Golfvertíðin hefst um helgina Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 16. maí 2013 06:30 Mynd/Gunnar V. Andrésson Í vikunni var undirritað samkomulag á milli Golfsambands Íslands og Íslandsbanka um barna- og unglingastarf sambandsins í sumar. Barna- og unglingamótaraðir sumarsins munu því bera nafn Íslandsbanka en fyrstu mótin fara fram um helgina, bæði í aðalmótaröðinni og áskorendamótaröðinni. Mikill uppgangur hefur verið í golfíþróttinni á meðal barna og unglinga hér á landi og komast aðeins 144 bestu kylfingar landsins í aðalmótaröðina. Þar er skipt í karla- og kvennaflokk, sem og þrjá aldursflokka. Meðal þeirra fjölmörgu ungu og efnilegu kylfinga sem Ísland á er Saga Traustadóttir (á mynd), 15 ára kylfingur úr GR. Hún var viðstödd undirritun samstarfsins ásamt Herði Þorsteinssyni frá GSÍ og Hólmfríði Einarsdóttur frá Íslandsbanka. Fyrsta mótið í aðalmótaröðinni fer fram í Þorlákshöfn um helgina en alls fara fram sjö mót í sumar, það síðasta í byrjun septembermánaðar. Keppt verður í áskorendamótaröðinni á Húsatóftarvelli í Grindavík á morgun. Golf Mest lesið Rashford genginn í raðir Villa Fótbolti Skagamenn kaupa Hauk frá Lille Fótbolti „Andlegur styrkur“ einkennir topplið Tindastóls Körfubolti Uppgjörið: Króatía - Danmörk 26-32 | Danir heimsmeistarar fjórða sinn í röð Handbolti Skytturnar gengu frá Englandsmeisturunum Enski boltinn Snorri Steinn um Gunna Magg málið: „Það er kjánaskapur að halda því fram“ Handbolti Grein Morgunblaðsins til skammar Sport Rómverjar stöðvuðu sigurgöngu toppliðsins Fótbolti Neitaði að heilsa skákkonunni en bætti fyrir það með stæl Sport „Íslensku konurnar sem breyttu CrossFit heiminum að eilífu“ Sport Fleiri fréttir Gunnlaugur í besta sæti Íslendings Lék Lo Romero völlinn á 58 höggum og sjáðu hann enda á svakalegu höggi Vann undrabarnið og braut blað í íslenskri golfsögu Gunnlaugur vann en Evrópa tapaði Allt jafnt fyrir lokadaginn Sögufrægur golfvöllur í hættu vegna eldanna í Los Angeles Kylfurnar eftir í Amsterdam en Gunnlaugur nýtur sín meðal þeirra bestu Sjóðheitur Gunnlaugur tryggði Evrópu einn sigur Slógu golfbolta hvors annars og misstu af milljónum Sjá meira
Í vikunni var undirritað samkomulag á milli Golfsambands Íslands og Íslandsbanka um barna- og unglingastarf sambandsins í sumar. Barna- og unglingamótaraðir sumarsins munu því bera nafn Íslandsbanka en fyrstu mótin fara fram um helgina, bæði í aðalmótaröðinni og áskorendamótaröðinni. Mikill uppgangur hefur verið í golfíþróttinni á meðal barna og unglinga hér á landi og komast aðeins 144 bestu kylfingar landsins í aðalmótaröðina. Þar er skipt í karla- og kvennaflokk, sem og þrjá aldursflokka. Meðal þeirra fjölmörgu ungu og efnilegu kylfinga sem Ísland á er Saga Traustadóttir (á mynd), 15 ára kylfingur úr GR. Hún var viðstödd undirritun samstarfsins ásamt Herði Þorsteinssyni frá GSÍ og Hólmfríði Einarsdóttur frá Íslandsbanka. Fyrsta mótið í aðalmótaröðinni fer fram í Þorlákshöfn um helgina en alls fara fram sjö mót í sumar, það síðasta í byrjun septembermánaðar. Keppt verður í áskorendamótaröðinni á Húsatóftarvelli í Grindavík á morgun.
Golf Mest lesið Rashford genginn í raðir Villa Fótbolti Skagamenn kaupa Hauk frá Lille Fótbolti „Andlegur styrkur“ einkennir topplið Tindastóls Körfubolti Uppgjörið: Króatía - Danmörk 26-32 | Danir heimsmeistarar fjórða sinn í röð Handbolti Skytturnar gengu frá Englandsmeisturunum Enski boltinn Snorri Steinn um Gunna Magg málið: „Það er kjánaskapur að halda því fram“ Handbolti Grein Morgunblaðsins til skammar Sport Rómverjar stöðvuðu sigurgöngu toppliðsins Fótbolti Neitaði að heilsa skákkonunni en bætti fyrir það með stæl Sport „Íslensku konurnar sem breyttu CrossFit heiminum að eilífu“ Sport Fleiri fréttir Gunnlaugur í besta sæti Íslendings Lék Lo Romero völlinn á 58 höggum og sjáðu hann enda á svakalegu höggi Vann undrabarnið og braut blað í íslenskri golfsögu Gunnlaugur vann en Evrópa tapaði Allt jafnt fyrir lokadaginn Sögufrægur golfvöllur í hættu vegna eldanna í Los Angeles Kylfurnar eftir í Amsterdam en Gunnlaugur nýtur sín meðal þeirra bestu Sjóðheitur Gunnlaugur tryggði Evrópu einn sigur Slógu golfbolta hvors annars og misstu af milljónum Sjá meira