Leggur til að ríkið ráði flugvallarsvæðinu Stígur Helgason skrifar 6. september 2013 07:00 Reykjavíkurflugvöllur er stanslaust bitbein. Höskuldur Þórhallsson, þingmaður Framsóknarflokksins og formaður umhverfis- og samgöngunefndar Alþingis, hyggst á haustþingi leggja fram frumvarp þess efnis að skipulagsvald yfir Reykjavíkurflugvelli færist frá Reykjavíkurborg til ríkisins. „Reykjavíkurflugvöllur er flugvöllur allra landsmanna og landið sem hann situr á er jafnt í eigu Reykjavíkurborgar og íslenska ríkisins. Það var tekin ákvörðun um það á sínum tíma að skipulagsvald yfir Keflavíkurflugvelli yrði hjá ríkinu, og þar með Alþingi, og að sama skapi tel ég eðlilegt að það sé Alþingi Íslendinga sem fjalli um skipulagsmál á Reykjavíkurflugvelli,“ segir Höskuldur. Frumvarpssmíðin er langt komin og að sögn Höskuldar ætlar hann að kynna það fyrir þingflokkum stjórnarflokkanna á næstu dögum. Þar vonast hann til að afla meðflutningsmanna. „En ég vonast fyrst og fremst til þess að málið fái málefnalega og góða umfjöllun inni á Alþingi og verði rætt þar í rólegheitum.“Höskuldur ÞórhallssonHöskuldur segir að það sé skýrt í stjórnarskránni að sjálfsákvörðunarvaldið sé hjá sveitarfélögunum nema lög kveði á um annað. „Þannig að það er hægt að takmarka þetta vald með lagasetningu og ég tel að fordæmin séu mjög skýr.“ Auk Keflavíkurflugvallar bendir hann á þjóðgarðinn á Þingvöllum og sömuleiðis frumvarp sem Ásta Ragnheiður Jóhannesdóttir lagði fram í mars síðastliðnum um að skipulagsvald á alþingisreitnum við Austurvöll flyttist til þingsins. Það komst þó aldrei til umræðu. „Ég set Reykjavíkurflugvöll undir sama hatt og Keflavíkurflugvöll, þjóðgarðinn á Þingvöllum og alþingisreitinn. Þetta eru einfaldlega staðir sem snúa að öllum landsmönnum, hvar sem þeir búa. Þess vegna er eðlilegt að það séu kjörnir fulltrúar alls landsins sem hlutist til um það hvernig skipulagsmálum er háttað þar,“ segir Höskuldur Þórhallsson. „Eftir því sem lög ákveða“ Stjórnarskrárákvæðið sem Höskuldur vitnar til er númer 76. Þar segir: „Sveitarfélög skulu sjálf ráða málefnum sínum eftir því sem lög ákveða.“ Mest lesið Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Innlent „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Innlent „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Innlent Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Erlent Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi Innlent Af Alþingi til Fjallabyggðar Innlent Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Erlent Jónas Ingimundarson er látinn Innlent „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ Innlent Steindór Andersen er látinn Innlent Fleiri fréttir „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Gæsluvarðhald framlengt yfir konunni Sjálfstæðisflokkur fengi tæpan þriðjung Annað veiðifélag rannsakað vegna ólöglegs fiskeldis Breskur dómur grafi undan tilverurétti trans fólks Mál áfengisnetverslana send aftur til lögreglu Rekstur hestaleigu stöðvaður Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Örtröð í Leifsstöð og umdeildur hæstaréttardómur í Bretlandi Yngstu börnin sem hefja innritun í haust fjórtán mánaða Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Hvítri Toyotu stolið í Mosfellsbæ Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Leikhúsþýðingar Vigdísar gefnar út Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Sjá meira
Höskuldur Þórhallsson, þingmaður Framsóknarflokksins og formaður umhverfis- og samgöngunefndar Alþingis, hyggst á haustþingi leggja fram frumvarp þess efnis að skipulagsvald yfir Reykjavíkurflugvelli færist frá Reykjavíkurborg til ríkisins. „Reykjavíkurflugvöllur er flugvöllur allra landsmanna og landið sem hann situr á er jafnt í eigu Reykjavíkurborgar og íslenska ríkisins. Það var tekin ákvörðun um það á sínum tíma að skipulagsvald yfir Keflavíkurflugvelli yrði hjá ríkinu, og þar með Alþingi, og að sama skapi tel ég eðlilegt að það sé Alþingi Íslendinga sem fjalli um skipulagsmál á Reykjavíkurflugvelli,“ segir Höskuldur. Frumvarpssmíðin er langt komin og að sögn Höskuldar ætlar hann að kynna það fyrir þingflokkum stjórnarflokkanna á næstu dögum. Þar vonast hann til að afla meðflutningsmanna. „En ég vonast fyrst og fremst til þess að málið fái málefnalega og góða umfjöllun inni á Alþingi og verði rætt þar í rólegheitum.“Höskuldur ÞórhallssonHöskuldur segir að það sé skýrt í stjórnarskránni að sjálfsákvörðunarvaldið sé hjá sveitarfélögunum nema lög kveði á um annað. „Þannig að það er hægt að takmarka þetta vald með lagasetningu og ég tel að fordæmin séu mjög skýr.“ Auk Keflavíkurflugvallar bendir hann á þjóðgarðinn á Þingvöllum og sömuleiðis frumvarp sem Ásta Ragnheiður Jóhannesdóttir lagði fram í mars síðastliðnum um að skipulagsvald á alþingisreitnum við Austurvöll flyttist til þingsins. Það komst þó aldrei til umræðu. „Ég set Reykjavíkurflugvöll undir sama hatt og Keflavíkurflugvöll, þjóðgarðinn á Þingvöllum og alþingisreitinn. Þetta eru einfaldlega staðir sem snúa að öllum landsmönnum, hvar sem þeir búa. Þess vegna er eðlilegt að það séu kjörnir fulltrúar alls landsins sem hlutist til um það hvernig skipulagsmálum er háttað þar,“ segir Höskuldur Þórhallsson. „Eftir því sem lög ákveða“ Stjórnarskrárákvæðið sem Höskuldur vitnar til er númer 76. Þar segir: „Sveitarfélög skulu sjálf ráða málefnum sínum eftir því sem lög ákveða.“
Mest lesið Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Innlent „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Innlent „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Innlent Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Erlent Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi Innlent Af Alþingi til Fjallabyggðar Innlent Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Erlent Jónas Ingimundarson er látinn Innlent „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ Innlent Steindór Andersen er látinn Innlent Fleiri fréttir „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Gæsluvarðhald framlengt yfir konunni Sjálfstæðisflokkur fengi tæpan þriðjung Annað veiðifélag rannsakað vegna ólöglegs fiskeldis Breskur dómur grafi undan tilverurétti trans fólks Mál áfengisnetverslana send aftur til lögreglu Rekstur hestaleigu stöðvaður Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Örtröð í Leifsstöð og umdeildur hæstaréttardómur í Bretlandi Yngstu börnin sem hefja innritun í haust fjórtán mánaða Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Hvítri Toyotu stolið í Mosfellsbæ Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Leikhúsþýðingar Vigdísar gefnar út Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Sjá meira