Umfjöllun og viðtöl: Ísland - Skotland 2-3 | Skelfilegur fyrri hálfleikur Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 1. júní 2013 00:01 Íslenska kvennalandsliðið í fótbolta tapaði 2-3 á móti Skotlandi í vináttulandsleik á Laugardalsvelli í kvöld en þetta var síðasta heimaleikur stelpnanna okkar fyrir úrslitakeppni Evrópumótsins sem hefst í Svíþjóð í næsta mánuði. Stelpurnar sýndu á sér tvær hliðar í leiknum og frammistaða liðsins í fyrri hálfleiknum er ekki boðleg fyrir lið sem á leiðinni í úrslitakeppni stórmóts. Seinni hálfleikurinn var mun betri og stelpurnar byggja vonandi á honum í framhaldinu. Íslenska liðið fékk á sig þrjú ódýr mörk í fyrri hálfleiknum þar af tvö þeirra á fyrstu fjórtán mínútunum en mun betri seinni hálfleikur nægði ekki til að bæta fyrir það. Sara Björk Gunnarsdóttir og Hólmfríður Magnúsdóttir skoruðu mörk íslenska liðsins. Íslenska vörnin var gjörsamlega sofandi í þrígang í fyrri hálfleiknum og skosku stelpurnar nýttu sér það vel. Fyrstu tvö mörk Skota komu á fyrstu fjórtán mínútum leiksins þar sem þær skosku fengu bæði nægan tíma til að gefa boltann fyrir sem og að athafna sig í teignum. Sara Björk Gunnarsdóttir minnkaði muninn eftir að markvörður Skota missti frá sér fyrirgjöf Hallberu Guðnýju Gísladóttur en skoska liðið fékk eitt mark til viðbótar á silfurfati. Markið kom eftir hornspyrnu þar sem leikmaður Skota var alein utarlega í teignum og skoraði með laglegu skoti. Einn íslensku varnarmannanna datt í teignum og það hafði mikið með þetta að segja en samt. Svona á ekki á sjást. Fyrri hálfleikurinn var heilt yfir skelfilegur, sofandaháttur í varnarleiknum og bitleysi í sókninni. Sigurður Ragnar Eyjólfsson, landsliðsþjálfari, tók á því með því að gera fjórar breytingar í leikhléi. Það bar árangur strax því Hólmfríður Magnúsdóttir minnkaði muninn í 2-3 á 52. mínútu eftir stoðsendingu frá varamanninum Dagnýju Brynjarsdóttur. Rakel Hönnudóttir, Hólmfríður, Margrét Lára og Sara Björk fengu allar tækifæri til að jafna metin í seinni hálfleiknunm en Gemma Fay, góður markvörður Skota varði vel í öll skiptin. Jöfnunarmarkið datt ekki inn og íslenska liðið varð að sætta sig við tap. Það var allt annað að sjá íslenska liðið í seinni hálfleiknum og ljóst að hálfleiksræða og skiptingar fjórar hafa kveikt í íslenska liðinu sem var langt frá því að vera í EM-klassa í fyrri hálfleiknum. Seinni hálfleikurinn er vonandi það sem stelpurnar ætla að bjóða okkur upp á í Svíþjóð í júlí.Katrín: Fáar þjóðir sem vilja koma hingaðKatrín Jónsdóttir, fyrirliði íslenska liðsins, viðurkenndi fúslega að fyrri hálfleikurinn hafi ollið öllum í liðinu vonbrigðum. Íslenska liðið fékk þá á sig þrjú mörk. „Við áttum mikið betri seinni hálfleik. Ég veit ekki hvað það var því mér fannst góð stemning í upphituninni og við vorum tilbúnar fyrir leikinn. Mér fannst aðallega varnarskipulagið hjá öllu liðinu vera að klikka og það var alltof langt á milli manna út um allan völl, bæði hjá okkur í varnarlínunni og þeirra sem voru framar á vellinum," sagði Katrín Jónsdóttir, fyrirliði íslenska liðsins. „Það var alltof stórt svæði fyrir miðjumennina til að vinna á og það er bara rosalega auðvelt að spila í gegnum svoleiðis lið. Við sáum að það var vandamálið og hefðum átt að laga það í fyrri hálfleiknum. Við náðum að laga það í seinni hálfleiknum sem mér finnst vera kostur," sagði Katrín. „Mér fannst við spila mjög vel á köflum í seinni hálfleiknum en við getum verið aðeins rólegri á boltanum. Við eigum að geta að rúllað boltanum meira í vörninni á meðan okkar fremstu menn fá tíma til að komast fram. Við erum of mikið í því að senda langa bolta fram," sagði Katrín. „Varnarskipulagið okkar í seinni hálfleik var miklu meiri pakki og við vorum miklu þéttari. Þær voru ekki að spila í gegnum okkur og við verðum að byggja ofan á það," sagði Katrín en hvað var í gangi í fyrri hálfleiknum? „Það getur alveg verið að það hafi verið smá stress í okkur í byrjun. Þetta er mjög sterkur hópur og það eru margir góðir leikmenn sem allir vilja sanna sig. Spennustigið var kannski of hátt en við eigum að geta ráðið við það. Við vorum ekki nógu þéttar og þá er svo auðvelt að spila í gegnum okkur. Við vorum of oft í að lenda í stöðunni einn á móti tveimur af því við vorum svolítið að selja okkur og koma næsta manni í vandræði," sagði Katrín. „Við höfum sem betur fer einn leik til viðbótar fram að móti. Ég veit að KSÍ gerði allt sem í þeirra valdi stóð til að fá tvo leiki en það eru fáar þjóðir sem vilja koma hingað og spila af einhverjum ástæðum sem ég skil ekki. Það er rosagott að fá þennan leik á móti Dönum og eftir það verðum við að æfa mikið saman. það verður mjög gott," sagði Katrín.Harpa: Engin þrumuræða frá þjálfaranum í hálfleikHarpa Þorsteinsdóttir, fékk tækifærið á móti Skotum og stóð sig einna best af sóknarhugsandi leikmönnum liðsins. Harpa hefur verið að spila vel með Stjörnunni og kom ágætlega út sem í stöðu framliggjandi miðjumanns. Slæm byrjun og þrjú skosk mörk í fyrri hálfleiknum fór með leikinn. „Þær byrjuðu leikinn en ekki við. Ég veit ekki hvað var að en það var einhver sofandaháttur á okkur. Við vorum ekki að spila nægjanlega vel sem lið í fyrri hálfleik en töluðum saman í hálfleik og komum sterkari út í seinni hálfleik," sagði Harpa Þorsteinsdóttir en bauð Sigurður Ragnar Eyjólfsson, landsliðsþjálfari, upp á þrumuræðu í hálfleik. „Nei alls ekki. Við áttum gott spjall og töluðum bara um það sem við þurftum að laga. Þetta voru einfaldir hlutir og því var einfalt að laga þá," sagði Harpa. „Ég get alveg verið ánægð með minn leik í dag en það er aldrei gaman að tapa. Liðið var ekki að spila vel í fyrri hálfleik en kom sterkari út í seinni hálfleikinn. Allt liðið kom sterkara út og þar á meðal ég. Það var plús," sagði Harpa. „Við áttum einhver fjögur færi í seinni hálfleiknum sem við hefðum viljað nýta betur en við eigum það bara inni fyrir næstu leiki sem eru klárlega mikilvægari en þessi," sagði Harpa.Margrét Lára: Þurfum að fara með góða tilfinningu inn á EMMargrét Lára Viðarsdóttir er komin aftur af stað með landsliðinu eftir aðgerð og lék í dag sinn fyrsta landsleik á árinu 2013. Hún náði ekki að skora í leiknum en kláraði 90 mínútur. „Það er virkilega gaman að vera komin til baka en auðvitað hefðu úrslitin mátt vera betri. Mér finnst samt mikilvægt að horfa ekki of mikið á þessi úrslit þó að það skipti auðvitað máli að vinna alla leiki. Það sem skiptir mestu máli er að við komum til baka eftir slakan fyrri hálfleik. Við sýndum það í seinni hálfleiknum hvað í okkur er spunnið," sagði Margrét Lára Viðarsdóttir. „Við spiluðum þá vel og létum boltann ganga auk þess að vera þéttar í varnarleiknum. Það er það sem við þurfum að fara með okkur á EM. Við erum líka að spila nýtt leikkerfi og það má ekki gleyma því. Siggi er að leggja nýjar línur fyrir okkur og það tekur tíma að aðlagast því. Það eru líka að koma nýir leikmenn inn og ég er að koma inn eftir svolitla pásu. Leikur liðsins breytist með því. Það var eitthvað neikvætt í dag en það var líka fullt jákvætt og mikilvægt að taka það með okkur," sagði Margrét Lára. „Fyrri hálfleikurinn var slakur og við getum ekki neitað því. Við tökum alveg þeirri gagnrýni og gagnrýnum okkur mest sjálfar fyrir það. Við sýndum karakter, komum til baka og hefðum vel getað jafnan þennan leik og jafnvel unnið hann. Mér fannst við algjörlega eiga þennan seinni hálfleik. Við erum líka í betra ástandi en þær því við gjörsamlega keyrðum yfir þær í seinni hálfleiknum," sagði Margrét Lára. „Svona leikir eru virkilega mikilvægur fyrir okkur og það er mjög gott að fá svona leik. Þrátt fyrir tap er þetta mikilvægur hluti af undirbúningnum okkar," sagði Margrét Lára. „Við eigum Danmörku 20. júní næstkomandi og nú er bara að fara með þennan seinni hálfleik með okkur þangað og halda áfram að bæta okkur. Það er nægur tími og hver og einn leikmaður þarf áfram að vinna í sínum málum. Þetta er klisja en það er mikilvægt að byggja upp sjálfstraust í liðinu og fara með góða tilfinningu á EM. Ekki að horfa of mikið í það neikvæða en að sjálfsögðu þurfum við að bæta okkur veikleika og fylla í þessi göt sem eru að myndast. Ef við náum því þá er ég mjög bjartsýn á framhaldið," sagði Margrét Lára.Sigurður Ragnar: Það þýðir lítið að hrauna yfir liðið sittSigurður Ragnar Eyjólfsson, landsliðsþjálfari, var að sjálfsögðu ekki ánægður með tap á móti Skotum hvað þá að fá á sig þrjú mörk í fyrri hálfleik og það á heimavelli. Hann sá samt ljósa punkta í seinni hálfleiknum sem var miklu betri. „Liðið var spila mjög illa í fyrri hálfleik, það var sofandaháttur í vörninni og við vorum að gefa þeim mörk. Við höfum aldrei fengið á okkur þrjú mörk áður á heimavelli þannig að ég var mjög óánægður með liðið. Það þýðir samt lítið að hrauna yfir liðið sitt því við þurfum að finna lausnir. Við ræddum um það í hálfleik hvað við gætum gert betur í seinni hálfleik. Leikmennirnir komu líka með lausnir og mér fannst við finna lausnir og gera betur í seinni hálfleiknum," sagði Sigurður Ragnar Eyjólfsson. „Við unnum seinni hálfleikinn og sköpuðum okkur fullt af færum. Ég get talið upp fjögur mjög góð færi þar sem þær voru að komast einar á móti markmanni. Það verður að nýta þessi færi," sagði Sigurður Ragnar sem var stórtækur í hálfleiknum og gerði þá fjórar breytingar. „Við náðum að snúa þessu við. Við ákváðum það líka fyrir leikinn að við vildum skoða nokkra leikmenn. Ég var búinn að segja það við þær fyrir fram að svo gæti farið að einhver þeirra fengi bara 45 mínútur þó að þær væru að spila vel. Við erum að nýta vináttuleikina til að skoða leikmenn, bæði þá sem eru að spila erlendis sem og þær sem eru standa sig vel hérna heima. Ég var ánægður með innkomuna hjá þeim leikmönnum sem komu inn á í hálfleik," sagði Sigurður Ragnar. „Allt liðið sem spilaði seinni hálfleikinn stóð sig mjög vel og þetta var eins og svart og hvítt. Við fegnum fullt af svörum," sagði Sigurður. „Það er alltaf að styttast í lokakeppnina. Þetta er spennandi verkefni og við fengum fullt að svörum í dag. Þær sem spiluðu best hljóta að geta tilkalla til að byrja inn á gegn Dönum," sagði Sigurður en íslenska liðið spilar lokaundirbúningsleik sinn á móti Danmörku 20. júní næstkomandi. „Hópurinn er kominn að stórum hluta en auðvitað getum við ennþá gert breytingar ef leikmenn eru að springa út með sínum liðum. Það voru meiðsli hjá okkur núna því við misstum Katrínu Ómarsdóttur út. Vonandi eigum við hana inni því hún er mjög góður leikmaður og átti að byrja þennan leik. Það er ennþá möguleiki fyrir stelpur að komast í hópinn og við þurfum að sjá hvernig leikmenn standa sig fram að Danmerkurleiknum," sagði Sigurður sem fagnar endurkomu Margrétar Láru Viðarsdóttur. „Það er frábært fyrir okkur að fá Margréti Láru aftur inn. Hún var óheppin að vera dæmd rangstæð þegar hún slapp í gegn í fyrri hálfleiknum. Hún er frábær leikmaður og ég sé að hún er að verða betri og betri. Ég sá hana á móti Malmö fyrir tveimur til þremur vikum. Hún er strax betri núna heldur en þá og hún á enn inni einhverjar sex vikur fram að lokakeppni. Vonandi verður hún orðin klár því það er rosalega mikilvægt að fá hana inn í sóknarleikinn því við höfum saknað hennar mikið," sagði Sigurður Ragnar. Íslenski boltinn Mest lesið Dagskráin í dag: Arsenal mætir Man. Utd og úrslitakeppni NFL-heldur áfram Sport „Hann hefur náð að fela hann varnarlega alveg fáránlega vel“ Körfubolti Slot hrósaði Accrington og ungstirninu Enski boltinn Sá elsti til að vinna á ATP-mótaröðinni og sló met Federer Sport Pep staðfestir að Walker vilji fara í janúar Enski boltinn Milan áfram í miðjumoði eftir jafntefli Fótbolti Upprúllun hjá City gegn litla nágrannaliðinu Enski boltinn Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 26-24 | Svekkjandi tap í síðasta leik fyrir HM Handbolti Sjáðu glæsimark Alexander-Arnold og fyrsta mark Chiesa fyrir Liverpool Enski boltinn Kane tryggði Bayern fjögurra stiga forystu Fótbolti Fleiri fréttir Daninn og Svíinn á skotskónum í sigri Vals Stórsigur hjá KR-ingum Ungir strákar í HK halda styrktarleik fyrir veikan vin sinn Alex Þór aftur í Stjörnuna Yfirgefur æskufélagið og semur við Þrótt „Hann er mjög eftirminnilegur og mér þykir vænt um hann“ „Himinlifandi“ eftir að hafa landað fyrirliða Fylkis KA fær lykilmann úr Eyjum Íslandsmeistarinn Andri Rafn áfram í röðum Breiðabliks Brazell ráðinn til Vals Gísli Gottskálk eftirsóttur í Póllandi Berglind Björg í raðir Breiðabliks Fullt af leikjum fyrir páska og langt hlé hjá konunum „Ég trúi því að frábært geti alltaf orðið ennþá betra“ Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Yfirlögfræðingur KSÍ verður framkvæmdastjóri Víkings KA-fólk fær sérútgáfu af bókinni Íslensk knattspyrna í ár Mikil sorg hjá Fram-fjölskyldunni Nauðsynlegt og löngu tímabært Stefán Þór Þórðarson í þjálfarastarf hjá Skagamönnum Fyrirliði Selfoss til liðs við Þróttara Vinna að lagningu gervigrass hafin í Vesturbæ „Hef mínar pælingar sem mér finnst gaman að taka áfram“ Blikar kveðja Damir og óska honum góðs gengis í Brúnei Mist Funa komin heim Víkingar seldu Bjarka Björn til Eyja Mætti syni sínum Sjá meira
Íslenska kvennalandsliðið í fótbolta tapaði 2-3 á móti Skotlandi í vináttulandsleik á Laugardalsvelli í kvöld en þetta var síðasta heimaleikur stelpnanna okkar fyrir úrslitakeppni Evrópumótsins sem hefst í Svíþjóð í næsta mánuði. Stelpurnar sýndu á sér tvær hliðar í leiknum og frammistaða liðsins í fyrri hálfleiknum er ekki boðleg fyrir lið sem á leiðinni í úrslitakeppni stórmóts. Seinni hálfleikurinn var mun betri og stelpurnar byggja vonandi á honum í framhaldinu. Íslenska liðið fékk á sig þrjú ódýr mörk í fyrri hálfleiknum þar af tvö þeirra á fyrstu fjórtán mínútunum en mun betri seinni hálfleikur nægði ekki til að bæta fyrir það. Sara Björk Gunnarsdóttir og Hólmfríður Magnúsdóttir skoruðu mörk íslenska liðsins. Íslenska vörnin var gjörsamlega sofandi í þrígang í fyrri hálfleiknum og skosku stelpurnar nýttu sér það vel. Fyrstu tvö mörk Skota komu á fyrstu fjórtán mínútum leiksins þar sem þær skosku fengu bæði nægan tíma til að gefa boltann fyrir sem og að athafna sig í teignum. Sara Björk Gunnarsdóttir minnkaði muninn eftir að markvörður Skota missti frá sér fyrirgjöf Hallberu Guðnýju Gísladóttur en skoska liðið fékk eitt mark til viðbótar á silfurfati. Markið kom eftir hornspyrnu þar sem leikmaður Skota var alein utarlega í teignum og skoraði með laglegu skoti. Einn íslensku varnarmannanna datt í teignum og það hafði mikið með þetta að segja en samt. Svona á ekki á sjást. Fyrri hálfleikurinn var heilt yfir skelfilegur, sofandaháttur í varnarleiknum og bitleysi í sókninni. Sigurður Ragnar Eyjólfsson, landsliðsþjálfari, tók á því með því að gera fjórar breytingar í leikhléi. Það bar árangur strax því Hólmfríður Magnúsdóttir minnkaði muninn í 2-3 á 52. mínútu eftir stoðsendingu frá varamanninum Dagnýju Brynjarsdóttur. Rakel Hönnudóttir, Hólmfríður, Margrét Lára og Sara Björk fengu allar tækifæri til að jafna metin í seinni hálfleiknunm en Gemma Fay, góður markvörður Skota varði vel í öll skiptin. Jöfnunarmarkið datt ekki inn og íslenska liðið varð að sætta sig við tap. Það var allt annað að sjá íslenska liðið í seinni hálfleiknum og ljóst að hálfleiksræða og skiptingar fjórar hafa kveikt í íslenska liðinu sem var langt frá því að vera í EM-klassa í fyrri hálfleiknum. Seinni hálfleikurinn er vonandi það sem stelpurnar ætla að bjóða okkur upp á í Svíþjóð í júlí.Katrín: Fáar þjóðir sem vilja koma hingaðKatrín Jónsdóttir, fyrirliði íslenska liðsins, viðurkenndi fúslega að fyrri hálfleikurinn hafi ollið öllum í liðinu vonbrigðum. Íslenska liðið fékk þá á sig þrjú mörk. „Við áttum mikið betri seinni hálfleik. Ég veit ekki hvað það var því mér fannst góð stemning í upphituninni og við vorum tilbúnar fyrir leikinn. Mér fannst aðallega varnarskipulagið hjá öllu liðinu vera að klikka og það var alltof langt á milli manna út um allan völl, bæði hjá okkur í varnarlínunni og þeirra sem voru framar á vellinum," sagði Katrín Jónsdóttir, fyrirliði íslenska liðsins. „Það var alltof stórt svæði fyrir miðjumennina til að vinna á og það er bara rosalega auðvelt að spila í gegnum svoleiðis lið. Við sáum að það var vandamálið og hefðum átt að laga það í fyrri hálfleiknum. Við náðum að laga það í seinni hálfleiknum sem mér finnst vera kostur," sagði Katrín. „Mér fannst við spila mjög vel á köflum í seinni hálfleiknum en við getum verið aðeins rólegri á boltanum. Við eigum að geta að rúllað boltanum meira í vörninni á meðan okkar fremstu menn fá tíma til að komast fram. Við erum of mikið í því að senda langa bolta fram," sagði Katrín. „Varnarskipulagið okkar í seinni hálfleik var miklu meiri pakki og við vorum miklu þéttari. Þær voru ekki að spila í gegnum okkur og við verðum að byggja ofan á það," sagði Katrín en hvað var í gangi í fyrri hálfleiknum? „Það getur alveg verið að það hafi verið smá stress í okkur í byrjun. Þetta er mjög sterkur hópur og það eru margir góðir leikmenn sem allir vilja sanna sig. Spennustigið var kannski of hátt en við eigum að geta ráðið við það. Við vorum ekki nógu þéttar og þá er svo auðvelt að spila í gegnum okkur. Við vorum of oft í að lenda í stöðunni einn á móti tveimur af því við vorum svolítið að selja okkur og koma næsta manni í vandræði," sagði Katrín. „Við höfum sem betur fer einn leik til viðbótar fram að móti. Ég veit að KSÍ gerði allt sem í þeirra valdi stóð til að fá tvo leiki en það eru fáar þjóðir sem vilja koma hingað og spila af einhverjum ástæðum sem ég skil ekki. Það er rosagott að fá þennan leik á móti Dönum og eftir það verðum við að æfa mikið saman. það verður mjög gott," sagði Katrín.Harpa: Engin þrumuræða frá þjálfaranum í hálfleikHarpa Þorsteinsdóttir, fékk tækifærið á móti Skotum og stóð sig einna best af sóknarhugsandi leikmönnum liðsins. Harpa hefur verið að spila vel með Stjörnunni og kom ágætlega út sem í stöðu framliggjandi miðjumanns. Slæm byrjun og þrjú skosk mörk í fyrri hálfleiknum fór með leikinn. „Þær byrjuðu leikinn en ekki við. Ég veit ekki hvað var að en það var einhver sofandaháttur á okkur. Við vorum ekki að spila nægjanlega vel sem lið í fyrri hálfleik en töluðum saman í hálfleik og komum sterkari út í seinni hálfleik," sagði Harpa Þorsteinsdóttir en bauð Sigurður Ragnar Eyjólfsson, landsliðsþjálfari, upp á þrumuræðu í hálfleik. „Nei alls ekki. Við áttum gott spjall og töluðum bara um það sem við þurftum að laga. Þetta voru einfaldir hlutir og því var einfalt að laga þá," sagði Harpa. „Ég get alveg verið ánægð með minn leik í dag en það er aldrei gaman að tapa. Liðið var ekki að spila vel í fyrri hálfleik en kom sterkari út í seinni hálfleikinn. Allt liðið kom sterkara út og þar á meðal ég. Það var plús," sagði Harpa. „Við áttum einhver fjögur færi í seinni hálfleiknum sem við hefðum viljað nýta betur en við eigum það bara inni fyrir næstu leiki sem eru klárlega mikilvægari en þessi," sagði Harpa.Margrét Lára: Þurfum að fara með góða tilfinningu inn á EMMargrét Lára Viðarsdóttir er komin aftur af stað með landsliðinu eftir aðgerð og lék í dag sinn fyrsta landsleik á árinu 2013. Hún náði ekki að skora í leiknum en kláraði 90 mínútur. „Það er virkilega gaman að vera komin til baka en auðvitað hefðu úrslitin mátt vera betri. Mér finnst samt mikilvægt að horfa ekki of mikið á þessi úrslit þó að það skipti auðvitað máli að vinna alla leiki. Það sem skiptir mestu máli er að við komum til baka eftir slakan fyrri hálfleik. Við sýndum það í seinni hálfleiknum hvað í okkur er spunnið," sagði Margrét Lára Viðarsdóttir. „Við spiluðum þá vel og létum boltann ganga auk þess að vera þéttar í varnarleiknum. Það er það sem við þurfum að fara með okkur á EM. Við erum líka að spila nýtt leikkerfi og það má ekki gleyma því. Siggi er að leggja nýjar línur fyrir okkur og það tekur tíma að aðlagast því. Það eru líka að koma nýir leikmenn inn og ég er að koma inn eftir svolitla pásu. Leikur liðsins breytist með því. Það var eitthvað neikvætt í dag en það var líka fullt jákvætt og mikilvægt að taka það með okkur," sagði Margrét Lára. „Fyrri hálfleikurinn var slakur og við getum ekki neitað því. Við tökum alveg þeirri gagnrýni og gagnrýnum okkur mest sjálfar fyrir það. Við sýndum karakter, komum til baka og hefðum vel getað jafnan þennan leik og jafnvel unnið hann. Mér fannst við algjörlega eiga þennan seinni hálfleik. Við erum líka í betra ástandi en þær því við gjörsamlega keyrðum yfir þær í seinni hálfleiknum," sagði Margrét Lára. „Svona leikir eru virkilega mikilvægur fyrir okkur og það er mjög gott að fá svona leik. Þrátt fyrir tap er þetta mikilvægur hluti af undirbúningnum okkar," sagði Margrét Lára. „Við eigum Danmörku 20. júní næstkomandi og nú er bara að fara með þennan seinni hálfleik með okkur þangað og halda áfram að bæta okkur. Það er nægur tími og hver og einn leikmaður þarf áfram að vinna í sínum málum. Þetta er klisja en það er mikilvægt að byggja upp sjálfstraust í liðinu og fara með góða tilfinningu á EM. Ekki að horfa of mikið í það neikvæða en að sjálfsögðu þurfum við að bæta okkur veikleika og fylla í þessi göt sem eru að myndast. Ef við náum því þá er ég mjög bjartsýn á framhaldið," sagði Margrét Lára.Sigurður Ragnar: Það þýðir lítið að hrauna yfir liðið sittSigurður Ragnar Eyjólfsson, landsliðsþjálfari, var að sjálfsögðu ekki ánægður með tap á móti Skotum hvað þá að fá á sig þrjú mörk í fyrri hálfleik og það á heimavelli. Hann sá samt ljósa punkta í seinni hálfleiknum sem var miklu betri. „Liðið var spila mjög illa í fyrri hálfleik, það var sofandaháttur í vörninni og við vorum að gefa þeim mörk. Við höfum aldrei fengið á okkur þrjú mörk áður á heimavelli þannig að ég var mjög óánægður með liðið. Það þýðir samt lítið að hrauna yfir liðið sitt því við þurfum að finna lausnir. Við ræddum um það í hálfleik hvað við gætum gert betur í seinni hálfleik. Leikmennirnir komu líka með lausnir og mér fannst við finna lausnir og gera betur í seinni hálfleiknum," sagði Sigurður Ragnar Eyjólfsson. „Við unnum seinni hálfleikinn og sköpuðum okkur fullt af færum. Ég get talið upp fjögur mjög góð færi þar sem þær voru að komast einar á móti markmanni. Það verður að nýta þessi færi," sagði Sigurður Ragnar sem var stórtækur í hálfleiknum og gerði þá fjórar breytingar. „Við náðum að snúa þessu við. Við ákváðum það líka fyrir leikinn að við vildum skoða nokkra leikmenn. Ég var búinn að segja það við þær fyrir fram að svo gæti farið að einhver þeirra fengi bara 45 mínútur þó að þær væru að spila vel. Við erum að nýta vináttuleikina til að skoða leikmenn, bæði þá sem eru að spila erlendis sem og þær sem eru standa sig vel hérna heima. Ég var ánægður með innkomuna hjá þeim leikmönnum sem komu inn á í hálfleik," sagði Sigurður Ragnar. „Allt liðið sem spilaði seinni hálfleikinn stóð sig mjög vel og þetta var eins og svart og hvítt. Við fegnum fullt af svörum," sagði Sigurður. „Það er alltaf að styttast í lokakeppnina. Þetta er spennandi verkefni og við fengum fullt að svörum í dag. Þær sem spiluðu best hljóta að geta tilkalla til að byrja inn á gegn Dönum," sagði Sigurður en íslenska liðið spilar lokaundirbúningsleik sinn á móti Danmörku 20. júní næstkomandi. „Hópurinn er kominn að stórum hluta en auðvitað getum við ennþá gert breytingar ef leikmenn eru að springa út með sínum liðum. Það voru meiðsli hjá okkur núna því við misstum Katrínu Ómarsdóttur út. Vonandi eigum við hana inni því hún er mjög góður leikmaður og átti að byrja þennan leik. Það er ennþá möguleiki fyrir stelpur að komast í hópinn og við þurfum að sjá hvernig leikmenn standa sig fram að Danmerkurleiknum," sagði Sigurður sem fagnar endurkomu Margrétar Láru Viðarsdóttur. „Það er frábært fyrir okkur að fá Margréti Láru aftur inn. Hún var óheppin að vera dæmd rangstæð þegar hún slapp í gegn í fyrri hálfleiknum. Hún er frábær leikmaður og ég sé að hún er að verða betri og betri. Ég sá hana á móti Malmö fyrir tveimur til þremur vikum. Hún er strax betri núna heldur en þá og hún á enn inni einhverjar sex vikur fram að lokakeppni. Vonandi verður hún orðin klár því það er rosalega mikilvægt að fá hana inn í sóknarleikinn því við höfum saknað hennar mikið," sagði Sigurður Ragnar.
Íslenski boltinn Mest lesið Dagskráin í dag: Arsenal mætir Man. Utd og úrslitakeppni NFL-heldur áfram Sport „Hann hefur náð að fela hann varnarlega alveg fáránlega vel“ Körfubolti Slot hrósaði Accrington og ungstirninu Enski boltinn Sá elsti til að vinna á ATP-mótaröðinni og sló met Federer Sport Pep staðfestir að Walker vilji fara í janúar Enski boltinn Milan áfram í miðjumoði eftir jafntefli Fótbolti Upprúllun hjá City gegn litla nágrannaliðinu Enski boltinn Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 26-24 | Svekkjandi tap í síðasta leik fyrir HM Handbolti Sjáðu glæsimark Alexander-Arnold og fyrsta mark Chiesa fyrir Liverpool Enski boltinn Kane tryggði Bayern fjögurra stiga forystu Fótbolti Fleiri fréttir Daninn og Svíinn á skotskónum í sigri Vals Stórsigur hjá KR-ingum Ungir strákar í HK halda styrktarleik fyrir veikan vin sinn Alex Þór aftur í Stjörnuna Yfirgefur æskufélagið og semur við Þrótt „Hann er mjög eftirminnilegur og mér þykir vænt um hann“ „Himinlifandi“ eftir að hafa landað fyrirliða Fylkis KA fær lykilmann úr Eyjum Íslandsmeistarinn Andri Rafn áfram í röðum Breiðabliks Brazell ráðinn til Vals Gísli Gottskálk eftirsóttur í Póllandi Berglind Björg í raðir Breiðabliks Fullt af leikjum fyrir páska og langt hlé hjá konunum „Ég trúi því að frábært geti alltaf orðið ennþá betra“ Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Yfirlögfræðingur KSÍ verður framkvæmdastjóri Víkings KA-fólk fær sérútgáfu af bókinni Íslensk knattspyrna í ár Mikil sorg hjá Fram-fjölskyldunni Nauðsynlegt og löngu tímabært Stefán Þór Þórðarson í þjálfarastarf hjá Skagamönnum Fyrirliði Selfoss til liðs við Þróttara Vinna að lagningu gervigrass hafin í Vesturbæ „Hef mínar pælingar sem mér finnst gaman að taka áfram“ Blikar kveðja Damir og óska honum góðs gengis í Brúnei Mist Funa komin heim Víkingar seldu Bjarka Björn til Eyja Mætti syni sínum Sjá meira