Er tjón tækifæri? Jón Ólafsson skrifar 26. nóvember 2013 06:00 Þegar flóðbylgja sópaði burtu híbýlum milljóna manna í Suður-Asíu bentu nokkrir spekingar á að hamfarir gætu haft góð áhrif: Þær gætu orðið til að átök á svæðinu vikju fyrir uppbyggingu. Sumir héldu því fram eftir íslenska bankahrunið að í því fælist líka stórkostlegt tækifæri til að endurnýja stjórnmál og stjórnsýslu, jafnvel sjálfa stjórnmálaumræðuna í landinu. Kannski hefur forsætisráherranum verið hugsað til slíkra hamfara þegar hann upplýsti fundarmenn á ráðstefnu um orkumál á norðurslóðum í haust um tækifærin sem loftslagsbreytingar skapa í norðri: Vissulega eru fyrirséðar afleiðingar hlýnunar á heimsvísu hrikalegar, en tækifæri okkar til að ná auðlindum úr jörðu mega ekki spillast fyrir það. Margt hefur orðið okkur Íslendingum tækifæri gegnum tíðina: Tvær heimsstyrjaldir, kalda stríðið. Hvers vegna ekki loftslagsbreytingar á sama hátt? Á endanum erum við jú bara smáþjóð. Í ræðu sinni á ráðstefnunni benti forsætisráðherra á að þetta kynni ef til vill að hljóma eins og þversögn: Fyrst eru allir sammála um að sjálfbærni eigi að vera leiðarstefið á norðurslóðum. En svo eiga allir að vera sammála um að pumpa upp allri olíu, gasi og málmum sem þar er að finna. Hvernig er hægt að vera bæði sjálfbær og gjörnýta óendurnýjanlegar auðlindir? Jú, svarið er líklega það sama og við spurningunni hvernig hægt sé að vera giftur mörgum konum: Fyrst einni, svo þeirri næstu. Þannig er hægt að vera margkvæntur án þess að vera fjölkvænismaður. Þetta snýst jú á endanum um tímasetningar. Raðkvæni er ekki fjölkvæni. Það kann að vera að tjón sé stundum tækifæri, jafnvel að missa allt. En þetta segir maður þó aðeins eftir að skaðinn er skeður. Forsætisráðherra sjálfstæðs ríkis sem hvetur til þess að stuðla fyrst að sem mestu tjóni, telur tjónið geta verið tækifæri og bendir á að hægt sé að taka upp sjálfbærni þegar engir aðrir kostir verða eftir er annaðhvort óábyrgur eða hann metur það svo að orð hans skipti engu máli og að afstaða hans hafi hvorki áhrif á skoðanir annarra né á gang mála. Ætli maður verði ekki bara að vona að það síðara eigi við um okkar mann? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Sérhagsmunir Viðskiptablaðsins Högni Elfar Gylfason Skoðun Afstaða forsætisráðherra til varnar- og öryggismála mikið áhyggjuefni! Ole Anton Bieltvedt Skoðun Skrifræðismartröð í Hæðargarði Dóra Magnúsdóttir Skoðun Föstum saman, Ramadan og langafasta Sigurvin Lárus Jónsson Skoðun Auðhumla í Hamraborg Tryggvi Rúnar Brynjarsson Skoðun Hvernig kennum við gagnrýna hugsun? – Umræða sem þarf að halda áfram Guðmundur Björnsson Skoðun Hetjusögur af óþekktum manni – Ég kýs Þorstein Skúla sem formann VR Sólveig Guðjónsdóttir Skoðun Þegar Halla Gunnarsdóttir lét Kevin Spacey heyra það Drífa Snædal Skoðun Jón og félagar eru farnir Árni Guðmundsson Skoðun Konur láta lífið og karlar fá knús Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hetjusögur af óþekktum manni – Ég kýs Þorstein Skúla sem formann VR Sólveig Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Skrifræðismartröð í Hæðargarði Dóra Magnúsdóttir skrifar Skoðun Afstaða forsætisráðherra til varnar- og öryggismála mikið áhyggjuefni! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Sérhagsmunir Viðskiptablaðsins Högni Elfar Gylfason skrifar Skoðun Fáni okkar allra... Eva Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Átökin um áminningarskylduna – stutt upprifjun Óli Jón Jónsson skrifar Skoðun Hvernig kennum við gagnrýna hugsun? – Umræða sem þarf að halda áfram Guðmundur Björnsson skrifar Skoðun Föstum saman, Ramadan og langafasta Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Auðhumla í Hamraborg Tryggvi Rúnar Brynjarsson skrifar Skoðun Magnús Karl er einstakur kennari og verður afburða rektor Kristín Heimisdóttir skrifar Skoðun Mannlegi rektorinn Silja Bára Arnar Pálsson skrifar Skoðun Þegar Halla Gunnarsdóttir lét Kevin Spacey heyra það Drífa Snædal skrifar Skoðun Íslenskar löggæslustofnanir sem lögmæt skotmörk Bjarni Már Magnússon skrifar Skoðun Ó-frjósemi eða val Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Er íslenska geðheilbrigðiskerfið of strangt þegar kemur að nauðungarvistun? Arna Ósk Óskarsdóttir skrifar Skoðun Heimilisofbeldi – aðgerðir í þágu þolenda Alma D. Möller ,Drífa Jónasdóttir skrifar Skoðun Þegar nemendur skilja ekki grundvallarhugtök: Hvað segir það um kennsluna? Guðmundur Björnsson skrifar Skoðun Við kjósum Kolbrúnu! Rannveig Klara Guðmundsdóttir,Gunnar Ásgrímsson skrifar Skoðun Geðheilbrigði snertir okkur öll Sandra B. Franks skrifar Skoðun Hin nýja heimsmynd Trumps, Putins og Jinpings Guðmundur Einarsson skrifar Skoðun Virðismatskerfi í þágu launajafnréttis Helga Björg Olgu- Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Konur láta lífið og karlar fá knús Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun We Are Icelanders Too: The Fight for Equality and Recognition for Women of Foreign Origin in Iceland Mouna Nasr skrifar Skoðun VR Chairman Elections Have Begun – Your Vote Matters! Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar Skoðun Kosningar í VR Ólafur Reimar Gunnarsson skrifar Skoðun Kynjajafnrétti er mannanna verk Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Álfar og huldufólk styðja umhverfisvernd Bryndís Fjóla Pétursdóttir skrifar Skoðun Baráttan heldur áfram! Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Jafnréttisparadís? Guðrún Karls Helgudóttir skrifar Skoðun Fíllinn í fjölmiðlastofu Þórðar Snæs Ragnar Sigurður Kristjánsson skrifar Sjá meira
Þegar flóðbylgja sópaði burtu híbýlum milljóna manna í Suður-Asíu bentu nokkrir spekingar á að hamfarir gætu haft góð áhrif: Þær gætu orðið til að átök á svæðinu vikju fyrir uppbyggingu. Sumir héldu því fram eftir íslenska bankahrunið að í því fælist líka stórkostlegt tækifæri til að endurnýja stjórnmál og stjórnsýslu, jafnvel sjálfa stjórnmálaumræðuna í landinu. Kannski hefur forsætisráherranum verið hugsað til slíkra hamfara þegar hann upplýsti fundarmenn á ráðstefnu um orkumál á norðurslóðum í haust um tækifærin sem loftslagsbreytingar skapa í norðri: Vissulega eru fyrirséðar afleiðingar hlýnunar á heimsvísu hrikalegar, en tækifæri okkar til að ná auðlindum úr jörðu mega ekki spillast fyrir það. Margt hefur orðið okkur Íslendingum tækifæri gegnum tíðina: Tvær heimsstyrjaldir, kalda stríðið. Hvers vegna ekki loftslagsbreytingar á sama hátt? Á endanum erum við jú bara smáþjóð. Í ræðu sinni á ráðstefnunni benti forsætisráðherra á að þetta kynni ef til vill að hljóma eins og þversögn: Fyrst eru allir sammála um að sjálfbærni eigi að vera leiðarstefið á norðurslóðum. En svo eiga allir að vera sammála um að pumpa upp allri olíu, gasi og málmum sem þar er að finna. Hvernig er hægt að vera bæði sjálfbær og gjörnýta óendurnýjanlegar auðlindir? Jú, svarið er líklega það sama og við spurningunni hvernig hægt sé að vera giftur mörgum konum: Fyrst einni, svo þeirri næstu. Þannig er hægt að vera margkvæntur án þess að vera fjölkvænismaður. Þetta snýst jú á endanum um tímasetningar. Raðkvæni er ekki fjölkvæni. Það kann að vera að tjón sé stundum tækifæri, jafnvel að missa allt. En þetta segir maður þó aðeins eftir að skaðinn er skeður. Forsætisráðherra sjálfstæðs ríkis sem hvetur til þess að stuðla fyrst að sem mestu tjóni, telur tjónið geta verið tækifæri og bendir á að hægt sé að taka upp sjálfbærni þegar engir aðrir kostir verða eftir er annaðhvort óábyrgur eða hann metur það svo að orð hans skipti engu máli og að afstaða hans hafi hvorki áhrif á skoðanir annarra né á gang mála. Ætli maður verði ekki bara að vona að það síðara eigi við um okkar mann?
Afstaða forsætisráðherra til varnar- og öryggismála mikið áhyggjuefni! Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Skoðun Hetjusögur af óþekktum manni – Ég kýs Þorstein Skúla sem formann VR Sólveig Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun Afstaða forsætisráðherra til varnar- og öryggismála mikið áhyggjuefni! Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Hvernig kennum við gagnrýna hugsun? – Umræða sem þarf að halda áfram Guðmundur Björnsson skrifar
Skoðun Er íslenska geðheilbrigðiskerfið of strangt þegar kemur að nauðungarvistun? Arna Ósk Óskarsdóttir skrifar
Skoðun Þegar nemendur skilja ekki grundvallarhugtök: Hvað segir það um kennsluna? Guðmundur Björnsson skrifar
Skoðun We Are Icelanders Too: The Fight for Equality and Recognition for Women of Foreign Origin in Iceland Mouna Nasr skrifar
Afstaða forsætisráðherra til varnar- og öryggismála mikið áhyggjuefni! Ole Anton Bieltvedt Skoðun