Ekki hægt að byggja á fyrri kynferðisbrotum Stígur Helgason skrifar 25. október 2013 16:00 Hæstiréttur kvað upp dóm sinn í gær. Hæstiréttur sýknaði í gær Ómar Traustason, 51 árs, af ákæru um kynferðisbrot gegn pilti upp úr síðustu aldamótum, þegar pilturinn var 14 og 15 ára gamall. Héraðsdómur Reykjaness dæmdi Ómar í vor í þriggja ára fangelsi fyrir að hafa notfært sér yfirburðastöðu sína gagnvart piltinum, veitt honum húsaskjól, gefið honum mat og nestispening, haldið að honum fíkniefnum, og ítrekað haft munnmök við hann á meðan hann svaf. Þá hafi hann í eitt skipti reynt að hafa við hann endaþarmsmök. Hæstiréttur segir hins vegar að þótt framburður piltsins, sem var kominn á þrítugsaldur þegar hann kærði brotin, hafi verið trúverðugur séu ákæruatriðin ósönnuð gegn eindreginni neitun Ómars. Engin „hlutræn sönnunargögn“ renni stoðum undir að hann hafi framið brotin. Hulda Elsa Björgvinsdóttir sótti málið fyrir hönd Ríkissaksóknara og kveðst mjög vonsvikin með dóminn enda hafi hún verið sannfærð um sekt Ómars og talið sönnunargögn næg í málinu. „Þá taldi ég það skipta máli að sýnt var að ákærði hefði kynferðislegar hneigðir til drengja, samanber dóm Hæstaréttar frá árinu 1994 sem vikið er að í forsendum Hæstaréttar, en þar var ákærði sakfelldur fyrir kynferðisbrot gegn nokkrum drengjum,“ segir Hulda Elsa. Þá fékk Ómar tíu mánaða fangelsisdóm. Meirihluti Hæstaréttar er ósammála þessu mati Huldu Elsu, og segir að þrátt fyrir þennan gamla dóm fái það ekki breytt þeirri niðurstöðu að ákæruvaldið hafi ekki axlað sönnunarbyrði í nýja málinu. Ingibjörg Benediktsdóttir. Þriðja sérálit IngibjargarIngibjörg Benediktsdóttir skilaði séráliti í máli Ómars og fór þar með gegn meðdómendum sínum, þeim Árna Kolbeinssyni, Markúsi Sigurbjörnssyni, Ólafi Berki Þorvaldssyni og Viðari Má Matthíassyni. Ingibjörg telur að ekki megi meta brotaþolanum í óhag að hafa ekki kært brotin fyrr en löngu eftir að þau hafi átt sér stað, enda hafi hann þá ekki náð þeim þroska sem til þurfti til að gera sér grein fyrir alvarleika þeirra. Því sé hún sammála niðurstöðu héraðsdóms. Þetta er í þriðja sinn á árinu sem Ingibjörg skilar séráliti þegar meirihluti Hæstaréttar snýr sakfellingu fyrir kynferðisbrot í sýknu. Í fyrsta skipti var um að ræða mál kennt við vélhjólasamtökin Hells Angels, þar sem Hæstiréttur komst að því að það væri ekki kynferðisbrot að setja fingur í leggöng og endaþarm konu, ef það hefði ekki kynferðislegan tilgang. Í annað skiptið var um að ræða dóm í máli Stefáns Loga Sívarssonar og Þorsteins Birgissonar, sem héraðsdómur hafði dæmt í fimm og fjögurra og hálfs árs fangelsi fyrir nauðgun. Mest lesið Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Tilbúinn að stíga til hliðar Erlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Erlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Erlent Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara Innlent Fleiri fréttir Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Sjá meira
Hæstiréttur sýknaði í gær Ómar Traustason, 51 árs, af ákæru um kynferðisbrot gegn pilti upp úr síðustu aldamótum, þegar pilturinn var 14 og 15 ára gamall. Héraðsdómur Reykjaness dæmdi Ómar í vor í þriggja ára fangelsi fyrir að hafa notfært sér yfirburðastöðu sína gagnvart piltinum, veitt honum húsaskjól, gefið honum mat og nestispening, haldið að honum fíkniefnum, og ítrekað haft munnmök við hann á meðan hann svaf. Þá hafi hann í eitt skipti reynt að hafa við hann endaþarmsmök. Hæstiréttur segir hins vegar að þótt framburður piltsins, sem var kominn á þrítugsaldur þegar hann kærði brotin, hafi verið trúverðugur séu ákæruatriðin ósönnuð gegn eindreginni neitun Ómars. Engin „hlutræn sönnunargögn“ renni stoðum undir að hann hafi framið brotin. Hulda Elsa Björgvinsdóttir sótti málið fyrir hönd Ríkissaksóknara og kveðst mjög vonsvikin með dóminn enda hafi hún verið sannfærð um sekt Ómars og talið sönnunargögn næg í málinu. „Þá taldi ég það skipta máli að sýnt var að ákærði hefði kynferðislegar hneigðir til drengja, samanber dóm Hæstaréttar frá árinu 1994 sem vikið er að í forsendum Hæstaréttar, en þar var ákærði sakfelldur fyrir kynferðisbrot gegn nokkrum drengjum,“ segir Hulda Elsa. Þá fékk Ómar tíu mánaða fangelsisdóm. Meirihluti Hæstaréttar er ósammála þessu mati Huldu Elsu, og segir að þrátt fyrir þennan gamla dóm fái það ekki breytt þeirri niðurstöðu að ákæruvaldið hafi ekki axlað sönnunarbyrði í nýja málinu. Ingibjörg Benediktsdóttir. Þriðja sérálit IngibjargarIngibjörg Benediktsdóttir skilaði séráliti í máli Ómars og fór þar með gegn meðdómendum sínum, þeim Árna Kolbeinssyni, Markúsi Sigurbjörnssyni, Ólafi Berki Þorvaldssyni og Viðari Má Matthíassyni. Ingibjörg telur að ekki megi meta brotaþolanum í óhag að hafa ekki kært brotin fyrr en löngu eftir að þau hafi átt sér stað, enda hafi hann þá ekki náð þeim þroska sem til þurfti til að gera sér grein fyrir alvarleika þeirra. Því sé hún sammála niðurstöðu héraðsdóms. Þetta er í þriðja sinn á árinu sem Ingibjörg skilar séráliti þegar meirihluti Hæstaréttar snýr sakfellingu fyrir kynferðisbrot í sýknu. Í fyrsta skipti var um að ræða mál kennt við vélhjólasamtökin Hells Angels, þar sem Hæstiréttur komst að því að það væri ekki kynferðisbrot að setja fingur í leggöng og endaþarm konu, ef það hefði ekki kynferðislegan tilgang. Í annað skiptið var um að ræða dóm í máli Stefáns Loga Sívarssonar og Þorsteins Birgissonar, sem héraðsdómur hafði dæmt í fimm og fjögurra og hálfs árs fangelsi fyrir nauðgun.
Mest lesið Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Tilbúinn að stíga til hliðar Erlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Erlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Erlent Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara Innlent Fleiri fréttir Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Sjá meira