Erlent

Twitter logaði í nótt - 5,5 milljónir tístu yfir flutningi Beyoncé

Það var nóg um að vera á samskiptamiðlinum Twitter þegar úrslitaleikurinn í NFL fór fram í gærkvöldi.

Samkvæmt upplýsingum frá Twitter tístuðu notendur um 24,1 milljónum sinnum á meðan leiknum stóð. Í upphafi síðari hálfleiks fór rafmagnið af höllinni í New Orleans og var gert hlé á leiknum í 34 mínútur. Á þeim tíma tístuðu notendur 231.500 sinnum á hverri mínútu.

Þetta eru gríðarlega háar tölur, til samanburðar tístuðu notendur 23 milljón sinnum á sex klukkutíma tímabili þegar Barack Obama var endurkjörinn sem forseti í haust.

Á meðan Beyoncé söng í hálfleik komu 5,5 milljón tíst frá notendum, eða um 268 þúsund á hverri mínútu.

Um 500 milljónir manna eru á Twitter, en 300 milljónir af þeim eru ekki virkir notendur.

Hægt er að horfa á framkomu Beyoncé í myndskeiðinu hér að ofan.


Tengdar fréttir

Í hverju var Beyoncé Knowles?

"Allra augu eru á söngdívunni og drottningunni Beyoncé Knowles eftir Super Bowl framkomu gærkvöldsins. Það er því eiginlega ekki hægt komast hjá því að ræða það aðeins," skrifar Elísabet Gunnars tískubloggari á Trendnet.is.

Hrafnarnir frá Baltimore unnu leikinn um Ofurskálina

Baltimore Ravens er meistari í NFL-deildinni en liðið vann magnaðan sigur, 34-31, á San Francisco 49ers í Super Bowl í nótt. 49ers var lengi í gang, kom til baka og var ekki fjarri því að stela sigrinum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×