Flugvöllurinn: Ríkið getur tekið sér skipulagsvald Hrund Þórsdóttir skrifar 6. september 2013 18:42 Eins og fram kom í Fréttablaðinu í dag hyggst Höskuldur Þórhallsson, þingmaður Framsóknarflokksins og formaður umhverfis- og samgöngunefndar, leggja fram frumvarp um að skipulagsvald yfir Reykjavíkurflugvelli færist frá borginni til ríkisins. Dagur B. Eggertsson, formaður borgarráðs, segir hugmyndina einungis pólitískt útspil, Höskuldur sé að stökkva á vinsældavagn. Hugmyndir sem þessar komi ítrekað upp í umdeildum skipulagsmálum. „En hvernig verður þetta eiginlega; ef skipulag í kringum Hörpu verður umdeilt, á það þá að færast til ríkisins eða í Laugardal þar sem þjóðarleikvangarnir eru?“ segir Dagur. Óformlegar viðræður borgarráðs og innanríkisráðuneytisins um að fresta hugsanlega ákvarðanatöku um flugvöllinn standa enn yfir. „En það er ekkert hægt að greina frá því á þessari stundu hvað þær fela í sér,“ segir Dagur. Keflavíkurflugvöllur hefur verið nefndur sem fordæmi fyrir færslu skipulagsvalds til ríkisins rétt eins og þjóðgarðurinn á Þingvöllum. Þá lagði Ásta Ragnheiður Jóhannesdóttir fram frumvarp í vor um að Alþingisreiturinn færi undir þingið en það var lagt seint fram og vék fyrir málum sem þegar höfðu verið afgreidd í nefndum. Til greina kemur að stuðningsmenn frumvarpsins sem sitja á þingi taki það upp á þessu kjörtímabili. Trausti Fannar Valsson, lektor við lagadeild Háskóla Íslands, segir aðspurður að ríkið geti einhliða tekið sér skipulagsvald. „Ef ríkið ákveður að taka hluta skipulagsvalds sem sveitarfélögum hefur verið fengið með lögum til sín, þá er það hægt svo lengi sem það kemur fram í skýrum lagatexta,“ segir Trausti. Stundum sé því fleygt að skipulagsvald sé hjá sveitarfélögum og við því verði ekki hróflað, en það sé rangt. „Löggjafarvaldið ræður hvar þessu er fyrir komið en svo er auðvitað mikilvægt að lög séu skynsamleg á hverjum tíma og þar reynir á pólitíska ábyrgð.“ Mest lesið Appelsínugular viðvaranir og heiðar lokaðar Veður „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Innlent Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Innlent Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Innlent Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? Innlent Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Innlent Clinton lagður inn á sjúkrahús Erlent Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Erlent Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Erlent Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Innlent Fleiri fréttir Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Vonskuveður og þau sem eru á síðasta snúningi Fjúgandi hálka í kirkjugörðum Reykjavíkur Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Nóg að gera hjá slökkviliðinu í nótt Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Vísnabók gefin til nýrra Hvergerðinga frá Hveragerðisbæ Vandræðamál sem ríkisstjórnin fær í arf Komust með flugvélinni á ögurstundu Stærstu mál stjórnarinnar bíða til 2026 Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Allt kapp lagt á að landsmenn komist heim fyrir jól Segir ríkisstjórnarsáttmálana keimlíka Eitt Egilsstaðaflug en annars öllu aflýst Hvalveiðilögin barn síns tíma Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Sigurður Ingi segir áberandi glufur í sáttmálanum Endurskoða lög um hvalveiðar á kjörtímabilinu Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman „Skítaveður á aðfangadagskvöld og jóladag“ Óveður um jólin og Inga tók lagið á fyrsta fundi ríkisstjórnar Brást of harkalega við dyraati Inga tók jólalag á fyrsta fundi Berglind nýr dómandi við Endurupptökudóm Sjá meira
Eins og fram kom í Fréttablaðinu í dag hyggst Höskuldur Þórhallsson, þingmaður Framsóknarflokksins og formaður umhverfis- og samgöngunefndar, leggja fram frumvarp um að skipulagsvald yfir Reykjavíkurflugvelli færist frá borginni til ríkisins. Dagur B. Eggertsson, formaður borgarráðs, segir hugmyndina einungis pólitískt útspil, Höskuldur sé að stökkva á vinsældavagn. Hugmyndir sem þessar komi ítrekað upp í umdeildum skipulagsmálum. „En hvernig verður þetta eiginlega; ef skipulag í kringum Hörpu verður umdeilt, á það þá að færast til ríkisins eða í Laugardal þar sem þjóðarleikvangarnir eru?“ segir Dagur. Óformlegar viðræður borgarráðs og innanríkisráðuneytisins um að fresta hugsanlega ákvarðanatöku um flugvöllinn standa enn yfir. „En það er ekkert hægt að greina frá því á þessari stundu hvað þær fela í sér,“ segir Dagur. Keflavíkurflugvöllur hefur verið nefndur sem fordæmi fyrir færslu skipulagsvalds til ríkisins rétt eins og þjóðgarðurinn á Þingvöllum. Þá lagði Ásta Ragnheiður Jóhannesdóttir fram frumvarp í vor um að Alþingisreiturinn færi undir þingið en það var lagt seint fram og vék fyrir málum sem þegar höfðu verið afgreidd í nefndum. Til greina kemur að stuðningsmenn frumvarpsins sem sitja á þingi taki það upp á þessu kjörtímabili. Trausti Fannar Valsson, lektor við lagadeild Háskóla Íslands, segir aðspurður að ríkið geti einhliða tekið sér skipulagsvald. „Ef ríkið ákveður að taka hluta skipulagsvalds sem sveitarfélögum hefur verið fengið með lögum til sín, þá er það hægt svo lengi sem það kemur fram í skýrum lagatexta,“ segir Trausti. Stundum sé því fleygt að skipulagsvald sé hjá sveitarfélögum og við því verði ekki hróflað, en það sé rangt. „Löggjafarvaldið ræður hvar þessu er fyrir komið en svo er auðvitað mikilvægt að lög séu skynsamleg á hverjum tíma og þar reynir á pólitíska ábyrgð.“
Mest lesið Appelsínugular viðvaranir og heiðar lokaðar Veður „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Innlent Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Innlent Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Innlent Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? Innlent Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Innlent Clinton lagður inn á sjúkrahús Erlent Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Erlent Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Erlent Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Innlent Fleiri fréttir Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Vonskuveður og þau sem eru á síðasta snúningi Fjúgandi hálka í kirkjugörðum Reykjavíkur Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Nóg að gera hjá slökkviliðinu í nótt Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Vísnabók gefin til nýrra Hvergerðinga frá Hveragerðisbæ Vandræðamál sem ríkisstjórnin fær í arf Komust með flugvélinni á ögurstundu Stærstu mál stjórnarinnar bíða til 2026 Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Allt kapp lagt á að landsmenn komist heim fyrir jól Segir ríkisstjórnarsáttmálana keimlíka Eitt Egilsstaðaflug en annars öllu aflýst Hvalveiðilögin barn síns tíma Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Sigurður Ingi segir áberandi glufur í sáttmálanum Endurskoða lög um hvalveiðar á kjörtímabilinu Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman „Skítaveður á aðfangadagskvöld og jóladag“ Óveður um jólin og Inga tók lagið á fyrsta fundi ríkisstjórnar Brást of harkalega við dyraati Inga tók jólalag á fyrsta fundi Berglind nýr dómandi við Endurupptökudóm Sjá meira