Einbeiti mér að sjálfum mér Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 4. febrúar 2013 07:00 Gunnar Nelson er tilbúinn fyrir sinn stærsta bardaga á ferlinum til þessa. Nordic Photos / Getty Images Tæpar tvær vikur eru þar til Gunnar Nelson tekur þátt í sínum öðrum UFC-bardaga og þeim stærsta á ferlinum til þessa. Upphaflega var áætlað að Gunnar myndi mæta Justin Edwards en sá þurfti nýlega að draga sig úr keppni vegna meiðsla. Nú er ljóst að Gunnar mætir Brasilíumanninum þaulreynda Jorge Santiago en sá er eldri og stærri en Gunnar. Santiago á að baki langan feril í UFC en þetta er þó fyrsti bardagi hans þar í rúmt ár. „Undirbúningurinn gengur prýðilega," sagði Gunnar, rólegur í máli, þegar Fréttablaðið tók hann tali um helgina. „Það breytti voða litlu fyrir mig þó svo að það hafi verið skipt um andstæðing, enda er ég fyrst og fremst að einbeita mér að því sem ég ætla að gera – ekki því sem aðrir gera." Hann á von á erfiðum bardaga gegn Santiago en þess má geta að Gunnar er enn ósigraður í ellefu MMA-bardögum á ferlinum. „Hann er bæði reyndur og góður bardagamaður. Hann er góður í jörðinni og hefur verið svartbeltingur [í brasilísku jiu-jitsu] í mörg ár. Hann er þó líka höggþungur uppi og ég á allt eins von á því að bardaginn verði meira standandi en flestir af mínum bardögum hafa verið hingað til. Þetta mun annars bara allt koma í ljós," sagði Gunnar, sem hefur haldið að mestu til heima við æfingar síðustu vikur og mánuði. „Þjálfarar mínir frá Írlandi eru með annan fótinn hér og svo eru þeir strákar sem ég æfi með heima orðnir ansi góðir. Það hefur því ekki verið nein pressa á mér að flytja út. Ég bjó úti í tvö ár á sínum tíma en núna er ég heima og kann vel við það." Gunnar vakti mikla athygli fyrir framgöngu sína í sínum fyrsta UFC en hann fór þá létt með Bandaríkjamanninn DeMarques Johnson. Dana White, forseti UFC, hrósaði Gunnari í hástert á blaðamannafundi síðar þetta sama kvöld. Bardagi Gunnars gegn Santiago fer fram á Wembley-Arena þann 16. febrúar og er á svokölluðu „main card" og því einn af aðalbardögum kvöldsins. „Þetta er stærsta svið sem ég hef barist á hingað til og ég er mjög sáttur við þróun mála hingað til. Fólk tekur eftir manni þegar vel gengur og ég er ánægður hjá UFC." Íþróttir Mest lesið Fórnar bandarískum háskólapartýum til að ná á toppinn Golf Rory McIlroy: Hvað ætlið þið núna að tala um fyrir næsta Mastersmót? Golf „Aðeins léttari þegar það er saklaus sál heima sem þarf að sjá um“ Íslenski boltinn Lærðu að fagna eins og verðandi feður Íslenski boltinn Saklaus en missti af Ólympíuleikunum eftir mistök félagsins Fótbolti Dæmd í bann fyrir að klípa í klof Fótbolti KA búið að landa fyrirliða Lyngby Íslenski boltinn Sjáðu allar tilfinningarnar hjá Rory þegar hann vann Masters mótið Golf Versti sóknarleikur nýliða í meira en þrjá áratugi Íslenski boltinn Fyrsti nýi meðlimurinn í 25 ár Golf Fleiri fréttir Spilaði í sex sekúndur til að missa ekki úr leik Færeyjar fylgja Íslandi á sitt fyrsta HM Dani komin alla leið í úrslitaeinvígið um titilinn Aftur með þrennu á afmælisdeginum „Þetta var eitt af þessum stóru augnablikum sem ég mun aldrei gleyma“ Rory vill veita leikmönnum Man United innblástur „Þurfum að halda betur fókus þegar það hægist á leiknum“ KA búið að landa fyrirliða Lyngby Versti sóknarleikur nýliða í meira en þrjá áratugi Fórnar bandarískum háskólapartýum til að ná á toppinn Lærðu að fagna eins og verðandi feður Fyrsti nýi meðlimurinn í 25 ár Besta-spáin 2025: Áframhaldandi hamingja í Víkinni „Aðeins léttari þegar það er saklaus sál heima sem þarf að sjá um“ Besta-spáin 2025: Stórir draumar í Laugardalnum Eyþóra með gullna endurkomu: „Kennslustund í glæsileika“ Fékk síðasta bikarinn á ferlinum mörgum mánuðum eftir að hann hætti Rory McIlroy: Hvað ætlið þið núna að tala um fyrir næsta Mastersmót? Saklaus en missti af Ólympíuleikunum eftir mistök félagsins Mörkin úr Bestu: Fram afgreiddi meistara Blika á ellefu mínútna kafla Stjórinn fór á barinn með stuðningsmönnunum eftir leik Dæmd í bann fyrir að klípa í klof Sjáðu allar tilfinningarnar hjá Rory þegar hann vann Masters mótið Fótboltamaður lést eftir samstuð inn á vellinum Dagskráin í dag: Reykjavíkurslagur, úrslitarimma, uppgjörsþættir og Karólína Lea McIlroy vann Masters í bráðabana „Við erum að reyna að skapa vonir og trú á þetta verkefni“ Ancelotti: Mbappé er ekki ofbeldisfullur en þetta var augljóst rautt spjald „Getum klárlega farið alla leið ef við viljum það“ Uppgjörið: Valur - Þór Ak. 75-70 | Valur sendi Þórsara í sumarfrí Sjá meira
Tæpar tvær vikur eru þar til Gunnar Nelson tekur þátt í sínum öðrum UFC-bardaga og þeim stærsta á ferlinum til þessa. Upphaflega var áætlað að Gunnar myndi mæta Justin Edwards en sá þurfti nýlega að draga sig úr keppni vegna meiðsla. Nú er ljóst að Gunnar mætir Brasilíumanninum þaulreynda Jorge Santiago en sá er eldri og stærri en Gunnar. Santiago á að baki langan feril í UFC en þetta er þó fyrsti bardagi hans þar í rúmt ár. „Undirbúningurinn gengur prýðilega," sagði Gunnar, rólegur í máli, þegar Fréttablaðið tók hann tali um helgina. „Það breytti voða litlu fyrir mig þó svo að það hafi verið skipt um andstæðing, enda er ég fyrst og fremst að einbeita mér að því sem ég ætla að gera – ekki því sem aðrir gera." Hann á von á erfiðum bardaga gegn Santiago en þess má geta að Gunnar er enn ósigraður í ellefu MMA-bardögum á ferlinum. „Hann er bæði reyndur og góður bardagamaður. Hann er góður í jörðinni og hefur verið svartbeltingur [í brasilísku jiu-jitsu] í mörg ár. Hann er þó líka höggþungur uppi og ég á allt eins von á því að bardaginn verði meira standandi en flestir af mínum bardögum hafa verið hingað til. Þetta mun annars bara allt koma í ljós," sagði Gunnar, sem hefur haldið að mestu til heima við æfingar síðustu vikur og mánuði. „Þjálfarar mínir frá Írlandi eru með annan fótinn hér og svo eru þeir strákar sem ég æfi með heima orðnir ansi góðir. Það hefur því ekki verið nein pressa á mér að flytja út. Ég bjó úti í tvö ár á sínum tíma en núna er ég heima og kann vel við það." Gunnar vakti mikla athygli fyrir framgöngu sína í sínum fyrsta UFC en hann fór þá létt með Bandaríkjamanninn DeMarques Johnson. Dana White, forseti UFC, hrósaði Gunnari í hástert á blaðamannafundi síðar þetta sama kvöld. Bardagi Gunnars gegn Santiago fer fram á Wembley-Arena þann 16. febrúar og er á svokölluðu „main card" og því einn af aðalbardögum kvöldsins. „Þetta er stærsta svið sem ég hef barist á hingað til og ég er mjög sáttur við þróun mála hingað til. Fólk tekur eftir manni þegar vel gengur og ég er ánægður hjá UFC."
Íþróttir Mest lesið Fórnar bandarískum háskólapartýum til að ná á toppinn Golf Rory McIlroy: Hvað ætlið þið núna að tala um fyrir næsta Mastersmót? Golf „Aðeins léttari þegar það er saklaus sál heima sem þarf að sjá um“ Íslenski boltinn Lærðu að fagna eins og verðandi feður Íslenski boltinn Saklaus en missti af Ólympíuleikunum eftir mistök félagsins Fótbolti Dæmd í bann fyrir að klípa í klof Fótbolti KA búið að landa fyrirliða Lyngby Íslenski boltinn Sjáðu allar tilfinningarnar hjá Rory þegar hann vann Masters mótið Golf Versti sóknarleikur nýliða í meira en þrjá áratugi Íslenski boltinn Fyrsti nýi meðlimurinn í 25 ár Golf Fleiri fréttir Spilaði í sex sekúndur til að missa ekki úr leik Færeyjar fylgja Íslandi á sitt fyrsta HM Dani komin alla leið í úrslitaeinvígið um titilinn Aftur með þrennu á afmælisdeginum „Þetta var eitt af þessum stóru augnablikum sem ég mun aldrei gleyma“ Rory vill veita leikmönnum Man United innblástur „Þurfum að halda betur fókus þegar það hægist á leiknum“ KA búið að landa fyrirliða Lyngby Versti sóknarleikur nýliða í meira en þrjá áratugi Fórnar bandarískum háskólapartýum til að ná á toppinn Lærðu að fagna eins og verðandi feður Fyrsti nýi meðlimurinn í 25 ár Besta-spáin 2025: Áframhaldandi hamingja í Víkinni „Aðeins léttari þegar það er saklaus sál heima sem þarf að sjá um“ Besta-spáin 2025: Stórir draumar í Laugardalnum Eyþóra með gullna endurkomu: „Kennslustund í glæsileika“ Fékk síðasta bikarinn á ferlinum mörgum mánuðum eftir að hann hætti Rory McIlroy: Hvað ætlið þið núna að tala um fyrir næsta Mastersmót? Saklaus en missti af Ólympíuleikunum eftir mistök félagsins Mörkin úr Bestu: Fram afgreiddi meistara Blika á ellefu mínútna kafla Stjórinn fór á barinn með stuðningsmönnunum eftir leik Dæmd í bann fyrir að klípa í klof Sjáðu allar tilfinningarnar hjá Rory þegar hann vann Masters mótið Fótboltamaður lést eftir samstuð inn á vellinum Dagskráin í dag: Reykjavíkurslagur, úrslitarimma, uppgjörsþættir og Karólína Lea McIlroy vann Masters í bráðabana „Við erum að reyna að skapa vonir og trú á þetta verkefni“ Ancelotti: Mbappé er ekki ofbeldisfullur en þetta var augljóst rautt spjald „Getum klárlega farið alla leið ef við viljum það“ Uppgjörið: Valur - Þór Ak. 75-70 | Valur sendi Þórsara í sumarfrí Sjá meira