Tony Parker, leikmaður San Antonio Spurs, átti frábæran leik í kvöld þegar Frakkar unnu 77-71 sigur á Úkraínumönnum á Evrópumótinu í körfubolta. Parker tók yfir leikinn í lokaleikhlutann og skoraði þá 15 af 28 stigum sínum.
Frakkar tryggðu sér sæti í milliriðli með þessum sigri en Úkraínumenn voru búnir að vinna þrjá fyrstu leiki sína fyrir leikinn. Tony Parker skoraði meðal annars níu stig í 14-0 spretti í fjórða leikhluta en á þeim kafla kláraði franska liðið leikinn. Boris Diaw skoraði næstmest fyrir franska liðið eða fimmtán sitg en Eugene Jeter var atkvæðamestur hjá Úkraínu með 20 stig.
Þjóðverjar sem unnu Frakka í fyrsta leik eru hinsvegar úr leik eftir 81-74 tap á móti Bretum. Þýska liðið var þarna að tapa sínum þriðja leik í röð. Andrew Lawrence skoraði 25 stig fyrir breska liðið og Myles Hesson var með 21 stig og 11 fráköst.
Ísrael á enn möguleika á að komast áfram eftir 87–69 sigur á Belgíu í dag. Það er ein umferð eftir í A-riðlinum og þar verður hart barist um sæti í næstu umferð.
Parker frábær í sigri Frakka
Óskar Ófeigur Jónsson skrifar

Mest lesið





Allt annað en sáttur með Frey
Fótbolti




Magnús Orri tekur við formannsstólnum af Páli
Íslenski boltinn

Fimm mörk, rautt spjald og kærkominn sigur United
Enski boltinn