Frá New York til Peking á tveimur klukkustundum í segulhylki Jóhannes Stefánsson skrifar 16. júlí 2013 12:08 Elon Musk, stofnandi Tesla Motors, hefur hannað svokallað „Hyperloop" sem hann vonar að muni gjörbylta samgöngum í framtíðinni. Ef hugmyndir Musk ganga að óskum verður hægt að ferðast frá New York til Peking á tveimur klukkutímum eða frá Los Angeles til New York á 45 mínútum. Hyperloop er einskonar hylki sem er að sögn erlendra fjölmiðla komið fyrir í lofttæmdum göngum. Engin loftmótstaða er inni í göngunum og hylkið, sem hýsir sex manns og farangur, er ekki í snertingu við göngin fyrir sakir svokallaðar maglev-tækni. Þannig má ná gríðarmiklum hraða í göngunum sem vonandi getur stytt tímann sem fer í samgöngur. Hyperloop lestin byggir á maglev-tækni, sem á íslensku gæti útlagst sem segulsviftækni. Segulsvif virkar þannig að rafmagni er hleypt á segla sem liggja eftir endilangri brautinni sem gera það að verkum að hylkin svífa yfir brautinni fyrir sakir segulsviðs. Musk hefur lýst Hyperloop sem blöndu af Concorde, rafsegulbyssu og þythokkíborði, en hann hyggst veita nánari upplýsingar um verkefnið þann 12. ágúst næstkomandi. Þetta kemur fram á vef Wired og vef Businessinsider: Myndband af tækninni má sjá hér fyrir neðan: Mest lesið Sýkna í vaxtamálinu: „Þetta eru gífurleg vonbrigði“ Neytendur „Þetta verður bara heiðarlegur bisness, ég nenni engu kjaftæði“ Viðskipti innlent Fáránlegt að eiga ekki „smá Bitcoin“ á Íslandi Viðskipti innlent Ísold ráðin markaðsstjóri Viðskipti innlent Horfur tveggja banka úr stöðugum í jákvæðar Viðskipti innlent Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Atvinnulíf Frá Bændasamtökunum til Samorku Viðskipti innlent Að byggja upp vinnustað sem hræðist ekki breytingar Atvinnulíf Megi troða „singles day“ upp í greiðslugáttirnar á sér Neytendur Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen Atvinnulíf Fleiri fréttir Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira
Elon Musk, stofnandi Tesla Motors, hefur hannað svokallað „Hyperloop" sem hann vonar að muni gjörbylta samgöngum í framtíðinni. Ef hugmyndir Musk ganga að óskum verður hægt að ferðast frá New York til Peking á tveimur klukkutímum eða frá Los Angeles til New York á 45 mínútum. Hyperloop er einskonar hylki sem er að sögn erlendra fjölmiðla komið fyrir í lofttæmdum göngum. Engin loftmótstaða er inni í göngunum og hylkið, sem hýsir sex manns og farangur, er ekki í snertingu við göngin fyrir sakir svokallaðar maglev-tækni. Þannig má ná gríðarmiklum hraða í göngunum sem vonandi getur stytt tímann sem fer í samgöngur. Hyperloop lestin byggir á maglev-tækni, sem á íslensku gæti útlagst sem segulsviftækni. Segulsvif virkar þannig að rafmagni er hleypt á segla sem liggja eftir endilangri brautinni sem gera það að verkum að hylkin svífa yfir brautinni fyrir sakir segulsviðs. Musk hefur lýst Hyperloop sem blöndu af Concorde, rafsegulbyssu og þythokkíborði, en hann hyggst veita nánari upplýsingar um verkefnið þann 12. ágúst næstkomandi. Þetta kemur fram á vef Wired og vef Businessinsider: Myndband af tækninni má sjá hér fyrir neðan:
Mest lesið Sýkna í vaxtamálinu: „Þetta eru gífurleg vonbrigði“ Neytendur „Þetta verður bara heiðarlegur bisness, ég nenni engu kjaftæði“ Viðskipti innlent Fáránlegt að eiga ekki „smá Bitcoin“ á Íslandi Viðskipti innlent Ísold ráðin markaðsstjóri Viðskipti innlent Horfur tveggja banka úr stöðugum í jákvæðar Viðskipti innlent Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Atvinnulíf Frá Bændasamtökunum til Samorku Viðskipti innlent Að byggja upp vinnustað sem hræðist ekki breytingar Atvinnulíf Megi troða „singles day“ upp í greiðslugáttirnar á sér Neytendur Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen Atvinnulíf Fleiri fréttir Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira