Ekki hægt að byggja á fyrri kynferðisbrotum Stígur Helgason skrifar 25. október 2013 16:00 Hæstiréttur kvað upp dóm sinn í gær. Hæstiréttur sýknaði í gær Ómar Traustason, 51 árs, af ákæru um kynferðisbrot gegn pilti upp úr síðustu aldamótum, þegar pilturinn var 14 og 15 ára gamall. Héraðsdómur Reykjaness dæmdi Ómar í vor í þriggja ára fangelsi fyrir að hafa notfært sér yfirburðastöðu sína gagnvart piltinum, veitt honum húsaskjól, gefið honum mat og nestispening, haldið að honum fíkniefnum, og ítrekað haft munnmök við hann á meðan hann svaf. Þá hafi hann í eitt skipti reynt að hafa við hann endaþarmsmök. Hæstiréttur segir hins vegar að þótt framburður piltsins, sem var kominn á þrítugsaldur þegar hann kærði brotin, hafi verið trúverðugur séu ákæruatriðin ósönnuð gegn eindreginni neitun Ómars. Engin „hlutræn sönnunargögn“ renni stoðum undir að hann hafi framið brotin. Hulda Elsa Björgvinsdóttir sótti málið fyrir hönd Ríkissaksóknara og kveðst mjög vonsvikin með dóminn enda hafi hún verið sannfærð um sekt Ómars og talið sönnunargögn næg í málinu. „Þá taldi ég það skipta máli að sýnt var að ákærði hefði kynferðislegar hneigðir til drengja, samanber dóm Hæstaréttar frá árinu 1994 sem vikið er að í forsendum Hæstaréttar, en þar var ákærði sakfelldur fyrir kynferðisbrot gegn nokkrum drengjum,“ segir Hulda Elsa. Þá fékk Ómar tíu mánaða fangelsisdóm. Meirihluti Hæstaréttar er ósammála þessu mati Huldu Elsu, og segir að þrátt fyrir þennan gamla dóm fái það ekki breytt þeirri niðurstöðu að ákæruvaldið hafi ekki axlað sönnunarbyrði í nýja málinu. Ingibjörg Benediktsdóttir. Þriðja sérálit IngibjargarIngibjörg Benediktsdóttir skilaði séráliti í máli Ómars og fór þar með gegn meðdómendum sínum, þeim Árna Kolbeinssyni, Markúsi Sigurbjörnssyni, Ólafi Berki Þorvaldssyni og Viðari Má Matthíassyni. Ingibjörg telur að ekki megi meta brotaþolanum í óhag að hafa ekki kært brotin fyrr en löngu eftir að þau hafi átt sér stað, enda hafi hann þá ekki náð þeim þroska sem til þurfti til að gera sér grein fyrir alvarleika þeirra. Því sé hún sammála niðurstöðu héraðsdóms. Þetta er í þriðja sinn á árinu sem Ingibjörg skilar séráliti þegar meirihluti Hæstaréttar snýr sakfellingu fyrir kynferðisbrot í sýknu. Í fyrsta skipti var um að ræða mál kennt við vélhjólasamtökin Hells Angels, þar sem Hæstiréttur komst að því að það væri ekki kynferðisbrot að setja fingur í leggöng og endaþarm konu, ef það hefði ekki kynferðislegan tilgang. Í annað skiptið var um að ræða dóm í máli Stefáns Loga Sívarssonar og Þorsteins Birgissonar, sem héraðsdómur hafði dæmt í fimm og fjögurra og hálfs árs fangelsi fyrir nauðgun. Mest lesið Egill Þór er látinn Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Flugferðum aflýst Innlent Brást of harkalega við dyraati Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman Innlent „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Innlent Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Erlent Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Innlent Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Erlent Fleiri fréttir Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Sigurður Ingi segir áberandi glufur í sáttmálanum Endurskoða lög um hvalveiðar á kjörtímabilinu Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman „Skítaveður á aðfangadagskvöld og jóladag“ Óveður um jólin og Inga tók lagið á fyrsta fundi ríkisstjórnar Brást of harkalega við dyraati Inga tók jólalag á fyrsta fundi Berglind nýr dómandi við Endurupptökudóm Flugferðum aflýst Vegur að Patreksfirði lokaður vegna snjóflóðs Egill Þór er látinn Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Flæddi inn í hús á Arnarnesi Ný ríkisstjórn fundar í dag „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Sjá meira
Hæstiréttur sýknaði í gær Ómar Traustason, 51 árs, af ákæru um kynferðisbrot gegn pilti upp úr síðustu aldamótum, þegar pilturinn var 14 og 15 ára gamall. Héraðsdómur Reykjaness dæmdi Ómar í vor í þriggja ára fangelsi fyrir að hafa notfært sér yfirburðastöðu sína gagnvart piltinum, veitt honum húsaskjól, gefið honum mat og nestispening, haldið að honum fíkniefnum, og ítrekað haft munnmök við hann á meðan hann svaf. Þá hafi hann í eitt skipti reynt að hafa við hann endaþarmsmök. Hæstiréttur segir hins vegar að þótt framburður piltsins, sem var kominn á þrítugsaldur þegar hann kærði brotin, hafi verið trúverðugur séu ákæruatriðin ósönnuð gegn eindreginni neitun Ómars. Engin „hlutræn sönnunargögn“ renni stoðum undir að hann hafi framið brotin. Hulda Elsa Björgvinsdóttir sótti málið fyrir hönd Ríkissaksóknara og kveðst mjög vonsvikin með dóminn enda hafi hún verið sannfærð um sekt Ómars og talið sönnunargögn næg í málinu. „Þá taldi ég það skipta máli að sýnt var að ákærði hefði kynferðislegar hneigðir til drengja, samanber dóm Hæstaréttar frá árinu 1994 sem vikið er að í forsendum Hæstaréttar, en þar var ákærði sakfelldur fyrir kynferðisbrot gegn nokkrum drengjum,“ segir Hulda Elsa. Þá fékk Ómar tíu mánaða fangelsisdóm. Meirihluti Hæstaréttar er ósammála þessu mati Huldu Elsu, og segir að þrátt fyrir þennan gamla dóm fái það ekki breytt þeirri niðurstöðu að ákæruvaldið hafi ekki axlað sönnunarbyrði í nýja málinu. Ingibjörg Benediktsdóttir. Þriðja sérálit IngibjargarIngibjörg Benediktsdóttir skilaði séráliti í máli Ómars og fór þar með gegn meðdómendum sínum, þeim Árna Kolbeinssyni, Markúsi Sigurbjörnssyni, Ólafi Berki Þorvaldssyni og Viðari Má Matthíassyni. Ingibjörg telur að ekki megi meta brotaþolanum í óhag að hafa ekki kært brotin fyrr en löngu eftir að þau hafi átt sér stað, enda hafi hann þá ekki náð þeim þroska sem til þurfti til að gera sér grein fyrir alvarleika þeirra. Því sé hún sammála niðurstöðu héraðsdóms. Þetta er í þriðja sinn á árinu sem Ingibjörg skilar séráliti þegar meirihluti Hæstaréttar snýr sakfellingu fyrir kynferðisbrot í sýknu. Í fyrsta skipti var um að ræða mál kennt við vélhjólasamtökin Hells Angels, þar sem Hæstiréttur komst að því að það væri ekki kynferðisbrot að setja fingur í leggöng og endaþarm konu, ef það hefði ekki kynferðislegan tilgang. Í annað skiptið var um að ræða dóm í máli Stefáns Loga Sívarssonar og Þorsteins Birgissonar, sem héraðsdómur hafði dæmt í fimm og fjögurra og hálfs árs fangelsi fyrir nauðgun.
Mest lesið Egill Þór er látinn Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Flugferðum aflýst Innlent Brást of harkalega við dyraati Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman Innlent „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Innlent Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Erlent Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Innlent Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Erlent Fleiri fréttir Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Sigurður Ingi segir áberandi glufur í sáttmálanum Endurskoða lög um hvalveiðar á kjörtímabilinu Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman „Skítaveður á aðfangadagskvöld og jóladag“ Óveður um jólin og Inga tók lagið á fyrsta fundi ríkisstjórnar Brást of harkalega við dyraati Inga tók jólalag á fyrsta fundi Berglind nýr dómandi við Endurupptökudóm Flugferðum aflýst Vegur að Patreksfirði lokaður vegna snjóflóðs Egill Þór er látinn Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Flæddi inn í hús á Arnarnesi Ný ríkisstjórn fundar í dag „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Sjá meira