Íslenskur þjálfari slapp naumlega frá drápshvelinu Jakob Bjarnar Grétarsson skrifar 26. nóvember 2013 06:45 Sigfús Halldórsson var fyrsti þjálfari Tilikums. Sigfús Halldórsson var fyrsti þjálfari háhyrningsins Tilikums, sem þekktur er fyrir að hafa drepið þrjár manneskjur, og gæti nú verið væntanlegur til Íslands. Háhyrningurinn réðst á Sigfús þegar verið var að færa hann milli lauga í Sædýrasafninu, beit góðan bút úr baki blautbúningsins og dró hann niður. Vísir og fleiri miðlar hafa greint frá því að fyrir liggur ósk um það hjá sjávarútvegsráðuneytinu að gefið verði grænt ljós á að háhyrningurinn Tilikum verði fluttur til Íslands og honum sleppt lausum við Íslandsstrendur en hann var veiddur hér við land árið 1983. Þaðan var hann fluttur í stóra laug í Sædýrasafninu. Þá hafði hann þegar verið seldur til Kanada en var í aðlögun í Hafnarfirði og það kom í hlut Sigfúsar Halldórssonar tölvunarfræðings, sem nú er búsettur á Englandi, að þjálfa hvalinn. Tilikum er þekktur fyrir að hafa drepið þrjár manneskjur og um hann fjallar heimildamyndin Blackfish. „Jú, þetta er víst hann. Þegar ég las fréttina um þann síðasta sem hann drap, þá fletti ég þessu upp og það stemmir. Þetta er vinur minn frá í Sædýrasafninu,“ segir Sigfús. Þá voru þrír háhyrningar í Sædýrasafninu og var Tilikum þeirra minnstur. Hann var tekin í sérstaka þjálfun og annaðist Sigfús hana ásamt því að fóðra háhyrningana á síld. Tvær stórar laugar voru í Sædýrasafninu og fyrst var reynt að lokka Tilikum yfir. Það tókst ekki þannig að það þurfti að setja um hann ól og hífa hann á milli með sérstökum hlaupaketti sem komið hafði verið fyrir í lofti laugarhússins.Sigfús og háhyrningurinn voru á forsíðu Morgunblaðsins 26. febrúar 1984.„Ég stökk útí, í flónsku minni, til að ná í grindina sem smeygt hafði verið þarna á milli. Hann virðist hafa reiðst því að vera færður frá hinum því hann kom aftan að mér, greip um mittið á mér og dró mig niður. Hann reif góðan hluta úr baki blautbúningsins sem ég var í. Ég náði einhvern veginn að stökkva uppúr. Þetta var fyrir þjálfun.“ Sigfús segir að fyrir utan þetta atvik hafi Tilikum verið ljúfur. „Þetta var vinur minn. Ég fór oft með höndina uppí kjaftinn á honum og klóraði honum um tunguna. Það þótti honum gott. Hann var blíður nema þegar hann reiddist þarna.“ Þjálfunin gekk út á að láta hann hoppa við skipun upp í litla plastbauju og svo skyrpti hann á gesti og það þótti mikið sport. Sigfús segir að þetta hafi verið einstakt, að hafa komið að þessari þjálfun þó hann hafi ekki gert sér grein fyrir því þá . Þetta var nokkurra mánaða tímabil og svo var háhyrningurinn fluttur út til Kanada.En, finnst Sigfúsi hann ekki bera neina ábyrgð, sem fyrsti þjálfari Tilikums? „Jú, óneitanlega. Svolítið. Að hafa komið honum á bragðið á sínum tíma.“ Sigfúsi bauðst að fylgja Tilikum til Kanada og leggja þar stund á þjálfun háhyrninga og sæljóna. En ekkert varð af því – kannski sem betur fer, þó Sigfús telji ólíklegt að vinur hans Tilikum hefði ráðist á sig aftur. Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Innlent Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi Innlent „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Innlent Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Innlent Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Erlent Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Innlent Fleiri fréttir Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun Sjá meira
Sigfús Halldórsson var fyrsti þjálfari háhyrningsins Tilikums, sem þekktur er fyrir að hafa drepið þrjár manneskjur, og gæti nú verið væntanlegur til Íslands. Háhyrningurinn réðst á Sigfús þegar verið var að færa hann milli lauga í Sædýrasafninu, beit góðan bút úr baki blautbúningsins og dró hann niður. Vísir og fleiri miðlar hafa greint frá því að fyrir liggur ósk um það hjá sjávarútvegsráðuneytinu að gefið verði grænt ljós á að háhyrningurinn Tilikum verði fluttur til Íslands og honum sleppt lausum við Íslandsstrendur en hann var veiddur hér við land árið 1983. Þaðan var hann fluttur í stóra laug í Sædýrasafninu. Þá hafði hann þegar verið seldur til Kanada en var í aðlögun í Hafnarfirði og það kom í hlut Sigfúsar Halldórssonar tölvunarfræðings, sem nú er búsettur á Englandi, að þjálfa hvalinn. Tilikum er þekktur fyrir að hafa drepið þrjár manneskjur og um hann fjallar heimildamyndin Blackfish. „Jú, þetta er víst hann. Þegar ég las fréttina um þann síðasta sem hann drap, þá fletti ég þessu upp og það stemmir. Þetta er vinur minn frá í Sædýrasafninu,“ segir Sigfús. Þá voru þrír háhyrningar í Sædýrasafninu og var Tilikum þeirra minnstur. Hann var tekin í sérstaka þjálfun og annaðist Sigfús hana ásamt því að fóðra háhyrningana á síld. Tvær stórar laugar voru í Sædýrasafninu og fyrst var reynt að lokka Tilikum yfir. Það tókst ekki þannig að það þurfti að setja um hann ól og hífa hann á milli með sérstökum hlaupaketti sem komið hafði verið fyrir í lofti laugarhússins.Sigfús og háhyrningurinn voru á forsíðu Morgunblaðsins 26. febrúar 1984.„Ég stökk útí, í flónsku minni, til að ná í grindina sem smeygt hafði verið þarna á milli. Hann virðist hafa reiðst því að vera færður frá hinum því hann kom aftan að mér, greip um mittið á mér og dró mig niður. Hann reif góðan hluta úr baki blautbúningsins sem ég var í. Ég náði einhvern veginn að stökkva uppúr. Þetta var fyrir þjálfun.“ Sigfús segir að fyrir utan þetta atvik hafi Tilikum verið ljúfur. „Þetta var vinur minn. Ég fór oft með höndina uppí kjaftinn á honum og klóraði honum um tunguna. Það þótti honum gott. Hann var blíður nema þegar hann reiddist þarna.“ Þjálfunin gekk út á að láta hann hoppa við skipun upp í litla plastbauju og svo skyrpti hann á gesti og það þótti mikið sport. Sigfús segir að þetta hafi verið einstakt, að hafa komið að þessari þjálfun þó hann hafi ekki gert sér grein fyrir því þá . Þetta var nokkurra mánaða tímabil og svo var háhyrningurinn fluttur út til Kanada.En, finnst Sigfúsi hann ekki bera neina ábyrgð, sem fyrsti þjálfari Tilikums? „Jú, óneitanlega. Svolítið. Að hafa komið honum á bragðið á sínum tíma.“ Sigfúsi bauðst að fylgja Tilikum til Kanada og leggja þar stund á þjálfun háhyrninga og sæljóna. En ekkert varð af því – kannski sem betur fer, þó Sigfús telji ólíklegt að vinur hans Tilikum hefði ráðist á sig aftur.
Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Innlent Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi Innlent „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Innlent Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Innlent Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Erlent Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Innlent Fleiri fréttir Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun Sjá meira