Læknir Stokkseyrarfórnarlambsins: "Honum hafa verið veittir þessir áverkar“ Fanney Birna Jónsdóttir og Haukur Viðar Alfreðsson skrifar 11. desember 2013 14:31 Læknirinn sem tók á móti öðrum mannanna sem misþyrmt var í Stokkseyrarmálinu segir áverka hans hafa verið óvenjulega. Læknirinn gaf skýrslu í Héraðsdómi Reykjavíkur nú fyrir skömmu. „Hann kemur með föður sínum seint að kvöldi á slysadeild og ég skoða hann þá, segir læknirinn, sem fannst saga mannsins í fyrstu með ólíkindum. „Ég vissi ekki hvort ég ætti að trúa henni, en hann breytti henni aldrei og hélt sig við hana allan tímann.“ Læknirinn segir að maðurinn hafi verið fámáll og að það hafi þurft að toga upp úr honum upplýsingar. „Ég hélt þetta væri eiturlyfjatengt, en hann bað aldrei um neitt,“ segir læknirinn, og vísar þá væntanlega til verkjalyfja. „Þetta voru óvenjulegir áverkar. Hann var meiddur í andliti, marinn á eyra, meiddur á vör. Ég hef aldrei séð svona áður. Hann var saumaður saman. Það var illa gert og gapti allt, sárið orðið dálítið sortið eins og það verður eftir nokkra daga, og hann var settur á sýklalyf.“Sakborningarnir á fyrsta degi aðalmeðferðar.mynd/gvaMinnti á áverka eftir hýðingar Læknirinn segir mestu áverkana hafa verið ofarlega á líkama mannsins, töluverða áverka hafa verið aftan á bakinu, og langar rákir „líkt og hann hafi verið rifinn, eða öllu heldur laminn með staf eða einhverri harðri línu. Minnir á þá áverka sem maður sér á föngum sem í refsingarskyni hafa verið hýddir. Maður sér þetta á internetinu, ég hef aldrei séð svona. Þessir áverkar líkjast ekki því sem ég hef séð af slysförum, honum hafa verið veittir þessir áverkar.“ Læknirinn segist hafa talið að maðurinn hefði rakað kynfærahár sín, en sjálfur fullyrðir maðurinn að rakspíra hafi verið hellt yfir klof sitt og kveikt í. „Ég sá ekkert óvenjulegt þarna, get ekki staðfest hvort það var búið að kveikja í. Hann segist ekki hafa rakað sig.“ Aðspurður hvort hann hefði séð merki þess að kveikt hefði verið einhvers staðar í manninum segir læknirinn að hann hafi ekki getað merkt það á sínum tíma. „Fyrsta stigs bruni er bara roði sem fer fljótt. Annars stigs bruni er með blöðrum, og ég sá engin blöðrumerki. Á upphandleggnum var blóð í húðinni milli laga yfirhúðar og undirhúðar. Gæti eins hafa verið eftir högg, núning eða uppásnúning. Einu merki um barsmíðar fyrir neðan mitti voru að sögn læknisins aftan á öðrum kálfanum. Blettur þar gæti stemmt við fullyrðingar mannsins um að hann hafi verið laminn fast með kylfu. Þá hafi verið mikil merki barsmíða á höfði mannsins og heilmikið mar á upphandlegg.Trúir því að áverkarnir séu eftir barsmíðar Læknirinn segir manninn hafa verið með brotna tönn og sprungu á vör. „Þetta var saumað saman, ekki með góðu hreinlæti. En það þýðir ekki annað en að loka bara framhlutanum og láta afturhlutann vera opinn. Sýklalyf koma manninum til bjargar.“ Dómari spurði lækninn hvort hann teldi að áverkarnir væru eftir langvarandi barsmíðar með hnefum og verkfærum. „Mér finnst það. Þetta er ekki samrýmanlegt neinu því slysi sem ég hef séð. Þetta eru þannig áverkar að ég trúi því.“ Læknirinn segir að áverkar á höndum mannsins gætu verið sjálfsvarnaráverkar. „Ég veit ekki hvort hann hefur slegið. Það voru mörg smásár á höndunum og svo stærri blæðingar undir húð líka.“Mikið af lyfjum í þvagi Þá sagði læknirinn að maðurinn hefði kvartað ennþá undan verkjum í eyra viku eftir árásina. „Blæðing á húð sem er föst niður á brjósk er mjög sársaukafull.“ Læknirinn sagðist þó ekki vita hvort það gæti samræmst því þegar stigið er ofan á höfuð og snúið. „Það er erfitt að segja til um hvernig þetta er gert allt saman. Maðurinn er að mínu viti lúbarinn. Það sem er sérstakt eru þessir hýðingaráverkar niður eftir baki.“ Sjálfur segir maðurinn að árásarmennirnir hafi dælt í sig lyfjum. Í þvagi hans fannst meðal annars kannabis, kókaín, amfetamín, ópíöt, bensódíasipín, MDMA og bensódíazepín. „Við mældum hjá honum í þvagi, og það voru fullt af lyfjum þar. Maðurinn sagðist ekki hafa verið í neyslu og faðir hans staðfesti það. Mér datt í hug að þetta væri maður sem væri með allt niður um sig og hefði lent í fíkniefnaneyslu. Sá grunur minn reyndist algerlega á röngum forsendum reistur.“ Stokkseyrarmálið Tengdar fréttir Stokkseyrarmálið: „Ég þori ekki að vera í Reykjavík“ Tekin var skýrsla af seinni manninum sem sætti misþyrmingum í Stokkseyrarmálinu svokallaða í Héraðsdómi Reykjavíkur síðdegis. Hann lýsir hryllilegum misþyrmingum sem hafi haft varanleg áhrif á hann. 9. desember 2013 18:09 Aðalmeðferð í Stokkseyrarmálinu hefst í dag Fimm menn ákærðir fyrir frelsissviptingar og sérstaklega hættulegar líkamsárásir. 9. desember 2013 06:45 Ákærðu fá ekki að vera viðstaddir vitnaleiðslur Fyrirtaka í Stokkseyramálinu svokallaða fór fram í Héraðsdómi Reykjavíkur rétt fyrir hádegi í dag. Þar var tekist á um hvort sakborningum í málinu verði gert að víkja úr dómsal meðan á vitnaleiðslum stendur. Aðalmeðferð í málinu hefst á mánudag og standa yfir í þrjá daga. 5. desember 2013 12:22 Stefán Logi: „Ég var mjög illa haldinn andlega og líkamlega“ Aðalmeðferð hófst í Héraðsdómi Reykjavíkur í Stokkseyrarmálinu svokallaða í morgun, þar sem fimm menn eru ákærðir meðal annars fyrir frelsissviptingar og sérstaklega hættulegar líkamsárásir. 9. desember 2013 11:28 Faðir Stokkseyrarfórnarlambsins: "Algerlega brotinn á líkama og sál“ Manninum sem var misþyrmt næturlangt á höfuðborgarsvæðinu og Stokkseyri er breyttur maður eftir aðfarirnar sagði faðir hans í skýrslutöku í dag. 10. desember 2013 17:02 Stokkseyrarmálið: Vitni segist hafa logið við skýrslutöku Kona sem stödd var í samkvæminu í Breiðholti þar sem árásirnar í Stokkseyrarmálinu svokallaða hófust, gaf skýrslu eftir hádegi í Héraðsdómi Reykjavíkur. 10. desember 2013 15:56 Mest lesið „Maður veltir fyrir sér hver er að búa til svona sögur“ Innlent Hjálmar segist ekki skilja hvað Einar eigi við Innlent Segja stefnt að því að fækka starfsmönnum úr 10.000 í 300 Erlent Verða ekki krafin um endurgreiðslu Innlent Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman Innlent Kóngurinn ógangfær eftir að eldingum laust niður í hann Innlent Trump beinir spjótum sínum gegn Alþjóðlega sakamáladómstólnum Erlent Eiga eftir að taka afstöðu til birtingar lista yfir umsækjendur Innlent Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Innlent Lýsa yfir neyðarástandi á Santorini Erlent Fleiri fréttir Hættir sem formaður Rafiðnaðarsambandsins Jóhann Páll gengur í stað Ölmu Sáttasemjari hafi óskað eftir skrifstofustjóra Ásthildar í Karphúsið Vonar að hreinsunarstarfi ljúki að mestu í dag Vísa kjaradeilu við Sorpu til sáttasemjara vegna umboðsleysis samninganefndar Verða ekki krafin um endurgreiðslu Styrkir ekki endurgreiddir og óveðrinu slotar Veiðar höfðu áhrif á þorsksstofninn við Ísland strax á miðöldum Eiga eftir að taka afstöðu til birtingar lista yfir umsækjendur Taka upp þráðinn eftir hádegi Hjálmar segist ekki skilja hvað Einar eigi við Kóngurinn ógangfær eftir að eldingum laust niður í hann „Maður veltir fyrir sér hver er að búa til svona sögur“ Þjófur náðist eftir að hafa haft í hótunum Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman „Það getur enginn unnið við að laga neitt í svona veðri“ Ráðherra segist ekki skilja hvað þau hjá borginni eru að hugsa Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Vel yfir 10 milljónir fyrir rafmagn á mánuði hjá garðyrkjubændum Umboðsmaður vill útskýringar á svörum forsetaembættisins Makaði saur um allt á salerni fyrirtækis Skautað framhjá ýmsu í tilkynningu menntamálaráðherra „Þetta hörmulega og sorglega atvik endurspeglar langvinnan vanda“ „Mjög stórt verkefni sem við fengum í fangið“ Manndrápsmálið í Neskaupstað og meint vilyrði ráðherra Átta af ellefu umsækjendum taldir hæfir í embættið Hafna því að hafa boðið nokkra launahækkun „Það er allt á floti“ Hringvegurinn farinn í sundur á tveimur stöðum Bein útsending: Áhyggjur af framtíð Reykjavíkurflugvallar Sjá meira
Læknirinn sem tók á móti öðrum mannanna sem misþyrmt var í Stokkseyrarmálinu segir áverka hans hafa verið óvenjulega. Læknirinn gaf skýrslu í Héraðsdómi Reykjavíkur nú fyrir skömmu. „Hann kemur með föður sínum seint að kvöldi á slysadeild og ég skoða hann þá, segir læknirinn, sem fannst saga mannsins í fyrstu með ólíkindum. „Ég vissi ekki hvort ég ætti að trúa henni, en hann breytti henni aldrei og hélt sig við hana allan tímann.“ Læknirinn segir að maðurinn hafi verið fámáll og að það hafi þurft að toga upp úr honum upplýsingar. „Ég hélt þetta væri eiturlyfjatengt, en hann bað aldrei um neitt,“ segir læknirinn, og vísar þá væntanlega til verkjalyfja. „Þetta voru óvenjulegir áverkar. Hann var meiddur í andliti, marinn á eyra, meiddur á vör. Ég hef aldrei séð svona áður. Hann var saumaður saman. Það var illa gert og gapti allt, sárið orðið dálítið sortið eins og það verður eftir nokkra daga, og hann var settur á sýklalyf.“Sakborningarnir á fyrsta degi aðalmeðferðar.mynd/gvaMinnti á áverka eftir hýðingar Læknirinn segir mestu áverkana hafa verið ofarlega á líkama mannsins, töluverða áverka hafa verið aftan á bakinu, og langar rákir „líkt og hann hafi verið rifinn, eða öllu heldur laminn með staf eða einhverri harðri línu. Minnir á þá áverka sem maður sér á föngum sem í refsingarskyni hafa verið hýddir. Maður sér þetta á internetinu, ég hef aldrei séð svona. Þessir áverkar líkjast ekki því sem ég hef séð af slysförum, honum hafa verið veittir þessir áverkar.“ Læknirinn segist hafa talið að maðurinn hefði rakað kynfærahár sín, en sjálfur fullyrðir maðurinn að rakspíra hafi verið hellt yfir klof sitt og kveikt í. „Ég sá ekkert óvenjulegt þarna, get ekki staðfest hvort það var búið að kveikja í. Hann segist ekki hafa rakað sig.“ Aðspurður hvort hann hefði séð merki þess að kveikt hefði verið einhvers staðar í manninum segir læknirinn að hann hafi ekki getað merkt það á sínum tíma. „Fyrsta stigs bruni er bara roði sem fer fljótt. Annars stigs bruni er með blöðrum, og ég sá engin blöðrumerki. Á upphandleggnum var blóð í húðinni milli laga yfirhúðar og undirhúðar. Gæti eins hafa verið eftir högg, núning eða uppásnúning. Einu merki um barsmíðar fyrir neðan mitti voru að sögn læknisins aftan á öðrum kálfanum. Blettur þar gæti stemmt við fullyrðingar mannsins um að hann hafi verið laminn fast með kylfu. Þá hafi verið mikil merki barsmíða á höfði mannsins og heilmikið mar á upphandlegg.Trúir því að áverkarnir séu eftir barsmíðar Læknirinn segir manninn hafa verið með brotna tönn og sprungu á vör. „Þetta var saumað saman, ekki með góðu hreinlæti. En það þýðir ekki annað en að loka bara framhlutanum og láta afturhlutann vera opinn. Sýklalyf koma manninum til bjargar.“ Dómari spurði lækninn hvort hann teldi að áverkarnir væru eftir langvarandi barsmíðar með hnefum og verkfærum. „Mér finnst það. Þetta er ekki samrýmanlegt neinu því slysi sem ég hef séð. Þetta eru þannig áverkar að ég trúi því.“ Læknirinn segir að áverkar á höndum mannsins gætu verið sjálfsvarnaráverkar. „Ég veit ekki hvort hann hefur slegið. Það voru mörg smásár á höndunum og svo stærri blæðingar undir húð líka.“Mikið af lyfjum í þvagi Þá sagði læknirinn að maðurinn hefði kvartað ennþá undan verkjum í eyra viku eftir árásina. „Blæðing á húð sem er föst niður á brjósk er mjög sársaukafull.“ Læknirinn sagðist þó ekki vita hvort það gæti samræmst því þegar stigið er ofan á höfuð og snúið. „Það er erfitt að segja til um hvernig þetta er gert allt saman. Maðurinn er að mínu viti lúbarinn. Það sem er sérstakt eru þessir hýðingaráverkar niður eftir baki.“ Sjálfur segir maðurinn að árásarmennirnir hafi dælt í sig lyfjum. Í þvagi hans fannst meðal annars kannabis, kókaín, amfetamín, ópíöt, bensódíasipín, MDMA og bensódíazepín. „Við mældum hjá honum í þvagi, og það voru fullt af lyfjum þar. Maðurinn sagðist ekki hafa verið í neyslu og faðir hans staðfesti það. Mér datt í hug að þetta væri maður sem væri með allt niður um sig og hefði lent í fíkniefnaneyslu. Sá grunur minn reyndist algerlega á röngum forsendum reistur.“
Stokkseyrarmálið Tengdar fréttir Stokkseyrarmálið: „Ég þori ekki að vera í Reykjavík“ Tekin var skýrsla af seinni manninum sem sætti misþyrmingum í Stokkseyrarmálinu svokallaða í Héraðsdómi Reykjavíkur síðdegis. Hann lýsir hryllilegum misþyrmingum sem hafi haft varanleg áhrif á hann. 9. desember 2013 18:09 Aðalmeðferð í Stokkseyrarmálinu hefst í dag Fimm menn ákærðir fyrir frelsissviptingar og sérstaklega hættulegar líkamsárásir. 9. desember 2013 06:45 Ákærðu fá ekki að vera viðstaddir vitnaleiðslur Fyrirtaka í Stokkseyramálinu svokallaða fór fram í Héraðsdómi Reykjavíkur rétt fyrir hádegi í dag. Þar var tekist á um hvort sakborningum í málinu verði gert að víkja úr dómsal meðan á vitnaleiðslum stendur. Aðalmeðferð í málinu hefst á mánudag og standa yfir í þrjá daga. 5. desember 2013 12:22 Stefán Logi: „Ég var mjög illa haldinn andlega og líkamlega“ Aðalmeðferð hófst í Héraðsdómi Reykjavíkur í Stokkseyrarmálinu svokallaða í morgun, þar sem fimm menn eru ákærðir meðal annars fyrir frelsissviptingar og sérstaklega hættulegar líkamsárásir. 9. desember 2013 11:28 Faðir Stokkseyrarfórnarlambsins: "Algerlega brotinn á líkama og sál“ Manninum sem var misþyrmt næturlangt á höfuðborgarsvæðinu og Stokkseyri er breyttur maður eftir aðfarirnar sagði faðir hans í skýrslutöku í dag. 10. desember 2013 17:02 Stokkseyrarmálið: Vitni segist hafa logið við skýrslutöku Kona sem stödd var í samkvæminu í Breiðholti þar sem árásirnar í Stokkseyrarmálinu svokallaða hófust, gaf skýrslu eftir hádegi í Héraðsdómi Reykjavíkur. 10. desember 2013 15:56 Mest lesið „Maður veltir fyrir sér hver er að búa til svona sögur“ Innlent Hjálmar segist ekki skilja hvað Einar eigi við Innlent Segja stefnt að því að fækka starfsmönnum úr 10.000 í 300 Erlent Verða ekki krafin um endurgreiðslu Innlent Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman Innlent Kóngurinn ógangfær eftir að eldingum laust niður í hann Innlent Trump beinir spjótum sínum gegn Alþjóðlega sakamáladómstólnum Erlent Eiga eftir að taka afstöðu til birtingar lista yfir umsækjendur Innlent Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Innlent Lýsa yfir neyðarástandi á Santorini Erlent Fleiri fréttir Hættir sem formaður Rafiðnaðarsambandsins Jóhann Páll gengur í stað Ölmu Sáttasemjari hafi óskað eftir skrifstofustjóra Ásthildar í Karphúsið Vonar að hreinsunarstarfi ljúki að mestu í dag Vísa kjaradeilu við Sorpu til sáttasemjara vegna umboðsleysis samninganefndar Verða ekki krafin um endurgreiðslu Styrkir ekki endurgreiddir og óveðrinu slotar Veiðar höfðu áhrif á þorsksstofninn við Ísland strax á miðöldum Eiga eftir að taka afstöðu til birtingar lista yfir umsækjendur Taka upp þráðinn eftir hádegi Hjálmar segist ekki skilja hvað Einar eigi við Kóngurinn ógangfær eftir að eldingum laust niður í hann „Maður veltir fyrir sér hver er að búa til svona sögur“ Þjófur náðist eftir að hafa haft í hótunum Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman „Það getur enginn unnið við að laga neitt í svona veðri“ Ráðherra segist ekki skilja hvað þau hjá borginni eru að hugsa Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Vel yfir 10 milljónir fyrir rafmagn á mánuði hjá garðyrkjubændum Umboðsmaður vill útskýringar á svörum forsetaembættisins Makaði saur um allt á salerni fyrirtækis Skautað framhjá ýmsu í tilkynningu menntamálaráðherra „Þetta hörmulega og sorglega atvik endurspeglar langvinnan vanda“ „Mjög stórt verkefni sem við fengum í fangið“ Manndrápsmálið í Neskaupstað og meint vilyrði ráðherra Átta af ellefu umsækjendum taldir hæfir í embættið Hafna því að hafa boðið nokkra launahækkun „Það er allt á floti“ Hringvegurinn farinn í sundur á tveimur stöðum Bein útsending: Áhyggjur af framtíð Reykjavíkurflugvallar Sjá meira
Stokkseyrarmálið: „Ég þori ekki að vera í Reykjavík“ Tekin var skýrsla af seinni manninum sem sætti misþyrmingum í Stokkseyrarmálinu svokallaða í Héraðsdómi Reykjavíkur síðdegis. Hann lýsir hryllilegum misþyrmingum sem hafi haft varanleg áhrif á hann. 9. desember 2013 18:09
Aðalmeðferð í Stokkseyrarmálinu hefst í dag Fimm menn ákærðir fyrir frelsissviptingar og sérstaklega hættulegar líkamsárásir. 9. desember 2013 06:45
Ákærðu fá ekki að vera viðstaddir vitnaleiðslur Fyrirtaka í Stokkseyramálinu svokallaða fór fram í Héraðsdómi Reykjavíkur rétt fyrir hádegi í dag. Þar var tekist á um hvort sakborningum í málinu verði gert að víkja úr dómsal meðan á vitnaleiðslum stendur. Aðalmeðferð í málinu hefst á mánudag og standa yfir í þrjá daga. 5. desember 2013 12:22
Stefán Logi: „Ég var mjög illa haldinn andlega og líkamlega“ Aðalmeðferð hófst í Héraðsdómi Reykjavíkur í Stokkseyrarmálinu svokallaða í morgun, þar sem fimm menn eru ákærðir meðal annars fyrir frelsissviptingar og sérstaklega hættulegar líkamsárásir. 9. desember 2013 11:28
Faðir Stokkseyrarfórnarlambsins: "Algerlega brotinn á líkama og sál“ Manninum sem var misþyrmt næturlangt á höfuðborgarsvæðinu og Stokkseyri er breyttur maður eftir aðfarirnar sagði faðir hans í skýrslutöku í dag. 10. desember 2013 17:02
Stokkseyrarmálið: Vitni segist hafa logið við skýrslutöku Kona sem stödd var í samkvæminu í Breiðholti þar sem árásirnar í Stokkseyrarmálinu svokallaða hófust, gaf skýrslu eftir hádegi í Héraðsdómi Reykjavíkur. 10. desember 2013 15:56