Innlent

Game of Thrones til Íslands á ný

Þórhildur Þorkelsdóttir skrifar
Leikarinn Kit Harington, sem leikur Jon Snow í Game of Thrones, er orðin ansi vanur tökum á Íslandi.
Leikarinn Kit Harington, sem leikur Jon Snow í Game of Thrones, er orðin ansi vanur tökum á Íslandi.

Það lítur út fyrir að að fjórða sería Game of Thrones verði tekin upp á Íslandi í sumar. Frá þessu er greint á vefnum Svarthofdi.is, en heimildir Vísis benda einnig til þess.

 

„Já, það er alvarlega verið að skoða að taka upp hluta af seríunni hér heima, málið er í vinnslu. Þetta yrði þá í svipuðum dúr og síðast“, sagði heimildamaður sem hefur starfað við þættina hér á landi í samtali við Vísi.

 

Aðstandendur þáttaraðarinnar virðast vera hæstánægðir með íslenskt landslag og aðstæður, en þetta verður þá í þriðja sinn sem sem þættirnir verða teknir upp á Íslandi. Samkvæmt Svarthöfða unnu síðast 270 manns að tökunum hérlendis og má búast við samskonar fjölda í sumar.



Stöð 2 sýnir þriðju seríu Game of Thrones á mánudagskvöldum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×