Tíska og hönnun

Vinsamlegast hyljið brjóst og rass

Sjónvarpsstöðin CBS hefur bannað stjörnum að vera léttklæddar á 55. Grammy-verðlaunahátíðinni sem haldin verður næstkomandi sunnudagskvöld. Í bréfi sem sent var á alla sem mæta á hátíðina eru lagðar skýrar reglur um klæðaburð.

"Vinsamlegast tryggið að kvenmannsbrjóst og –afturendar séu huldir. Vinsamlegast forðist að sýna hold undir rasskinnum eða við rassaskoru. Berar hliðar brjósta valda líka vandamálum," segir í bréfinu. En þetta er ekki allt.

Enga brjóstaskoru takk!
"Forðist að klæðast gagnsæjum fatnaði sem gæti sýnt geirvörtur kvenna. Tryggið að kynfærasvæðið sé vel hulið."

Þá vill sjónvarpsstöðin líka að gestir sleppi því að vera í fatnaði með auglýsingaskilaboðum eða pólitískum yfirlýsingum.

Beyonce skemmti á Ofurskálinni. Mætti ekki klæðast þessu á Grammy-verðlaununum.
"Erlendan texta á fatnaði þarf að samþykkja," segir í bréfinu sem fer nú eins og eldur um sinu um internetið."

Stjörnur á borð við Beyonce, Faith Hill, Katy Perry, Carly Rae Jepsen og Taylor Swift munu skemmta á Grammy-verðlaununum.

Þú gætir unnið - vertu með okkur á Facebook.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.