Caterham og Marussia frumsýndu keppnisbílana Birgir Þór Harðarson skrifar 5. febrúar 2013 19:30 Charles Pic og Giedo van der Garde afhjúpuðu Caterham-bílinn á brautinni í Jerez í dag. nordicphotos/afp Botnliðin tvö, Caterham og Marussia, frumsýndu keppnisbíla sína á Jerez-brautinni í dag áður en fyrstu æfingar undirbúningstímabilsins hófust þar í morgun. Bæði lið fylgja sömu línum og þau notuðu í fyrra. Ökumenn Caterham-liðsins í Formúlu 1 í sumar verða þeir Charles Pic og Giedo van der Garde. Pic ók fyrir Marussia í fyrra en van der Garde mun þreyta frumraun sína í mótaröðinni þegar ljósin slökkna í Ástralíu eftir rúman mánuð. Hann var reynsluökuþór Caterham í fyrra. Van der Garde ók Caterham-bílnum á æfingunum í dag og varð næst síðastur á undan Marussia-bíl Max Chilton. Hjá Marussia er enn eitt keppnissæti laust fyrir vertíðina sem senn fer í hönd. Max Chilton mun aka öðrum keppnisbílnum á tímabilinu. Hann ók á æfingunum í dag fyrir Marussia og var langsíðastur, 5 sekúndum á eftir Jenson Button á McLaren og rúmum tvemur sekúndum hægari en van der Garde. Marussia-liðið virðist því hefja undirbúninginn á hælunum og þurfa að skoða sín mál grandlega í kvöld og í nótt áður en æfingarnar halda áfram á morgun. Formúla Mest lesið Fyndnar eða sorglegar pælingar Liverpool stuðningsmanna? Enski boltinn Gætu fengið 25 ára fangelsisdóm vegna dauða Maradona Fótbolti Hituðu upp fyrir Liverpool með því að ná Man. City að stigum Enski boltinn Ætlaði ekki að slá andstæðing sinn í höfuðið með boðhlaupskeflinu Sport Fauk í leikmenn vegna fána Fótbolti Ronaldo nú með fleiri mörk eftir þrítugt en fyrir þrítugt Fótbolti Eftirmaður Þóris segir stelpurnar þurfa að æfa sig í að senda og grípa Handbolti Segir suma leikmenn Man Utd ekki nógu góða og suma með of góð laun Enski boltinn Strákurinn vann þrjá bikara á einni viku Sport „Hann mun halda með okkur frá himnum“ Fótbolti Fleiri fréttir Cadillac verður með lið í formúlu 1 Lofaði Hamilton að ræða ekki við Verstappen Lewis Hamilton: Ég verð aldrei gamall maður Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúlu 1 ungstirnið viðurkennir að hafa fallið á ökuprófinu Eiginkona Michael Schumacher í áfalli Dómur fallinn: „Þetta var viðbjóðslegt af mér og ég tek fulla ábyrgð“ Sjá meira
Botnliðin tvö, Caterham og Marussia, frumsýndu keppnisbíla sína á Jerez-brautinni í dag áður en fyrstu æfingar undirbúningstímabilsins hófust þar í morgun. Bæði lið fylgja sömu línum og þau notuðu í fyrra. Ökumenn Caterham-liðsins í Formúlu 1 í sumar verða þeir Charles Pic og Giedo van der Garde. Pic ók fyrir Marussia í fyrra en van der Garde mun þreyta frumraun sína í mótaröðinni þegar ljósin slökkna í Ástralíu eftir rúman mánuð. Hann var reynsluökuþór Caterham í fyrra. Van der Garde ók Caterham-bílnum á æfingunum í dag og varð næst síðastur á undan Marussia-bíl Max Chilton. Hjá Marussia er enn eitt keppnissæti laust fyrir vertíðina sem senn fer í hönd. Max Chilton mun aka öðrum keppnisbílnum á tímabilinu. Hann ók á æfingunum í dag fyrir Marussia og var langsíðastur, 5 sekúndum á eftir Jenson Button á McLaren og rúmum tvemur sekúndum hægari en van der Garde. Marussia-liðið virðist því hefja undirbúninginn á hælunum og þurfa að skoða sín mál grandlega í kvöld og í nótt áður en æfingarnar halda áfram á morgun.
Formúla Mest lesið Fyndnar eða sorglegar pælingar Liverpool stuðningsmanna? Enski boltinn Gætu fengið 25 ára fangelsisdóm vegna dauða Maradona Fótbolti Hituðu upp fyrir Liverpool með því að ná Man. City að stigum Enski boltinn Ætlaði ekki að slá andstæðing sinn í höfuðið með boðhlaupskeflinu Sport Fauk í leikmenn vegna fána Fótbolti Ronaldo nú með fleiri mörk eftir þrítugt en fyrir þrítugt Fótbolti Eftirmaður Þóris segir stelpurnar þurfa að æfa sig í að senda og grípa Handbolti Segir suma leikmenn Man Utd ekki nógu góða og suma með of góð laun Enski boltinn Strákurinn vann þrjá bikara á einni viku Sport „Hann mun halda með okkur frá himnum“ Fótbolti Fleiri fréttir Cadillac verður með lið í formúlu 1 Lofaði Hamilton að ræða ekki við Verstappen Lewis Hamilton: Ég verð aldrei gamall maður Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúlu 1 ungstirnið viðurkennir að hafa fallið á ökuprófinu Eiginkona Michael Schumacher í áfalli Dómur fallinn: „Þetta var viðbjóðslegt af mér og ég tek fulla ábyrgð“ Sjá meira