Dóttir Jóns hannar töskur Sara skrifar 1. júní 2013 07:00 Hedi Jónsdóttir hefur búið víða. Nú býr hún í London þar sem hún hannar töskur úr fiskroði. Myndir/www.watchlooksee.com „Ég nota íslenskt fiskroð mikið í hönnun minni. Mér finnst efnið bæði fallegt og svo er einnig þægilegt að vinna með það. Roðið vekur mikla athygli hérna úti og það sýnir líka hvar ræturnar mínar liggja,“ segir Hedi Jónsdóttir, hönnuður í London. Hún hannar fallegar og litríkar töskur undir nafninu Daughter of Jón. Hedi stundaði nám í fatahönnun og klæðskeraiðn í Vínarborg og starfaði meðal annars sem búningahönnuður þar í landi að náminu loknu. Því næst flutti hún til Barcelona þar sem hún starfaði sem stílisti og vann meðal annars mikið fyrir tískumerkið Custo Barcelona. Eftir nokkur ár á Spáni ákvað hún að flytja aftur til Vínar og nema menningarstjórnun. „Ég er hálfgerður sígauni í mér,“ segir Hedi og hlær. Hönnun sína selur Hedi í gegnum vefsíðu sína Daughterofjon.com, en síðan fór í loftið fyrir rúmri viku síðan. Að hennar sögn hafa móttökurnar verið vonum framar. „Sumar týpurnar eru uppseldar, þannig að ég get ekki kvartað.“ Þegar hún er að lokum spurð út í nafnið á merkinu segist Hedi hafa valið nafn sem væri í senn persónulegt og lýsandi fyrir hana. „Margir hafa spurt hvaðan nafnið kemur og þegar ég segist vera íslensk þá fatta flestir nafngiftina,“ segir hún að lokum.Heimasíða Heidi. Mest lesið Lifir eins og kóngur á 150-200 þúsund krónum á mánuði Lífið Greindist með skyrbjúg eftir notkun megrunarlyfs Lífið Herra Hnetusmjör og Sara selja lúxusíbúð innan við ári eftir kaupin Lífið Þakkar aðal sykurpabbanum fyrir allt Lífið Gellurnar fjölmenntu á gugguvaktina Lífið Fólk geti gengið frá kaupsamningum sjálft Lífið „Prinsessur eru líka sterkar og fyndnar“ Lífið Madonna og Elton John grafa stríðsöxina Lífið Slæm hárgreiðsla Steinda varð enn verri Lífið Seldu draumahúsið og skella sér í Asíuævintýri með krakkana Lífið Fleiri fréttir Sjáðu tískusýningu heitustu hönnuða framtíðarinnar Skúli Mogensen, Andri Snær og Sandra Barilli í stuði Troðfullt á opnun hjá ofurskvísum Héldu að hún væri rokkstjarna eða gift ríkum gaur Biður drottninguna að blessa heimilið Krotaði á átta milljón krónu tösku móður sinnar Orðin þrítug og nennir ekkert að pæla í áliti annarra Versace stígur til hliðar eftir áratugastarf Hátísku-Laufey á fremsta bekk í París „Bara gaman þegar fólk er í sjokki yfir okkur“ Enginn nakinn á Óskarnum Sjá meira
„Ég nota íslenskt fiskroð mikið í hönnun minni. Mér finnst efnið bæði fallegt og svo er einnig þægilegt að vinna með það. Roðið vekur mikla athygli hérna úti og það sýnir líka hvar ræturnar mínar liggja,“ segir Hedi Jónsdóttir, hönnuður í London. Hún hannar fallegar og litríkar töskur undir nafninu Daughter of Jón. Hedi stundaði nám í fatahönnun og klæðskeraiðn í Vínarborg og starfaði meðal annars sem búningahönnuður þar í landi að náminu loknu. Því næst flutti hún til Barcelona þar sem hún starfaði sem stílisti og vann meðal annars mikið fyrir tískumerkið Custo Barcelona. Eftir nokkur ár á Spáni ákvað hún að flytja aftur til Vínar og nema menningarstjórnun. „Ég er hálfgerður sígauni í mér,“ segir Hedi og hlær. Hönnun sína selur Hedi í gegnum vefsíðu sína Daughterofjon.com, en síðan fór í loftið fyrir rúmri viku síðan. Að hennar sögn hafa móttökurnar verið vonum framar. „Sumar týpurnar eru uppseldar, þannig að ég get ekki kvartað.“ Þegar hún er að lokum spurð út í nafnið á merkinu segist Hedi hafa valið nafn sem væri í senn persónulegt og lýsandi fyrir hana. „Margir hafa spurt hvaðan nafnið kemur og þegar ég segist vera íslensk þá fatta flestir nafngiftina,“ segir hún að lokum.Heimasíða Heidi.
Mest lesið Lifir eins og kóngur á 150-200 þúsund krónum á mánuði Lífið Greindist með skyrbjúg eftir notkun megrunarlyfs Lífið Herra Hnetusmjör og Sara selja lúxusíbúð innan við ári eftir kaupin Lífið Þakkar aðal sykurpabbanum fyrir allt Lífið Gellurnar fjölmenntu á gugguvaktina Lífið Fólk geti gengið frá kaupsamningum sjálft Lífið „Prinsessur eru líka sterkar og fyndnar“ Lífið Madonna og Elton John grafa stríðsöxina Lífið Slæm hárgreiðsla Steinda varð enn verri Lífið Seldu draumahúsið og skella sér í Asíuævintýri með krakkana Lífið Fleiri fréttir Sjáðu tískusýningu heitustu hönnuða framtíðarinnar Skúli Mogensen, Andri Snær og Sandra Barilli í stuði Troðfullt á opnun hjá ofurskvísum Héldu að hún væri rokkstjarna eða gift ríkum gaur Biður drottninguna að blessa heimilið Krotaði á átta milljón krónu tösku móður sinnar Orðin þrítug og nennir ekkert að pæla í áliti annarra Versace stígur til hliðar eftir áratugastarf Hátísku-Laufey á fremsta bekk í París „Bara gaman þegar fólk er í sjokki yfir okkur“ Enginn nakinn á Óskarnum Sjá meira