Íslenskur þjálfari slapp naumlega frá drápshvelinu Jakob Bjarnar Grétarsson skrifar 26. nóvember 2013 06:45 Sigfús Halldórsson var fyrsti þjálfari Tilikums. Sigfús Halldórsson var fyrsti þjálfari háhyrningsins Tilikums, sem þekktur er fyrir að hafa drepið þrjár manneskjur, og gæti nú verið væntanlegur til Íslands. Háhyrningurinn réðst á Sigfús þegar verið var að færa hann milli lauga í Sædýrasafninu, beit góðan bút úr baki blautbúningsins og dró hann niður. Vísir og fleiri miðlar hafa greint frá því að fyrir liggur ósk um það hjá sjávarútvegsráðuneytinu að gefið verði grænt ljós á að háhyrningurinn Tilikum verði fluttur til Íslands og honum sleppt lausum við Íslandsstrendur en hann var veiddur hér við land árið 1983. Þaðan var hann fluttur í stóra laug í Sædýrasafninu. Þá hafði hann þegar verið seldur til Kanada en var í aðlögun í Hafnarfirði og það kom í hlut Sigfúsar Halldórssonar tölvunarfræðings, sem nú er búsettur á Englandi, að þjálfa hvalinn. Tilikum er þekktur fyrir að hafa drepið þrjár manneskjur og um hann fjallar heimildamyndin Blackfish. „Jú, þetta er víst hann. Þegar ég las fréttina um þann síðasta sem hann drap, þá fletti ég þessu upp og það stemmir. Þetta er vinur minn frá í Sædýrasafninu,“ segir Sigfús. Þá voru þrír háhyrningar í Sædýrasafninu og var Tilikum þeirra minnstur. Hann var tekin í sérstaka þjálfun og annaðist Sigfús hana ásamt því að fóðra háhyrningana á síld. Tvær stórar laugar voru í Sædýrasafninu og fyrst var reynt að lokka Tilikum yfir. Það tókst ekki þannig að það þurfti að setja um hann ól og hífa hann á milli með sérstökum hlaupaketti sem komið hafði verið fyrir í lofti laugarhússins.Sigfús og háhyrningurinn voru á forsíðu Morgunblaðsins 26. febrúar 1984.„Ég stökk útí, í flónsku minni, til að ná í grindina sem smeygt hafði verið þarna á milli. Hann virðist hafa reiðst því að vera færður frá hinum því hann kom aftan að mér, greip um mittið á mér og dró mig niður. Hann reif góðan hluta úr baki blautbúningsins sem ég var í. Ég náði einhvern veginn að stökkva uppúr. Þetta var fyrir þjálfun.“ Sigfús segir að fyrir utan þetta atvik hafi Tilikum verið ljúfur. „Þetta var vinur minn. Ég fór oft með höndina uppí kjaftinn á honum og klóraði honum um tunguna. Það þótti honum gott. Hann var blíður nema þegar hann reiddist þarna.“ Þjálfunin gekk út á að láta hann hoppa við skipun upp í litla plastbauju og svo skyrpti hann á gesti og það þótti mikið sport. Sigfús segir að þetta hafi verið einstakt, að hafa komið að þessari þjálfun þó hann hafi ekki gert sér grein fyrir því þá . Þetta var nokkurra mánaða tímabil og svo var háhyrningurinn fluttur út til Kanada.En, finnst Sigfúsi hann ekki bera neina ábyrgð, sem fyrsti þjálfari Tilikums? „Jú, óneitanlega. Svolítið. Að hafa komið honum á bragðið á sínum tíma.“ Sigfúsi bauðst að fylgja Tilikum til Kanada og leggja þar stund á þjálfun háhyrninga og sæljóna. En ekkert varð af því – kannski sem betur fer, þó Sigfús telji ólíklegt að vinur hans Tilikum hefði ráðist á sig aftur. Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Egill Þór er látinn Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Innlent Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Erlent Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Innlent Flæddi inn í hús á Arnarnesi Innlent Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Innlent Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Innlent Ný ríkisstjórn fundar í dag Innlent Fleiri fréttir Berglind nýr dómandi við Endurupptökudóm Flugferðum aflýst Vegur að Patreksfirði lokaður vegna snjóflóðs Egill Þór er látinn Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Flæddi inn í hús á Arnarnesi Ný ríkisstjórn fundar í dag „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi Sjá meira
Sigfús Halldórsson var fyrsti þjálfari háhyrningsins Tilikums, sem þekktur er fyrir að hafa drepið þrjár manneskjur, og gæti nú verið væntanlegur til Íslands. Háhyrningurinn réðst á Sigfús þegar verið var að færa hann milli lauga í Sædýrasafninu, beit góðan bút úr baki blautbúningsins og dró hann niður. Vísir og fleiri miðlar hafa greint frá því að fyrir liggur ósk um það hjá sjávarútvegsráðuneytinu að gefið verði grænt ljós á að háhyrningurinn Tilikum verði fluttur til Íslands og honum sleppt lausum við Íslandsstrendur en hann var veiddur hér við land árið 1983. Þaðan var hann fluttur í stóra laug í Sædýrasafninu. Þá hafði hann þegar verið seldur til Kanada en var í aðlögun í Hafnarfirði og það kom í hlut Sigfúsar Halldórssonar tölvunarfræðings, sem nú er búsettur á Englandi, að þjálfa hvalinn. Tilikum er þekktur fyrir að hafa drepið þrjár manneskjur og um hann fjallar heimildamyndin Blackfish. „Jú, þetta er víst hann. Þegar ég las fréttina um þann síðasta sem hann drap, þá fletti ég þessu upp og það stemmir. Þetta er vinur minn frá í Sædýrasafninu,“ segir Sigfús. Þá voru þrír háhyrningar í Sædýrasafninu og var Tilikum þeirra minnstur. Hann var tekin í sérstaka þjálfun og annaðist Sigfús hana ásamt því að fóðra háhyrningana á síld. Tvær stórar laugar voru í Sædýrasafninu og fyrst var reynt að lokka Tilikum yfir. Það tókst ekki þannig að það þurfti að setja um hann ól og hífa hann á milli með sérstökum hlaupaketti sem komið hafði verið fyrir í lofti laugarhússins.Sigfús og háhyrningurinn voru á forsíðu Morgunblaðsins 26. febrúar 1984.„Ég stökk útí, í flónsku minni, til að ná í grindina sem smeygt hafði verið þarna á milli. Hann virðist hafa reiðst því að vera færður frá hinum því hann kom aftan að mér, greip um mittið á mér og dró mig niður. Hann reif góðan hluta úr baki blautbúningsins sem ég var í. Ég náði einhvern veginn að stökkva uppúr. Þetta var fyrir þjálfun.“ Sigfús segir að fyrir utan þetta atvik hafi Tilikum verið ljúfur. „Þetta var vinur minn. Ég fór oft með höndina uppí kjaftinn á honum og klóraði honum um tunguna. Það þótti honum gott. Hann var blíður nema þegar hann reiddist þarna.“ Þjálfunin gekk út á að láta hann hoppa við skipun upp í litla plastbauju og svo skyrpti hann á gesti og það þótti mikið sport. Sigfús segir að þetta hafi verið einstakt, að hafa komið að þessari þjálfun þó hann hafi ekki gert sér grein fyrir því þá . Þetta var nokkurra mánaða tímabil og svo var háhyrningurinn fluttur út til Kanada.En, finnst Sigfúsi hann ekki bera neina ábyrgð, sem fyrsti þjálfari Tilikums? „Jú, óneitanlega. Svolítið. Að hafa komið honum á bragðið á sínum tíma.“ Sigfúsi bauðst að fylgja Tilikum til Kanada og leggja þar stund á þjálfun háhyrninga og sæljóna. En ekkert varð af því – kannski sem betur fer, þó Sigfús telji ólíklegt að vinur hans Tilikum hefði ráðist á sig aftur.
Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Egill Þór er látinn Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Innlent Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Erlent Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Innlent Flæddi inn í hús á Arnarnesi Innlent Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Innlent Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Innlent Ný ríkisstjórn fundar í dag Innlent Fleiri fréttir Berglind nýr dómandi við Endurupptökudóm Flugferðum aflýst Vegur að Patreksfirði lokaður vegna snjóflóðs Egill Þór er látinn Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Flæddi inn í hús á Arnarnesi Ný ríkisstjórn fundar í dag „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi Sjá meira