Grét yfir tíufréttunum Þórhildur Þorkelsdóttir skrifar 23. maí 2013 17:00 Guðrún Arndís Tryggvadóttir, umhverfissinni og ritstjóri vefsíðunnar nattura.is. „Nú er komin upp sú staða að manni er ætlað að passa hvað maður lætur út úr sér um þessa nýju ríkisstjórn ef að maður á að eiga einhverja framtíð í umhverfisbransanum. Ég verð víst að fylgja því kalli en verð að vera hreinskilin og segja ykkur að ég hágrét yfir tíufréttunum núna áðan. Grét svo sárt og lengi og með svo miklum ekkasogum að hundurinn minn hafði miklar áhyggjur af mér. Ég aftur á móti hef miklar áhyggjur af landinu mínu.“ Svona hljómaði stöðuuppfærsla Guðrúnar Tryggvadóttir, umhverfissinna og ristjóra vefsíðunnar Náttúra.is, á facebook í gærkvöldi. Umhverfismál á Íslandi næstu fjögur árin eru henni mikið áhyggjuefni. Í losti yfir sameiningunni Guðrún segist vera í losti yfir því að skipa eigi sama ráðherra yfir umhverfisráðuneyti og sjávarútvegs – og landbúnaðarráðuneyti. „Það er ekkert sem bendir til þess að þessi ríkisstjórn sé að fara að vera umhverfisvæn. Framsóknarflokkurinn stofnaði umhverfisráðuneytið fyrir 21 ári síðan og ætlar nú að leggja það niður. Þetta er svo stórt skref aftur á bak að mér finnst þetta vera óraunverulegt“, segir hún. Ráðherra ekki annt um umhverfið Guðrún segir umhverfismálin vera mikilvægasta málaflokk líðandi stundar og næstu ára. Hún segir svör frá ríkissstjórn í þessum málum vera loðin og einkennast af vankunnáttu. „Að taka umhverfisráðuneytið og búta það niður er út í hött. Ef það verður af þessari sameiningu er ríkisstjórnin gjörsamlega að gera sig að atlægi á erlendum vettvangi. Fyrir utan að það hefur sýnt sig að verðandi sjávarútvegs, landbúnaðar – og umhverfisráðherra er alls ekki umhverfissinni “ Umhverfisverndunarsinnar uggandi Umhverfisverndunarsinnar eru uggandi að Guðrúnar sögn. „Við erum stödd í miðri matröð. Umhverfissinnar hafa unnið alla daga frá árinu 2004 við að efla umhverfisvitund og höfum lagt hundruði tíma af eigin vinnu til að sjá framþróun í þessu málum. Guðrún segir mikið vatn hafa runnið til sjávar síðustu fjögur ár og aðspurð segist hún ætla að gera allt sem í hennar valdi stendur til að koma í veg fyrir frekari spillingu á náttúru Íslands. Hún fullyrðir að fjölmargir séu á sama máli. „Nú þurfa allir sem vettlingi geta valdið að sýna þor áður en það verður um seinan.“ Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík Innlent Kort af staðsetningu gossprungunnar Innlent Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Innlent Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Erlent Hraun rann yfir Grindavíkurveg Innlent Fleiri fréttir Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Varar við sprengjum á svæðinu við gosstöðvarnar Glóðvolg könnun og hraun rennur enn á ný Gandri fær grænt ljós Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Loftslagsáætlun Íslands sögð ómarkviss og bjartsýn úr hófi fram Borgarísjaki en enginn björn Svartsengi keyrt á varaafli Hraun náð Njarðvíkuræð Verði að koma í ljós hvort fergjun Njarðvíkuræðar heldur Hraun rann yfir Grindavíkurveg Sjá meira
„Nú er komin upp sú staða að manni er ætlað að passa hvað maður lætur út úr sér um þessa nýju ríkisstjórn ef að maður á að eiga einhverja framtíð í umhverfisbransanum. Ég verð víst að fylgja því kalli en verð að vera hreinskilin og segja ykkur að ég hágrét yfir tíufréttunum núna áðan. Grét svo sárt og lengi og með svo miklum ekkasogum að hundurinn minn hafði miklar áhyggjur af mér. Ég aftur á móti hef miklar áhyggjur af landinu mínu.“ Svona hljómaði stöðuuppfærsla Guðrúnar Tryggvadóttir, umhverfissinna og ristjóra vefsíðunnar Náttúra.is, á facebook í gærkvöldi. Umhverfismál á Íslandi næstu fjögur árin eru henni mikið áhyggjuefni. Í losti yfir sameiningunni Guðrún segist vera í losti yfir því að skipa eigi sama ráðherra yfir umhverfisráðuneyti og sjávarútvegs – og landbúnaðarráðuneyti. „Það er ekkert sem bendir til þess að þessi ríkisstjórn sé að fara að vera umhverfisvæn. Framsóknarflokkurinn stofnaði umhverfisráðuneytið fyrir 21 ári síðan og ætlar nú að leggja það niður. Þetta er svo stórt skref aftur á bak að mér finnst þetta vera óraunverulegt“, segir hún. Ráðherra ekki annt um umhverfið Guðrún segir umhverfismálin vera mikilvægasta málaflokk líðandi stundar og næstu ára. Hún segir svör frá ríkissstjórn í þessum málum vera loðin og einkennast af vankunnáttu. „Að taka umhverfisráðuneytið og búta það niður er út í hött. Ef það verður af þessari sameiningu er ríkisstjórnin gjörsamlega að gera sig að atlægi á erlendum vettvangi. Fyrir utan að það hefur sýnt sig að verðandi sjávarútvegs, landbúnaðar – og umhverfisráðherra er alls ekki umhverfissinni “ Umhverfisverndunarsinnar uggandi Umhverfisverndunarsinnar eru uggandi að Guðrúnar sögn. „Við erum stödd í miðri matröð. Umhverfissinnar hafa unnið alla daga frá árinu 2004 við að efla umhverfisvitund og höfum lagt hundruði tíma af eigin vinnu til að sjá framþróun í þessu málum. Guðrún segir mikið vatn hafa runnið til sjávar síðustu fjögur ár og aðspurð segist hún ætla að gera allt sem í hennar valdi stendur til að koma í veg fyrir frekari spillingu á náttúru Íslands. Hún fullyrðir að fjölmargir séu á sama máli. „Nú þurfa allir sem vettlingi geta valdið að sýna þor áður en það verður um seinan.“
Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík Innlent Kort af staðsetningu gossprungunnar Innlent Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Innlent Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Erlent Hraun rann yfir Grindavíkurveg Innlent Fleiri fréttir Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Varar við sprengjum á svæðinu við gosstöðvarnar Glóðvolg könnun og hraun rennur enn á ný Gandri fær grænt ljós Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Loftslagsáætlun Íslands sögð ómarkviss og bjartsýn úr hófi fram Borgarísjaki en enginn björn Svartsengi keyrt á varaafli Hraun náð Njarðvíkuræð Verði að koma í ljós hvort fergjun Njarðvíkuræðar heldur Hraun rann yfir Grindavíkurveg Sjá meira