Sport

Super Bowl 2012 með þriðja mesta áhorf í sögunni

Ray Lewis fagnar sigrinum.
Ray Lewis fagnar sigrinum.
Það gekk mikið á þegar Baltimore Ravens og San Francisco 49ers mættust í Super Bowl-leiknum um helgina. Annað liðið stakk af í upphafi, rafmagnið fór af höllinni og svo varð leikurinn æsispennandi undir lokin.

Þrátt fyrir vesenið sátu Bandaríkjamenn sem fastast fyrir framan skjáinn og fylgdust með herlegheitunum.

Leikurinn í ár náði ekki að slá áhorfsmet en rúmlega 108 milljónir fylgdust með leiknum í Bandaríkjunum. Það er þriðja mesta áhorf á sjónvarpsefni í Bandaríkjunum.

Vinsælasta sjónvarpsefni allra tíma er Super Bowl-leikurinn í fyrra en rúmlega 111 milljónir horfðu á þann leik. Í öðru sæti er Super Bowl-leikurinn árið 2010 með sléttar 111 milljónir áhorfenda. Bandaríkjamenn tala um leikinn sem Super Bowl 2012 þó svo hann hafi farið fram árið 2013.

CBS var að vonast til þess að sjónvarpsáhorfsmetið myndi falla fjórða árið í röð en af því varð ekki. Áhorf á NFL fór lítillega niður í vetur en er engu að síður í algjörum sérflokki.



NFL



Fleiri fréttir

Sjá meira


×