reykjavíkurflugvelli fari annað Innlent
Borgarstjóra falið að beita sér fyrir því að einkaþotur, þyrlur og kennsluflug á Reykjavíkurflugvelli fari annað
Borgarstjóra falið að beita sér fyrir því að einkaflug á Reykjavíkurflugvelli fari annað Innlent