Um flísina og bjálkann – fjórða valdið, dómsvaldið og siðareglur blaðamanna Jón Baldvin Hannibalsson skrifar 21. september 2013 06:00 Í áratug hefur sáttaviðleitni minni verið mætt með ískaldri þögn, ósönnum söguburði, eftiráspuna, illmælgi á bak, hatri og hefnigirni. Fyrst var leitað til lögreglu og saksóknara og reynt að fá óvininn dæmdan. Þegar ákæruvaldið vísaði kærunum frá, var áfrýjað til „dómstóls götunnar“ gegnum fjölmiðla. Það telst sætur sigur, ef það tekst að ræna óvininn mannorðinu. Það var jú ætlunin frá upphafi.Hatrið Það er dapurlegt til þess að vita, að allt þetta hatur og öll þessi hefnigirni, skuli hafa búið um sig í hugarfylgsnum og sálarlífi þess fólks, sem stendur að baki þessu, í meira en áratug. Hatrið er skaðræðisskepna. Það bitnar ekki bara á þeim, sem fyrir því verða. Það eitrar líka líf þeirra, sem hýsa það og næra. Var það ekki þetta, sem Brynjólfur biskup í Skálholti átti við forðum, þegar hann sagði: „Mala domestica lacrimis majores sunt – heimilisbölið er þyngra en tárum taki“? Úr því að hatrið náði undirtökunum og réði för þeirra, sem í hefndarskyni vildu bera mál sín á torg, verður ekki aftur snúið. Skaðinn er skeður. Jafnvel þótt ósannindi séu borin til baka og rangfærslur leiðréttar, er það einatt svo í málum af þessu tagi, að ásökunin ein ogsér vekur grunsemdir og tortryggni og er til þess fallin að skaða mannorð viðkomandi varanlega. Vel má vera, að svo sé í þessu tilviki. En fyrir þau, sem þykjast þess umkomin að setjast í dómarasætið, er kannski ráð fyrst að kynna sér málsgögn og málsbætur; og annað, að varast að fara með sleggjudóma og staðleysustafi. Man nokkur lengur eftir siðareglum Blaðamannafélags Íslands? Ýmis dæmi um siðlausa blaðamennsku, sem hér hafa verið tilfærð, virðast gefa tilefni til að dusta af þeim rykið. Þar segir: 4. grein: „Í frásögnum af dóms- og refsimálum skulu blaðamenn virða þá meginreglu laga, að hver maður er talinn saklaus, þar til sekt hans hefur verið sönnuð“. 3. grein: „Blaðamaður vandar upplýsingaöflun sína, úrvinnslu og framsetningu, svo sem kostur er, og sýnir fyllstu tillitssemi ívandasömum málum“. Hann forðast allt, sem valdið getur saklausu fólki, eða fólki sem á um sárt að binda, óþarfa sársauka eða vanvirðu“. (Leturbreyting mín).Hrokinn Ég spyr: Hvernig eiga lesendur að mynda sér óbrenglaða og fordómalausa skoðun á máli, ef fjölmiðlar bjóða þeim upp á einhliða frásögn kærenda, velja það eitt til birtingar úr gögnum málsins, sem hentar fyrirfram gefinni niðurstöðu, hundsa vottfestan framburð vitna, stinga undir stól sönnunargögnum um að farið sé með rangt mál og virða ekki andmælarétt hins ákærða? Hér hafa verið tilfærð nokkur dæmi um óvandaða blaðamennsku, þar sem brotið er í flestum greinum gegn siðareglum blaðamannafélagsins. Eru einhver viðurlög við því? Sæmir það, að þeir sem sjálfir brjóta sínar eigin siðareglur, setjist í dómarasæti yfir öðrum? Hér hefur verið tekið dæmi af helsta siðgæðisverði DV, Inga Frey Vilhjálmssyni. Hann hefur skrifað langhunda um meinta siðferðisbresti annarra á sama tíma og hann leyfir sér að þverbrjóta siðareglur sinnar eigin starfsgreinar. Nú er spurningin: Hvernig bregst hann við, þegar hann er uppvís að alvarlegum yfirsjónum? Þorir hann að horfast í augu við sjálfan sig? Eða kýs hann að forherðast og þræta fyrir? Hann bauð mér pláss í blaði sínu til að ræða um iðrun sem forsendu fyrirgefningar. Ef Ingi Freyr Vilhjálmsson hefur manndóm til að játa brot sín gegn mannorði mínu, ef hann iðrast einlæglega og biðst fyrirgefningar, þá mun ég, fyrir mitt leyti, fyrirgefa honum. Ég vona, að hann fái inni fyrir afsökunarbeiðni sína á DV. (Höfundur var fyrr á árum bæði blaðamaður og ritstjóri) Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jón Baldvin Hannibalsson Mest lesið Eitruð kvenmennska Ása Lind Finnbogadóttir Skoðun Leiðin til helvítis Jón Pétur Zimsen Skoðun Þau eru fá en þörfin er stór Sif Huld Albertsdóttir Skoðun Sameining Garðabæjar og Hafnarfjarðar – kostir – ókostir - skynsemi Ó. Ingi Tómasson Skoðun Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta Skoðun Á undan jarðýtu komi fornleifafræðingur… Stefán Pálsson Skoðun Búum til réttlátt lífeyriskerfi Hrafn Magnússon Skoðun Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun Hinn nýi íslenski aðall Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun Skoðun Skoðun Tollar – Fyrir hverja? Valdimar Birgisson skrifar Skoðun Þau eru fá en þörfin er stór Sif Huld Albertsdóttir skrifar Skoðun Samvinnufélög, valkostur í atvinnurekstri Elín H. Jónsdóttir,Guðrún Johnsen skrifar Skoðun Leiðin til helvítis Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Eitruð kvenmennska Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Hinn nýi íslenski aðall Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta skrifar Skoðun Gjaldskrár munu ekki virka til að koma aftur framleiðslu af stað Sæþór Randalsson skrifar Skoðun Mannúð og samvinna á tímum sögulegra þjáninga Sólrún María Ólafsdóttir skrifar Skoðun Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir skrifar Skoðun Þegar rykið hefur sest Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Búum til réttlátt lífeyriskerfi Hrafn Magnússon skrifar Skoðun Á undan jarðýtu komi fornleifafræðingur… Stefán Pálsson skrifar Skoðun Hin raunverulega byggðastefna Jón Þór Kristjánsson skrifar Skoðun Sameining Garðabæjar og Hafnarfjarðar – kostir – ókostir - skynsemi Ó. Ingi Tómasson skrifar Skoðun Rúmir 30 milljarðar í fangelsi Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Sérstök staða orkusveitarfélaga! Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar Skoðun Miklar endurbætur á lánum menntasjóðs námsmanna Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal skrifar Skoðun Er almenningur rusl? Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Skoðun Líffræðilega ómögulegt Björn Ólafsson skrifar Skoðun Veiðigjaldið stendur undir kostnaði Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Minn gamli góði flokkur Hólmgeir Baldursson skrifar Skoðun Hve lengi tekur sjórinn við? Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Orkan okkar, börnin og barnabörnin Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Að fjárfesta í sjálfbærri verðmætasköpun Ingibjörg Ösp Stefánsdóttir skrifar Skoðun Að bregðast ungu fólki í viðkvæmri stöðu Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Hliðarveruleiki hræðsluáróðurs og „pólitískur forarpyttur“ Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Fyrir hverja er Sjúkratryggingar Íslands? Hrefna Sif Jónsdóttir skrifar Sjá meira
Í áratug hefur sáttaviðleitni minni verið mætt með ískaldri þögn, ósönnum söguburði, eftiráspuna, illmælgi á bak, hatri og hefnigirni. Fyrst var leitað til lögreglu og saksóknara og reynt að fá óvininn dæmdan. Þegar ákæruvaldið vísaði kærunum frá, var áfrýjað til „dómstóls götunnar“ gegnum fjölmiðla. Það telst sætur sigur, ef það tekst að ræna óvininn mannorðinu. Það var jú ætlunin frá upphafi.Hatrið Það er dapurlegt til þess að vita, að allt þetta hatur og öll þessi hefnigirni, skuli hafa búið um sig í hugarfylgsnum og sálarlífi þess fólks, sem stendur að baki þessu, í meira en áratug. Hatrið er skaðræðisskepna. Það bitnar ekki bara á þeim, sem fyrir því verða. Það eitrar líka líf þeirra, sem hýsa það og næra. Var það ekki þetta, sem Brynjólfur biskup í Skálholti átti við forðum, þegar hann sagði: „Mala domestica lacrimis majores sunt – heimilisbölið er þyngra en tárum taki“? Úr því að hatrið náði undirtökunum og réði för þeirra, sem í hefndarskyni vildu bera mál sín á torg, verður ekki aftur snúið. Skaðinn er skeður. Jafnvel þótt ósannindi séu borin til baka og rangfærslur leiðréttar, er það einatt svo í málum af þessu tagi, að ásökunin ein ogsér vekur grunsemdir og tortryggni og er til þess fallin að skaða mannorð viðkomandi varanlega. Vel má vera, að svo sé í þessu tilviki. En fyrir þau, sem þykjast þess umkomin að setjast í dómarasætið, er kannski ráð fyrst að kynna sér málsgögn og málsbætur; og annað, að varast að fara með sleggjudóma og staðleysustafi. Man nokkur lengur eftir siðareglum Blaðamannafélags Íslands? Ýmis dæmi um siðlausa blaðamennsku, sem hér hafa verið tilfærð, virðast gefa tilefni til að dusta af þeim rykið. Þar segir: 4. grein: „Í frásögnum af dóms- og refsimálum skulu blaðamenn virða þá meginreglu laga, að hver maður er talinn saklaus, þar til sekt hans hefur verið sönnuð“. 3. grein: „Blaðamaður vandar upplýsingaöflun sína, úrvinnslu og framsetningu, svo sem kostur er, og sýnir fyllstu tillitssemi ívandasömum málum“. Hann forðast allt, sem valdið getur saklausu fólki, eða fólki sem á um sárt að binda, óþarfa sársauka eða vanvirðu“. (Leturbreyting mín).Hrokinn Ég spyr: Hvernig eiga lesendur að mynda sér óbrenglaða og fordómalausa skoðun á máli, ef fjölmiðlar bjóða þeim upp á einhliða frásögn kærenda, velja það eitt til birtingar úr gögnum málsins, sem hentar fyrirfram gefinni niðurstöðu, hundsa vottfestan framburð vitna, stinga undir stól sönnunargögnum um að farið sé með rangt mál og virða ekki andmælarétt hins ákærða? Hér hafa verið tilfærð nokkur dæmi um óvandaða blaðamennsku, þar sem brotið er í flestum greinum gegn siðareglum blaðamannafélagsins. Eru einhver viðurlög við því? Sæmir það, að þeir sem sjálfir brjóta sínar eigin siðareglur, setjist í dómarasæti yfir öðrum? Hér hefur verið tekið dæmi af helsta siðgæðisverði DV, Inga Frey Vilhjálmssyni. Hann hefur skrifað langhunda um meinta siðferðisbresti annarra á sama tíma og hann leyfir sér að þverbrjóta siðareglur sinnar eigin starfsgreinar. Nú er spurningin: Hvernig bregst hann við, þegar hann er uppvís að alvarlegum yfirsjónum? Þorir hann að horfast í augu við sjálfan sig? Eða kýs hann að forherðast og þræta fyrir? Hann bauð mér pláss í blaði sínu til að ræða um iðrun sem forsendu fyrirgefningar. Ef Ingi Freyr Vilhjálmsson hefur manndóm til að játa brot sín gegn mannorði mínu, ef hann iðrast einlæglega og biðst fyrirgefningar, þá mun ég, fyrir mitt leyti, fyrirgefa honum. Ég vona, að hann fái inni fyrir afsökunarbeiðni sína á DV. (Höfundur var fyrr á árum bæði blaðamaður og ritstjóri)
Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta Skoðun
Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun
Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun
Skoðun Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta skrifar
Skoðun Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir skrifar
Skoðun Sameining Garðabæjar og Hafnarfjarðar – kostir – ókostir - skynsemi Ó. Ingi Tómasson skrifar
Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal skrifar
Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar
Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta Skoðun
Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun
Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun