Um flísina og bjálkann – fjórða valdið, dómsvaldið og siðareglur blaðamanna Jón Baldvin Hannibalsson skrifar 21. september 2013 06:00 Í áratug hefur sáttaviðleitni minni verið mætt með ískaldri þögn, ósönnum söguburði, eftiráspuna, illmælgi á bak, hatri og hefnigirni. Fyrst var leitað til lögreglu og saksóknara og reynt að fá óvininn dæmdan. Þegar ákæruvaldið vísaði kærunum frá, var áfrýjað til „dómstóls götunnar“ gegnum fjölmiðla. Það telst sætur sigur, ef það tekst að ræna óvininn mannorðinu. Það var jú ætlunin frá upphafi.Hatrið Það er dapurlegt til þess að vita, að allt þetta hatur og öll þessi hefnigirni, skuli hafa búið um sig í hugarfylgsnum og sálarlífi þess fólks, sem stendur að baki þessu, í meira en áratug. Hatrið er skaðræðisskepna. Það bitnar ekki bara á þeim, sem fyrir því verða. Það eitrar líka líf þeirra, sem hýsa það og næra. Var það ekki þetta, sem Brynjólfur biskup í Skálholti átti við forðum, þegar hann sagði: „Mala domestica lacrimis majores sunt – heimilisbölið er þyngra en tárum taki“? Úr því að hatrið náði undirtökunum og réði för þeirra, sem í hefndarskyni vildu bera mál sín á torg, verður ekki aftur snúið. Skaðinn er skeður. Jafnvel þótt ósannindi séu borin til baka og rangfærslur leiðréttar, er það einatt svo í málum af þessu tagi, að ásökunin ein ogsér vekur grunsemdir og tortryggni og er til þess fallin að skaða mannorð viðkomandi varanlega. Vel má vera, að svo sé í þessu tilviki. En fyrir þau, sem þykjast þess umkomin að setjast í dómarasætið, er kannski ráð fyrst að kynna sér málsgögn og málsbætur; og annað, að varast að fara með sleggjudóma og staðleysustafi. Man nokkur lengur eftir siðareglum Blaðamannafélags Íslands? Ýmis dæmi um siðlausa blaðamennsku, sem hér hafa verið tilfærð, virðast gefa tilefni til að dusta af þeim rykið. Þar segir: 4. grein: „Í frásögnum af dóms- og refsimálum skulu blaðamenn virða þá meginreglu laga, að hver maður er talinn saklaus, þar til sekt hans hefur verið sönnuð“. 3. grein: „Blaðamaður vandar upplýsingaöflun sína, úrvinnslu og framsetningu, svo sem kostur er, og sýnir fyllstu tillitssemi ívandasömum málum“. Hann forðast allt, sem valdið getur saklausu fólki, eða fólki sem á um sárt að binda, óþarfa sársauka eða vanvirðu“. (Leturbreyting mín).Hrokinn Ég spyr: Hvernig eiga lesendur að mynda sér óbrenglaða og fordómalausa skoðun á máli, ef fjölmiðlar bjóða þeim upp á einhliða frásögn kærenda, velja það eitt til birtingar úr gögnum málsins, sem hentar fyrirfram gefinni niðurstöðu, hundsa vottfestan framburð vitna, stinga undir stól sönnunargögnum um að farið sé með rangt mál og virða ekki andmælarétt hins ákærða? Hér hafa verið tilfærð nokkur dæmi um óvandaða blaðamennsku, þar sem brotið er í flestum greinum gegn siðareglum blaðamannafélagsins. Eru einhver viðurlög við því? Sæmir það, að þeir sem sjálfir brjóta sínar eigin siðareglur, setjist í dómarasæti yfir öðrum? Hér hefur verið tekið dæmi af helsta siðgæðisverði DV, Inga Frey Vilhjálmssyni. Hann hefur skrifað langhunda um meinta siðferðisbresti annarra á sama tíma og hann leyfir sér að þverbrjóta siðareglur sinnar eigin starfsgreinar. Nú er spurningin: Hvernig bregst hann við, þegar hann er uppvís að alvarlegum yfirsjónum? Þorir hann að horfast í augu við sjálfan sig? Eða kýs hann að forherðast og þræta fyrir? Hann bauð mér pláss í blaði sínu til að ræða um iðrun sem forsendu fyrirgefningar. Ef Ingi Freyr Vilhjálmsson hefur manndóm til að játa brot sín gegn mannorði mínu, ef hann iðrast einlæglega og biðst fyrirgefningar, þá mun ég, fyrir mitt leyti, fyrirgefa honum. Ég vona, að hann fái inni fyrir afsökunarbeiðni sína á DV. (Höfundur var fyrr á árum bæði blaðamaður og ritstjóri) Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jón Baldvin Hannibalsson Mest lesið Fersk fyrirheit: máttur nýársheita og skýrra markmiða Árni Sigurðsson Skoðun Er þetta alvöru? Bjarni Karlsson Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson Skoðun „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Alvotech og Arion banki stofna grunnskóla Haraldur Freyr Gíslason Skoðun Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson Skoðun Halldór 22.12.2024 Halldór Baldursson Halldór Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun Skoðun Skoðun Skilaboð hátíðarinnar Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Er þetta alvöru? Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Raforkunotkun gagnavera minnkað mikið Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson skrifar Skoðun Göngum fyrir friði Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Skammtatölvur: Framtíð tölvunarfræði og bylting í útreikningum Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hamingjan sem leiðarljós menntakerfisins Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson skrifar Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun 2027 væri hálfkák Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hvað eru jólin fyrir þér? Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Landið helga? Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Að sinna orkuþörf almennings Kristín Linda Árnadóttir skrifar Skoðun Tímamót Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Menntun fyrir Hans Vögg Þuríður Magnúsína Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar Samtök verslunar og þjónustu vita betur Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Dans verkalýðsleiðtoga í kringum gullkálfinn Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Jól í sól versus jóla í dimmu Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson skrifar Skoðun Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Er janúar leiðinlegasti mánuður ársins? Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Svar við hótunum Eflingar Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar Skoðun Manni verður kalt ef maður pissar í skóinn sinn Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Skautun eða tvíhyggja? Þóra Pétursdóttir skrifar Skoðun Egóið er í hégómanum Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Dæmalaus málflutningur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Sjá meira
Í áratug hefur sáttaviðleitni minni verið mætt með ískaldri þögn, ósönnum söguburði, eftiráspuna, illmælgi á bak, hatri og hefnigirni. Fyrst var leitað til lögreglu og saksóknara og reynt að fá óvininn dæmdan. Þegar ákæruvaldið vísaði kærunum frá, var áfrýjað til „dómstóls götunnar“ gegnum fjölmiðla. Það telst sætur sigur, ef það tekst að ræna óvininn mannorðinu. Það var jú ætlunin frá upphafi.Hatrið Það er dapurlegt til þess að vita, að allt þetta hatur og öll þessi hefnigirni, skuli hafa búið um sig í hugarfylgsnum og sálarlífi þess fólks, sem stendur að baki þessu, í meira en áratug. Hatrið er skaðræðisskepna. Það bitnar ekki bara á þeim, sem fyrir því verða. Það eitrar líka líf þeirra, sem hýsa það og næra. Var það ekki þetta, sem Brynjólfur biskup í Skálholti átti við forðum, þegar hann sagði: „Mala domestica lacrimis majores sunt – heimilisbölið er þyngra en tárum taki“? Úr því að hatrið náði undirtökunum og réði för þeirra, sem í hefndarskyni vildu bera mál sín á torg, verður ekki aftur snúið. Skaðinn er skeður. Jafnvel þótt ósannindi séu borin til baka og rangfærslur leiðréttar, er það einatt svo í málum af þessu tagi, að ásökunin ein ogsér vekur grunsemdir og tortryggni og er til þess fallin að skaða mannorð viðkomandi varanlega. Vel má vera, að svo sé í þessu tilviki. En fyrir þau, sem þykjast þess umkomin að setjast í dómarasætið, er kannski ráð fyrst að kynna sér málsgögn og málsbætur; og annað, að varast að fara með sleggjudóma og staðleysustafi. Man nokkur lengur eftir siðareglum Blaðamannafélags Íslands? Ýmis dæmi um siðlausa blaðamennsku, sem hér hafa verið tilfærð, virðast gefa tilefni til að dusta af þeim rykið. Þar segir: 4. grein: „Í frásögnum af dóms- og refsimálum skulu blaðamenn virða þá meginreglu laga, að hver maður er talinn saklaus, þar til sekt hans hefur verið sönnuð“. 3. grein: „Blaðamaður vandar upplýsingaöflun sína, úrvinnslu og framsetningu, svo sem kostur er, og sýnir fyllstu tillitssemi ívandasömum málum“. Hann forðast allt, sem valdið getur saklausu fólki, eða fólki sem á um sárt að binda, óþarfa sársauka eða vanvirðu“. (Leturbreyting mín).Hrokinn Ég spyr: Hvernig eiga lesendur að mynda sér óbrenglaða og fordómalausa skoðun á máli, ef fjölmiðlar bjóða þeim upp á einhliða frásögn kærenda, velja það eitt til birtingar úr gögnum málsins, sem hentar fyrirfram gefinni niðurstöðu, hundsa vottfestan framburð vitna, stinga undir stól sönnunargögnum um að farið sé með rangt mál og virða ekki andmælarétt hins ákærða? Hér hafa verið tilfærð nokkur dæmi um óvandaða blaðamennsku, þar sem brotið er í flestum greinum gegn siðareglum blaðamannafélagsins. Eru einhver viðurlög við því? Sæmir það, að þeir sem sjálfir brjóta sínar eigin siðareglur, setjist í dómarasæti yfir öðrum? Hér hefur verið tekið dæmi af helsta siðgæðisverði DV, Inga Frey Vilhjálmssyni. Hann hefur skrifað langhunda um meinta siðferðisbresti annarra á sama tíma og hann leyfir sér að þverbrjóta siðareglur sinnar eigin starfsgreinar. Nú er spurningin: Hvernig bregst hann við, þegar hann er uppvís að alvarlegum yfirsjónum? Þorir hann að horfast í augu við sjálfan sig? Eða kýs hann að forherðast og þræta fyrir? Hann bauð mér pláss í blaði sínu til að ræða um iðrun sem forsendu fyrirgefningar. Ef Ingi Freyr Vilhjálmsson hefur manndóm til að játa brot sín gegn mannorði mínu, ef hann iðrast einlæglega og biðst fyrirgefningar, þá mun ég, fyrir mitt leyti, fyrirgefa honum. Ég vona, að hann fái inni fyrir afsökunarbeiðni sína á DV. (Höfundur var fyrr á árum bæði blaðamaður og ritstjóri)
Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun
Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar
Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar
Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun