Buy.is sektuð fyrir að kalla iStore „okurbúllu“ Haukur Viðar Alfreðsson skrifar 25. október 2013 21:17 Fyrirtækin iStore og Buy.is kvörtuðu hvort undan öðru til Neytendastofu. mynd/skjáskot Neytendastofa telur ummæli sem skrifuð voru um iStore á Facebook-síðu Buy.is í nafni fyrirtækisins hafa verið ósanngjörn gagnvart iStore og eiganda hennar. Í kjölfarið taldi Neytendastofa rétt að sekta Buy.is um 150 þúsund krónur. Kvörtun barst frá iStore yfir ummælunum þar sem borið var saman verð á vöru sem seld er í báðum verslunum og því meðal annars haldið fram að iStore væri „okurbúlla“. Við meðferð málsins baðst Buy.is afsökunar á ummælunum en síðar birtust sambærileg ummæli á Facebook síðunni þar sem því var til viðbótar haldið fram að einokun væri á markaði og að mikil álagning sýndi græðgi stjórnenda. Neytendastofa taldi ummælin ómálefnaleg og til þess fallin að kasta rýrð á iStore og hafa þannig áhrif á ákvörðun neytenda um að eiga viðskipti. Þar sem brotið var endurtekið, þrátt fyrir afsökunarbeiðni, og þegar litið væri til atvika í málinu taldi Neytendastofa rétt að leggja stjórnvaldssekt á eiganda Buy.is fyrir brotin.Ummæli iPhone.is í lagi Friðjón Björgvin Gunnarsson hjá Buy.is lagði fram kvörtun vegna umfjöllunar Sigurðar Þórs Helgasonar, forsvarsmanns iPhone.is, um Friðjón á spjallþræði á netinu. Með spjallþræðinum vakti Sigurður athygli á ýmsum atriðum sem tengdust rekstri Friðjóns. Friðjón taldi að með ummælunum vera brotið gegn ákvörðun Neytendastofu nr. 47/2012. Neytendastofa taldi ummælin vera sett fram í tengslum við samkeppni fyrirtækjanna. Fyrirtækjum er hins vegar ekki bannað að tjá sig um keppinauta sína eða viðskiptahætti þeirra en þeim eru þó settar ákveðnar skorður við því að það sé gert með ósanngjörnum hætti eða þannig að vegið sé að keppinautnum. Neytendastofa taldi ummæli fyrirsvarsmanns iPhone.is ekki vera jafn afdráttarlaus og þau ummæli sem fjallað var um í eldri ákvörðun Neytendastofu. Innihéldu eldri ummælin ásakanir og fullyrðingar um lögbrot Friðjóns. Taldi stofnunin hin nýju ummæli annars eðlis og studd fullnægjandi gögnum sem séu almenn og öllum aðgengileg. Þótti því ekki ástæðu til að aðhafast frekar vegna ummælanna og var því ekki um að ræða brot gegn eldri ákvörðun stofnunarinnar. Mest lesið Útboð SÍ stöðvað og Intuens fagnar sigri Viðskipti innlent Fékk 542 þúsund króna rukkun fyrir hreindýrakjötið Neytendur Dæmi: „Tvær konur geta ekki unnið saman því einu sinni áttu þær sama kærasta“ Atvinnulíf Flóðin á Spáni hafa áhrif á jólahefð Íslendinga Neytendur Sósustormur í Bretlandi rakinn til verkfalls hjá Bakkavör Viðskipti erlent Samtökin '78 selja slotið Viðskipti innlent Grindvíkingar geta nú gerst „hollvinir“ seldra húsa sinna Viðskipti innlent Allir spá lægri vöxtum Viðskipti innlent Sektuð vegna fullyrðinga um aukinn hárvöxt og minni hrukkur Neytendur „Unglingsárin voru kannski ekki mín heppilegustu ár“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Útboð SÍ stöðvað og Intuens fagnar sigri Samtökin '78 selja slotið Allir spá lægri vöxtum Grindvíkingar geta nú gerst „hollvinir“ seldra húsa sinna Samkaup koma inn á bókamarkaðinn með látum Rúnar nýr framkvæmdastjóri hjá Stólpum Gámum Bein útsending: Tillögur um tækifæri til viðskipta með kolefniseiningar Bein útsending: Grænt Ísland til framtíðar – Hver er leiðin áfram? Trausti nýr forstjóri og fimmtíu sagt upp hjá Controlant Uppsagnir hjá Controlant Guðmundi falið að bera ábyrgð á hugverkum Carbfix Vonar að íslenskir verktakar hafi enn áhuga á Grænlandi Kynna nýja samheitaorðbók sem samin er með hjálp gervigreindar Skerðingum að hluta frestað þökk sé hlýindum Sólrún, Brynjar og Aníta til Reita „En við getum aldrei talað um að hann sé að gera þetta fyrir vin sinn“ KS við það að kaupa B. Jensen Icelandair byrjar að fljúga til Istanbúl Tugmilljarða viðsnúningur hjá Alvotech Spá því að nefndin lækki stýrivexti duglega Spá því að verðbólgan fari í 4,5 prósent Telur enga frétt í leyniupptökunum um hvalveiðar Bein útsending: Leiðir til að lækka vexti Hagnaður Sýnar dróst verulega saman milli ára Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Spá hressilegri vaxtalækkun Lentu vélum easyJet örugglega á Akureyri þrátt fyrir hvassviðri Kaupmáttur á opinberum markaði minni vegna lausra samninga Þrjú ráðin til Tryggja Arna innkallar kaffiskyr með vanillubragði Sjá meira
Neytendastofa telur ummæli sem skrifuð voru um iStore á Facebook-síðu Buy.is í nafni fyrirtækisins hafa verið ósanngjörn gagnvart iStore og eiganda hennar. Í kjölfarið taldi Neytendastofa rétt að sekta Buy.is um 150 þúsund krónur. Kvörtun barst frá iStore yfir ummælunum þar sem borið var saman verð á vöru sem seld er í báðum verslunum og því meðal annars haldið fram að iStore væri „okurbúlla“. Við meðferð málsins baðst Buy.is afsökunar á ummælunum en síðar birtust sambærileg ummæli á Facebook síðunni þar sem því var til viðbótar haldið fram að einokun væri á markaði og að mikil álagning sýndi græðgi stjórnenda. Neytendastofa taldi ummælin ómálefnaleg og til þess fallin að kasta rýrð á iStore og hafa þannig áhrif á ákvörðun neytenda um að eiga viðskipti. Þar sem brotið var endurtekið, þrátt fyrir afsökunarbeiðni, og þegar litið væri til atvika í málinu taldi Neytendastofa rétt að leggja stjórnvaldssekt á eiganda Buy.is fyrir brotin.Ummæli iPhone.is í lagi Friðjón Björgvin Gunnarsson hjá Buy.is lagði fram kvörtun vegna umfjöllunar Sigurðar Þórs Helgasonar, forsvarsmanns iPhone.is, um Friðjón á spjallþræði á netinu. Með spjallþræðinum vakti Sigurður athygli á ýmsum atriðum sem tengdust rekstri Friðjóns. Friðjón taldi að með ummælunum vera brotið gegn ákvörðun Neytendastofu nr. 47/2012. Neytendastofa taldi ummælin vera sett fram í tengslum við samkeppni fyrirtækjanna. Fyrirtækjum er hins vegar ekki bannað að tjá sig um keppinauta sína eða viðskiptahætti þeirra en þeim eru þó settar ákveðnar skorður við því að það sé gert með ósanngjörnum hætti eða þannig að vegið sé að keppinautnum. Neytendastofa taldi ummæli fyrirsvarsmanns iPhone.is ekki vera jafn afdráttarlaus og þau ummæli sem fjallað var um í eldri ákvörðun Neytendastofu. Innihéldu eldri ummælin ásakanir og fullyrðingar um lögbrot Friðjóns. Taldi stofnunin hin nýju ummæli annars eðlis og studd fullnægjandi gögnum sem séu almenn og öllum aðgengileg. Þótti því ekki ástæðu til að aðhafast frekar vegna ummælanna og var því ekki um að ræða brot gegn eldri ákvörðun stofnunarinnar.
Mest lesið Útboð SÍ stöðvað og Intuens fagnar sigri Viðskipti innlent Fékk 542 þúsund króna rukkun fyrir hreindýrakjötið Neytendur Dæmi: „Tvær konur geta ekki unnið saman því einu sinni áttu þær sama kærasta“ Atvinnulíf Flóðin á Spáni hafa áhrif á jólahefð Íslendinga Neytendur Sósustormur í Bretlandi rakinn til verkfalls hjá Bakkavör Viðskipti erlent Samtökin '78 selja slotið Viðskipti innlent Grindvíkingar geta nú gerst „hollvinir“ seldra húsa sinna Viðskipti innlent Allir spá lægri vöxtum Viðskipti innlent Sektuð vegna fullyrðinga um aukinn hárvöxt og minni hrukkur Neytendur „Unglingsárin voru kannski ekki mín heppilegustu ár“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Útboð SÍ stöðvað og Intuens fagnar sigri Samtökin '78 selja slotið Allir spá lægri vöxtum Grindvíkingar geta nú gerst „hollvinir“ seldra húsa sinna Samkaup koma inn á bókamarkaðinn með látum Rúnar nýr framkvæmdastjóri hjá Stólpum Gámum Bein útsending: Tillögur um tækifæri til viðskipta með kolefniseiningar Bein útsending: Grænt Ísland til framtíðar – Hver er leiðin áfram? Trausti nýr forstjóri og fimmtíu sagt upp hjá Controlant Uppsagnir hjá Controlant Guðmundi falið að bera ábyrgð á hugverkum Carbfix Vonar að íslenskir verktakar hafi enn áhuga á Grænlandi Kynna nýja samheitaorðbók sem samin er með hjálp gervigreindar Skerðingum að hluta frestað þökk sé hlýindum Sólrún, Brynjar og Aníta til Reita „En við getum aldrei talað um að hann sé að gera þetta fyrir vin sinn“ KS við það að kaupa B. Jensen Icelandair byrjar að fljúga til Istanbúl Tugmilljarða viðsnúningur hjá Alvotech Spá því að nefndin lækki stýrivexti duglega Spá því að verðbólgan fari í 4,5 prósent Telur enga frétt í leyniupptökunum um hvalveiðar Bein útsending: Leiðir til að lækka vexti Hagnaður Sýnar dróst verulega saman milli ára Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Spá hressilegri vaxtalækkun Lentu vélum easyJet örugglega á Akureyri þrátt fyrir hvassviðri Kaupmáttur á opinberum markaði minni vegna lausra samninga Þrjú ráðin til Tryggja Arna innkallar kaffiskyr með vanillubragði Sjá meira