FBI tók piltinn með sér til Washington VG skrifar 5. febrúar 2013 11:50 Pilturinn gekk inn í sendiráðið og sagðist hafa upplýsingar um yfirvofandi tölvuárás. Maðurinn sem FBI yfirheyrði var fluttur af landi brott eftir að innanríkisráðuneytið tjáði fulltrúum alríkislögreglunnar að þeir væru ekki velkomnir hér á landi. Hann var svo yfirheyrður í fjóra daga til viðbótar í Washington samkvæmt heimildum Vísis. Kristinn Hrafnsson greindi frá því í Kastljósi í síðustu viku að fulltrúar alríkislögreglunnar hefðu verið hér á landi við rannsóknir á WikiLeaks í ágúst 2011. Innanríkisráðherra staðfesti það í samtali við Vísi sama dag og sagði þá að þegar hann varð áskynja þess að fulltrúarnir væru hér á landi hefði öllu samstarfi við þá verið slitið. Í sameiginlegri tilkynningu frá ríkislögreglustjóra og ríkissaksóknara, sem send var á fjölmiðla í gær, kom fram að ástæðan fyrir veru alríkislögreglunnar hér á landi hefði verið yfirvofandi tölvuárás á íslenska stjórnarráðið. Þá kom ennfremur fram í tilkynningunni að maður hefði gefið sig fram í bandaríska sendiráðið vegna upplýsinga um WikiLeaks og tölvuárásarinnar. Fulltrúar FBI yfirheyrðu manninn, sem er tvítugur samkvæmt heimildum Vísis, í fimm daga eftir að innanríkisráðuneytið hafði hafnað svokallaðri réttarbeiðni um samstarf á milli FBI og íslenskra löggæslustofnanna. Yfirheyrslurnar munu hafa farið fram á hótelum víða um Reykjavík en aldrei í bandaríska sendiráðinu. Þann 30 ágúst upplýstu FBI fulltrúarnir ríkislögreglustjóra og ríkissaksóknara að utanríkis- og innanríkisráðuneytið hefði tjáð sér þá ósk að FBI ræddi ekki frekar við piltinn hér á landi auk þess sem vera þeirra hér á landi væri talin óæskileg. Í framhaldinu yfirgáfu þeir landið. Aftur á móti tóku þeir piltinn með sér og flugu með hann til Washington þar sem hann var yfirheyrður í fjóra daga til viðbótar. Pilturinn mun hafa farið með þeim af fúsum og frjálsum vilja. Eftir að yfirheyrslum var lokið var piltinum sleppt lausum og honum flogið heim til Íslands. Össur Skarphéðinsson segir í samtali við Fréttablaðið í dag að vera FBI hefði verið ólögleg. Hann segir markmið ráðuneytanna hafa verið að vernda piltinn sem þeir töldu að áttaði sig ekki á afleiðingum þess sem hann gerði. Og Össur bætti við: „Þess vegna töldum við í utanríkisráðuneytinu að það bæri að koma í veg fyrir þessi samtöl, meðal annars til að vernda þennan íslenska borgara, af því samtölin áttu sér stað utan við það sem gátu talist eðlilegar heimildir. Okkur var ekki kunnugt um neina slíka beiðni, um að ræða við þennan mann." Ekki hefur enn náðst í Ögmund Jónasson innanríkisráðherra vegna málsins en hann er staddur í Kína. Þaðan er þó að vænta greinargerðar um málið samvæmt Katrínu Jakobsdóttur, sitjandi innanríkisráðherra" Mest lesið Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Innlent „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Erlent Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum Erlent Býst við kolsvartri skýrslu Innlent Fleiri fréttir Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Bókun 35 þokast nær afgreiðslu Sló mann með glerglasi í höfuðið á Strandgötunni Sjá meira
Maðurinn sem FBI yfirheyrði var fluttur af landi brott eftir að innanríkisráðuneytið tjáði fulltrúum alríkislögreglunnar að þeir væru ekki velkomnir hér á landi. Hann var svo yfirheyrður í fjóra daga til viðbótar í Washington samkvæmt heimildum Vísis. Kristinn Hrafnsson greindi frá því í Kastljósi í síðustu viku að fulltrúar alríkislögreglunnar hefðu verið hér á landi við rannsóknir á WikiLeaks í ágúst 2011. Innanríkisráðherra staðfesti það í samtali við Vísi sama dag og sagði þá að þegar hann varð áskynja þess að fulltrúarnir væru hér á landi hefði öllu samstarfi við þá verið slitið. Í sameiginlegri tilkynningu frá ríkislögreglustjóra og ríkissaksóknara, sem send var á fjölmiðla í gær, kom fram að ástæðan fyrir veru alríkislögreglunnar hér á landi hefði verið yfirvofandi tölvuárás á íslenska stjórnarráðið. Þá kom ennfremur fram í tilkynningunni að maður hefði gefið sig fram í bandaríska sendiráðið vegna upplýsinga um WikiLeaks og tölvuárásarinnar. Fulltrúar FBI yfirheyrðu manninn, sem er tvítugur samkvæmt heimildum Vísis, í fimm daga eftir að innanríkisráðuneytið hafði hafnað svokallaðri réttarbeiðni um samstarf á milli FBI og íslenskra löggæslustofnanna. Yfirheyrslurnar munu hafa farið fram á hótelum víða um Reykjavík en aldrei í bandaríska sendiráðinu. Þann 30 ágúst upplýstu FBI fulltrúarnir ríkislögreglustjóra og ríkissaksóknara að utanríkis- og innanríkisráðuneytið hefði tjáð sér þá ósk að FBI ræddi ekki frekar við piltinn hér á landi auk þess sem vera þeirra hér á landi væri talin óæskileg. Í framhaldinu yfirgáfu þeir landið. Aftur á móti tóku þeir piltinn með sér og flugu með hann til Washington þar sem hann var yfirheyrður í fjóra daga til viðbótar. Pilturinn mun hafa farið með þeim af fúsum og frjálsum vilja. Eftir að yfirheyrslum var lokið var piltinum sleppt lausum og honum flogið heim til Íslands. Össur Skarphéðinsson segir í samtali við Fréttablaðið í dag að vera FBI hefði verið ólögleg. Hann segir markmið ráðuneytanna hafa verið að vernda piltinn sem þeir töldu að áttaði sig ekki á afleiðingum þess sem hann gerði. Og Össur bætti við: „Þess vegna töldum við í utanríkisráðuneytinu að það bæri að koma í veg fyrir þessi samtöl, meðal annars til að vernda þennan íslenska borgara, af því samtölin áttu sér stað utan við það sem gátu talist eðlilegar heimildir. Okkur var ekki kunnugt um neina slíka beiðni, um að ræða við þennan mann." Ekki hefur enn náðst í Ögmund Jónasson innanríkisráðherra vegna málsins en hann er staddur í Kína. Þaðan er þó að vænta greinargerðar um málið samvæmt Katrínu Jakobsdóttur, sitjandi innanríkisráðherra"
Mest lesið Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Innlent „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Erlent Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum Erlent Býst við kolsvartri skýrslu Innlent Fleiri fréttir Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Bókun 35 þokast nær afgreiðslu Sló mann með glerglasi í höfuðið á Strandgötunni Sjá meira